Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Föstudagur, 10. apríl 2009
Hvað er í bókunum?
Gott hjá Samfylkingu að opna bókhaldið, enda ekkert annað að gera í stöðunni Fólk er búið að fá nóg af allri spillingunni og leyndarmálunum.
Upphæðin sem Samfó fékk var 36 milljónir.
Slagar ekki upp í Sjálfstæðisflokkinn en samt eru þetta miklir peningar.
Finnst engum nema mér að það sé ankanalegt að flokkar skuli reka sig á fyrirtækjastyrkjum?
VG hefur verið með opið bókhald frá byrjunn og þeirra stærsti styrkur 2006 var ein milla frá Samvinnutryggingum.
Þeir hafa ekki mikið að skammast sín fyrir VG og ég er stolt af þeim.
En hvað með Framsókn?
Ég kalla þá hugrakka, jafnvel fífldjarfa að þora að segja kjósendum á þessum tíma að þeir ætli ekki að opna bókhaldið fyrir 2006.
Skynja þeir ekki tímann, óróann og þá sérstaklega núna eftir að Sjálfstæðisflokkurinn varð uppvís að styrkjahneykslinu?
Er þeim ekkert sérstaklega í mun að draga til sín kjósendur? Kannski að það sé málið.
Allir aðrir flokkar láta vaða og leggja allt á borðið, Framsókn þarf að halda trúnað við fyrirtækin sem gefa þeim peninga. Vá, skrýtinn forgangur.
Nú fyrst verð ég forvitin.
Hvað er þarna sem ekki má sjá?
Hm.....
![]() |
Samfylking opnar bókhaldið 2006 |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Það er þetta með hænuna
Ætli það sé vegna páskana sem ég losna ekki við söguna um "litlu gulu hænuna" úr höfðinu á mér?
Varla er það Guðlaugur Þór sem beinir hugsunum mínum á þá braut haldið þið?
Ég veit það ekki en það er "ekki ég" alla leið í flokknum þessa dagana.
Ekki kjaftur komið nálægt þessu.
Nema fyrrverandi formaður sem vegna alvarlegra veikinda er horfinn úr pólitík.
Segið mig vantrúarmanneskju en mér finnst þetta ekki hljóma trúlega.
Bara alls ekki.
![]() |
Guðlaugur Þór: Ég óskaði ekki eftir styrk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 9. apríl 2009
Fyrir hvað var verið að borga?
Það þurfti efnahagshrun heillar þjóðar til að innviðir flokksins eina færu að bresta.
Að hið rétta andlit Sjálfstæðisflokksins kæmi í ljós.
Ég bloggaði um það í gær að spillingin væri rétt að byrja að koma upp á yfirborðið.
Því miður hafði ég rétt fyrir mér.
Fyrst komu þessi algjörlega siðlausu styrkir (lesist mútur) fram í dagsljósið.
Í dag kemur í ljós að Guðlaugur Þór hafði milligöngu um peningana.
Hvers lags forarpyttur er þessi flokkur eiginlega?
Nú stendur eftir spurningin um fyrir hvað var verið að borga?
Eitthvað var það svo mikið er víst.
P.s. Höfundur þessa frábæru merkja er bloggvinur minn hann Guðsteinn Haukur og mér leiðist ekki þetta frábæra framtak hans.
![]() |
Guðlaugur Þór hafði forgöngu um styrkina |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Askja Pandóru ekki opin enn
Ég er komin með upp í kok, fyrir löngu, af spillingarfréttum.
Ekki að ég vilji hætta að fá þær, ekki misskilja mig.
Hvers lags fólk höfum við alið við Íslendingar?
Siðlausa peningamenn sem gera það sem þeim sýnist, án tillits til laga og reglna?
Þrátt fyrir að ekkert lát sé á fréttum af alls kyns sukki og svindli hef ég sterklega á tilfinningunni að askjan hennar Pandóru sé rétt að opnast.
Svo mikið meira á eftir að koma í ljós.
Er það nema von að maður sé hvekktur?
Nei, auðvitað ekki.
Ég vil gera þá stjórnmálamenn ábyrga sem gerðu þetta mögulegt.
Munið að þetta bitnar fyrst og síðast á okkur almenningi, ekki sukkbarónunum.
Munið það þegar þið steðjið á kjörstað.
![]() |
Fyrrum starfsmenn Askar Capital grunaðir um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 8. apríl 2009
Mútur?
Fl Group veitti Sjálfstæðisflokknum 30 milljón króna styrk í desember 2006.
Skattrannsóknarstjóri hefur þennan styrk til rannsóknar en hann rannsakar nú bókhald FL Group.
Fengu fleiri flokkar svona glaðning?
Mútur?
Maður spyr sig.
![]() |
30 milljóna styrkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Laugardagur, 4. apríl 2009
Nagli á höfuð hjá Lúlla
Lúðvík Bergvinsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar sagði að Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, væri orðinn nokkurs konar yfirgjammari þingsins.
Þið vitið hver hún er, þessi sem hló eins og bjáni yfir eigin skemmtilegheitum í málþófinu á "hinu háa Alþingi" eins og Sjálfstæðismenn segja í annarri hverri setningu.
En hvað um það.
Lúðvík Bergvinsson, þú hittir naglann á höfuðið.
Sjaldan hafa jafn stórkostlegir gjammhæfileikar opinberast í húsinu við völlinn.
Vildi bara hnykkja á þessu.
Og góðan og blessaðan daginn.
![]() |
Yfirgjammari þingsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 2. apríl 2009
Íslensk þjóð kann sig ekki
Já sæll Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings.
Auðvitað kemur okkur ekkert við um þín persónulegu veð í þinni persónulegu sumarhöll.
Djöfuls frekja og hnýsni í þeim sem vilja velta sér upp úr strangheiðarlegum, gagnsæjum og lágmarks siðspilltum fjármálaferli þínum.
Segðu þeim að halda kjafti og hugsa um sínar eigin sumarhallir, þessum nörðum sem eru að bögga þig með eilífum spurningum.
Ég meina það, má maðurinn ekki eiga sér sín persónulegu fjármálaumsvif í friði?
Má hann ekki skulda VÍS 200 milljónir króna gegn veði í hálfbyggðri sumarhöll?
Ekkert að því.
Djöfuls hnýsni.
Láttu þá heyra það Sigurður minn.
Þessi íslenska þjóð kann sig ekki.
![]() |
200 milljóna veð í sveitasetri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 30. mars 2009
Kreppuskógur
Auðvitað er skelfilegt að bílaframleiðendur fari á hausinn og fullt af fólki missi þar með vinnuna.
En eru þessi gengdarlausu bílakaup fólks ekki út úr kortinu og það nauðsynlegt að koma þessu á eðlilegt plan?
Það er regla frekar en undantekning að það sé bíll á mann á heimilum víða um heim og hér auðvitað líka.
Bílar menga, gleypa bensín, hamla för (umferðarteppur sko) og fólk spikfitnar undir stýri. Smá dramatík hérna og ööööörlitlar ýkjur en þið vitið hvað ég meina.
Ég er ekki með bílpróf (nei missti það ekki, tók það og endurnýjaði ekki, er stórhættuleg í umferðinni) og hef á tímabilum notað strætó. Mér fannst það flott ef frá eru taldar tímatöflur sem eru búnar til af einhverjum sem notar EKKI strætó.
Mér er næst að halda að hugbreytandi efni hafi verið með í för í tímatöfludeildinni hjá Strætó á stundum.
Þessu þarf að kippa í liðinn.
Nú eigum við að gangast upp í því að vera sparsöm, umhverfisvæn og kollektív.
Látum kreppuskóginn verða minni eitt.
Halló, þetta átti ekki að verða nein prédikun.
En svo "varðaði" það bara.
Excuse.
![]() |
Mikil óvissa í bílaiðnaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Skil þetta ekkki
Framsókn bara rýrnar og rýrnar í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri.
Ég er ekki hissa á þessu reyndar þó mér finnist að það séu nokkrir ágætir stjórnmálamenn innan flokksins.
Ókei, ekki margir en nokkrir.
Ég held að ástæðan fyrir þessu geti verið nokkuð einföld.
Eftir að þeir komu fram með tilboðið til að verja stjórnina falli og sama stjórn mynduð í kjölfars þess tilboðs eru þeir búnir að vera eins og trylltir bardagamenn á sveppum gagnvart VG og S.
Allt þeirra púður fer þangað.
Ég held að þetta fari illa í fólk, þeir eru í pjúra stjórnarandstöðu, jafn mikilli og Sjálfstæðisflokkurinn og þá er nú mikið sagt.
En þetta er ekki mitt vandamál og ég hef ekki hundsvit á þessu fylgistapi hjá þeim.
Það sem ég vil hins vegar vita hvað það á að þýða að spyrja á eftirfarandi hátt þegar gerð er skoðanakönnun?:
Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.
Nú getur vel verið að það sé einhver skoðanavísindaleg ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokknum er stillt upp sem valkosti þarna í endann en mikið skelfing væri gott að fá þetta útskýrt.
Af hverju er ekki eins spurt; Er líklegra að þú myndir kjósa Borgarahreyfinguna en einhvern annan flokk?
Bíts mí.
Gleðitíðindin eru hins vegar þau að ríkisstjórnin fengi bullandi meirihluta samkvæmt könnunni.
Það finnst henni mér ekki leiðinlegt.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokks minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Mánudagur, 23. mars 2009
Of seint og hallærislegt
Æi dúllurússlínurassarnir í Valhöll.
Fengu framlag frá Neyðarlínunni 2007 og voru glaðir með það.
Sáu ekkert athugavert við það og hafa notið glaðir. Unnu kosningarnar og svona.
Svo komst það í miðlana, fólki varð óglatt, trúði ekki einu sinni Sjálfstæðisflokknum til að teygja sig í neyðina eftir peningum.
Og viti menn...
Þeir skiluðu framlaginu.
Of seint, of seint.
Og botnlaust hallærislegt yfirklór.
![]() |
Skilar framlagi Neyðarlínunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 23
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr