Færsluflokkur: Bækur
Fimmtudagur, 2. október 2008
Bloggróman
Ég var að klára að lesa þessa skáldsögu og hún heitir Petite Anglaise.
Rómanar eru ekki mínar uppáhaldsbókmenntir en þær geta verið fínar til afslöppunar þegar þannig stendur á.
Þessi bók hreif mig með sér af því ég tengdi auðvitað á fyrstu blaðsíðu við ensku stelpuna sem býr í París ásamt lítilli dóttur.
Hún er nefnilega bloggari. Hún byrjar að halda dagbók á netinu og eins og við sem bloggum þekkjum flest, þá tekur bloggið hennar sína eigin stefnu.
Petite skrifar undir dulnefni og ég skemmti mér prýðilega þegar hún segir frá spenningnum yfir fyrstu kommentunum, þegar hún fer á bloggvinahitting en svo lendir hún í ástarsambandi og, og, og, meira segi ég ekki.
Á bókarkápu segir að hulunni hafi verið svipt af Petite þegar hún var rekin úr starfi vegna bloggsins (Hrönn ég gef þér þessa í jólagjöf), fór í mál við vinnuveitendur og fékk skaðabætur.
Bloggið er komið til að vera. Það er bara skemmtilegt.
Bókin er fín dægradvöl og ég mæli með henni.
Bloggarar eiga eftir að brosa út í annað við lesturinn.
Góða skemmtun.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 2. október 2008
Hvar er húmorinn?
Krúttið hann Salman Rushdie sér ekki eftir að hafa skrifað skáldsöguna umdeildu Söngvar Satans.
Gott hjá honum. Enda engin ástæða til. Fólk má skrifa bækur ef það vill og þessar dauðahótanir múslima eru orðnar helvíti þreytandi. Hvar er húmorinn?
Reyndar lagði ég mig alla fram við að virkja í mér athyglispart heilans þegar þessi bók kom út en ég gat ekki haldið mér vakandi mér fannst hún svo tyrfin og leiðinleg.
Það gerist ekki oft þegar ég les bækur. Sumar bækur eru svo vondar að maður getur ekki lagt þær frá sér. Maður slefar af spenningi. Alveg: Er þetta hægt?
Það er friggings listgrein að skrifa vondar bækur.
En hvað um það.
Það hlýtur að vera bömmer fyrir skrifandi fólk að sjá eftir því sem það setur á prent.
T.d. í netheimum. Ef þú skrifar eitthvað, eins og t.d. á Moggabloggið þá er ekki nóg að eyða orðunum og halda að maður sé laus allra mála.
Óekkí.
Þú getur náð í hinn burtstrokna texta inni á Gúgli og þess vegna kópípeistað kvikindið og geymt sjálfum þér til ánægju eða leiðinda.
Ég á ágætis vinkonu sem er sífellt að kenna mér á allskyns netfídusa.
Og ég er alveg; vá hvað þetta er merkilegt, er þetta hægt?
Ég held að þannig sé farið um marga sem eru að sýsla á netinu. Við nýtum ekki nema brotabrot af þeim möguleikum sem netið býður upp á.
Þannig að ég bíð spennt eftir námskeiði fyrir lengra komna. Það er fyrir þá sem kunna á mús, lyklaborð, starttakka á tölvu, ók,ók, þið vitið hvað ég meina.
Mig langar ekki að deyja án þess að læra meira.
Ég dramatísk og morbid?
Getur verið en í þessu krepputali þar sem allt er í alvörunni á leið til þess vonda þá er það ekki nema von.
En ég elska ykkur more than ever villingarnir ykkar.
![]() |
Sér ekki eftir skrifunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 22. september 2008
Englar í mannsmynd? - Held ekki
Þegar frægt fólk yfirgefur þennan heim þá hættir við að þeir séu gerðir að englum og sú staðreynd að viðkomandi var af holdi og blóði er algjörlega tekin út úr jöfnunni.
Nú er verið að skrifa bók um Lennon og þar kemur fram hversu skapbráður hann var.
Halló, auðvitað var maðurinn ekki eins og andapollur. Hann var enginn andskotans Ghandi og þarna er ég komin með annan engil sem hefur örugglega verið mannlegur líka með skap, hefur pissað og kúkað og bölvað í hljóði þegar hann var að drepast úr hita í friðsömum mótmælum.
John F. Kennedy er annar engillinn og ofurmennið.
Í fyrsta lagi þá sat hann ekki heilt kjörtímabil, þannig að það var ekki komin mikil reynsla á hann sem forseta, hann var verkjatöflu- og kynlífsfíkill. Það var talað um það í Whasington að hann gæti ekki sinnt störfum sínum vegna þess að hann var stöðugt ríðandi eins og rófulaus hundur út um allar koppagrundir. Koddahjal mannsins var líka tilefni til ótta hjá paranojaða transvestítnum J. Edgar Hoover.
Svo kom bang, bang, bang og maðurinn var ei meir og það uxu á hann vængir á ljóshraða.
Það er afskaplega æskilegt að sjá fólk eins og það er. Ég hef engar sérstakar áhyggjur af fræga fólkinu, það má alveg líma á það geislabauga fyrir mér, en ég er að meina svona á meðal oss dauðlegra.
Við höfum öll tvær hliðar (vá allir voða hissa á spekinni í mér?) annars værum við örugglega svífandi um í alheiminum, kynlaus og allslaus. Fullkomnun getur gjörsamlega klúðrar fyrir manni lífinu.
Ég persónulega hef snúið upp vilausu hlið lífspeningsins æði oft.
En núna er ég réttu megin girðingar og ætla að reyna að halda mig þar eitthvað aðeins lengur.
En það eru minningargreinarnar sem ég óttast. Að einhver mér tengdur kjósi að gleyma því hversu brokkgengur vitleysingur ég hef verið og skrifi um mig langloku þar sem ég stökkbreyttist í engil, hannyrðageta mín verði tíunduð svo og afrek mín í eldhúsi.
Ég ætla skanna þessa hluti þegar ég er komin hinumegin og ég mun skella hurðum, láta hluti hverfa og hanga á klósettinu með þeim sem það munu gera.
Ég vil vera eins og ég er - gjörsamlega laus við fullkomnun af því hitt hlýtur að vera gjörsamlega boring.
Aumingja John Lennon. Hann var ekki týpan í að vera fullkominn, kaldhæðinn andskoti sem gaf Bítlunum þetta sem þá annars hefði vantað, kaldhæðni og subbuskap (vinsamlegan subbuskap ekki æsa sig).
Góðan mánudag aularnir ykkar.
![]() |
Lennon sagður hafa skaðað heyrn Seans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 17. september 2008
Laufin í vindinum
Unglingurinn í "Bjargvættinum í grasinu" vildi óður komast að því hvað yrði um endurnar á tjörninni í Central Park þegar hún frysi. Hann spurði leigubílstjórann og sá varð ógeðslega pirraður á spurningunni og líka maðurinn sem hann hitti á göngu. Þeir urðu pirraðir af því þeir vissu ekki hvað yrði um fjandans endurnar. Annars er Bjargvætturinn ein af perlunum í bókahálsfestinni minni.
Og núna í dag, nánar til tekið, er ég með svipað vandamál og unglingurinn Holden í bókinni.
Á trjánum eru milljónir laufa. Það er ekki þverfótað fyrir þeim á þessum árstíma og á reyndar eftir að versna. Látin lauf út um allt.
Eftir veðrið í nótt er allur garðurinn hjá mér þakin laufum en nóg eftir á trjánum samt.
Miðað við allan þennan hóp af laufum er það stór undarlegt að þau skuli yfirleitt hverfa. Mér fyndist mun rökréttara að þau væru í hrúgum og breiðum fram á næsta vor.
Hvert fara þau? Hvernig geta þau horfið á svona stuttum tíma?
Kannski á ég að vita þetta. Ég þekki jafnvel ekki rétta fólkið. Má vera að ég hafi verið alin upp af fólki sem lét sér á sama standa um laufin á trjánum þegar þau voru fölnuð? Var hún amma mín tilfinningaköld gagnvart afdrifum laufa og annarra náttúruafurða?
Held ekki en þetta kom aldrei upp í samræðum. Hún kenndi mér hins vegar allt um blóðberg og fjallagrös ásamt því að setja mig inn í líf alþýðufólks í byrjun síðustu aldar. Laufin urðu útundan af einhverjum ástæðum.
Segið mér hvað verður um laufin. Ég er ónýt til allra verka þar til málið hefur verið til lykta leitt.
Annars góð.
P.s. Ætli það sé hugmynd að kveikja í þeim? Ég meina lyktin hlýtur að vera góð.
Neh
![]() |
Mörg útköll vegna óveðursins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Þriðjudagur, 2. september 2008
Ég er með klikkaðan og margklofinn persónuleika - ég sverða
Ef eitthvað er að marka vísan mann sem sagði einu sinni við mig að það væri nóg að líta í bókaskápa fólks til að komast að því hvaða mann það hefði að geyma, þá er ég í vondum málum.
Ég á nefnilega ógrynni bóka í bókstaflega öllum kategóríum nánast. Ég lýg því ekki.
Ég er að passa elsta barnabarnið ennþá hér vestur í bæ og í dag í mínu persónulega hitakófi og flenskuskít vantaði mig eitthvað að lesa.
Og ég fór í skápa minnar elstu dóttur.
Lagasafnið, lagabækur aðrar, bækur um skipulagsmál, krimmar og skáldsögur af betri gerðinni ásamt slatta af ljóðum og bókum um uppeldismál.
Ókei, frumburður er samkvæmt þessu praktískur fagurkeri með kæruleysislegu ívafi.
En hvað myndi mæta svona "bókasálfræðingi" ef hann kæmist í mína skápa?
Ó mæ godd, hann myndi láta leggja mig inn.
Íslenskar þjóðsögur og ævintýri, Þórbergur eins og hann leggur sig, Laxness nánast komplett, öll íslensku ljóðskáldin sem telur að nefna. Fagbókmenntir um ýmis mál sem ég ætla ekki að telja upp hér. Alkabókmenntir, sálfræðibókmenntir, skáldsögur eftir almennilegt fólk, síma- og fyrirtækjaskrá fyrir Reykjavík frá 1914 og svo auðvitað Íslendingasögurnar og helvítis Heimskringla sem felldi mig í orðsins örgustu fyrir jólin þegar hún datt í hausinn á mér og er þá fátt eitt upp talið.
Ég er samkvæmt bókaskápnum mínum í vondum málum, ég er smali, ég er nörd, ég er bókabéus, ég er með klikkaðan margklofinn persónuleika.
Það getur kallað á djúp sálræn vandamál að alast upp hjá fólki sem telst aldamótafólk s.l. aldar en það er rosalega skemmtilegt.
En ég endurtek það sem maðurinn sagði hér um árið:
Segðu mér hvað þú lest og ég skal segja þér hver þú ert.
Jájá, farin upp í rúm að lesa.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Föstudagur, 29. ágúst 2008
Ég er akademískur kynþokkaskoðari
Ég tel mig vera sérfræðing í kynþokkafullum karlmönnum, eins og reyndar flestar konur.
Kannski er ég þarna með sérfræðikunnáttu sem ég gæti gert mér peninga úr.
Ég gæti til dæmis haldið keppni um kynþokkafyllsta karlmann Íslandssögunnar - nebb gengur ekki, kynþokki er yfirleitt aðstæðnabundinn og sést ekki eftir pöntun.
Ég hef orðið svo yfir mig hástemmd af kynþokkamönnum að ég hef átt það til að giftast þeim af einskærri góðmennsku við vísindasamfélagið, til að geta rannsakað nánar þessa guðsgjöf náttúrunnar.
Ég er akademískur kynþokkaskoðari.
En..
Sebastian Tellier hefur ekki únsu af kynþokka í mínum bókum, fyrirgefðu karlinn en það eru margir kallaðir en fáir útvaldir. Svo er ekkert að marka mig á þessum síðustu, ég fann nefnilega prótótýpu kynþokkans í húsbandi, þannig að ég er hætt að spenna augun.
Leitir og þér munuð finna. Knýið á og fyrir yður mun upp lokið verða.
Svo eru sumir karlmenn löðrandi í kynþokka í augum einnar en nördar og törnoff í augum þeirrar næstu.
Úff ég gæti sagt ykkur sögur.
En ég ætla ekki að gera það perrarnir ykkar.
Kevin Spacy var gangandi kyntröll síðast þegar ég sá hann. Samt held ég að hann sé hommi. Bömmer fyrir konur heimsins ef rétt reynist.
Lennon, lokið mig inni, röddin, röddin, röddin.
Hugs, hugs, hugs,
Augun á Sigmundi Erni Rúnarssyni eru ákjósanlegur staður til að drekkja sér í á góðum degi, en til að forðast það að stökkva á flatskjáinn og stórslasa á sér andlitið er um að gera að loka augunum stelpur mínar.
Baltasar Kormákur er kjörið verkefni fyrir listamenn heimsins. Manninn í brons, hann er fallegur drengurinn.
Hvernig stendur á því að ég man ekki eftir neinum sláandi kynþokkalöðrandi karlmanni fyrir utan ofannefnda?
Er mér að förlast?
Ég veit að þeir eru ógeðismargir en hugur minn er tómur.
Ég gæti hins vegar talið upp og verið að í allan dag, törnoffin í þessari deild.
En ég vil ekki láta súa mér.
Þeir hlaupa á þúsundum.
Og svo get ég sagt ykkur leyndarmál. Ég er svo höll undir hið skrifaða orð að ég hef reglulega orðið ástfangin af rithöfundum. Bara vegna þess að þeir eru svo þokkafullir í skrifum.
Og ég hef orðið bergnumin af bókaútgefanda, setjara, prófarkalesara og ég veit ekki hvað og hvað.
Ég er nörd.
Úje.
P.s. að allt öðru.
Sara dóttir mín bað mig að setja þennan link inn svo hann væri aðgengilegur fyrir alla.
Endilega kíkið hér.
![]() |
Kynþokki í Öskjuhlíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Föstudagur, 22. ágúst 2008
Búhú aumingja ég
Það rignir og þá verð ég öll svo mössímössí að það er tæpast eðlilegt.
Ég verð væmin og kveiki á kertum. Kveiki á reykelsi - eða myndi örugglega gera ef ég myndi eftir því.
Ég vil troða mér í sófann í stofunni með eiturgræna flísteppið mitt, sódavatn og hvíta stauta sem rýkur úr (uss) og bara njóta lífsins með bókina mína.
Og þar sem ég er búin að ala upp börn og gifta mig fjölda manna, bý með einungis með mér plús manni, þá leyfi ég mér að gera eins og ég vil. Ekkert kjaftæði og gerðu þetta gerðu hitt, ég ræð mér sjálf.
Og nú er ég að lesa alveg stór merkilega bók. Hún heitir "Hjarta Voltaires" og ég er alveg heilluð. Bókin er öðruvísi en flestar bækur sem ég hef lesið, sko stíllinn, hún er skrifuð í ímeilum. Ég held að ég mæli með henni hér með.
En.. að listinni að skrifa, lifa, spila og mála .....
Einu sinni ætlaði ég að verða gítarsnillingur, ji hvað það er eitthvað lítið rokkað að vera að læra á kassagítar þegar maður er 10 ára og það er ekki únsa af töffara búinn að koma sér fyrir í manni.
Og kennarafjandinn, kerling á Bárugötunni var full og barði á fingurna á mér ef ég spilaði vitlaust. Svo lét hún míg æfa "det var en lördag aften" út í eitt í heimaæfingum og ég varð að atlægi í hverfinu. Allir görguðu upp í gluggann alveg: Ertu ekki að verða búin að ná þessu? Verður þetta klárt fyrir FERMINGUNA þína? Svo lág pöbullinn í verkó sem auðvitað var gjörsneyddur hæfileikanum til listrænna upplifana, í hlátri milli þess sem þau tróðu upp í sig verkamannasnakki eins og hundasúrum, slátri eða öðru álíka spennandi. En hvað veit ég um pöbul, þræl eðalborin og með langa-langa-langa- danakonungsafa.
Ég hugsaði með mér þegar ég fór skíthrædd í tíma til kerlingarinnar að maður yrði að þjást fyrir listina.
Koníakslyktin af konunni læðir sér af fullum þunga í vitin á mér þegar ég hugsa um hana.
Þegar ég hóstaði því út úr mér heima að konan væri bæði full og ósjarmerandi, kannski ekki með þessum orðum, var mér kippt snarlega úr tónlistarnáminu.
Og auðvitað spila ég ekkert á gígju. Allt þessari alkóhóliseruðu kerlingu að kenna.
Alveg er ég viss um að allar mínar raunir í lífinu orsakast af þessu ofbeldi í gítartímunum.
Ég er amk. saklaus eins og nýfallin mjöll.
Alltaf glöð - alltaf góð.
Jeræt og ég er farin að sofa.
Búhú
Bækur | Breytt s.d. kl. 01:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Hrífandi glerkastali
Í sumar hef ég lesið óvenjulega lítið miðað við það sem ég er vön. Ég kenni veðrinu um, annað eins sumar og það sem brátt er á enda hef ég ekki upplifað á "draumaeyjunni".
En nú er ég lögst í lestur sem aldrei fyrr.
Ég bloggaði um að ég væri að lesa Glerkastalann um daginn. Hafði á orði að hún væri hrífandi. Svo fór ég að velta fyrir mér orðalaginu hjá mér. Getur frásögn konu um fátækt, ofbeldi, hungur og vanrækslu í uppeldinu verið hrífandi? Já, í þessu tilfelli er frásögnin hrífandi þrátt fyrir allan ljótleikann.
Á bókarkápu segir:
"Frásögn Jeannette Walls af æsku sinni er í senn miskunnarlaus og angurvær; ástin til foreldranna skín í gegn þrátt fyrir þær hörmulegu aðstæður sem þau bjuggu börnum sínum.
Jeannette Walls býr í New York og Virginíu og er gift rithöfundinum John Taylor. Hún skrifar reglulega á MSNBC.com. "
Ég hafði heyrt um þessa konu og bókina hennar. Æska hennar var skelfileg. Meðferð foreldranna á börnunum ótrúleg og sú staðreynd að í lok bókarinnar eru foreldrarnir komnir á götuna í New York að eigin vali, á meðan börnin hafa komið sér vel áfram í lífinu, er náttúrulega bara óvenjulegt svo ekki sé nú meira sagt.
En öll frásögn Jeannette er lygasögu líkust en hún er jákvæð þrátt fyrir skelfilegan raunveruleikan sem hún og systkini hennar búa við.
Þetta er svona bók sem skilur mann eftir gapandi og ég var hálf fúl þegar lestri lauk, ég vildi meira.
Ég mæli með Glerkastalanum, hún situr svo sannarlega eftir í hjarta og sinni.
Vó hvað góðar bækur gefa manni mikið.
Og nú er ég að klára spennubók sem heitir Svartnætti. Þið fáið upplýsingar um leið og ég má vera að bókafíklarnir ykkar.
Annars voða góð og á leiðinni í þrif.
Og ég sem ætlaði í berjamó.
Later.
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 11. ágúst 2008
Hegðið ykkur á meðan ég sef
Þá er þessi sunnudagur liðinn og kemur ekki aftur.
Ég er búin að vera skjálfandi úr kulda í allan dag vafin innan í peysur og hef farið tinandi eins og gamalmenni á milli stóla. Lesandi. Það hefur bjargað lífi mínu í þessu furðulega kuldakasti sem hefur herjað á mig frá því ég opnaði augun blásaklaus í morgun að vera með góða bók.
Ég er að lesa svo magnaða bók sem heldur mér í heljargreipum. Glerkastalinn heitir hún og er glæný úr prentsmiðjunni.
Ég blogga auðvitað um þessa bók en ég lofa ykkur að þessa verðið þið að lesa.
Stundum er sjálft lífið lygilegra en nokkur fantasía. Hrífandi frásögn bandarískrar konu af æsku sinni. En meira um það seinna.
Ég ætla að vona að ég nái upp í eðlilegan hita þegar líða fer á vikuna. Ég ætla nefnilega í berjamó. Jess og ég er ekki að ljúga. En ég veit ekki hvert er best að fara til berja svona dagstund og er að hugsa um að hringja í lækni sem ég þekki og fá hjá honum upplýsingar. Hann er berjamaðurinn með ákveðnum greini í EINTÖLU.
Og svo er verið að segja mér að rabbarbari vaxi eins og mófó upp í Skammadal og það sé ölum frjálst að rífa hann upp með rótum og fara með heim.
Miðað við efnahagsástandið og veiklulega innkomu undirritaðrar (má lesa um það hjá Gurrí, muhahahaha) verður maður að fara að nýta sér allar mögulegar matarholur.
En...
Mér finnst ég verða að blogga um nálgunarbannsmálið sem er að kæfa mig úr reiði en það er sunnudagskvöld og ég bíð til morguns með að springa.
En þá verð ég líka óð á lyklaborðinu.
Nigthy - nigthy.
Hegðið ykkur á meðan ég sef.
Bækur | Breytt s.d. kl. 00:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 22. júlí 2008
Heimskringla felldi mig
Suma daga ætti að meitla í stein. Hreinlega vegna þess að þeir eru ógleymanlegir fyrir margra hluta sakir.
Dagurinn í dag er svoleiðis dagur. Ekki í almanakískum skilningi, engin afmæli eða stórviðburðir, ónei, heldur lagði kvikindið sig svona.
Ég fékk tiltektarkast upp úr hádeginu og þegar ég fer af stað þá gerast hlutir.
Ég þvoði og skúraði og þvoði meira, blóðbunan stóð beinlínis aftan úr mér.
Og ég geng hraustlega til verks. Ég missti bók ofan á stóran glervasa sem stendur á gólfinu (Gusla systir mín gaf mér hann og mér þykir því vænt um þennan fyrrverandi skrautmun). Vasi fór í þúsund mola.
Og ég ryksjó, eins og beygingarsnillingurinn á einu dagblaðanna myndi orða það. Hún er ein af þeim sem drekkur mörg köff á dag og úðar í sig hóp af súkkulöðum. Sjitt hvað ég erfiðaði.
Svo tók ég stóru mottuna sem þekur góðan hluta stofugólfsins og snéri henni við. Til þess þurfti ég að færa þungt stofuborðið og ryksuga undir mottunni. Ég snéri svo mottuhelvítinu, bisaði borðinu á sinn stað til þess eins að komast að því að fíflið ég hafði snúið þessum risableðli í heilan hring. Ergo: Allt á sama stað. Ég endurtók aðgerð og var ekki að segja mjög fallega hluti á meðan.
Annars þarf ég að fara í bókahillurnar. Þori því tæpast því ég fékk Heimskringlu í hausinn þarna fyrir jólin sem endaði í því að ég féll í bindindinu. Löppin lagaðist ekki og ég fékk vöðvaslakandi og það endaði á 12 daga pillufylleríi. Ég gæti sagt að Heimskringla hafi fellt mig í edrúmennskunni (hún felldi mig í gólfið svo mikið er víst), en það væri ekki satt. Ég féll af því ég var ekki í nógu góðum málum.
En af því ég er svo frábær alki þá húrraðist ég strax inn á Vog.
Hvað er það með mig og bækur?
Úje og upp með húmorinn börnin góð. Það verður ekki á allt kosið alltaf.
Bækur | Breytt s.d. kl. 20:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr