Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Menntun og skóli

Ég er atkvæði

voting1 

Á fjögurra ára fresti finnst mér ég skipta miklu máli.  Ég verð atkvæði.  Allt í einu hlusta stjórnmálamenn eftir því hvað mér (okkur) finnst og þeir stíga á stokk og lofa því að komist þeir til valda þá muni þeir uppfylla óskir mínar bara daginn eftir að þeir hafa skrifað undir stjórnarsáttmálann.  Atkvæðið ég fyllist stolti og gott ef ég verð ekki smá merkileg með mig.  Ég get breytt einhverju, haft áhrif til tilbreytingar.

Og nú þegar landstjórnin er lömuð úr úrræðaleysi, kreppan skollin á, mannlegir harmleikir eins og í tilfelli Pauls Ramses eru að gerast fyrir augunum á okkur, þá rennur upp fyrir fíflinu mér, hversu mikið rugl það er að trúa því að atkvæðið manns skipti svona miklu máli.

Enginn flokkur hefur getað bókað mig í áskrift í gegnum tíðina.  Ég hef kosið allt nema Sjálfstæðisflokk og Framsókn.  Frjálslyndir og svoleiðis eru aukabúgrein íhaldsins.  Sjáið hvað gerðist í borginni.

Oftast hef ég kosið Alþýðubandalagið, en ég hef líka kosið Nýjan vettvang (minnir mig að þeir hafi heitið) og svo Samfylkinguna og svo VG eftir að þeir urðu til.

Ég er sennilega það sem kallað er félagshyggjukona.  Það er það eina sem ég held að muni ekki breytast.  En ég mun aldrei ganga að kjörborðinu og kjósa það sem mér finnst það skásta í stöðunni, frekar skila ég auðu.

Sumir kjósa alltaf íhaldið.  Samt er það mér til efs að þeir fjölmörgu sem það gera séu kapítalistar í orð og gjörð.  Atkvæði íhaldsins hafa þá tilhneigingu að erfast og vera í áskrift.

Hver með réttu ráði ákveður að kjósa Björn Bjarnason?  Jú nema kannski örfáir aðdáendur hers og rafbyssa?

Ég tek hann sem dæmi af því viðkomandi ráðherra er svo gjörsneyddur öllum pólitískum sjarma að það er leitun á öðru eins. 

En það er hægt að ganga að því sem vísu að stór hluti fólks kýs alltaf það sama, fer í sleik við vöndinn sem hefur orsakaðar öflugar blæðingarnar á baki þess.

Ég mæli ekki með því að fólk selji atkvæðið sitt, enda tæknilegir örðugleikar á því, en það er nánast jafn mikið virðingarleysi við atkvæðisréttinn og að nota hann án þess að velta fyrir sér hvernig þeir sem fengu atkvæðið við síðustu kosningar hafa farið með það vald á þeim fjórum árum sem þeir hafa haft til að framkvæma loforðin.

Ég legg til að fólk noti höfuðið í ríkara mæli þegar það gengur til kosninga næst.  Súmmeri upp afrekalistann í debet og kredit.

Og exa svo.

Það ætla ég að gera.


mbl.is Kærður fyrir að selja atkvæði sitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einstein hvað?

Mér finnst svo mikið öryggið falið í því að stór hluti heimsins sé undir þessum manni komið.

Einstein snæddu hjarta!

Lögst á bæn!


Sendið þjálfarann í langt frí

Ég viðurkenni það fúslega að ég hef ekki hundsvit á íþróttum.  Að minnsta kosti ekki á boltaíþróttum.

Ég veit heilmikið um fimleika vegna dætra minna sem ólust upp í íþróttasölum og við foreldrarnir með þeim.

Og þar lærði ég eitt grundvallaratriði sem hefur dugað mér ágætlega en þeim var innrætt að sýna íþróttamannslega framkomu.

Ég lærði líka að það er gífurlegur aðstöðumunur á strákum og stelpum innan íþróttahreyfingarinnar en það er önnur saga.

Reyndar eru nokkur ár og gott betur síðan mínar dætur stukku um í hejarstökki, handahalaupi,  flikkflakki, kraftstökki og skrúfum en þá var aðaláherslan lögð á að sýna gott keppnisskap, virðingu fyrir meðiðkendum sínum, heilbrigt líferni og sjálfsaga.

Varla á þetta íþróttauppeldi bara við um stelpuíþróttir.

En ég er orðin hundleið á að lesa um gapuxann Guðjón Þórðarson sem á í stöðugum útistöðum við dómara, rífandi kjaft og sendandi fólki tóninn í fjölmiðlum.

Í kvöld fékk hann rauða spjaldið og auðvitað var það ekki honum að kenna, dómararnir voru algjörlega glataðir, þeir eru að vinna gegn honum, Skagaliðinu og gott ef ekki öllu Akranesi bara.

Eiga ekki þjálfarar að ganga á undan með góðu fordæmi?

Og hvaða fyrirmynd er þessi maður ungu íþróttafólki?

Sendið manninn í frí.  Laaaaaangt frí.

Þetta hefur ekkert með íþróttir að gera, þetta er stríð. 

Andskotans bjánaskapur.


mbl.is Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Viðkvæmt mál

Það eru svo langar í mér leiðslunnar.  Sá þessa frétt um nýja aðferð við að nema örugga vísbendingu í blóði ófrískra kvenna um það hvort fóstur þeirra er með Down´s heilkenni eða ekki og hugsaði bara, gott, flott.  Og svo fletti ég áfram.

Og svo sá ég þessa færslu hér með heitum umræðum um málefnið.  Og fólk hefur skoðanir á málinu, með og á móti.

Ég er frekar nýlega búin að ná því að það er til lítils að reyna að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir stóráföllum.

Eins og t.d. að eignast fötluð börn, hvort sem það er andleg eða líkamleg fötlun.

Ég hélt að ég gæti t.d. sett mig í spor þeirra sem misstu barn í fjölskyldunni.  Ég átti því miður eftir að komast að því að ég hafði ekki komist nálægt þeim sársauka í hugarfylgsninu þegar dóttir mín missti ungan son sinn, það er langur vegur þar í frá.

Þannig að ég er hætt að segja, ef ég myndi eignast fatlað barn, ef, ef, ef, því ég get engan veginn sett mig í þá stöðu að standa í alvörunni frammi fyrir því.

Ég fagna því hins vegar þegar vísindunum fleygir fram, þannig að líkurnar á vansköpun, fötlum og alvarlegum sjúkdómum minnki eins mikið og mögulegt er.

Ég veit líka að foreldrum þykir jafn vænt um fötluð börn og þau sem ekki eru það.  Þó það nú væri.

En að taka þá ákvörðun um að eignast barn vitandi hvað bíður barnsins og allrar fjölskyldunnar hlýtur að vera erfiðara en svo að ég ætli að gera mig þess umkomna að skilja það.

En fólk á sjálft að fá að taka ákvörðun um hvað það kýs að gera.

Og það styð ég af heilum hug.


mbl.is Ný aðferð við að greina Down's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nokkur góð kjörtímabil án jakkafatanna?

Skemmtilegt að lesa um að Sjálfstæðisflokkurinn sé að gossa svona krúttlega niðurávið.

Ef fylgisleysið skilar sér í kjörklefana sem er auðvitað alls ekki víst sökum þrælsótta íslenskra kjósenda, kæmi kannski kjörtímabil eða tvö án íhalds í stjórn.  Það væri gaman að lifa það.

Ég er alltaf að furða mig á öllum því vandarkeeríi sem við kjósendur ástundum á kjördegi og svo förum við heim og röflum, tautum og tuðum.  Algjörlega ómeðvituð um, að því er virðist, að við kjósum sama ballettinn yfir okkur aftur og aftur.

En..

Samfylkingin húrrast upp um 5%.  What? Er lögmálið ekki að sá sem fer í rúmið með íhaldinu hverfi nánast af yfirborði jarðar?  Þeir hljóta að vera að gera eitthvað rétt.

Vg minn eðalflokkur minnkar smá í fylgi.  Ekki gott mál.  Einhver misskilningur á ferðinni. Hehemm.

Annars er svo langt til kosninga. 

Það getur heill hópur af ísbjörnum stigið á land, fleirhundurð einkaflugvélar teknar á leigu og eitt eða tvö álver gætu átt eftir að rísa.  Fjandinn fjarri mér.

Spyrjum að leikslokum.

Mynduð þið kjósa sama flokk nú og þið gerðuð síðast?

Hugs.

Annars góð.

Úje.

 


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokksins minnkar í könnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég ætla að garga mig hása

Nú er það komið á hreint.  29 manns koma til Íslands frá Al Waleed flóttamannabúðunum í Írak.  Skipingin er tíu konur og  nítján börn.

Ég las um það í annarri frétt á Mogganum í morgun að nákvæmlega engin aðstaða er þarna í eyðimörkinn fyrir fólkið.  Það eru tjöld og lítið skólahús. Vatn og niðursuðumatur.  Heilsugæsla lítil sem engin.

Á nóttunni fara sporðdrekar og slöngur á stjá og fólkið lifir í stöðugum ótta við bit sem ekki er svo hægt að lækna vegna lélegrar heilsugæsluaðstæðna.

Og að þessu lesnu og sögðu þá fór ég að velta því fyrir mér hvað Frjálslyndir voru að meina með að hjálpa fólkinu á staðnum.  Senda fleiri tjöld?  Senda skordýraeitur?  Allir peningar í heiminum geta ekki gert þennan stað að vænlegum búsetumöguleika.

En ég er að velta því fyrir mér af hverju við getum ekki tekið aðeins fleira fólk en tvisvar sinnum þrjátíu manns.  Neyðin þarna er skelfileg og það er virkilega íþyngjandi að vita af öllu þessu fólki víða um heim, þá sérstaklega börnum, sem falla eins og flugur í þúsundatali á degi hverjum, algjörlega að nauðsynjalausu.

Nauðganir á konum og börnum í Darfúr eru stundaðar kerfisbundið og við gerum ekkert hér á vesturlöndum.

Ég er alvarlega að spá í að garga mig hása.


mbl.is 29 palestínskum flóttamönnum boðið hæli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdust á sjó

Ég var ákveðin í að svífa um á bleiku hamingjuskýi í tilefni 19. júní, í allan dag.

Ég var búin að setja mig í skoðanabann.  Ég hef nefnilega alltof margar slíkar, þrátt fyrir að ég stefni stöðugt að fækkun þeirra.

En svona er lífið.

Ég hef verið ansi passasöm (sumir segja taugaveikluð miðað við íslenska standarda) í gegnum tíðina þegar kemur að því að treysta öðrum fyrir börnunum mínum.  Þar kastaði ég aldrei til höndunum, enda stelpurnar mínar það dýrmætasta sem mér hefur verið trúað fyrir.  Ég hef tekið þá ábyrgð alvarlega og það sama gildir um barnabörnin mín.

Og nú les ég að tvær stelpur á siglingarnámskeiði á vegum Reykjavíkurborgar, hafi gleymst úti á sjó og hafði þær rekið eitthvað út í buskann.

Það var ekki talið upp úr bátunum þegar að landi var komið og hvarfið uppgötvaðist ekki fyrr en pabbi annarar stúlkunnar kom að ná í hana og hún fannst hvergi. 

"Mistök" segir starfsmaður siglingarklúbbsins sem heldur námskeiðið fyrir borgina.

Þeir ætla að koma í veg fyrir að þetta gerist aftur.

Hvað mig varðar gerðist þetta einu sinni of oft.

Stúlkurnar mættu daginn eftir.  Þær munu líta á þetta sem ævintýri.

Gott mál, en ég veit hvað ég hefði gert ef þetta hefði hent börnin mín.

Ég hefði gripið til aðgerða.

Og þær aðgerðir hefðu ekki farið hljóðlega fram.

Fyrir nú utan að siglinganámskeiðinu hefði lokið all snarlega.

Frett hér.


Ég heyri hringla í handjárnunum....

 2222

Fólk bloggar um allt milli himins og jarðar.  En það vissuð þið.  Ég reyndi bara að skrifa eitthvað annað en stebbíska byrjun.  Ég hefð getað sagt; "athygli hefur vakið" að sífellt fleiri bloggarar eru handteknir fyrir að birta skoðanir sínar á blogginu.

En ég byrja ekki svoleiðis vegna þess að ég hef ekki grænan grun um hvort það hafi vakið einhverja athygli nema hjá mér núna.

Og í beinu framhaldi af þessu þá heyri ég þrusk úti í garði.

Það hringlar í einhverju.....

Ég held að það séu handjárnin.

Ðeiarkomingtúteikmíavei.

En í alvöru, hvaða íslenskur bloggari yrði líklegastur til að vera settur í járn?

Einhver?


mbl.is Æ fleiri bloggarar handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjá hverjum vinnur maðurinn?

Ég horfði eins og venjulega á hádegisfréttir.  Og svo horfði ég á fréttirnar um markaðsmál.

Stundum held ég að ég sé stödd á hallærislegri leiksýningu þar sem enginn hefur lært sínar replikkur.  Bara mótleikarans.

Ég var að velta því fyrir mér hvort Geir Hilmar Haarde, forsætisráðherra sé búinn að gleyma því hver réði hann í vinnu.  Hvort hann telji sig ekki þurfa að svara spurningum fréttamanna sem leitast við að gefa þjóðinni þau svör sem hana þyrstir eftir að fá upplýsingar um.

Kannski er ég að misskilja eitthvað og kannski er dónaskapur fólginn í því að spyrja stjórnmálamenn erfiðra spurninga.

Ef svo vill til þá á Sindri markaðsfréttamaður að skammast sín.  Jeræt.

Sumir þurfa að skerpa hjá sér kurteisi og leikni í mannlegum samskiptum og sá heitir ekki Sindri.

Súmí.


Örmagna af hamingju

 ucsi018648

Enn ein fíflarannsóknin hefur litið dagsins ljós.  Þessi heimur rannsókna, þar sem hver "selvfölgeligheten" á fætur öðrum er skoðaður er næstum því brjálæðislega fyndinn.

Konur sem eru hamingjusamlega giftar sofa betur og meira en konur í óhamingjusömum hjónaböndum. 

En karlmenn?  Sofa þeir betur ef allt er í fokkings óláni í hjónabandinu?  ARG.

Ég sef þokkalega, takk fyrir og ég er nokkuð happý í mínu hjónabandi. Ég hef aldrei þurft mikinn svefn til að vera glöð og ánægð.  6 tímar er ærið fyrir mig.

Húsband sefur eins og mófó og héðan í frá lít ég á það sem rós í mitt hnappagat.  Hann er greinilega örmagna af hamingju.  Að vera giftur mér gerir fólki hluti.  Spyrjið þolendurna!

Það hefur auðvitað ekkert að gera með það að maðurinn vinnur mikið og óreglulega og hefur meiri svefnþörf þess vegna. 

Hvort kemur á undan eggið eða hænan?

Það má líka rannsaka að hvort að sá sem borðar mikið af gulrótum sofi betur en sá sem úðar í sig spínati.

Eða hvort sá sem notar helvítis klósetthreinsirinn frá Cilit Bang nái betri djúpsvefni en plebbinn sem þrífur allt með Ajax. 

Ég meina, er ekki hægt að nota rannsóknarfjármuni í viturlegri hluti?  Eins og til að finna lausnir á hungurvandanum og öllum þeim hörmungum sem þjá stóran hluta af íbúum jarðarinnar.

Nú er ég farin að verða pirruð, út af engu.  Ég get ekki verið þekkt fyrir það. 

Nei, nei, nei, ég held að ég fari og veki Rósa - Þyrnirósa.

Újeeeee


mbl.is Nærir svefninn hamingjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 2987739

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband