Færsluflokkur: Menntun og skóli
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Er mig að dreyma?
Ég var svona nett pólitískt skotin í Þorgerði Katrínu sem menntamálaráðherra sko áður en ferðagleðin greip hana og hún myndaði maníska loftbrú á milli Reykjavíkur og Peking á Ólympíuleikunum.
Að sjálfsögðu var ég ekki sammála henni í pólitík en hún kom mörgum ágætis málum í gegn í skólamálum. Fólk má eiga það sem það á.
En svo greip Pekingæðið og ferðagleðin konuna og hún setti þar með niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar.
Það er rétt sem mér hefur verið sagt, að það fer Sjálfstæðisflokknum ekki vel að vera í minnihluta.
Þeir umhverfast og miður fallegir eiginleikar koma í ljós.
En hvað um það, nú er að koma í ljós fleira en einstaka skapgerðarbrestir og valdaleysisfýla hjá þessum elskum í Sjálfstæðisflokknum.
Sumir eru illir, aðrir segja ekki ég, svo eru þeir sem klóra í bakkann og ættu heldur betur að láta það eiga sig.
Hvernig er hægt að vera svona "sókndjarfur" og fullur afneitunar á ömurlegu ástandi í kringum flokkinn sem hér hefur öllu stjórnað s.l. sautján ár?
"Þorgerður Katrín segir að um leið og menn hætti að beina spjótum sínum að Sjálfstæðisflokknum, hætti að einblína á uppgjör við fortíðina og athugi hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa til þess að koma þjóðinni úr erfiðleikum muni umræðan fara á annað stig. Fólk þarf að spyrja sig hvaða lausnir flokkarnir hafi fram að færa. Lausnin er ekki fólgin í því að setja eignarskatta á eldri borgara og svo framvegis, segir Þorgerður."
Heyrið það börnin mín á galeiðunni?
Hættið að velta ykkur upp úr þessu hneykslismáli upp á fimmtíuogfimm millur frá FL og Landsbanka.
Það hefur ekkert upp sig að grafa stöðugt í fortíðinni betra að gleyma þessu og treysta gamla flokksa fyrir heimilinu og landinu.
Horfið fram á veginn.
Þá væntanlega með Sjálfstæðisflokknum.
Halló, er mig að dreyma hérna?
Hvítþvegin bleyjubörn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 5. apríl 2009
Afsökunarbeiðni
Ég bið Seth Sharp afsökunar á að hafa haldið því fram að hann væri ekki Íslendingur.
Umboðsmaður hans hafði samband við mig og leiðrétti þennan misskilning snarlega.
Maðurinn hefur búið hér til margra ára og er með íslenskan ríkisborgararétt.
Færslan hafði lítið með manninn sjálfan að gera en auðvitað hefði ég átt að sýna meiri aðgætni.
Mér er því ljúft og skylt að skammast mín fyrir frumhlaupið og fíflaganginn.
Annars var ég að gera grín að þjóðarembingi Íslendinga í færslunni og þeim óvana íslenskra blaðamanna að eigna okkur alla útlendinga sem hér stinga niður fæti til lengri eða skemmri tíma.
Þessu er hér með á framfæri komið.
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið!
Ég sat og horfði á málfundaræfingar Sjálfstæðismanna þangað til að þeir gáfust upp um hálf þrjú leytið í nótt.
Þeir þæfðu og þæfðu, og það var grátlega sorglegt að fylgjast með þeim þæfa því sem þeir voru allir sammála.
Meira að segja Árni Johnsen var skáldlegur í þæfingunni.
Það er hægt að grípa til málþófs og hefur oft verið gert. En fyrr má nú aldeilis fyrr vera.
Allt undir merkjum lýðræðislegrar umræðu.
Ég veit núna um hvern einasta íslenskan kvikmyndaleikstjóra, hverja kvikmyndanefnu sem gerð hefur verið á Íslandi frá upphafi vega og alls kyns fyrirkomulag í kringum kvikmyndagerð.
Arnbjörg Sveinsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins fer fram eins og hryðjuverkamaður í þinglegum skilningi.
Svo gekk vitleysan og málþófið fram af henni sjálfri og hún hló eins og fífl í pontu.
Gaman, gaman hjá henni og félögum en við sem heima sitjum, stór hluti okkar Íslendinga erum ekki að grínast þegar við segjumst vilja sjá breytingar, og okkur finnst þetta ekkert fyndið.
Tilgangurinn með málþófinu er að koma í veg fyrir að haldið verði hér stjórnlagaþing og að gerðar verði breytingar á stjórnaskránni. Sjálfstæðismenn mega ekki til þess hugsa að fulltrúar almennings hafi um málið að segja.
Stjórnarskrármálið og stjórnlagaþingið í beinu framhaldi er ekki umsemjanlegt að mínu áliti og almenningur vill að það nái fram að ganga.
En gefist hinir flokkarnir upp, sem er ekki ólíklegt miðað við að íhaldið tekur hvert málið á fætur öðru í gíslingu, þá lofa ég, að ég og margir fleiri erum með búsáhöldin ný fægð og brýnd og alveg til í að mæta og láta í okkur heyra.
Mér var sagt af manni sem vel þekkir til hjá íhaldinu að þeir kunni ekki að vera í minnihluta, það gerist eitthvað.
Þetta eitthvað mátti sjá í sjónvarpinu í nótt.
Það var fróðlegt og eftirminnilegt.
Horfum og fylgjumst með.
Búsáhaldabyltingunni er ekki lokið - það ríkir einungis vopnahlé.
Bara svo það sé á hreinu gott fólk.
Vilja vísa stjórnarskrármáli frá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Miðvikudagur, 18. mars 2009
Í ökkla eða eyra
Skoskur sérfræðingur, dr. Carol Craig segir að verið sé að ala upp kynslóð sjálfsdýrkenda.
Svíar kalla þetta egókynslóðina.
Ég kalla þessa kynslóð þolendur sakbitinna foreldra.
Það er eins og það sumir hlutir séu annað hvort í ökkla eða eyra.
Mín kynslóð var í sífelldum hneigingaræfingum fyrir kennurum, skólastjórum og öðrum valdsmönnum.
Við máttum ekki tala nema á okkur væri yrt. Þegja þegar fullorðnir töluðu og þeir héldu reyndar orðinu alveg stöðugt.
Það var nánast brottrekstrarsök að vera með tyggjó, eða bregða sér í búðina á móti skólalóðinni.
Þessi ósköp enduðu auðvitað með byltingu minnar kynslóðar þar sem við sögðum borgaralegum gildum stríð á hendur. Gáfum skít í allt sem tengdist yfirvöldum. Þar með taldir foreldrar.
Sumir áttu aldrei afturkvæmt úr baráttunni. Liðuðust upp í tómarúm með hassreyknum.
En núna er mér sagt að börn rífi stólpakjaft, fari ekki eftir reglum og hagi sér eins og litlir einræðisherrar.
Ég er ekkert að alhæfa, veit ekkert um málið, því nálægt mér eru bara yndisleg börn, hehemm.
Hvernig væri að reyna að finna hinn gullna meðalveg í þessu sem öðru?
Æi, hvað er ég að blogga um þetta?
Ég vaknaði í morgun og setti mig í bann fram að hádegi hvað varðar pólitík og svoleiðis fyrirkomulög.
En mig langaði að blogga.
Þetta er öruggt bloggefni er það ekki?
Fer enginn að missa sig yfir þessu blásaklausa málefni skyldi ég ætla.
Cry me a river og góðan daginn villingarnir ykkar og verið þið til friðs svona til tilbreytingar.
Jabb, verið það.
Varar við sjálfsdýrkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 14. mars 2009
Ofbeldi á börnum!
Ekkert, alls ekkert, kemur mér í jafn mikið uppnám og ofbeldi á börnum.
Hér var ég búin að ákveða að vera í ljúfum laugardagsgír þegar ég sá þessa viðtengdu frétt!
"Illmögulegt virðist vera að víkja ófaglærðum leikskólastarfsmanni úr starfi þó að þrívegis hafi sést til hans slá tæplega fimm ára dreng. Starfsmaðurinn sjálfur viðurkennir einungis að hafa slegið barnið einu sinni."
Illmögulegt að víkja viðkomandi úr starfi?
Hvaða kjaftæði er það?
Jú, það er málið að nýlega féll dómur í Hæstarétti sem gaf grænt ljós á líkamlegt ofbeldi á börnum. Það má rassskella börn og þá væntanlega slá þau í andlitið líka.
Þetta er viðhorfið gott fólk, viðhorf sem sæmir ekki siðaðri þjóð.
Við erum vesæl við Íslendingar. Höfum ekki einu sinni staðfest barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Við þykjumst svo framarlega og nútímaleg í öllu sem lítur að mannréttindum en leyfum síðan ofbeldi á börnunum okkar.
Það eina sem leikskólinn getur gert í málinu er að bjóða móðurinni að skipta um leikskóla fyrir drenginn.
Auðvitað. Látum hann flytja sig og höldum starfsmanninum sem beitir ofbeldi!
Þetta er eins og í eineltismálum barna í skólum í gegnum tíðina. Þar er þolendanum boðið að skipta um skóla.
Réttlátt?
Nei, og það sem meira er, skilningurinn á líðan barna er undir frostmarki.
Þetta barn er á svipuðum aldri og tvö barnabarnanna minna. Ég veit ekki hvað ég myndi gera ef einhver myndi gera þeim svona og það í umhverfi sem þau þurfa að dveljast allan daginn og eru undirseld fullorðna fólkinu sem á að gæta þeirra og hjálpa þeim til þroska.
Ég vona að foreldrar á þessum leikskóla bindist samtökum um að losna við ofbeldismanninn.
Og setji sig í samband við umboðsmann barna.
Ofbeldi gegn börnum er gjörsamlega ólíðandi og á ekki að eiga sér stað.
Er svona erfitt að skilja það?
Já, greinilega og dómstólarnir gefa tóninn.
Er ekki kominn tími til að setja í lög bann við ofbeldi á börnum?
Það hafa þjóðirnar í kringum okkur fyrir löngu gert.
Hvað er að þvælast fyrir okkur?
Sló barn utan undir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Hugsið áður en þið kjósið
Það sagði við mig kona í kvöld að samkvæmt þessari skoðanakönnun væru um 30% Íslendinga fífl.
Ég vildi ekki skrifa upp á það (amk. ekki opinberlega) en verð að játa að ég skil ekki landsmenn mína sem eru tilbúnir til að flykkja sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á hefur gengið.
Ég nenni ekki einu sinni að fara inn á það hversu þessi flokkur hefur gjörsamlega týnt og tapað andliti frá bankahruni.
Ekki að hann hafi verið mikið upp á punt fyrir venjulegt fólk fram að þeim tíma.
Mér er þetta þjónkunarheilkenni sumra hulin ráðgáta.
Vonandi eru þetta samúðar"atkvæði" sem þarna koma fram.
Ég skal alveg skrifa upp á svona 15% fylgi ekki prósentustigi meira.
Í guðanna bænum Íslendingar hugsið áður en þið kjósið.
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Sunnudagur, 1. mars 2009
Fór í alkóhólistann
Jájá Dagur, gott hjá þér farðu í varaformanninn.
En ég ætla ekki að blogga um það.
Heldur þetta tískufyrirbrigði í talsmáta sem nú tröllríður öllu.
Ég er að játa það fyrir ykkur (arg, enn einn ósiðurinn).
Dagur ætlar í varaformanninn!
Jón Baldvin í formanninn!
Samkvæmt þessu þá fór Helga dóttir mín í lögfræðinginn.
Maysan mín í framkvæmdastjórann.
Saran sú yngsta dembdi sér í nemandann..
og ég rek lestina og fór í alkóhólistann.
Svo má benda á að Jóna vinkona mín fór í rithöfundinn og húsbandið í tónlistarmanninn.
Mikið djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér.
Halló, má ekki bara vera hallærislegur og segja að Dagur hárfagri bjóði sig fram í embætti varaformanns?
Farin í Enroninn sem fer að byrja í sjónvarpinu.
Og um kvöldmatarleytið fór ég í hrygginn.
Er að fara í kaffið núna.
Ég er að segja ykkur þetta. (Veggur).
Vilduð þið vinsamlegast doka á meðan ég fer og drekki mér í baðvaskinum?
Dagur í varaformanninn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Föstudagur, 13. febrúar 2009
Staðreyndir um bankana
Flestir stjórnendur með reynslu véku fyrir ungum karlmönnum með góða menntun en litla reynslu.
Reynsluleysi og áhættusækni hrjáðu bankana.
Konur fengu lægri laun en karlar. Heildarlaunin voru 41% lægri, en þegar horft var til menntunar og starfsstéttar innan bankanna var kynbundinn launamunur 12-16%.
Það þarf enginn að vera hissa á að þessi stefna hafi beðið skipbrot.
Það getur verið að enn finnist fólk sem vilji halda áfram í sama kerfi.
Kerfi sem lofar græðgina og mismunar kynjunum.
Og hendir reynslunni út um gluggann.
En ég held að þannig þenkjandi fólk sé í miklum minnihluta.
Guð minn góður hvað mig er farið að lengja eftir nýju Íslandi.
Reynslulausir réðu í bönkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ég spyr
Mér var einu sinni sagt að engin spurning væri heimskuleg.
Einfaldlega vegna þess að ef þú spyrð þá vantar þig upplýsingar.
Klisja? Örugglega en það er alveg glóra í henni samt.
En varðandi spurningar:
T.d. Sturla Böðvarsson, fráfarandi forseti þings og núverandi óbreyttur þingmaður.
Í 12 ár vissi hann allt sem hann þurfti að vita reikna ég með, því hann spurði einskis á Alþingi.
Lagði aldrei fram fyrirspurn í þinginu allan þennan tíma.
Í gær lagði hann fram 2 (tvær) fyrirspurnir.
Hvað gerðist?
Ég vona að fyrrverandi forseti þings og núverandi óbreyttur þingmaður hafi ekki líkamlega vanlíðan af þessari bráðaþörf fyrir vitneskju sem hefur lostið hann algjörlega óforvarandis, að því mér sýnist.
Forsætisráðherrann er síspyrjandi.
Eins og þeir gera sem vilja vita hluti.
Hún spurði Seðlabankastjórana Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn hvort þeir vildu ekki segja sig frá vinnunni í Seðlabanka.
Einn hefur svarað játandi, annar neitandi og einn þegir.
Hvað gerum við nú?
Heimskuleg spurning?
Kannski, en ef maður spyr ekki fær maður engin svör.
Hampfrfm..
Ingimundur baðst lausnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Af þjónum fólksins
Ég horfði á útsendinguna frá Alþingi áðan, eins og ég geri oft reyndar, og það jafngilti heilu skemmtiatriði, eða hefði gert væri landið ekki á haus og allt á vonarvöl.
Þvílíkt sjónarspil í boði arfabrjálaðra Sjálfstæðismanna.
Mér finnst dapurlegt ef að Sjálfstæðismenn fullir af heift yfir nýrri stöðu sinni, ætla að láta eins og keipakrakkar sem leikfangið hefur verið rifið af og tefja störf þingsins.
Hver á fætur öðrum komu þeir í pontu og þeir áttu ekki orð yfir ósvífni MINNIHLUTARÍKISSTJÓRNARINNAR (hefði átt að telja hversu oft þeir hnykktu á því) að halda ekki Sturla Böðvarssyni áfram sem forseta þingsins. ÞEIRRA MANNI eins og Arnbjörg Sveinsdóttir réttilega sagði.
Að þingmeirihluti vilji skipta um forseta heitir nú aðför að persónu Sturlu Böðvarssonar.
Sjálfstæðismenn hafa átt þingforsetastólinn í 18 ár samfellt.
En um þá gilda vitanlega aðrar reglur.
Sér einhver þá í anda bjóða minnihluta þingsins upp á forsetaembættið?
Halló.
Ég veit að það er ljótt að láta hlakka í sér yfir "óförum" annarra en mikið skelfing gleður það mig að Sjálfstæðisflokkurinn fái smá æfingu í minnihlutasetu.
Ég ætla að vona að sá skóli vari út næsta kjörtímabil að minnsta kosti.
Að fjórum árum liðnum gæti verið farið að örla á smá auðmýkt sem nauðsynleg er öllu fólki og sérstaklega þjónum fólksins.
Því alþingismenn eru ekkert annað en þjónar fólksins.
Það væri mörgum hollt að muna á milli kosninga.
Ójá.
Gagnrýna forsetaskipti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 11
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 74
- Frá upphafi: 2987142
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 73
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr