Færsluflokkur: Bækur
Þriðjudagur, 4. nóvember 2008
Nördinn er með tvær í takinu
Ein aðal ástæðan fyrir því að ég er ekki búin að tapa þeirri litlu glóru sem ég enn hef yfir að ráða er einfaldlega sú að ég hef nóg að lesa þessa dagana.
Ég hef sagt það áður og segi það enn að eitt besta ráðið á svona tímum er að lesa sig í gegnum þá.
Nóg er framboð af bókum í ár eða 759 titlar, það ætti að duga vel fram á mitt ár.
Þessa dagana er ég með tvær í takinu, sko bækur. Reyndar var ég að ljúka annarri í gærkvöldi.
Bömmerinn við góðar bækur er að þær klárast alltaf.
Ljósaskipti er bók sem selst hefur selst í bílförmum í Ameríku.
Það má segja að bókin sé unglingabók fyrir unglinga á öllum aldri. Hún er um vampírur. Nútímavampírur sem eru nokkurs konar grænmetisætur, þ.e. þær lifa á dýrum ekki fólki. Mjög hipp og kúl.
Það er eitthvað við vampírugoðsögnina sem er svo heillandi en jafnframt skelfilegt.
Þarna er söguhetjan í nokkurskonar ástarsambandi við strák sem er blóðsuga.
Ég var að pæla í því hvort vampírumenn væru ekki toppurinn á tilverunni hjá spennufíknum konum, hverjum ég hef átt sögu um að tilheyra. Það yrði ekki afslöppuð stund með svoleiðis ástarviðfangi.
Hugsið ykkur að vera t.d. boðið út að borða af svona náunga og vera alveg: Verð ég drukkin eða kysst í kvöld? Velur hann mig eða af matseðlinum? Spenna, spenna, spenna.
Svona fyrirkomulag gefur hugtakinu "að geta étið einhvern" algjörlega nýja merkingu.
Ég mæli heils hugar með "Ljósaskiptum". Sökkvið tönnunum í hana börnin góð.
Svo er ég að lesa "Bókaþjófinn" líka.
Þetta er bók sem ekki verður lesin einn, tveir og þrír.
Bókinni hefur verið líkt við "Dagbók Önnu Frank" og ekki út í bláinn sýnist mér.
Á vef bókaútgefandans segir:
"Lísella hefur dálæti á bókum en til að geta eignast þær verður hún að stela þeim og í bókunum uppgötvar hún mátt orðanna og tungumálsins og um leið mátt illskunnar sem oft er tjáð í orðum. Þetta er sagan um hana og fólkið í götunni hennar sem bíður örlaga sinna þegar sprengjuregnið hefst.
Þetta er saga um hugrekki, manngæsku, gleði og ást en einnig ótta og óskiljanlega grimmd. Umfram allt er hún óður til lífsins og alls sem lífsandann dregur."
Til að gera langa sögu stutta þá er þessi bók algjör skyldulesning.
Ég þarf engin kreppuviðtöl við sálfræðinga eða geðlækna (ha presta? Eruð þið ekki í lagi?).
Reyndar horfi ég orðið nánast ekki á sjónvarp nema fréttir og fréttatengda þætti.
Syngjandi Býflugan á Skjánum er ekkert annað en ofbeldi á fólki sem á sér einskis ills von í kreppunni.
Útsvar, spurningakeppnin á RÚV gerir ekkert fyrir mig heldur, bara ekki mín kókdós svona utanbókalærdómsspurningakeppnir. Er eitthvað svo nördað - of nördað fyrir mig sem er þó nokkuð af þeirri tegund fólks.
Neh, þá les ég í staðinn.
Sé ykkur seinna ljósin mín. Ég þarf að sinna ákveðnu verkefni.
Hvaða verkefni?
Jú ég þarf að lesa smávegis.
Og hananú. Nördinn hefur talað.
![]() |
Blómleg útgáfa bóka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Föstudagur, 31. október 2008
Djöfuls sorg og leiði
Á þessum árstíma er ég venjulega búin að fara nokkrar könnunarferðir ofan í kassana sem geyma jóladótið. Ég er nefnilega jólafrík.
En ekki núna.
Þegar snjóaði fann ég engan fiðring, ekkert pre-jóla.
Að auki er ég meira að segja fallin frá að fremja kviðristu á sjálfri mér þessi jólin fái ég ekki rjúpu. Samt sór ég þess dýran eið í fyrra þar sem ég grét yfir svínasteikinni. Djöfuls sorg og leiði. Óréttlæti og viðbjóður í þessum heimi. ARG.
Nú er ég í axlaryppi bara kúl á því.
Að þessu sögðu og hugsuðu þá er ég komin að þeirri niðurstöðu að kreppan hafi stolið af mér tilhlökkuninni og kannski jafnvel jólunum. Hvað veit ég?
Ég er að minnsta kosti haldin einhverjum janúarfíling. Þið þekkið hann trúi ég. Aljgör friggings bömmer.
Við frumburður vorum að ræða kreppuráð í gær.
Við tókum um það ákvörðun að þessi jólin yrðu bækur eða geisladiskur í pökkunum.
Ekki rándýrar gjafir.
Þess vegna gladdi það mig óumræðilega þegar ég las viðtengda frétt.
Bókaverðið helst óbreytt frá því í fyrra.
Það er þá að minnsta kosti eitthvað jákvætt í fréttum þessa dagana.
Kannski ég fari fram í geymslu og kíki á seríurnar.
Virka þær? Þarf ég að fjárfesta í nýjum eða á ég að berja mig með þeim?
Fer eftir örvæntingarstiginu get ég sagt ykkur.
Svo er að hnoða í smákökur (DJÓK).
Ég er farin að tékka.
Gleðileg jól.
Falalalalalalalala!
![]() |
Verð á bókum óbreytt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Mánudagur, 27. október 2008
Kreppujöfnun
Ég er bókanörd. Þar með er það fært til bókar.
Bókin er minn tjaldvagn, mín höll, mín snekkja og einkaþota.
Og ég þarf ekki að hreyfa mig úr sporunum.
Þegar allt er að fara fjandans til - ástandið svart og dapurt á ég vin í bókinni.
Ég segi ykkur þetta af því ég er væn manneskja (jájá) og vill gjarnan deila með mér af reynslu minni.
Ég er að hvetja til lesturs í kreppunni.
Bækur eru ekki óyfirstíganlega dýrar og þær eru aðgengilegar á bókasafninu.
Ég hef sagt það áður og segi það enn - lesum okkur í gegnum kreppuna.
Núna er ég að lesa heimtufreka bók.
Bók sem lætur ekki lesa sig með hálfum hug.
Hún krefst fullkominnar athygli lesandans.
"Nafn mitt er Rauður" heitir hún og er eftir Orhan Pamuk sem fékk Nóbelinn 2006.
Ég mæli með henni, annars væri ég auðvitað ekki að blogga um hana.
Blogga helst ekki um leiðinlegar bækur - enda er ég ekki bókmenntagagnrýnandi.
Nappaði lýsingu á efni bókarinnar af vef útgefandans.
"Seint á sextándu öld felur soldáninn í Istanbúl fremstu skrifurum og myndlistarmönnum í ríki sínu að setja saman viðhafnarrit að evrópskum sið. Verkið skal unnið á laun og er mikið hættuspil þar sem öll hlutbundin myndlist stangast á við ríkjandi trúarhugmyndir í landinu. Listamennirnir þurfa að fara huldu höfði en þegar einn þeirra hverfur sporlaust grípur um sig ótti. Hann kann að hafa orðið fórnarlamb trúarofstækis eða afbrýðisemi. Soldáninn krefst skjótra svara og hugsanlega leynist vísbending um afdrif mannsins í hálfköruðum myndverkum hans."
Ég er lestrarhestur. Úje.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 25. október 2008
Sú litla gula afturgengin
Nú leika stjórnvöld og fyrrverandi bankamógúlar skemmtilegan leik sem ég las um í tímakennslu á Hagamelnum í denn.
Hjá honum Þórði en hann kynnti mig fyrir því heitasta í spennusögum fyrir börn með mjólkurtennur.
Það er alveg sama hvert maður snýr sér, þeir koma fram karlarnir einn af öðrum og hafa útskýringar á bálreiðum höndum.
Þeir vita nákvæmlega hvað olli hruninu.
Þeir eru allir hjartanlega sammála um að það hafði ekkert með þá sjálfa að gera.
The blame game?
Nei litla fokkings gula hænukrúttið all over again.
Og við krakkar mínir erum hænan.
Jabb dúllurassarnir mínir.
![]() |
Krónan stærsta vandamálið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 17. október 2008
Gjaldþrota plebbastefnur og góð bók
Das Kapital og Auðmagnið seljast sem aldrei fyrr í kreppunni.
Kannski ætti ég að fara að draga fram mínar Marxísku bókmenntir og rifja upp.
Ég held ekki.
Kapitalisminn og kommúnisminn eru gjaldþrota blebbastefnur sem báðar eru stokkfullar af mannfyrirlitningu.
Ég eins og fleiri ætlast til að ný vinnubrögð verði innleidd og peningatilbeiðslan heyri sögunni til.
En talandi um bækur.
Ég hef verið meira og minna óvirk í allan dag. Ég er nefnilega að lesa bók sem heldur mér algjörlega fanginni úr spennu.
Stefán Máni, sem skrifaði metsölubókina Skipið (kom út 2006) er með nýja bók sem heitir Ódáðahraun.
Á bókarkápu stendur að bókin sé grafskrift íslenska hlutabréfaævintýrisins.
Merkilegt hvað sumir hitta á nákvæmlega rétta tímasetningu hvað varðar efni skáldsagna.
Þessi bók er um íslenskan glæpamann (bókin gerist 2007) sem fer úr dópsölu og yfir í hlutabréfasýsl.
Eins og málið horfir við mér þá gilda í raun sömu lögmálin í glæpa- og fjármálaheiminum.
Ódáðahraun er afspyrnu skemmtileg bók og vel skrifuð.
Og svei mér ef það er ekki að renna upp fyrir mér lágmarks skilningur á hvernig fólk græðir stórar fjárhæðir með vægast sagt vafasömum hætti. Aðeins og seint reyndar, hehemm.
Hvet ykkur til að lesa þessa.
Hér er viðtal við Stefán Mána í síðastu Kilju.
Farin að klára bók.
![]() |
Auðmagnið selst vel í kreppunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 14:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 14. október 2008
Hnöppum hneppt
Hlutirnir gerast hratt þessa dagana, ekki hjá mér reyndar en ég er plebbi og alltaf á skjön og ská.
Grey Ólafur Ragnar sem auðvitað trúði manna heitast á íslensku útrásina hefur auðvitað þurft að horfast í augu við að ekki er allt sem sýnist í þessum klikkaða heimi.
Nýja bókin um forsetatíð Ólafs Ragnars Grímssonar hefur verið innkölluð úr prentsmiðju vegna nýliðinna atburða.
Höfundurinn ætlar að breyta for- og eftirmála.
Pælið í þið krakkar hvurs lags havarí hefði orðið í prentsmiðjunum ef samtímis væri verið að gefa út bækur um Geir Haarde, Árna dýra og Davíð Oddsson ásamt litlum krúttlegum bæklingi sem fjallaði um dúllulega viðskiptaráðherratíð Björgvins G? Almó hjálpi mér.
Ég er hrædd um að það stæði ekki steinn yfir steini og mikið fjör hjá höfundum.
Ég ætla ekki út í ysið og þysið sem væri brostið á ef bók um Hannes Smárason væri á leiðinni.
"Hvernig hnöppum er hneppt í Kensington".
Farin að sinna ungviðinu. Hrafn Óli a.k.a. Lilleman og Oliver Einari Nordquist.
Jösses hvað mér er trúað fyrir miklu.
Sé ykkur og það er ekki langt í það.
En mikið rosalega er á hreinu að ég mun lesa bókina um Pres. Í henni eru birt ástarbréfin sem fóru á milli Davíðs og ÓRG.
Haldiði að það hafi verið sláttur á lyklaborði mannanna?
![]() |
Forsetabók afturkölluð úr prentsmiðju |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 13:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 10. október 2008
Ég með lífverði eftir þetta blogg?
Hm, mér finnst ástandið á landinu verða æ farsakenndara.
Geir er með lífverði. Kannski nauðsynlegt, ég skal ekki segja, en ég er á því að dauðadrukkinn Fellini hefði aldrei náð stemmingunni á Íslandi í dag á filmu. Honum hefði hreinlega skort ímyndunarafl.
Þegar ég horfði á Kiljuna á miðvikudagskvöldið og sá viðtal Egils við Orra Harðarson vin okkar vegna bókar hans, Alkasamfélagið sem var að koma út, spurði Egill hvort Orri héldi að hann yrði barinn af meðlimum AA-samtakanna en Orri gagnrýnir hugmyndafræði þeirra harkalega í bókinni. Orri gerði lítið úr því en mér sýndist hann brosa út í annað.
En kannski þarf Orri líka lífverði nú eftir að bókin er komin í búðir eða ég þar sem ég tek undir nánast allt í þessari merkilegu bók sem ég er búin að lesa spjalda á milli.
Orri skefur ekki utan af hlutunum. Jafnvel hún ég fór í keng og köku þegar hann gagnrýnir upphafsmenn þeirrar hugmyndafræði sem veður uppi í ákveðnum samtökum og ganga að mínu mati þvert á alla skynsemishugsun.
Orri er frábær stílisti. Sjálfsíronía hans er með þeim hætti að maður veinar úr hlátri þrátt fyrir sorglega umfjöllun höfundar um skelfilega upplifun sína af sjúkdómnum alkóhólisma.
Ég ætla ekki að tíunda hugmyndafræði leynisamtakana enda þarf ég þess ekki.
Og ekki ætla ég að gera lítið úr því að fjöldi manna og kvenna finna þar aðstoð.
En ég hef eftirfarandi skoðun á hvernig ég vil vera edrú.
Ég viðurkenni að ég get ekki drukkið brennivín eða notað önnur hugbreytandi efni.
Algjört bindindi og sjálfsvinna með góðum slatta af heilbrigðu líferni er útgangspunkturinn.
Ég hafna því alfarið að máttur æðri mínum eigin geri mig heilbrigða og haldi mér þar.
Ég fer þá leið að leita mér lækninga á viðurkenndri heilbrigðisstofnun sem til þess er bær og síðan tek ég ábyrgð á mínum sjúkdómi. Ekkert hanky panky þar.
Ef mér fer að líða illa þá er til urmull sérfræðinga með reynslu og menntun til að aðstoða mig til að ná aftur góðri líðan.
Í bók Orra segir frá því að í meðferðarbatteríi LSP sé trúarkuklið út úr meðferðarmyndinni og þar sé stunduð hugræn atferlismeðferð sem tæki til bata.
Hvar hef ég eiginlega verið?
Ég hef mikla trú á þeirri aðferð í meðferð geðsjúkdóma og ekki spurning að ég myndi nýta mér hana í baráttu við Bakkus.
En ég læt þetta duga í bili.
Vonandi á eftir að verða umræða í þjóðfélaginu um nýjar leiðir til bata.
Halló, valkostir í meðferð eru bráðnauðsynlegir hlutir.
Og getum við plís haldið guði fyrir utan, ef hann er til þá er ég nokkuð viss um að hann er alveg þreyttur á alkavaktinni og hugsar: Djísús, til hvers haldið þið að þið séuð með heila bjánarnir ykkar?
Ég afþakk algjörlega þá ömurlegu stöðu að vera óvirkur og gagnrýnislaus móttakandi bata frá heilögum anda, guði, Jesús eða öðrum ósýnilegum. Enda hefur það sýnt sig bæði á mér og öðrum að það er ekki á vísan að róa á þeim sjó.
Alkar líkja oft sínum sjúkdómi við sykursýki. Ég er með hana líka og það er án gríns alveg jafn glórulaust að standa í meðferðarbandalagi við guð í alkóhólismanum og í insúlíndæminu.
Ég gæti þá rétt upp hönd alveg; guð sjáðu um insúlínið ég nennessuekki.
Það er svo sorglegt að gefa frá sér forræðið á sjálfum sér.
Já og góðan daginn.
Ég er edrú í boðinu.
![]() |
Lífverðir gæta Geirs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Blindfullur og útúrsýrður brjálæðingur?
Dæmigerð heppni Jennýjar Önnu.
Um leið og ég sný í alvörunni við blaðinu og fer að versla alfarið í lágvöruverslunum þá kemur Bónus út með mestu hækkunina á milli kannana hjá ASÍ.
Ekki þar fyrir að ég fékk kostnaðarhamingjuraðfullnægingar þegar ég kom með vikuinnkaupin að kassanum í Bónus í dag. Ég slapp með ellefuþúsund krónur fyrir heillrar viku vistir. Ég bara mala af gleði.
Gússígússí.
En svo þurfti ég að stökkva inn á minn gamla vinnustað Eymundsson til að kaupa bókina Alkasamfélagið eftir Orra Harðarson vin okkar hér á kærleiks.
Hún kostaði auðvitað sitt, en ég ætla ekki að kvarta yfir því, það var annað sem sló mig algjörlega út af laginu, gerði mig næstum orðlausa, sem hefði út af fyrir sig glatt minn heittelskaða enda ég afskaplega málglöð kona þegar vel liggur á mér. Honum varð því miður ekki að ósk sinni að þessu sinni.
Þar sem ég var með fulltrúa breska heimsveldisins hann Oliver Einar barnabarnið mitt og hana Jennýju Unu sem telst þá fulltrúi lýðveldisins Íslands, hér í pössun, greip ég til þess ráðs að kippa með aumingjalegri litabók fyrir börnin. Það gerði ég til þess að ekki færi allt í háaloft milli þessara ríkja sem eyddu hérna dagsstund hjá ömmu sinni, þ.e. enn frekar en orðið er. Var hrædd um að Oliver myndi beita hryðjuverkalögunum til að þagga niður í Jenný Unu og hún þá á móti tala niður leikskólann hans í Londresborg.
Nema hvað. Þegar ég kem út í bíl í góðum djassi, svona miðað við allt og allt, þá verður mér litið á verðmiðann.
Litabókarræksnið sem taldi um fimmtíu blaðsíður kostaði 890 krónur!
Hver er að verðleggja á þessu landi?
Er það einhver blindfullur eða útúrsýrður brjálæðingur?
Með besta vilja er ekki hægt að fá svona lítið kvikindi upp í fimmhundruð kallinn nema að hafa til þess dass af siðblindu, hvað þá þetta verð.
Svo vildu þessar tvær þjóðir ekkert með litabókina hafa þegar allt kom til alls.
Og þau léku sér prúðmannlega og fallega og voru mun þroskaðri í samskiptum en sumir fulltrúar þeirra þjóða hvar þau ertu búsett.
Gordon Brown og Davíð Oddsson, snæðið þið nýru og lifur bara.
Ég mun að sjálfsögðu ramma inn friggings litabókina. Það er á tæru börnin góð.
Defenetly later.
![]() |
Verð hækkaði mest í Bónus |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Hvar er sóandsó?
Ég get bloggað mig niður í rætur lyklaborðsins um ástandið í efnahagsmálum en það mun engu breyta.
Ég skil eiginlega minna og minna eftir því sem ég les fleiri fréttir.
Það eina sem ég átta mig almennilega á að þessir karlar sem ráðið hafa ferðinni í peningamálum þjóðarinnar hafa ekki verið að hugsa um hag hennar amk. hefur sá hagur ekki verið í efsta sæti.
En nóg um það.
Ég fæ engu breytt um þetta hörmungarástand. En ég ræð algjörlega ferðinni í mínu lífi og þess vegna ætla ég að einbeita mér að því.
Ég hef lært að gleðjast yfir litlu hlutunum eftir að ég varð edrú. Í uppsveiflunni títtræddu sem ég reyndar tók ekki þátt í voru það litlu hlutirnir sem gáfu mér lífsfyllingu. Í niðursveiflunni er boðið upp á sama.
Einfaldleikinn klikkar ekki börnin góð, ég er að fullyrða það.
Ég kveiki á kertum um leið og það tekur að rökkva, ég les bækur og ég er með fólkinu mínu.
Ég bloggaði aðeins um bækur í morgun en ég get ekki nógsamlega undirstrikað hversu frábær leið frá þunglyndi og amstri þessa grófa og miskunnarlausa peningaheims bækur eru.
Það er sama á hverju gengur, ég finn alltaf fróun í bókinni. Enda er ég algjörlega ekki til viðræðna á meðan ég les.
Dætur mínar elskuðu bókalestur móður sinnar í uppvexti sínum. Af eftirfarandi ástæðu.
Mamma: Má ég kaupa gallabuxur á sóandsóbilljónir?
Ég: Jájá.
Þær: Er það?
Ég pirruð: Jááááááá, í guðanna bænum látið þið mig í friði börn.
Önnur dæmi sem má nota eftir þörfum:
Má ég fara á diskó?
Má ég vera úti til miðnættis?
Má ég hætta í skólanum?
Má ég myrða nágrannann?
Ók, ekki alveg kannski en þið skiljið vandamálið.
Núna er það hins vegar Hljómsveitin sem verður smá pirraður þegar hann spyr;
Hvar er sóandsóeinhverandskotinnsemliggurbeintfyrirframannefiðáhonumenhannkemur ekkiaugaá?
Ég: Jájá.
Hann: Ha, ertu ekki að hlusta? Hvar er sóandsóogsvoframvegis?
Ég pirruð: Jájájájájájájájájá!
Hann : ARG villtu leggja bókina frá þér.
Ég: Ha! Varstu að segja eitthvað?
Svona er lífið börnin góð.
Engar hamingjupillur eða vökvar á flöskum komast í hálfkvisti við lestur góðrar bókar.
Farið á bókasafnið eða í bókabúðina.
Þar er kreppujöfnunina að finna.
Yfir og út í bili.
![]() |
Nýi Landsbanki tekur við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 10:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 9. október 2008
Fleiri bankar?
Fyrir nokkrum árum, eftir einhverja þyrlupallaveislu í London ákváðum við hér á kærleiks að skipta um banka.
Það var ekki um marga kosti að ræða í stöðunni allir voru í útrásarsukkinu nema SPRON og við fórum þangað að nánast öllu leyti með okkar tiltölulega litlu viðskipti.
Við höfum ekki séð eftir því. Núna er það beinlínis gleðiefni á erfiðum tímum.
Nú vaknar fólk upp með andfælum þriðja daginn í röð við að búið er að yfirtaka banka.
Eru fleiri bankar til að taka?
Ég ætla rétt að vona að Sparisjóðirnir sem stunduðu ekki peningasúkk né hegðun sem flokkast undir mikilmennskubrjálæði séu í öruggu skjóli.
Annars endar þetta með að við sofum með aurana undir koddanum.
Það er eins gott að ég á yndisleg barnabörn sem ég get huggað mig við og eytt tímanum með.
Svo hef ég bækurnar mínar og aldrei er eins gott að hverfa inn í heim bókarinnar og á tímum sem þessum.
Þar eru nefnilega allt önnur lögmál við líði. Ég hvet til lesturs. Lestur er heilandi.
Farin að glugga í bókinni um Belle, hina hamingjusömu lúxushóru.
Sem er auðvitað ekki til.
En ég leyfi ykkur að fylgjast með.
Later.
![]() |
FME yfirtekur Kaupþing |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Breytt s.d. kl. 07:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr