Færsluflokkur: Bækur
Miðvikudagur, 16. apríl 2008
Þunglynd og í krónísku áfalli - Hjálp!
Ég er í heví nostalgíukasti núna.
Var að vesenast í geymslunni í morgun og rakst þar á bókakassa (einn af mörgum). Auðvitað á maður ekki að kíkja í kassa í geymslum, því þá getur maður ekki hætt.
Í kassanum voru "stelpubækurnar" mínar, sem ég ætlaði dætrum mínum til aflestrar, en eitthvað hefur það farist fyrir. Sem betur fer held ég svei mér þá.
Fyrir utan að finna fortíðarþránna heltaka mig (eða þannig) þá varð ég samt sjokkeruð að rekast á þær bækur sem voru mínar uppáhalds á árunum frá 8-10 ára, en þá fór ég að lesa fullorðinsbækur.
Millý Mollý Mandý og vinir hennar. Matta Maja dansar, Matta Maja leikur í kvikmynd, Hanna Í París og Katla vinnur sigur.
Miðað við efni bókanna, sem er svo sem meinlaust, þá finnst mér mesta furða að ég hafi ekki orðið eitthvað annað en ég er. Þessar bækur eiga það sameiginlegt, ef mig misminnir ekki hroðalega, að fjalla um saklausar stúlkur, sem eru öllum góðar og þær eru alltaf hlýðnar. Þær rugga ekki einum andskotans bát. Katla var reyndar þunglynd og í krónísku áfalli, og það var ég líka á tímabili. Segið að það hafi ekki áhrif.
Sumar bækur eru ekki góðar fyrir börn. Eins og t.d. Grimms ævintýri, þar sem fólk var skorið, soðið, steikt og myrt á viðurstyggilegan hátt. Margir sadistar í bókum Grimms bræðra, það segi ég satt.
En ég er ok, þrátt fyrir hlýðnu stelpurnar. Ég tók mér þær ekki til fyrirmyndar, enda hefði það verið vonlaust, hvatvísin að drepa mig þá sem nú.
En ég er alin upp á Þjóðsögum Jóns Árnasonar og á þær allar. Ætli ég eigi ekki eftir að hræða líftóruna úr barnabörnunum einn daginn, eins og gert var við mig.
Það er dásamlegt að láta hræða sig með útilegumönnunum í Ódáðahrauni og henni Garúnu, Garúnu.
Muhahahahahaha
Ég kem aftur á eftir. Ég kem alltaf aftur.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Mánudagur, 14. apríl 2008
Ég er kolfallin fyrir Sigmundi Erni
Ég er fallin fyrir Sigmundi Erni Rúnarssyni, manninum með hin stingandi augu. Ég held að hann hljóti að vera toppmaður í rannsóknarblaðamennsku. Maðurinn hlýtur að sjá gegnum holt og hæðir með röntgenaugunum sem fylgdu honum við fæðingu.
SE á pláss í hjarta mínu eftir að hafa fyrstur notað hina (of)nýttu setningu; "auglýsingar eru handan við hornið".
En það eru ekki augun sem hafa orsakað fall mitt. Heldur þátturinn hans, Mannamál. Ekki svo mikið viðmælendurnir, en þeir eru upp og niður eins og gengur, heldur menningarumfjöllunin, þar sem Gerður Kristný og Katrín Jakobs, fara á kostum. Reyndar hef ég séð Gerði Kristnýju oftar og hún er frábær og skelegg.
Svo er það hið frábæra framtak "The eye man" að hafa Einar Má til að flytja okkur pistilinn. Mikið andskoti var hann góður í gærkvöldi. Það munaði engu að ég ryki upp á Stöð 2 og léti manninn átógrafa á mér upphandlegginn.
Ég segi ykkur það, að Ray Davis í Kinks skrifaði einu sinni á handlegginn á mér og ég gekk með viðkomandi útlim í plasti, vikum saman, eða þar til önnur músíkhetja varð mér hugleiknari og þá var Ray settur út af sakramentinu og útlimurinn lagður í lút. Æi þið vitið, mórallinn hjá úllanum alveg: Either your in or your out fyrirkomulagið.
Svo skammaði SE, Þorgerði Katrínu fyrir að tala of mikið. Kommon Sigmundur, er til stjórnmálamaður sem ekki þjáist af ofvirkni í talfærum? Æ dónt þeink só.
Habbíhúbba hvað ég elska mánudaga.
Nema þegar þeim sökka.
Bækur | Breytt s.d. kl. 11:36 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
Sjúskað og sjoppulegt
Stundum óar mér við sjálfri mér. Ég vil vera víðsýn, opin fyrir nýjungum, hipp og kúl í alla staði. Úje.
En..
það er ekki alltaf þannig. Stundum er ég blákalt íhald og ákveðnir hlutir eiga ekki að breytast, að mínu mati.
Ég vann um nokkurra ára skeið í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar í Austurstræti. Eymundsson byrjaði að versla með bækur 1872. Á meðan ég vann hjá Eymó, urðum við 100 ára. Það var rosa partý og dúndur gaman.
Ég elskaði vinnuna mína. Ég ýki ekki þegar ég segi að ég vissi um hverja skruddu sem til var í búðinni, hver gaf út hvaða bækur og útgáfuár. Ég vissi líka hvaða bækur voru fáanlegar hjá forleggjara og hverjar ekki. Þetta heitir metnaður í starfi.
Það var eins og að vera barn í sælgætisbúð að vinna í Eymó. Fyrir mig bókaorminn var þetta himnaríki á jörð. Ég skemmti mér konunglega upp á hvern dag. Ég byrjaði í búðinni 19 ára og hætti 24 vegna þess að ég flutti til Köben.
Eymundsson var klassabúð. Þangað komu allir sem voru læsir og fóru í miðbæinn. Þar voru allir andans menn þess tíma daglegir kaffigestir. Það var stíll yfir Eymundsson.
Þess vegna get ég grátið (búhú ég hendi mér í vegg hérna), þegar ég les um allar Eymundssonbúðirnar sem spretta upp eins og gorkúlur, í stórmökuðum og verslunarklösum. Sumir hlutir eiga að vera óbreyttir. Þeir eiga að vera minnisvarði um tíma. Tíma sem er farinn og kemur aldrei aftur.
Ég vil ekki versla bækur í stórmörkuðum. Það er sjoppulegt og sjúskað.
Það er törnoff dauðans að kaupa t.d. kjötfars og Atómstöðina í einni og sömu körfunni.
Og hafiððiþað.
![]() |
Fjölskylduvæn verslun Eymundsson opnar í Holtagörðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 5. apríl 2008
Bónus á raðfullnægingum
Ég var í töluverðum vandræðum þegar ég ákvað að blogga. Ég las um að vatn í miklu magni væri beinlínis hættulegt og ég las líka um að fiskur gerði börn greindari. Svo las ég þessa viðtengdu frétt um að heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf.
Ég hef skoðun á öllu ofangreindu og það sem meira er, mér finnast þessar skoðanir beinlínis eiga nauðsynlegt erindi við íslenska þjóð, jafnvel heiminn allan.. Ég minni ykkur enn og aftur, af gefnu tilefni, á hversu hógvær ég er.
Fyrst að vatninu. Ég var að koma úr göngutúr. Gekk um átakasvæði næturinnar og niður í Mjódd. Þetta er liður í nýjum lífsstíl mín og húsbands. Sólin skein, fuglar sungu, hundar hlupu um allt og við mættum ekki einu einasta fórnarlambi ofbeldis, sem hlýtur að teljast til tíðinda. Eftir þessa súrefnisgjöf, þar sem við fórum m.a. í Eymundsson í Mjóddinni, hvar ég verslaði "Minngabók" Sigurðar Pálssonar og "Sá sem blikkar er hræddur við dauðann", ákváðum við að misnota ekki dýrmætt súrefni alheimsins og tókum leigubíl heim. Ég var þyrst og ég drakk sódavatn, vegna þess að vatnsandinn kom yfir mig. Já, vatn í hófi er gott. Ég hef alltaf vitað að þessir þrír lítrar sem verið er að segja manni að drekka er ekki eðlilegt magn. Helvítis græðgi og ekkert annað. Hófsemd. Það er málið. Meira er ekki endilega betra.
En að fiskinum. Ég er afskaplega greind kona. Ég hef meira að segja pappír upp á það. Ég er samt léleg í reikningi og þar kemur fiskurinn (eða skortur á honum) sterkur inn. Ég er klígjugjörn með afbirgðum og það sem kemur úr hafinu er slepjulegt. Ég borða því sjaldan fisk, nema steiktan. Þess vegna óar mig einfaldlega við hverslags súperheila ég gæti verið með, hefði ég úðað í mig fiski í samlede verker. Vó, hvað ég er fegin að ég lét það eiga sig. Annars væri ég algjört eðjót. Hreinlega ofviti. Fyrirgefið en ekki segja að ég sé sjálfhælin. Ég hafði ekkert með það að grea hversu klár ég varð. Takið málið upp við foreldra mína. (Mér er orðið óglatt hérna). Lalalala.
Og að áhættu í fjármálum sem heilinn tengir við kynlíf. Ég gef mér að Hannes Smárason, Bjarni Ármannsson og Bónusfeðgar (og allir hinir millarnir) séu annaðhvort með gífurlega kynorku, eða þá hreinlega kynsveltir heima hjá sér. Vonandi súa þeir mér ekki fyrir að draga þessa ályktun eftir lestur fréttarinnar, en þeir eru í heaví sexi 24/7 þessir gæjar. Þetta hlýtur að vera líf upp á stöðugar raðfullnægingar.
Er farin að kaupa Lottómiða (úúúúúú).
See you in the lounge.
Úje
![]() |
Heilinn tengir áhættu í fjármálum við kynlíf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Fimmtudagur, 3. apríl 2008
Skammastín Hannes!!
"Skammastín Hannes að stela frá honum Laxness. Skamm, skamm, skamm. "
"Ef þú gerir þetta einu sinni enn, þá færðu sko áminningu karlinn minn".
"Svo skaltu hunskast upp í RÚV og fara þangað í tilfinningahlaðið drottningarviðtal, vera smá sorrí, en samt smá kjaftfor. Það ætti að róa liðið".
Ætli þetta hafi hljómað svona upp í HÍ þegar rektor veitti Hannesi EKKI áminningu?
Svo fékk hann heillangt drottningarviðtal í Kastljósinu eins og flestir hafa séð. Þar hélt hann langa varnarræðu um sjálfan sig, á prime time.
Hehemm, eruð þið ekki að djóka í mér?
ARG
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (29)
Þriðjudagur, 11. mars 2008
Elvis Karlson og fleiri hetjur
Nú er hér frétt um hversu margar mæður í nýjum sænskum barnabókum eru alkar, veikar á geði, uppteknar af sjálfum sér eða dauðar.
Pabbarnir eru að hverfa.
Halló, mina svenska vänner, þetta heitir að sofna á verðinum og vakna seint og illa upp af martröðinni.
Próblemin með foreldra hafa lengi verið einkenni sænskra barnabóka.
Þetta byrjaði í raun með Línu Langsokk (kannski fyrr) þar sem fullorðnir eru meira og minna stórbilað lið, nema pabbi hennar Línu, sem var skrýtinn eins og hún. Löggan, foreldrar Tomma og Önnu og flestir aðrir, er allt meira og minna illa gefið lið, barnslega saklaust og auðvelt að blekkja.
Svo dettur mér í hug Elvis Karlson, drengurinn sem á drykkfelda og sjálfsupptekna mömmu sem klínir nafni uppáhalds söngvarans á blessað barnið og veldur því að honum er strítt ferlega. Mig minnir, bara minnir, að pabbi Elvisar hafi verið að heiman eða svo mikill velúrmaður að ég hafi gleymt honum. Eina fullorðna manneskjan sem fútt er í er afi Elvisar.
Og ég tek annað dæmi. Uprreisnin á barnaheimilinu sem Olga Guðrún Árnadóttir las, svo eftirminnilega, í útvarpið 197tíuog eitthvað.
Það varð allt vitlaust í þjóðfélaginu. Þarna var verið að hvetja til uppreisnar. Börnin í sögunni tóku fóstrurnar gíslingu og heimtuðu að réttindi þeirra væru virt.
Stórhættulegar bækur.
Hm...
Svíar eru raunsæir en þeir mættu stundum hafa meiri húmor. Samkvæmt þessum bókum sem greinin fjallar um er ekki gaman að vera barn í Svíþjóð.
Hvað er nýtt spyr ég?
En sem betur fer eru sænskir krakkar eins og önnur börn. Þau gefa litteratúrnum einfaldlega langt nef og skemmta sér konunglega.
Kom igen!
Úje
![]() |
Hættulegt líf mæðra í barnabókum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Miðvikudagur, 27. febrúar 2008
Samkvæmt stundarskrá
Á Vogi hef ég unnið frá morgni til kvölds, eftir stífri stundarskrá sem ma. inniheldur, fyrirlestra, grúppuvinnu, vitöl við ráðgjafa, lækna og svo auðvitað AA-fundir í lok dags.
Svo er matur og kaffi, sígó úti í kuldanum (hætt að reykja í maí, þetta er orðið svo hættuleg iðja, ekki lungnadæmið og allt það, heldur kvefið sem þetta bíður upp á, maður lifandi, ég er að kafna úr hósta).
En þrátt fyrir stífa vinnu, sem er bara gefandi, mannbætandi og lífsnauðsynleg öllum alkahólistum,( og almenn mannrækt í þokkabót), þá hefur mér tekist að lesa sem aldrei fyrr.
Ég á svo góðan eiginmann sem dældi í mig bókum eftir pöntun og ég saknaði reyndar bókatíðinda, því auðvitað fannst mér tilvalið að fá bara allan pakkann, fyrst ég var á annað borð búin að koma manninum á skrið.
Ég las:
Rimlar hugans eftir Einar Má, sem var vel við hæfi. Fjallar um alkahólisma og afleiðingar hans. Mér fannst hún góð, aðeins og mikið af endurtekningum og hefði hlutur Einars mátt vera stærri. En hún er flott.
Hrafn Jökulsson, Þar sem Vegurinn endar: Er mikill aðdáandi Hrafns, bókin er falleg en svo lókal á Strandirnar að mér fannst á tímabili ég vera að lesa símaskrána enda þekki ég ekki kjaft af Ströndum.
Beond Ugly, eftir Constance Briscoe: Las hana aftur, frábær bók, mæli með henni. Hef bloggað um hana áður.
Karítas án titils: Upprifjun á dásamlegri bók sem ég átti ekki sjálf en fékk til eignar og endurnýjaði kynni mín við, mér til mikillar gleði.
Óreiða á striga: Sjálfstætt framhald Karítasar. Er að byrja, efast ekki um að hún er góð.
AA-bók, 24stunda bókin ásamt öðrum alkabókum, lesið kvölds og morgna.
Og ég sem var farin að sofa upp úr kl. 23,00 á hverju kvöldi.
Jón Steinar hlýtur að vera með rétta sjúkdómsgreiningu.
Ég ER manísk.
Nei asnarnir ykkar, ég er skipulögð, edrú, frábær, hraðlesari og ofurkona.
Svo er ég hógvær svo eftir er tekið.
Annars bara góð.
Úje
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 15. febrúar 2008
Ég hreinilega elska ekki Valentínusardaga
Haldið þið ekki að minn ástkæri hafi komið stormandi með Rimlar Hugans sem ég bloggaði um í gær, að mig langaði svo í. Hann er svo afspyrnu næmur á hvað ég er að hugsa (ekki orð um að hann hafi lesið það á blogginu, engin rómantík í því).
Varðandi bókina, þá er mér nánast lífsins ómögulegt að leggja hana frá mér, svo mögnuð er hún.
Hún fjallar um alkahólisma frá mörgum hliðum. Þessa dagana veitir mér ekki af að lesa mér ítarlega til.
Meira um það seinna.
Þessi er "must read" fyrir þá sem hafa gaman af lestri.
Ójá, lífið er svo skrýtið stundum, að það gæti verið skáldsaga og ég skáldsagnapersóna.
En
Ég er á lífi upp á gott og vont.
Lovejúgæs.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 2. febrúar 2008
Símhringing á Laugardagsmorgni
Kl. er níu, ég sef dásamlega, eins og allir sem eru með samvisku í sama lit og hvíta stöffið sem liggur hér um allar götur, og mig er að dreyma yndislega. Ég ákvað í gærkvöldi að sofa amk. til hádegis.
Ring - ring - ring- ring- (ég alveg: þetta hlýtur að hætta, en Guð það gæti verið eitthvað að hjá stelpunum mínum, hendist á ógnarhraða í síma)
Ég: (á innsoginu) Halló!!!
Fífl úr ónefndri bókabúð sem ég skipti við: Góðan daginn, er þetta ekki Jenný Anna?
Ég: Jú, nokkuð líklegt, minn sími og sonna.
Fífl: Heyrðu, þú gleymdir bókinni sóandó, þegar þú varst hérna í vikunni.
Ég (opna búðir kl. 9 á laugardagsmorgnum, nebb getur ekki verið): Já ég veit það, var búin að láta vita að ég kæmi eftir henni þegar ég ætti leið hjá.
Fífl: Æi það er bara svo mikið af bókum hérna (er í lagi, allt löðrandi í bókum í BÓKABÚÐ) og ég myndi gjarnan vilja að þú næðir í hana sem fyrst, hún gæti týnst
Ég: Eruð dálítið í að týna bókum í bókabúðinni hjá ykkur (ísköld í röddinni)
Fífl: (Æsist öll upp). Já þú ættir að vita um skipulagsleysið hérna, hver bókin innan um aðra og þær bækur sem ekki fara upp í hillur eins og þín (fyrirgefðu að ég skuli drusla út fyrirtækið) liggja hér hver um aðra þvera og ég þoli ekki svona drasl í kringum kassann.
Ég: Ég er ekki sálfræðingur, en ég held að þú þurfir hjálp, en þar sem ég er búin að borga bókina, geturðu ekki fundið henni öruggan stað, bara í nokkra daga þar til ég er á ferðinni?
Fífl: (Brjálast) Nokkra daga, þetta er ekki hlutageymsla, þetta er bókabúð, ég vil að þú komir í dag og náir í hana áður en hún týnist. Er það ekki möguleiki að þú gefir þér smá tíma í þetta mál? (Kuldaleg og full fyrirlitngar í málróm)
Ég: Orðlaus
Fífl: (jólaglöð í röddinni) Svo vorum við að fá inn nýja sendingu af erlendum, ofsalega gott og mikið úrval, þú villt örugglega kíkja á það.
Ég: Hvenær opnar búðin?
Fífl.: 11
Ég Heyrðu þú vaktir mig, ég ætla að halda áfram að sofa, þú mátt eiga bókina og líma hana á hnakkann á þér, mér er svo sama. Ekki hringja aftur.
Fífl: (Móðguð og stórlega misboðið). Þorrí, ég er nú bara að hafa eftirlit með mínum kúnnum, svo þeir verði ekki fyrir veseni með bækurnar sínar og það varst ÞÚ sem skildir bókina eftir hérna, ekki ég (full ásökunar). Farðu endilega að sofa, fyrirgefðu að ég skyldi voga mér að reyna að vera liðleg.
Ég: Ég nærri því hata þig.
Pang.
Nei ég er ekki að ljúga. Þetta gerðist sirka svona. Hefur þessi búð sem stofnuð var á fyrri part síðustu aldar eða eitthvað, ekkert lært?
En nú er ég vöknuð og óggissla hress og það eina sem ég veit að ég ætla ekki að gera er að fara til fröken þjónustulundar.is og ná í mína eðalbók.
ARG við eldhúsborðið.
Bækur | Breytt s.d. kl. 12:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Miðvikudagur, 2. janúar 2008
Eymdin og sorgin sem selja
Nú, þá er þessi fyrsti virki dagur nýs árs, senn á enda runninn.
Einhverjir strákar á öllum aldri geta samt ekki hægt að sprengja, hér eru drunur eins og á átakasvæðum.
Ég er búin að lesa bókina um hana Bíbí og var búin að lofa að blogga um hana, fyrir bloggvini mína og ég veit, satt best að segja og aldrei þessu vant, hvað mér finnst.
Ég hef svo klofnar tilfinningar gagnvart efninu. Bókin er vel skrifuð, auðvitað, það fara ekki margir í pennann hennar Vigdísar. Viðfangsefni bókarinnar, hún Bíbí Ólafsdóttir, er líka frábær alþýðukona, sem fær heldur betur að finna fyrir lífinu. Hún heldur samt ótrauð áfram, eftir hvert einasta skipti sem settur er fyrir hana fótur. Stundum er hún sjálfri sér verst, stundum fær hún utanaðkomandi aðstoð við áföllin, alveg eins og gengur í lífinu, ég ætti að þekkja það.
Þetta er sem sagt góð bók, ef ég á að lýsa henni á einfaldan hátt.
Burtséð frá ágætri bók um Bíbí, þá er eitthvað í tíðarandanum, sem gerir það að verkum að fólk hópast í eymdina og sorgina hjá öðrum, eins og við viljum geta fylgst með af kantinum, án þess að vera beinir þátttakendur, kíkja úr öruggri fjarlægð á sársauka og sorg náungans. Eins og við höfum sterka þörf fyrir að fá áþreifanlega sönnun þess að við séum í ágætis málum sjálf.
Ég held að ég tjái mig ekkert sérstaklega um þetta mál frekar í bili. Enda vart búin að hugsa það til enda.
Ég las Harðskafa Arnaldar Indriðasonar. Ég las hana af því að ég hafði ekkert betra að gera. Hef aldrei verið fyrir sakamálasögur. Mér fannst hún fyrirsjáanleg, fyrirsjáanleg og fyrirsjáanleg.
Það kannski kemur til að því að ég beitti minni alkunnu lestrarreglu, sem ég nota á bækur með óræðan endi, ég tékkaði á sögulokum þegar ég var komin inn í miðja bók, en ég hef þetta fyrir reglu, þar sem mér leiðist spenna og get þá lesið bókina í rólegheitum í staðinn fyrir að stressa mig á hverjir enda uppi dauðir, hverjir sem sökudólgar og hverjir sem sigurvegarar.
En...
hún var samt fyrirsjáanleg.
Og hananú
og úje
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr