Færsluflokkur: Menntun og skóli
Fimmtudagur, 29. janúar 2009
Byggja þjóð - halló!
Ég get ekki á mér setið.
Sigmundur Ernir ætlar í póltík.
Gott hjá honum.
En hann verður að taka númer, röðin er löng. Margir kallaðir fáir útvaldir, æi og allt það kjaftæði.
En kommon maður, hvaðan kemurðu með þetta uppskrúfaða málfar?
Hvernig ætlarðu að höfða til fólks með svona yfirborðstali og hátimbruðu orðalagi?:
Ég hef haft gaman af að smíða úti í garði, sagði Sigmundur Ernir Rúnarsson í viðtali í Morgunútvarpi Rásar 2 rétt í þessu, en nú ætla ég að byggja þjóð.
Á ekki að fara í kosningabaráttuna með stuðla og höfuðstafi að vopni bara?
Íklæddur vaðmáli og suðskinnsskóm? Ha?
En ný stjórn er í burðarliðnum það er næsta víst.
Fundað um stjórnarmyndun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 27. janúar 2009
Sviptur axarprófinu
Það stefnir í rauðgræna stjórn fram að kosningum.
Fínt ef satt er.
Sú staðreynd að búið sé að rífa niðurskurðaröxina af Gulla heilbrigðis er fagnaðarefni út af fyrir sig.
Væntanlega verður nýr heilbrigðisráðherra til friðs fram að kosningum og hann taki ákvarðanir í fullu samráði við heilbrigðisstéttirnar í þessu landi.
Ég hef heyrt að Katrín Jakobs muni fara í menntamálin ef af verður.
Katrín, plís, ekki fara í ráðherrabíl, það fer þér ekki. Þú ert svo flott eins og þú ert.
Reyndar vill ég sjá þessa bráðabirgðaríkisstjórn sleppa hégóma eins og ráðherrabílum og öðru slíku.
Ekki að það kosti svo mikið, heldur einfaldlega vegna þess að við viljum sjá venjulegt fólk stjórna landi fyrir venjulegar manneskjur.
Landi sem er í bullandi kreppu.
Ég sá lista yfir mögulega skipan í ráðherraembætti Samfylkingar.
Ég myndi vilja mínusa út Kristján Möller.
Og örugglega einhverja fleiri.
En það sem skiptir máli fyrir mig er að sú ríkisstjórn sem situr fram að kosningum hagi sér þannig gagnvart fólkinu í landinu að við sjáum að skilaboð búsáhaldarbyltingarinnar hafi náð inn í merg og bein á henni.
Fólk fyrir fólk og ekkert helvítis fyrirkomulag.
VG leggur línurnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 26. janúar 2009
Ég veðja
Þetta eru rafmagnaðir tímar. Jésús minn á fraktskipi.
Ég spái því að Samfylkingin fari í stjórn með VG og Framsókn.
Ég sé ekki að Sjálfstæðisflokkur gefi eftir guðföður sinn í Seðlabanka og forsætisráðuneytið.
Ég veðja við ykkur.
Eða myndi gera ef ég hefði minnsta áhuga á að vinna eitthvað.
En þetta er háalvarlegt ástand sem er ótrúlega þreytandi.
Þurfum öfluga starfsstjórn" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 14. janúar 2009
Gengisfelling á orðinu nauðgun
Ari Edwald kann ekki að meta tilboð þriggja mótmælanda að safna fyrir útlögðum kostnaði vegna mótmælanna sem urðu til þess að Kryddsíldin hans Sigmundar Ernis var rofin.
Ara grunar að þetta sé einhvers konar hótfyndni og reiknar ekki með að þiggja söfnunarféð.
Ari er enn í uppúrveltingi vegna atviksins á gamlársdag.
Hann hefur yfirdramatíserað atburðinn oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í fréttum.
Hann virðist ætla að mjólka atvikið til síðasta dropa. Harmur hans hrópar í himininn.
Ari getur greinilega ekki lagt þetta til hliðar og haldið áfram að næsta máli á dagskrá. Hann grætur enn eins og barn sem hefur týnt snuddunni sinni.
Ari á líka heiðurinn að því að vera sá eini sem undir nafni (í mynd og allt) hefur hvatt lögregluna til að taka fastar á "glæpamönnunum" og á hann þá við mótmælendurna offkors.
Ástæðan fyrir því að ég nenni að blogga um þetta tuð í Ara er einföld.
Hann fór gjörsamlega og ófyrirgefanlega yfir markið í viðtali í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag.
Ari óar og æjar vegna andlegs tráma starfsmanna sinna og líkir áföllum þeirra sem lentu í átökunum við Borgina við þolendur annarra ofbeldisbrota eins og nauðgana.
Hefur Ari kynnt sér það áfall sem nauðgun er?
Að þolendur þeirra verða aldrei samir aftur?
Að nauðgun er innan sama refsiramma og mannsmorð?
Hefur hann velt því fyrir sér hvers vegna hægt er að dæma menn í allt að 16 ára fangelsi fyrir nauðgun?
Allt þetta efni er aðgengilegt.
Ég bendi Ara á að hafa samband við Stígamót og fá þessar bráðnauðsynlegu upplýsingar frá þeim sem best vit hafa á líðan þolenda nauðgana.
Áður en hann gengisfellir aftur orðið nauðgun sem lýsir einum af skelfilegustu ofbeldisglæpum sem hægt er að fremja.
Ég myndi segja upp Stöð 2 í annað skiptið núna á skömmum tíma hefði ég ekki asnast til þess fyrr í haust af sparnaðarástæðum.
Ari Edwald nú er komið að þér að biðja þolendur kynferðisofbeldi afsökunar og meina það.
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Tjillað í útvarpinu
Forsætisráðherrann átti í erfiðleikum með að komast í vinnuna í morgun.
Erfitt á öllum vígstöðvum.
En er það ekki lýsandi fyrir veruleikaflótta og virðingarleysi stjórnmálamanna þessa dagana að á meðan vel yfir þúsund manns sátu í Háskólabíói á borgarafundi, vel flestir áhyggjufullir yfir ástandinu þá var stóll formanns Sjálfstæðisflokksins auður.
Formaðurinn a.k.a. Forsætisráðherrann var í útvarpinu hjá Bubba.
Bara verið að tjilla á léttu nótunum svona.
Enginn ástæða til að mæta á fund með (ó)þjóðinni.
Né heldur ástæða til að hlusta á erlenda sérfræðinga.
Af hverju er ég ekki hissa?
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. janúar 2009
Hve glöð er vor æska
Þetta er ungt og skemmtir sér í vinnunni.
Shalom
Ísraelar á krossgötum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 12. janúar 2009
Æsispennandi Kompásþáttur..
...fyrir dýralækna og stöku hundaeigendur.
Hér á kærleiks geysa veikindi, amk. hjá öðrum aðila sáttmálshafa við guð á himnum um ævilanga tryggð og forsjárskyldu beggja aðila.
Sá veiki reisti höfuð frá kodda og reyndi að krafla sig í gegnum bláu bakteríurnar sem huldu andlit hans og hann hafði áhuga á að vita hvort það væri eitthvað í sjónvarpinu svona á mánudagskvöldi.
Ég fór og flettiflettiflettaði og sá að það var fréttaþáttur á Stöð 2 í kvöld. Sko, Kompás.
Ég sá aðra augabrúnina lyftast þarna í lakahrúgunni og hann stundi; jæja ekki alslæmt ef ég get haldið höfði yfir sjónvarpi. (Karlmenn og veikindi, frusss).
Hvað er í þættinum spurði hann svo og ég hríslaðist að blaðinu og gáði að því, enda sjálf ábyggilega rétt um það bil að verða fyrir árás bláu hættunnar.
Hm.. Ég las; Það er fjallað um algengasta dánarmein hunda. Krabbamein. Svo mun verða sýnt frá krabbameinsaðgerð á hundi í þættinum hvar æxli mun fjarlægt.
Ég reyndi að láta þetta hljóma lokkandi og setti dass af spennu og eftirvæntingu í röddina til að lífga við allt að því látinn manninn í beðjunni.
Hann hafði ýmislegt um það að segja og ekki allt fallegt.
Ég er hins vegar með bloggsíðu og get sagt ykkur að ég er hætt að skilja þennan fjölmiðil sem er Stöð 2.
Hér eru söguleg tíðindi að gerast í þjóðmálum á hverjum degi, stundum oft á dag.
Ég hefði haldið að það væru óteljandi verkefni fyrir blaðamenn að fjalla um, fleiri en þeir kæmust yfir.
En nei, þeir sjá frekar ástæðu til að fjalla um hundakrabbamein.
Ég botna ekkert í þessu enda ekki blaðamaður.
En eitt get ég sagt ykkur sitjandi hér eftir annasaman dag í heimahjúkrun að ég myndi ekki horfa á uppskurð á hundi, geimveru eða manni þótt mér væri borgað fyrir það og það þótt bullandi góðæri væri.
Fréttablaðið mun sennilega fækka útgáfudögum sínum.
Þar sem þetta er sama fyrirtækið, þ.e. Stöð 2 og Fréttó þá vil ég benda kurteislega á þann möguleika að sleppa búllsjittþáttum eins og þessum sem hér um ræðir og hafa Fréttablaðið áfram á virkum dögum að minnsta kosti.
Hvað er orðið um þennan frábæra þátt sem Kompás var einu sinni?
Já, ég er pirruð, í dag hef ég haft það verulega skítt, nákvæmlega ekkert hefur gengið upp, takk fyrir að spyrja.
Flórens.
Til umræðu að fækka útgáfudögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 17:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 12. janúar 2009
Helvískir læknarnir
Þetta eru hreint skelfilegar fréttir sem Mogginn er að segja eftir bráðöruggum heimildarmönnum ísraelsku pressunnar, sem allur heimur veit að er þekkt fyrir hlutleysi sitt og sannleiksást.
Helvítis norsku læknarnir munu hafa falið leiðtoga Hamassamtakanna í kjallara sjúrkahússins ásamt því að sanda blóðugir upp fyrir haus allan sólarhringinn við þá fáránlegu iðju að bjarga palestínskum mannslífum.
Heitir þetta ekki að taka læknaeiðinn full bókstaflega?
Bjarga, bjarga, bjarga og nú mögulega líka meðlimum Hamas.
Ég á ekki orð - mér er hreinlega óglatt.
Takk Moggi fyrir að rétta mig við.
Álit mitt á þessum læknum er fokið út í buskann.
Maður bjargar ekki lífi hvers sem er og ætlast til að fá þakkir fyrir og einkum og sér í lagi palestínulífi öðru vísi en að það sé eitthvað alvarlegt að hjá fólki
Stórbilaðir norsarar.
Eða hvað?
Norskir læknar sagðir hafa skýlt Hamasleiðtogum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 11. janúar 2009
Skemmtikrafturinn Össur Skarphéðinsson
Ég hef gaman að Össuri Skarphéðinssyni og ég held að hann yrði flottur skemmtikraftur á árshátíðum og ættarmótum.
Ég held jafnframt að það sé ekki séns að Össur geti þagað yfir leyndarmálum, hef reyndar lítið fyrir mér í því annað en tilfinninguna og svo auðvitað ótímabær upphlaup hans í gegnum tíðina.
Svo er hann yfirlýsingaglaður með afbrigðum og það er meðal annars þess vegna sem ég held að Össur færi vel á sviði.
Nú, iðnaðarráðherrann fór í heilarit á dögunum og var með kröftugar alphabylgjur.
Nú vann ég lengi vel á taugalífeðlisfræðideild á Lsp og þar kom fólk sem átti það til að trúa að úr heilariti mætti lesa hugsanir.
Hjá Össuri er þessi ótti tæpast fyrir hendi en lesandi ritsins sá einhver rof eða frávik í alphanu hjá karli og Össur telur sér skylt að láta vita að hann hafi greinst með kosningaskjálfta.
Ég held að þetta blogg um niðurstöðu heilaritsins sé ekki eitt af frumhlaupum iðnaðarráðherrans bjartsýna heldur er hann að springa úr óþreyju að koma skoðun sinni á framfæri.
Hann vill kosningar. Gott ef hann er ekki að boða til þeirra með færslunni sinni.
Varðandi heilaritið þá ímynda ég mér að það hafi verið innan eðlilegra marka.
Trú mín á Össuri hins vegar verður hins vegar ekki lýst með þeim orðum.
Nú er að bíða næstu færslu?
Í hvaða rannsókn fer Össur næst?
Einhver?
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 12:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 10. janúar 2009
Laugardagskvöld með Agli Helga
Ég hef of margar skoðanir. Ég veit það og ég vinn að því í pjúra yfirvinnu að fækka þeim.
Sem er lygi, ég sé ekkert að því að hafa skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Það heldur mér vakandi, spriklandi og á lífi.
Varðandi Björn Bjarnason þá hef ég skoðun á honum og mér finnst hann ekki mikill dúlludúskur. Hvað sem því líður þá held ég að það skipti engu þó hann fari - inn á sviðið kemur einhver uppalningur úr íhaldsskólanum, kannski í flottari jakkafötum með flottari framkomu en sömu glötuðu skoðanirnar.
Ég þjáist reyndar af skoðunum mínum þessa dagana og þess vegna langaði mig að henda mér í hlutleysis- og skoðanaleysisvegginn þegar ég sá að djöfulsins Júróvisjón er að byrja aftur.
Júróvisjón er eins og súpa sem hefur verið elduð úr matarleyfum síðasta mánaðar og soðin svo lengi að bragðið er eins og gerjuð borðtuska sem legið hefur í sólbaði í gluggakistu, eftir að hafa verið notuð til að þurrka upp mjólk og smjör af morgunverðarborðinu.
Júróvisjón er hámark hégóma og metnaðarleysis.
Ég hreinlega hata Júróvisjón. Ég er til í að stofna grasrótarsamtök um að koma þessu lágmenningarógeði út úr heiminum.
Ókei ég skal viðurkenna að ég ýki tilfinningar mínar til þessa fyrirbrigðis en í alvöru.
Þetta kostar hafsjó af peningum.
Má ekki nota þá í eitthvað annað?
Eins og þátt um stjórnmál og fleira.
Hvað með "Laugardagskvöld með Agli Helga"?
Nú eða "Kastljósi í sparifötunum"?
Ég er ekki að grínast. Við þurfum núna allar þær upplýsingar um þjóðmál sem völ er á.
Það hefur sýnt sig að það koma í ljós spillingarmál á hverjum degi.
Það er borin von að hægt sé að fylgja þessu eftir nema með lengra Kastljósi og lengra Silfri.
Ég er að tala í alvöru.
Arg..
Ég hata Júróvisjón
Fullyrt að Björn hætti eftir landsfund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr