Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Laugardagur, 24. maí 2008
Neðanbeltisblaðamennska
Ég sef alltaf eins og ungabarn eftir að ég varð edrú.
Eigin safi er besta svefnmeðalið, ég lofa. En.. í nótt bar svo við að ég velti mér og velti, ég var sum sé andvaka.
Hvað hafði gerst? Hvað hafði truflað í mér svefnrytmann? Var það aldurinn? Eða stjórnmálaástandið (það væri þokkalegt því þá væri ég búin að vera vakandi í heilt ár eða svo)? Var það kannski Júróvisjón sem var að halda fyrir mér vöku?
Nebb ekkert af þessu var inni í myndinni, málið var að ég var að drepast úr kulda. Sumar hvað?
Svo las ég í 24 Stundum um að Jakob Frímann Magnússon skuldaði skatta.
Ég er ekki hrifin af borgarstjóra og hans mannaráðningum né þessum lánlausa meirihluta sem er að ó-stjórna borginni út í hafsauga, en..
hvern fjárann varðar fólki um að Jakob Frímann skuldi skatta? Hvað er verið að básúna út til almennings svona upplýsingum? Er það ekki einkamál mannsins ef hann er með skattaskuld á bakinu og hvort veð hafi verið tekið í húsinu hans?
Mér finnst þetta svo neðanbeltis og ljótt að ráðast að einkamálum fólks, sem hafa akkúrat ekkert með vinnu mannsins að gera.
Ég t.d. skulda 6,348 krónur í skatta. Það upplýsist hér með.
Mér finnst svona "blaðamennska" ekki til mikillar fyrirmyndir.
Það er í lagi að gagnrýna verk og vinnulag stjórnmálamanna og þeirra handlangara, en í guðanna bænum ekki standa með pennann að vopni ofan í einkaskúffu fólks.
Fjandinn.
Föstudagur, 23. maí 2008
..og ég er ekki vænisjúk
Einhvern tímann í fyrndinni tók ég kúrs í auglýsingasálfræði, meðfram öðru, sjálfri mér til fræðslu og skemmtunar.
Það situr ekki mikið eftir af þessum kúrs annað en hugsunin á bakvið að hafa nammið við kassann í stórmörkuðum. Það var einföld regla á bak við það. Þú bíður við kassann og börnin eru yfirleitt þreytt og pirruð þegar hér er komið sögu og þau byrja að sjálfsögðu að suða í foreldrum um að fá nammi. Sælgætið er þarna innan seilingar, þú í röð og ekki beinlínis hægt að færa sig frá freistingunum. Margir gefast upp á þessu stigi, til að fá frið.
Og nú vilja umboðsmaður barna og talsmaður neytenda fá gosið og nammið flutt frá kössunum.
Það væri frábært, en ég hef ekki nokkra trú á að það verði gert. Búðir eru haldnar þeirri undarlegu þráhyggju að vilja selja sem mest.
Ég brást við þessu nammidæmi í denn, með því að ná í safa handa stelpunum mínum og þegar að kassanum kom var sykurþörfin horfin.
Það er stöðugt verið að taka neytendur á sálfræðinni.
Í Nettó í Mjóddinni, þar sem ég kem stundum við ef mig vantar eitthvað smálegt á leið heim, er stöðugt verið að færa til vörur og vöruflokka. Þú þarft því að leita vörunnar, og þá fer fólk auðvitað að skoða og kaupa eitthvað sem aldrei stóð til að fjárfesta í.
Auðvitað vona ég að sælgætið verði flutt frá kössunum, ef ekki þá verður fólk einfaldlega að standa á sínu gagnvart ungviðinu.
En ekki halda að það sé raðað upp í verslunum á tilviljanakenndan máta. Þar er allt úthugsað og skipulagt í þaula til að fá okkur til að versla sem mest.
Og ég er ekki paranojuð.
Vilja gos og sælgæti frá kössum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 20. maí 2008
Takið á málinu strax!
Einu sinni lét ferðamálafrömuður einn hafa eftir sér í fjölmiðlum, þegar fjallað var um dýrar sólarlandaferðir, að það væri vel borgandi fyrir að vera Íslendingur. Punktur. Á þessum tíma kostaði það svona tvisvar sinnum meira að fara til sólarlanda með íslenskri ferðaskrifstofu en t.d. danskri.
Fyrir liðlega 10 árum fór ég í eina slíka með Spies og það var 40% ódýra, flott vél, yndislegt hótel og lágmark af samlöndum mínum á svæðinu. Ekki að ég hafi á móti Íslendingum, en ég nenni ekki að flytja þá með mér í hópum til útlanda.
Nú er komið í ljós að matvara á Íslandi er 64% hærri en að meðaltali í ESB-ríkjum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samkeppniseftirlitsins.
Og hvað ætli verði gert við þessar upplýsingar?
Mun ríkisstjórnin hoppa hæð sína af skelfingu og alveg: Krakkar þetta gengur ekki, við getum ekki haft þetta svona. Tökum á málinu strax?
Eða: Æi það er svo dýrt að vera Íslendingur og vel borgandi fyrir þau dásamlegu forréttindi?
Einu sinni var hægt að gefa svona búllsjitt svör við háu verði á Íslandi en núna ætla ég að það dugi skammt. Eða hvað?
Ég er eiginlega komin á þá skoðun, þvert á skoðun minna heittelskuðu VG að við eigum að ganga í Evrópusambandið.
En þangað til.
Viljið þið gjöra svo vel að lækka matarverðið gott fólk. Við almenningur erum fæst með ráðherralaun, hm.. afsakið fjármálageiralaun.
Það er ekki borgandi fyrir þjóðerni. Ég borga bara fyrir þær nauðsynjar sem ég þarf og ég vil að það sé einhver sanngirni í prísunum.
ARG
Verð á mat 64% hærra en í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 15. maí 2008
Með eða á móti?
Er hægt að komast nær lýðræði en með þjóðaratkvæðagreiðslu?
Er betri leið til að fá fram niðurstöðu um meirihluta, með eða á móti málefni?
Ég held ekki.
Þar er stórundarlegt þykir mér að Björn Bjarnason skuli vera á móti því að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um stjórnarskrárbreytingar sem gera myndu kleift að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Ég veit ekkert hvort ég er með eða á móti. Það þarf að kynna málið almennilega áður en ég treysti mér til að taka afstöðu og svo er um marga.
Merkilegt hvað stundum er mikil andstaða við lýðræðislega gjörninga hjá stjórnmálamönnum.
Nú hefur komið í ljós í skoðanakönnunum að meirihluti Íslendinga vill sækja um inngöngu í ESB.
Og á þá ekki að kýla á það eftir að fólk hefur fengið tækifæri til að skoða hug sinn?
Ég blóta hressilega (blót, blót, blót), vegna þess að mér finnst hálf fasistalegt að vera á móti þjóðaratkvæðagreiðslu í mikilvægum málum.
Frusssssssss
Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 11. maí 2008
Upp á vatn og brauð?
Stundum er ég að hugsa um hversu góðu vanur maður er orðinn. Eins og t.d. það að geta farið að versla án tillits til hvaða dagur er. Ég man nefnilega eftir háheilögum dögum þar sem ekkert var opið. Mikið skelfing fannst mér það leiðinlegt. Ég hugsaði; mig gæti vantað eitthvað og hvað á ég þá að gera?
Vegna anna út af skírnarveislunni hans Hrafns Óla, sem haldinn var í gær, fór lítið fyrir innkaupatilburðum undirritaðrar. Ég mátti ekki vera að því að pæla mikið í matseðli þrátt fyrir komandi hátíð. Hvítasunnan er ekki bigg díl fyrir mér, enn einn frídagurinn bara. Eina hátíðin sem ég missi kúlið yfir eru jólin.
Og í morgun rann það upp fyrir mér að það er ekkert til í kotinu.
Ok, ekkert er kannski dálítið ýkt, en ekkert bitastætt er í ískáp að finna Það er ekki til kjöt, ekki grænmeti og því um líkt. Ég varð samstundis pirruð þegar ég sá að Hagkaup var lokað og Bónus gefur ekkert upp á sinni heimasíðu um opnunartíma. Ekki Krónan og ekki Nóatún.
Allt í einu bara VARÐ ég að kaupa eitt og annað. Mér leið eins og ég væri í vist upp á vatn og brauð hér uppi í Gólan.
Og svo uppgötvaði ég að þetta er auðvitað fáránlegt sjónarmið. Það er ágætt að búðir skulu vera lokaðar af og til. Verra finnst mér með kaffihúsin. Það er ekki vitund Cosmopolitan að hafa þau lokuð á frídögum.
Er ekki 10/11 eða hvað þær nú heita, opnar alltaf?
Eða kannski ég sleppi bara öllum verslunarhugmyndum og baki pönnukökur eða eitthvað.
Hm... ég held það bara svei mér þá.
Gleðilega Hvítasunnu.
Fimmtudagur, 8. maí 2008
Flautusinfónían hljómar!
Ég hélt að bílstjórarnir hefðu gefist upp og ég var leið yfir því.
Það var eitthvað svo dásamlega hressandi, eitthvað sem gaf von um að kannski væri hægt að breyta einhverju, þegar þeir ruddu sér í aðgerðir.
Svo var ég að horfa á hana Jóhönnu mína, tala um endurskoðun á almannatryggingum á þinginu áðan, og þá heyrði ég varla í minni konu fyrir flautuhljóðunum í bílstjórunum.
Jóhanna er auðvitað flott eins og venjulega. Ég hef sagt það áður. Það mætti fjölfalda þessa konu.
Bílstjórarnir eru jafn flottir. Ég óska þeim og okkur öllum til hamingju með að þeir hafi ekki gefist upp.
Bensínið hækkaði í morgun.
Maturinn hækkar og hækkar.
Við verðum að bretta upp ermar við almenningur.
Ég kveð frá átakasvæðinu.
Þetta er hörmungajöfnun nr. 2
Og hafið þið það aularnir ykkar.
Úje!
Flautað við Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Rusl og rjóður
Dagböð eru dagblöð, auglýsingapóstur er ruslpóstur sem ég hendi jafnharðan og hann berst.
Það fer afskaplega í taugarnar á mér að fá óumbeðnar auglýsingar í hólfið mitt, og pappírinn, allur pappírinn. Hér eru rifin upp heilu rjóðrin úr skógum heimsins. Halló!
Það er furðulegt að það skuli þurfa að gefa okkur leyfi eða möguleika á að hafna einhverju sem aldrei hefur verið beðið um.
Það er sama aðferðarfræðin og með hinn íslenska gagnagrunn. Ég þurfti að nálgast eyðublað og segja mig úr grunninum þegar kommons sens segir mér að það hefði átt að vera öfugt.
Þetta heitir að byrja á öfugum enda.
Ruslpóstur sem hefur fengið hið eðla nafn "fjölpóstur" framkallar ekki mikla kátínu á heimilum landsins. Ég þekki heldur engann sem segir: Vá, það eru komnar auglýsingar frá Hagkaup og Nóatúni og einhelda sér síðan í að lesa viðkomandi bæklinga upp til agna.
Ég vil að fólk þurfi að biðja um "fjölpóstinn". Eða gefa upplýst samþykki fyrir honum.
Ég vil ekki sjá þessa pappírseyðslu.
Péess, það má geta þess að það er hægt að fá sömu upplýsingar á vefnum og þar er ekki gramm af pappír sem fer til spillis.
Og hananú.
Þetta var neytendahorn Jennýjar Önnu sem tjáði sig... Illa prirrað.
Hægt verði að hafna fjölpósti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 6. maí 2008
Grunur um hórerí
Tvær konur af "erlendu bergi brotnar" voru grunaðar um að stunda vændi á Egilsstöðum um helgina.
Nú spyr ég, hvað er að því að útlenskar eða innlendar konur stundi þá vinnu sem þeim sýnist?
Alþingi samþykkti í fyrravor að vændi væri löglegt, er þá eitthvað að rannsaka hérna?
Eða leynist undir yfirborðinu sú trú eða jafnvel vissa, að vændi sér ekki eins og hver önnur vinna?
Að vændi sé jafnvel niðurlægjandi neyðarúrræði fyrir fátækar konur?
Það skyldi þó aldrei vera.
Alþingismenn ættu að skammast sín fyrir að hafa ekki lagað þessi ólög sem runnu í gegn í skjóli nætur fyrir þinglok í fyrra þegar allur þingheimur var að fara á límingunum vegna komandi kosninga.
Vændi er birtingarmynd ofbeldis á konum í einni af sinni ljótustu myndum.
Og komið ekki með frásögur eða játningar af hamingjusömum hórum í mitt athugasemdakerfi, ég blæs að soleiðis kjaftæði.
Það er til fólk sem elskar að vinna í rotþró, en það er alltaf í míkróskópískum minnihluta.
ARG
Grunur um vændi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 4. maí 2008
Allir saman nú!
Ég vil leggja mitt lóð á vogarskálarnar.
Lára Hanna sem skrifar afspyrnu fróðlega og vandaða pistla leggur til að við tökum nú öll höndum saman, sláum Íslandsmetið sem sett var í nóvember sl., og reynum að stöðva fyrirhugaða eyðileggingu á dásamlegri náttúruperlu með því að reisa þar jarðgufuvirkjun - á Ölkelduhálsi.
Ég ráðlegg öllum að fara inn á síðuna hennar og lesa frekar.
Stöndum saman og þrýstum á yfirvöld.
Allir saman nú.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 3. maí 2008
Fréttir úr mollinu
Ég fór í Smáralind með Söru dóttur minni, en skírnarveisla stendur fyrir dyrum um næstu helgi. Hún var að kaupa sér föt.
Ég keypti líka föt til að sýna henni stuðning. Að sjálfsögðu. En ekki hvað.
Ég þarf að fara að hætta að sjoppa, þetta er engan veginn viðeigandi. Ég geng þvert á eigin reglur og haga mér eins og óábyrgur materíalisti. Sem ég er ekki svona yfirleitt.
En ég geri auðvitað meira úr þessu en efni standa til.
Ég afrekaði líka að fara í sykurfall í mollinu. Hreint dásamleg lífsreynsla.
Afrakstur verslunarferðar:
Dásamlegir skór sem ég keypti í GS ég er búin að stilla þeim upp á stofuborðið og ég get horft endalaust á þá og dáðst að þeim. Svartir með háum hæl, ökklabandi og fyrirkomulagi.
Kjóll og peysa, sem ég get ekki lýst nánar en amman verður að vera fín í skírnarveislunni.
Rosalega get ég verið yfirborðskennd.
En ég er afskaplega djúp að öðru leyti.
Ójá.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr