Leita í fréttum mbl.is

Afsökunarbeiðni

Ég bið Seth Sharp afsökunar á að hafa haldið því fram að hann væri ekki Íslendingur.

Umboðsmaður hans hafði samband við mig og leiðrétti þennan misskilning snarlega.

Maðurinn hefur búið hér til margra ára og er með íslenskan ríkisborgararétt.

Færslan hafði lítið með manninn sjálfan að gera en auðvitað hefði ég átt að sýna meiri aðgætni.

Mér er því ljúft og skylt að skammast mín fyrir frumhlaupið og fíflaganginn.

Annars var ég að gera grín að þjóðarembingi Íslendinga í færslunni og þeim óvana íslenskra blaðamanna að eigna okkur alla útlendinga sem hér stinga niður fæti til lengri eða skemmri tíma.

Þessu er hér með á framfæri komið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig minnti þetta.Að hann væri íslenskur ríkisborgari.Flottur strákur og syngur yndislega.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 10:30

2 Smámynd: Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir

Málinu er lokið af minni hálfu, ég mun ekki senda frekari kvörtun til umsjónamanna bloggsins varðani téða færslu.

Edda Björk Hafstað Ármannsdóttir, 5.4.2009 kl. 10:31

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

hahaha mín aðeins að hlaupa á sig?

....Annars skildi ég færsluna meira svona um rembinginn!

Hrönn Sigurðardóttir, 5.4.2009 kl. 13:04

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hrönn: Rétt hjá þér, hún er um rembinginn.  En ég hélt því fram að maðurinn væri útlendingur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 5.4.2009 kl. 13:56

5 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Já dáldið kjánalegt hjá Íslendingum alltaf þetta að uppnefna fólk sem alveg sérlega "Íslandsvini" ef þeir líta við á skerinu og svara því (oftast trúlega af ósjálfráðri kurteisi) að þeim líki skítsæmilega við land og þjóð.

Ég var í Tékkalandi um árið og leist bærilega á land og þjóð og lét þá skoðun mína jafnvel uppi við innfædda.

Ég er þó stórlega efins um að ég sé á skrá í því landi sem einhver aldeilis sérstakur Tékkavinur

Jón Bragi Sigurðsson, 5.4.2009 kl. 20:22

6 identicon

Ég verð nú bara að segja að ég held að það sé holt fyrir okkur að eigna okkur það sem er gott... sérstaklega í tímum sem þessum þá þurfum við á öllum að halda hvort sem þeir vilja okkur eða ekki. Tökum breytingum og fjölbreytileika fagnandi og njótum þess að vera auðruvísi og msimunandi. Köllum Clinton íslending og alla aðra "íslandsvini" íslendinga því við verðum að vera fleiri en þessar 300.000 hræður til að yfirvinna þessar aðstæður.

Ég vona að strangir íslendingar ,sem horfa á ríkisborgararétt sinn sem eitthvern passa til að tala niður til fólks sem sest hér að,  taki þessu nú ekki alvalega.

Jökull Torfason (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 11:31

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Heyrðu Jökull, það sem ég var nú aðallega að meina, og finnst að Jenny sé á svipaðri línu, er þetta sem Steinn Steinarr kallaði "messíasarkomplexa sálsjúkrar þjóðar". Þetta að halda að við séum eitthvað og að alþjóð standi sí og æ á öndinni yfir snilli okkar.

Þegar ég kom til Íslands á síðasta áratug aldarinnar sem leið var ég gjarnan spurður að því hvort ekki væri í Svíþjóð alveg óskaplega mikið talað um alla tölvusnillinganna á Íslandi. Um þá hafði ég aldrei heyrt getið.

Síðan er það okkar ágæti söngvari sem var alveg óskaplega frægur um allan heim að eigin sögn og við flest trúðum því líka. Ég trúði því að hann væri alla vega talsvert frægur utan Eyjafjarðarsvæðisins. En hér í Svíþjóð hef ég búið í fimtán ár án þess að nokkurn tíma hafa heyrt á hann minnst og hef þó oft hlustað á óperuþætti í "gufunni" hérna. Og flest önnur "frægð" okkar er með sama sniði. Sú eina sem er klárlega fræg og flestir innan fertugs kannast við er Björk.

Einstaka bókmenntamaður kannast við Laxness og Arnaldur Indriðason er þekktur meðal þeirra sem lesa löggubókmenntir.

Síðan er náttúrlega útrásin fræga sem vissulega vakti athygli í fjármálaheiminum og nú veit allur hinn vestræni heimur hvernig á að setja heilt land á hausinn og hér brosa vorkunnsamir yfir kjánaskapnum.

Jón Bragi Sigurðsson, 6.4.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 40
  • Frá upphafi: 2985770

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband