Færsluflokkur: Menntun og skóli
Sunnudagur, 1. júní 2008
Stundum á fólk að þegja - steinþegja!
Stundum er gott að telja niður þegar manni er ofboðið. Getið hvað ég er búin að vera að gera síðasta hálftímann? 1,2,3,4,5,6........500008
Og nú kemur það.
Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra kemur mér sífellt á óvart. Yfirleitt þá finnast mér skoðanir hans svo fornar, hugsanahátturinn, svo kaldastríðslegur og trú hans á her algjörlega úr takt við tímann.
Í huga mínum sé ég hann á gólfi ráðuneytisins í tindátaleik. Fyrirgefðu Björn, en ég hef allt of fjörugt ímyndunarafl.
Hversu smekklaust er það að nota skelfilega atburði fimmtudagsins sem röksemd fyrir varaliðið sem Birni langar að koma á fót?
Mér finnst þessi skrif á bloggi Björns lýsa algjörum skorti á virðingu fyrir þolendum skelfilegs jarðskjálftans að mig skortir nærri því orð.
Björn Bjarnason er reyndar sá maður, fyrir utan Búss, sem getur gert mig kjaftstopp með fáránlegum hugmyndum sínum og skort á að skynja hvað er viðeigandi hverju sinni.
Svo skilja sumir aldrei hvar mörkin liggja.
Hvenær er best að þegja.
Eins og t.d. núna kæri dómsmálaráðherra.
SUSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS
![]() |
Heimild til að kalla út varalið hefði komið sér vel |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. júní 2008
"Skítugar" meyjar
Ég sá þessa frétt í fyrradag. Ég krullaðist upp, hárin risu á höfði mér af pirringi og ég reyndi að útiloka vitneskjuna sem er að finna í fréttinni, úr hausnum á mér.
Maður verður veikur af minna.
Hvernig í ósköpunum getur dómari ógilt hjónaband milli fólks (í þessu tilfelli múslímar, só?) vegna þess að hann telur að konan hafi narrað manninn í hjónaband með því að þykjast vera hrein mey?
Og hvað í andskotanum á það að þýða að það skuli yfirhöfuð verið fjallað um konur eins og varning sem hefur verið notaður en á að vera nýr?
Þarna er vegið að kvenfrelsi einn ganginn enn.
Það er hægt að kaupa Babyborn dúkkur með CV. Það verður kannski krafan í framtíðinni, að það liggi fyrir vottað einlífi frá til þess bærum yfirvöldum, að enginn hafi farið inn á undan væntanlegum kaupanda, þegar múslímar í Evrópu ná sér í kvonfang?
"En talsmaður ráðuneytisins sagði að úrskurður dómstólsins byggðist ekki á trúarlegum forsendum eða siðferðilegum heldur ákvæðum franskra laga um að hjónaband megi ógilda ef maki hafi logið til um grundvallaratriði í sambandinu."
Þá er komið að spurningunni um hvort kynferðisleg reynsla fyrir hjónaband sé "grundvallaratriði" í sambandi fólks á Vesturlöndum. Ég hélt ekki að við værum á leiðinni til myrkra miðalda. Reyndar þarf ekki að fara svo langt aftur.
Fyrirgefið fjórtán sinnum, en mér finnst að þeir sem trúarbragða vegna líta á konur sem búfénað, eigi ekki að fá grænt ljós á þá hugmyndafræði frá gestaþjóðum sem vinna í átt að auknu jafnrétti.
Að taka þátt í þessu rugli er gjörsamlega útúr kú og setur fordæmi sem þá væntanlega kallar á fleiri skilnaði þeirra sem vilja skipta út eign og fá sér nýja.
Andskotinn kolvitlaus.
Nenni varla að taka fram að ég er fjölmenningarsinni, í bestu meiningu hugtaksins og ég hef svo sannarlega ekkert á móti fólki frá öðrum menningarheimum, en svona meðvirkni er engum til góðs.
![]() |
Hjónaband ógilt í Frakklandi vegna ósannsögli um meydóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Dagur núllsins
Jæja þá er það komið á hreint.
Þess vinnuþjakaða ríkisstjórn hefur sagt sitt síðasta orð fyrir sumarfrí.
Afrakstur dagsins er eitt stórr EKKERT.
Engin breyting á eftirlaunafrumvarpi, verður unnið að málinu í sumar. Hva? Nægur tími.
Engar bætur til Breiðavíkurmanna, kannski í haust. Auðvitað geta þeir beðið, þetta er búið að vera svoddan dans á rósum hjá mönnunum, ekkert liggur á.
Enginn andskotans afsökunarbeiðni dómsmálaráðuneytis fyrir persónunjósnirnar á íslenskum borgurum. Svo má geta þess að fólk er að tjá sig hér um víðan völl yfir að Björn Bjarnason þurfi auðvitað ekki að biðjast afsökunar fyrir hönd föður síns. Halló, Björn er ekki ríkið og pabbi hans ekki heldur, þeir eru handhafar valds og Birni væri réttast að hysja upp um sig í staðinn fyrir að brúka munn og viðhafa kaldastríðsáróður úr ræðupúlti Alþingis. Þetta hefur ekkert með persónur þessara manna að gera. En ég segi það satt, það kann ekki góðri lukku að stríða þegar embætti ganga í erfðir.
Sem sagt dagur núllsins. Frestun og almennur dónaskapur er afrakstur dagsins í dag.
Ég er svo hamingjusöm með íslensk stjórnvöld.
Því ég veit að þetta kemur allt saman, bara einhvern tímann seinna.
Djö sem ég er komin í öfluga stjórnarandstöðu.
Péess: Hvar er útlenda kjötið sem ég ætlaði að vera svo dugleg við að kaupa? Hélt ég í alvörunni að innflutningur á kjöti yrði leyfður? Nebb, I´ve been around too long.
![]() |
Farið yfir eftirlaunalög í sumar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Skítugu börnin hennar Evu
Ég var að lesa Fréttablaðið í rólegheitunum áðan og ég las m.a. viðtal við mann sem var að losna út af réttargeðdeildinni á Sogni.
Mér leist satt að segja ekki á að ekkert uppbyggingarstarf skuli hafa farið þar fram, þrátt fyrir að til þess skipuð nefnd af Heilbrigðisráðuneyti hafi talið, fyrir tveimur árum síðan, að uppbygging væri þar löngu tímabær.
Mér líst illa á að mögulega sé rétt hjá þeim sem blaðið talar við, að sjúklingur hafi verið látinn dúsa í 18 daga einangrun við verstu hugsanlegu aðstæður. Bara möguleikinn á sannleiksgildi þess, ætti að vera tilefni til úttektar á starfseminni.
Burtséð frá lækninum með lyfin og áfengisráðgjafanum á Litla-Hrauni sem sótti þau fyrir hann, þá er það að brjótast um í mér, hvort reglulegt eftirlit sé ekki með stofnunum sem vista okkar veikustu bræður og systur?
Ég hef lesið skelfingarsögur um meðferð geðsjúkra á árum og öldum áður, þar sem farið var með fólk eins og dýr í búri, svo ég sé nú spar á yfirlýsingarnar.
Mér sýnist ekki mikið hafa breyst í þessum málum. Það er farið upp í sveit með stofnanir og svo virðist undir hælinn lagt hvernig reksturinn fer fram.
Er nokkuð ljótara en að loka veikt fólk inni og nánast henda lyklinum, hreinlega gleyma að það er til?
Er til of mikils mæst að reglulegu eftirliti með fangelsum, geðsjúkrahúsum sé komið á??
Byrgismálinu er varla lokið og allir dottnir í fastasvefn aftur. hvað þarf eiginlega að gerast til að vekja fólk til umhugsunar?
Það er nefnilega þetta með skítugu börnin hennar Evu, þau eiga ekki að heyrast og ekki að sjást.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Og ég vissi það
Ég elska að fylgjast með kosningum og aðdraganda þeirra að sjálfsögðu. Ef ég sest niður við sjónvarpið (túbuna þið munið) á kvöldin, horfi ég á CNN og fleiri stöðvar fjalla um komandi forsetakosningar í USA.
Og ég hef komist að þeirri niðurstöðu að í nóvember verði dálítið erfitt að vera hvítur karlmaður á miðjum aldri, í góðri vinnu, með hús, konu, börn og bíl, verandi demókrati í þokkabót.
Valkostirnir eru ekki beysnir fyrir þennan holdgerving ameríska draumsins.
Hvað stendur manninum til boða sem svona er ástatt um?
Jú lengi vel kom til greina að það yrði hvít kona, forrík og að margra mati ísköld tæfa (ekki mín skoðun, en hafið þið horft á Fox?), eða svartur karlmaður, forríkur og með vafasama fortíð í trúmálum.
Það krimtir nú eiginlega í mér af því stundum er skrattanum skemmt.
Fyrir ári síðan, þegar öll vötn runnu til Hillary, sagði ég einhvers staðar að það myndi saxast af henni fylgið þegar nær drægi kosningum. Mig grunaði að það væri ekki alveg komið að því að strákarnir helyptu Hillary í Hvíta Húsið. Og ég hafði rétt fyrir mér.
Þegar allt kemur til alls, standa þeir saman karlarnir, jafnvel þó litasétteringin á bróðurnum sé ekki alveg eftir bókinni.
Súmí.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 00:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Múslimafóbía?
Þeir skellihlógu á Alþingi í dag, bara krúttlegt. Allir á þinginu eins og litlir krakkar að komast í frí. Ó sorrí, þeir vinna allir í fríinu þingmennirnir.
En það er nærri því það eina broslega sem hefur verið í fréttum dagsins.
Ég þarf ekki að tíunda hér allar hörmungarnar úr fréttum.
En svo horfði ég á Magnús Þór í Íslandi í dag. Ég var ákveðin í að blogga ekki mikið meir um Akranesmálið, af því það er ljótt og vont og mér líður illa yfir því að fólk skuli leggja sig í líma við að réttlæta það að það sé ekki hægt að taka á móti þessum 60 konum og börnum á tveimur árum.
Mér finnst það svo sorglegt, að þetta skuli yfirleitt vera í umræðunni. Við erum ekki fátæk þjóð. Ég trúi tæpast að einhver með fullu viti skrifi sig á lista og opinberi með því afstöðu sína til hörmunga fólks sem hvergi á griðastað í þessum heimi.
Mér er andskotans sama af hvaða þjóðerni þessar konur með börnin eru.
Þær eru velkomnar hvað mig varðar og flestra, eftir því sem ég kemst næst.
Magnús Þór er ekki hrifin af múslimum og hann gat ekki neitað því þó hann endurtæki í sífellu tugguna um ónógan undirbúning og ladídadída.
Ég er hrædd við fólk með svona viðhorf. Og að tala um að hjálpa fólki þar sem það er. Halló, er það ekki gert líka? Þetta fólk á hvergi heima, er erfitt að skilja það?
Ég legg til (þó ég fái auðvitað engu um það ráðið), að konurnar og börnin verði boðin velkomin hingað til Reykjavíkur, eins og Björk Vilhelmsdóttir stakk upp á að yrði gert.
Ég held nefnilega að Reykvíkingar myndu ekki kveinka sér mikið undan því.
Og btw þá stóð Sölvi sig asskoti vel, gaf ekkert eftir og reyndi að fá svör við spurningunum sem allir vilja fá svar við.
Af hverju tala Frjálslyndir ekki beint út með skoðanir sínar, t.d. gagnvart múslimum?
Það er varla eitthvað að skammast sín fyrir er það?
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 21. maí 2008
Ekki barnaverndarnefndum að kenna
Það er kannski að bera í bakkafullan lækinn að taka þátt í bloggæðinu sem ríður yfir vegna þessarar nöturlegu staðreyndar að um 20 fíklar hafi látist frá börnum sínum frá áramótum.
Ég er nefnilega ansi hrædd um að þetta mál nái hæstu hæðum í umfjöllun í fréttum og fjölmiðlaumræðu í einhverja daga og lognist svo út af, eins og oft vill gerast.
Ég las líka í einhverju blaðinu í dag að vanræksla væri mikil á börnum.
Eru engin almennileg úrræði til?
Ég er á þeirri skoðun að forgangsröðunin í þjóðfélaginu sé röng.
Það er ekki hægt að beina spjótum að barnaverndarnefndum þó það sé freistandi, hvað varðar illa meðferð á börnum almennt. Þó auðvitað megi gagnrýna þær og krefja þær ábyrgðar á þeim málum sem til hennar berast.
Það eru ekki barnaverndarnefndir í þessu landi sem bera ábyrgð á börnunum okkar frá degi til dags og guði sé lof fyrir það.
Ég veit af fyrirhuguðu skólaferðalagi um 40 barna núna fljótlega. 8 foreldrar ætla að fara með, þrátt fyrir að löngu sé búið að láta vita og allur tími í heiminum til að gera ráðstafanir.
Fáir sjá eitthvað athugavert við þetta, þ.e. að geta ekki tekið sér frí í einn dag til að fara með börnum sínum í smá ferðalag.
Ég veit ekki hvað best er að gera í málefnum þessara blessaðra barna sem missa foreldra sína í ótímabæran dauða vegna fíkniefna. En ég veit að það er hægt að breyta forgangsröðuninni svona almennt.
Börn þurfa ekki plasmaskjái, græjur og rándýr leikföng til að verða hamingjusöm. Þau þurfa nálægð og natni, fjandinn hafi það.
Ég held að fólk þurfi að fara að hugsa hlutina upp á nýtt.
Hefur fólk almennt ekki tekið til sín útkomuna úr könnuninni í fyrra varðandi einmannaleika og skort á fullorðinstengslum barnanna okkar?
Hvernig væri að skoða aðeins hvort það megi ekki breyta áherslum?
Og jú auðvitað þarf fólk að vinna. Spurningin er hversu mikið af veraldlegum gæðum við þurfum að raða í kringum okkur í hamingjuleitinni.
Arg.
![]() |
Um 20 fíklar látist frá börnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 20:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mánudagur, 19. maí 2008
Nóg komið
Ég hef alltaf haft opið fyrir óskráða bloggara hér í athugasemdakerfinu. Einfaldlega vegna þess að umræðan verður oft fjölbreyttari og skemmtilegri eftir því sem fleiri taka þátt.
En nú gefst ég upp.
Undanfarna daga hef ég fengið hverja subbuathugasemdina á fætur annarri í kommentakerfið mitt, og flestir nafnlausir einstaklingar út í bæ. Ég hef lokað á hverja ip-töluna á fætur annarri en ekki lokað fyrir athugasemdir.
Nú hef ég opið fyrir Moggabloggara og búið mál. Þó þeir séu nú ekki allir til að hrópa húrra fyrir heldur.
Og svo að máli dagsins/vikunnar/mánaðarins/ársins.
Mér er hálf óglatt yfir umræðunni um komu palestínsku kvennanna og barnanna hingað til lands.
Ég fer hjá mér vegna umræðunnar um að fyrst þurfi að hugsa um Íslendinga áður en hægt að er að veita landlausu og hrjáðu fólki athvarf hérna í 5. ríkasta landi heims.
Hvað er í gangi á þessu landi? Er það ímyndun í mér að flestir sem taka til máls í þessa veru tengist Frjálslynda flokknum? Þið fyrirgefið en ég sé ekki betur. Er búin að lesa pistla og athugasemdir út um allt í bloggheimum og mér sýnist að Frjálslyndir séu undantekningarlaust sammála Magnúsi Þór.
Ég vona svo innilega að einhvað annað bæjarfélag taki að sér að bjóða konurnar og börnin velkomin. Ég vil ekki sjá að þau mæti andúð og skilningsleysi "allra" Skagamannanna sem eru á móti komu þeirra.
Nánar um málið sjá hér.
Þetta er okkur til minnkunar gott fólk.
Hvernig getur allt orðið vitlaust vegna konu 60 manns á tveimur árum? Það er ekki eins og við höfum verið að standa okkur í að taka á móti flóttamönnum á liðnum árum við Íslendingar. Þó að móttaka þeirra sem hingað hafi komið hafi gengið vel fyrir sig og að henni hafi verið staðið með mikilli prýði.
Svei mér þá, ég held að það ætti að senda þetta lið sem lætur svona í námsferð og til enduruppeldis í flóttamannabúðirnar þarna niðurfrá. Bara til að fá ástandið í æð.
P.s. Og þið kæra fólk sem hafið glatt mig með líflegum innleggjum í umræðuna og eruð ekki Moggabloggarar þá er gestabókin opin og netfangið mitt uppi í höfundarboxinu.
Og fyrir nóttina góð gæsahúð inn í draumaheiminn
Sweet dreams.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Mánudagur, 19. maí 2008
Ekki útlendingahatur - listrænn gjörningur
Nú er komin skýring á skiltunum sem ég bloggaði um í pistlinum hér fyrir neðan. Þetta er listrænn gjörningur, hluti af sýningu sem heitir Ferðalag.
Ég sé ekki list í þessum gjörningi. Kannski af því þetta kemur á tíma þar sem Akranesmálið er í umræðunni og fólk að æsa sig í báðar áttir. Í raun myndi ég segja að þjóðfélagið logi vegna þessa máls.
Ég tala amk. varla við manneskju sem ekki minnist á Akranesgjörninginn. Bara að hann væri listrænn sá gjörningur og á morgun myndi Magnús Þór segja "djók", þetta var hluti af stærra verki sem ég er með í smíðum.
En ég geri mér ekki von um það.
Þessu er hér með komið á framfæri.
Ójá.
Ég skil samt að þetta kallar á umræðu.
Mánudagur, 19. maí 2008
Íslenskir kynþáttahatarar í skjóli nætur
Stundum verður maður bara að segja eins og er. Mér hefur fundist lengi að töluvert margir Íslendingar séu með kynþáttafordóma. Að þeir kæri sig ekki um alþjóðasamfélag og staðreyndirnar tala líka sínu máli. Í hvert skipti sem einhver kynþátta-andúðar-bloggari skrifar um málefnið þá vantar ekki jákórin í athugasemdakerfum viðkomandi.
Og svo er það Akranes. Silfrið í gær segir sína sögu. Ætla ekki að fara nánar út í það.
Auðvitað eru við ekki öll haldin kynþáttaandúð. En ég hallast að hluti þjóðarsálarinnar sé það.
Mér finnst það sorglegt.
Og nú eru rasistarnir á Íslandi, sem ég veit ekki hverjir eru, farnir að láta verkin tala.
Þeir hafa tileinkað sér ósóman frá Sviss og skarta auglýsingaspjöldum frá SVP, Svissneska þjóðarflokknum, sem hann notaði í kosningabaráttunni í fyrra.
Það er hægt að hlaupa uppi hangikjötsþjófa, grípa rúllupylsustelandi vesalinga og upplýsa flest mál bæði stór og smá sem koma upp hér.
Þarna er vinna lögð í að koma skiltunum fyrir. Þau standa við þjóðveg, sér enginn neitt? Eru engin vitni.
Það ætti að setja allt á fullt til að ná þessum útlendingahöturum og það væri flott að hafa þá til sýnis niðri á Austurvelli. Öðrum til varnaðar. Amk. hlýtur maður að gera þá kröfu að þessi viðbjóður verði stöðvaður og það strax.
Andskotinn hvað ég er hrædd við þennan ófögnuð sem rasismi er. Ætlar sagan aldrei að kenna fólki??
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr