Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Þriðjudagur, 12. maí 2009
Ekki aftur 2007
Sérfræðingar hjá efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins segja að mögulega sé það versta í íslensku efnahagslífi afstaðið.
What?
Getur það verið?
Fara þá allir í 2007 gírinn og hefja sukklifnaðinn upp á nýtt?
Segi svona.
Ég er auðvitað glöð yfir þessu ef rétt reynist en mér finnst þetta samt svo ótrúlegt eitthvað.
Reyndar vil ég ekki fyrir nokkurn mun sjá neitt 2007 aftur.
Ég er sátt við 2009, að undanskildu efnahagsástandinu.
Fólk er að breytast til batnaðar, ég sver það,kreppan hefur þó komið því til leiðar að við forgangsröðum öðruvísi.
Hugsunarhátturinn er annar, fólk hugar meira hvert að öðru.
Það er gott.
Og saman komum við þessu í höfn með nýrri vinstri stjórn.
Besta mögulega leiðin til að fremja stórvirki er að allir leggist á eitt.
Það las ég að minnsta kosti einhvers staðar.
Held að það sé dagsatt, svei mér þá.
Það versta mögulega afstaðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 4. maí 2009
Koma svo
Ég er eitilharður stuðningsmaður vonandi verðandi ríkisstjórnar.
En það eru forréttindi að fá að hafa fast land undir fótum, kæra Jóhanna.
Allir eru að bíða og bíða.
Reyndar telst þetta ekki langur tími í stjórnarmyndunarviðræðum en ástandið er ekki alveg hefðbundið heldur.
Væruð þið ekki til að rumpa þessu af bara?
Svo biðinni ljúki og það sem ekki síst er um vert;
að bitru Framsóknarmennirnir hætti að tuða, á öllum bloggum og bara alls staðar.
Arg.
Koma svo.
„Viljum hafa fast land undir fótum“ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 29. apríl 2009
Grill og dill
Ég er eiginlega í stökustu vandræðum.
Ég þjáist af bullandi afneitun á ástandið.
Það hlýtur að vera því ég er í blússandi hamingju þessa dagana.
Fyrsta mál á dagskrá er auðvitað að eyða peningum.
Ég ætla að kaupa mér grill.
Kolagrill, alvöru stöff, engar gaseldavélar í minn garð, takk kærlega fyrir.
Skildi svona gashlussu eftir þegar ég flutti í haust.
Nú eru nýir tímar, ég hverf aftur um 30 ár eða svo.
Sulta, rækta kartöflur, gulrætur og rófur.
Smá rósmarín, steinselju og dill.
Ég tek aftur það sem ég sagði í upphafi pistils, ég er ekki í neinni afneitun, mér þykir bara gaman að vera til.
Þrátt fyrir allt.
Mikið djöfull er ég hamingjusamur alkóhólisti. Úps, allsgáður slíkur, til að fyrirbyggja að það verði náð í mig af hvítklæddum mönnum. Segi svona.
Þetta er ekki normal, ég sverða.
Kannski er þetta geðslagið sem ég fékk í vöggugjöf, nú eða lækkandi verðbólga.
Hverjum er ekki sama?
Nefndin.
Verðbólgan nú 11,9% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 25. apríl 2009
Munið hrunið
Í tilefni dagsins og samvisku minnar vegna vill ég minna á eftirfarandi, vegna þess að nú í dag hefur fólk tækifæri til að tala með atkvæði sínu.
Refsa eða umbuna.
Munið hrunið.
Munið hverjir gerðu það mögulegt.
Sjálfstæðisflokkurinn í boði Framsóknar lengst af, rétti óreiðumönnum fjöregg þjóðarinnar sí svona, eins og ekkert væri sjálfsagðara.
Nú er allt útlit fyrir að næstu kynslóðir verði bundnar á skuldaklafann og það án þess að hafa lyft litlafingri til að orsaka það.
Gangið fram hjá þeim flokkum sem sváfu á verðinum eða tóku þátt í sukkinu.
Ekki hafa á samviskunni áframhaldandi rugl.
Ég kýs VG og þakka fyrir að ég þarf ekki að velkjast í vafa um heiðarleika þess flokks.
Njótið dagsins!
Bjarni Ben kaus fyrstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. apríl 2009
Jóhanna; "do something"!
Af hverju kemur fólk út af leynifundi og segir að atburðarrásin í Icesave deilunni vera mun ævintýralegri en hægt var að ímynda sér?
Siv gerir það.
En má svo ekkert segja enda bundin trúnaði.
Fréttakona Moggans segir enda að þetta sé í véfréttastíl.
Þetta eru ekki upplýsingar.
Þarna varð ég hins vegar skíthrædd en fæ ekkert að vita fyrr en einhver rannsóknarnefnd ákveður að opna á sér munninn.
Er þetta ekki okkar mál?
Af hverju þessar hálfkveðnu vísur?
Jóhanna; do something.
Siv segir atburði ævintýralega | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 24. apríl 2009
Hvað kaus hún?
Mér er illa við hræðsluáróður.
Enda er sjaldnast full innistæða fyrir honum. (Nei, ég er ekki að gera lítið úr ástandinu, það er skelfilegt).
Sigmundur Davíð reynir að hræða fólk til fylgis við flokkinn sinn (uss, munið ég er á óvinalistanum).
Lágt lagst þykir mér.
Hræðsluáróður gagnvart VG, til dæmis, hefur verið mikill og öflugur í gegn um tíðina og lengi vel virkaði hann á fólk.
Hann virkaði á meðan fólk hélt að Ísland væri ónýtt án Sjálfstæðisflokksins.
VG vildu prjóna sokka og týna fjallagrös í atvinnuskapandi skyni. Gargandi fyndið í fyrstu þúsund skiptin.
Núna eru tímarnir breyttir. Hrunið hefur gert það að verkum að fólk trúir ekki hverju sem er.
Hvorki fagurgala né spám um Ragnarök.
Ótrúlegur fjöldi hefur haft samband við mig í gegnum meil eða síma (bíða þess reyndar ekki bætur andlega þegar ég svara í símann með skuggalegri röddinni sem virðist ekki ætla að lagast í bráð), og segir mér að það ætli að kjósa VG.
Fólk sem ég hefði síst trúað til að kjósa lengst til vinstri.
Svo eru þeir sem segja: Hvað á ég að kjósa?
Ég segi: Kjóstu með hjartanu.
Og þá er það yfirleitt VG (stundum O) sem er efst á hjartalistanum.
Annars heyrði ég í konu í gær sem ætlaði að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eins og áður, með hangandi haus þó, utankjörstaðar.
Henni sýndist hún sjá Björn Bjarnason og Hannes Hólmstein álengdar.
Hún sagði við mig: Ég kaus ekki íhaldið, ég gat það ekki þegar ég sá þessa menn.
Ég: En þeir eru ekki einu sinni í framboði.
Hún: Ég veit það; en þeir ERU Sjálfstæðisflokkurinn.
Og hvað kaus svo kaus svo konan?
Ég læt ykkur eftir að ráða í það.
Lalalalalala
Farið ekki að grenja HH og BB.
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 23. apríl 2009
Hvað er málið?
Guðlaugur Þór reyndi að réttlæta milljónastyrkina sína af miklum móð á borgarafundi RÚV í gærkvöldi.
T.d. benti hann á að "umhverfið" hafi verið allt öðruvísi þegar hann tók á móti skömminni árið 2006.
Þá vitum við það, þetta er árinu að kenna.
En að kjarna málsins.
Bæði Guðlaugur Þór, Össur og Steinunn Valdís, hafa lýst yfir vilja til að opna prófkjörsbókhaldið.
En bara ef allir aðrir gera það líka.
Ég er auðvitað ekki með neina sérfræðikunnáttu á bókhaldssiði flokkanna en sem jóna út í bæ þá skil ég ekki alveg þessa hjarðhugsun.
Ég skal sýna þér ef þú sýnir mér.
Minnir mig á læknisleiki barnæskunnar.
Fyrir mér er málið einfalt. Það er vont að liggja undir ámæli vegna hárra styrkja frá fyrirtækjum sem og einstaklingum.
Spurningin um hvað hafi átt að koma í staðinn vaknar hjá fólki og alls kyns fabúlasjónir fylgja í kjölfarið.
Af hverju ætti það að skipta Guðlaug Þór einhverju máli hvað Fiddi frambjóðandi hefur sett í bókhaldið hjá sér?
Er ekki aðalmálið að sýna fram á að viðkomandi sé með allt sitt á þurru án þess að kalla til heilu fylkingarnar til að gera slíkt hið sama?
Hvað er málið?
P.s. Og í lokin. Það er ekki Sjálfstæðisflokknum til framdráttar að vera með óuppdregið klapplið á tíunda glasi með framíköll í sal eins og gerðist í gærkvöldi. Eigið þið ekkert betra stuðningslið en þetta?
Segir 40 aðila hafa styrkt sig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 21. apríl 2009
Skýlaus krafa um upplýsingar
Nú koma þessar upplýsingar, um að stórfyrirtæki hafi styrkt frambjóðendur í prófkjörum árið 2006 um milljónir króna, fimm mínútum fyrir opnun kjörstaða.
Það kemur fram að einstakir frambjóðendur hafi þegið allt að 2 milljónum króna í styrk.
Stöð 2 segist hafa heimildir fyrir því að sjálfstæðismennirnir Guðlaugur Þór Þórðarson, Illugi Gunnarsson og Guðfinna Bjarnadóttir séu á meðal þeirra sem hlutu styrk frá áðurnefndum fyrirtækjum, einnig samfylkingarþingmennirnir Helgi Hjörvar og Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi borgarfulltrúi Framsóknarflokksins.
Áður en við göngum að kjörborðinu held ég að við kjósendur verðum að krefjast þess frá öllum frambjóðendum flokkanna sem fóru í prófkjör 2006 og eru í framboði núna að þeir birti upplýsingar um styrktaraðila sína og hversu mikla peninga um er að ræða.
Eftir allt sem á hefur dunið, eftir alla spillinguna sem við erum að fá vitneskju um nánast á hverjum degi, hlýtur þetta að vera skýlaus krafa.
Eða hvað?
Háir styrkir frá Baugi og FL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 19:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Ávísun á vandræði
Það eru innan við tvær vikur til kosninga.
Ástandið er vægast sagt óhefðbundið og undarlegt.
Þingið starfar ennþá. Hvað verður um stjórnarskrármálið?
Á Sjálftökuflokkurinn að hafa þar sigur yfir vilja stórs hluta almennings, um breytingu á stjórnarskrá og stjórnlagaþing?
Ég vill ekki trúa því.
Skítabomban sem féll um stóru styrkina fyrir páska er enn að senda frá sér ólykt og ekkert lát á.
Ég veit ekki með ykkur, en ég er löngu hætt að skilja hver sagðist hafa sagt hvað við hvern og gert hvað og látið annað ógert, hvenær og hvernig (hér kem ég upp til að anda).
BB hinn nýi formaður íhaldsins ætti nú að fara að fá þetta á hreint í eitt skipti fyrir öll.
Við erum mörg sem höfum ekki smekk fyrir löngum sápuóperum.
Hvernig sem þessu máli er snúið, þá er það svo vont fyrir Sjálfstæðisflokkinn að ég finn nærri því til með þeim.
Svo er ég enn á því að það sé út úr korti að fyrirtæki séu yfirleitt að halda stjórnmálaflokkum gangandi.
Það er ávísun á vandræði og hagsmunaárekstra.
Svo ég tali nú ekki um mútur.
Jabb, þingið hefst í dag.
Heldur fjörið áfram?
Var í beinu sambandi við bankastjóra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 11. apríl 2009
Guð fyrirgefi mér
Bjarni Ben er á því að allar upplýsingar um "styrkjamálið" séu komnar fram og þá er hægt að pakka málinu saman finnst honum.
Allt á borðinu.
Bíddu, bíddu, bíddu.
Ekki alveg svona snöggur karlinn.
Steinþór og Þorsteinn, sem fáir kannast við, eru svona nánast utan úr bæ, ókei, annar í stjórn FL og hinn starfsmaður Landsbankans öfluðu styrkjanna eftir hvatningu Gulla Þórs.
(Bara venjulegir Sjálfstæðismenn eins og það er kallað af formanni flokksins).
Þessir menn eru göldróttir!
Svona upphæðir fær ekki hver sem er út á sitt heiðvirða andlit, blá augu eða blautlegar varir.
Og það án þess að nokkuð komi í staðinn.
Eða hvað?
Ég er klökk hérna.
Ég hef verið að hneykslast á þessum félögum, FL-Group og Landsbanka.
Fyrir sukkið og svínaríið offkors.
Og allan tímann voru þeir í bullandi góðgerðarstarfsemi.
Guð fyrirgefi mér.
Söfnuðu fé fyrir flokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 9
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 78
- Frá upphafi: 2987159
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 76
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 8
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr