Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Stórhættuleg Martha og innrás kjúklinganna

ist2_2687286_crazy_chicken

Kerlingin eldandi, saumandi, hnýtandi, föndrandi og stelandiundanskattandi hún Martha Stewart fær ekki að fara til Englands vegna þess að hún er með dóm á bakinu.  Hún er þess vegna flokkuð með hættulegum glæpamönnum.  Ég veit ekkert um hversu hættuleg kerlingin er, áþreifanlega, en ég hef hana grunaða um að hafa stráfellt fullt af fólki, úr leiðindum.

Og af því að það á ákaflega vel við að tala um mat og Mörthu í sömu andránni þá langar mig að ræða um kjúklinga.  Eða réttara sagt auglýsingum sem ætlaðar eru til að selja okkur kvikindin.

Stundum þegar ég sé auglýsingar þá virðist sem sá sem býr þær til, lifi ekki í raunverulegum eldhúsum með venjulegu fólki.

Hafið þið séð kjúklingaauglýsinguna þar sem allir koma með rétt í matarboð?  Það koma svona 60 manns í teiti og allir með rétti með sér.  Kjúklingarétti!! Grillaðir, soðnir, steiktir, urlaðir og kurlaðir.  Halló - þegar auglýsingin hefur rúllað í gegn hefur hún náð að hafa sterk áhrif á mig, eins og væntanlega er ætlast til.  Mér verður óglatt og mig langar í lambakjöt, svínakjöt eða eitthvað allt annað en kjúkling, sem ég held að hafi ekki verið meiningin með friggings auglýsingunni.  Pælið þið í að lenda í matarboði þar sem borð svigna undan krásunum, sömu krásunum með tilbrigðum.W00t

Og svo er það þessi nýja auglýsing frá einum kjúllaframleiðanda. Vísitölufjölskyldan við matarborðið, mamma, pabbi börn og bíll og í matinn eru kjúklingar.  Hvað má bjóða fólkinu; Jú magn fyrir ca. 40 manns af grilluðum lundum á teini, kjúklingabringur og heill kjúklingur fyrir fjórar hræður.  Græðgi!

Og þegar ég horfði á hana þessa að þá rann upp fyrir mér að sá sem gerir auglýsinguna kann ekki til eldhúss- og eldunarverka, frekar en versti byrjandi í faginu.

A. Hann kann ekki að áætla magn m.t.t. fjölda.

B. Hann veit ekki að minna er meira.

C. Hann hefur ekki áttað sig á því að það þarf stórar frystigeymslur til að geyma í afganga ef hann heldur áfram á þessari braut.

D. Hann þekkir ekki mig og mína líka, sem finnst algjört törnoff að láta sviðsetja máltíð sem er eins langt frá raunveruleikanum og hægt er að komast.

Ég er komin í laaaaaangt kjúklingabindindi.

Og gleðilega sólardag aularnir ykkar.Heart


mbl.is Martha Stewart hættulegur glæpamaður?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pappírslögheimili

Ég heyri reglulega sögur af fólki sem skilur á pappírunum og flytur í sundur.  Þetta skilst mér að fólk geri oft vegna bágs fjárhags.

Hvað um það, ef einhver verður uppvís að svona, þ.e. að eiga falskt lögheimili, þá varðar það sektum og bölvuðum óþægindum. 

Það er nefnilega bannað með lögum að eiga pappírslögheimili og búa annars staðar.

Ætli Árni Mathisen viti af þessu?

Ég held ég hringi í karlinn.  Hann er örugglega ekki að leika sér að því að brjóta landslög.

Erþanokkuð?

Hm....?


mbl.is Segja ráðherra brjóta lög með rangri lögheimilisskráningu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

1984 hvað?

Big-Brother-is-Watching-You-Poster-Card-C10204521 

Skáldsagan 1984 eftir Orwell þótti klikkuð þegar hún kom út á sínum tíma.  Sjónvarp á heimilum sem fylgdist með fólki var svo fjarlæg hugmynd að það tók því ekki að velta því fyrir sér einu sinni.

Það hefur heldur betur komið í ljós að 1984 var barnaleikur miðað við raunveruleikann sem við búum við í dag.

Það eru alls staðar myndavélar, hlerunartæki og skráningar á persónulegum högum fólks.

Það er alltaf verið að ganga lengra með að móta alla einstaklinga í sama form.  Ef þú reykir þá ertu óalandi og óferjandi.  Ég er t.d. með það á hreinu að það er ekki langt í það að reykingar í einkabílum verði bannaðar.  Svo verða það svalirnar, og á endanum íbúðirnar.  Á meðan selur ríkið tóbak sem aldrei fyrr og neitar allri ábyrgð á ósómanum. 

Og svo eru það ofsóknirnar á hendur fólki sem smellur ekki inn í vigtarkvótann.  Auðvitað veit ég að offita er stórhættuleg mannfólkinu, eins og reykingarnar, en ég er meira að tala um þyngd svona almennt.

Nú hefur komið til tals að láta fólk borga flugmiða eftir vigt.  Er ekki í lagi?  Rosalega er heimurinn að verða grimmur.

Þú þarna feitabollann þín, það verða 200.000 þús. krónur fyrir þitt feita rassgat en þú þarna nástrá og anorexíusjúklingur átt að borga 20.000 þús. Og góða ferð fíflin ykkar.

Ég þarf ekki að hafa áhyggjur, enda í eðlilegum holdum, en þetta snýst ekki um mig.  Þetta snýst um heim sem verður æ miskunarlausari gagnvart fólki sem passar ekki í hið fyrirfram gefna norm.

Krakkar klár í bátana, nú verður siglt í sumarfríið.

Úje.


mbl.is Farmiðaverð eftir þyngd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttfrétt ársins - só far

Þessi frétt er sú krúttlegasta sem af er árinu og fær því Dúlluverðlaun þessa einkafjölmiðils.

Dúllurassgötin í Félagi kaþólskra eru búnir að segja upp viðskiptum sínum við Símann.  Ég gerði það líka en það lágu viðskiptalegar forsendur til grundvallar minni ákvörðun.

En ástæðan fyrir því að Félag kaþólskra leikmenn dissa Símann eru auglýsingarnar með Jóni Gnarr.

Ég sé þetta fólk fyrir mér í geðveiku pirringskasti síðan í vetur, þegar Júdasarauglýsingin var sýnd, alveg urlað í fleiri mánuði og svo flippaði liðið út þegar Galileó auglýsingin birtist núna á dögunum.

Síminn er að hækka afnotagjöldin núna, þegar önnur símafyrirtæki keppast við að lækka.  Síminn hefur aldrei þekkt sinn vitjunartíma. 

Ég verð að játa að auglýsingarnar með Jóni Gnarr, þar sem ekkert er til sparað hljóta að kosta bæði handlegg og fót, pirra mig illa.  Það er greinilega ekki verið að iðka mikla ráðdeild í auglýsingaframleiðslu hjá þessu fyrirtæki. 

Ég persónulega hefði yfirgefið Símann  þegar ógeðisauglýsingin með Merzedes Club var í hverju auglýsingahléi á sjónvarpstöðvunum.  En þá hefði ég gert það vegna hallærislegs músíksmekks fyrirtækisins, en ég var sem betur fer löngu farin yfir til Hive (sorrí Tal).

En þessi fýla kaþólikkana undirstrikar þá trú mína og vissu að það vanti algjörlega húmorinn í vel flest trúarsamtök.  Mússarnir sprengja upp sendiráð af því þeim líkar ekki teiknimyndaserían af Múhamed.  Kaþólikkarnir eru ekki villimenn en þarna liggur sama húmorsleysið til grundvallar fýlunni.

Meiri andskotans vitleysan.

Farið í guðs friði.  AMEN 

 


mbl.is Segja upp viðskiptum við Símann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og skipað gæti ég væri mér hlýtt

 garbage%20can

Bandaríkjamenn óska eftir því að við hættum við að flytja út hvalkjöt til Japan.

Ég er dedd á móti hvalveiðum af því það kemur illa út fyrir okkur og svo getur fólk bara borðað eitthvað annað en hvalkjöt.

En það liggur við að ég skipti um skoðun bara til að geta æst mig yfir bölvaðri afskiptaseminni í Guðs útvöldu, hinni sjálfskipuðu alheimslöggu sem er með heilu sorphaugana í eigin garði.

Bandaríkjamenn trúa því glerhart að hvalir séu menn í dulargervi.  Þeir trúa því að þeir tali, skilji mannamál og ég veit ekki allt.

Þetta er í fínu lagi á meðan maður er 6 ára og yngri, jafnvel fram að 8 ára aldri en þá eiga fyrirliggjandi upplýsingar um hvalinn að hafa skilað sér til smáfólksins.

Þeir eru öskrandi og æpandi um allan heim, alls kyns skammir á heilu þjóðirnar en standa svo í manndrápum í útlöndum og milljónir manna svelta heima hjá þeim.

Og skipað gæti ég væri mér hlýtt.

En ég vil að Íslendingar hætti þessum barnaskap með hvalina og snúi sér að öðru.

Hvað eru margir sem hafa atvinnu sína af hvalveiðum?  Og hvað er þjóðarbúið að fá fyrir þetta auma kjöt sem af hvalnum fæst?

Somebody?

Úje farin að lúlla.


mbl.is Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hemlar í heilanum

 Heiða var að blogga um aðkallandi mál.  Ég vil biðja ykkur að fara inn hjá henni og lesa þessa færslu og svo megið þið linka á hana líka.

Við megum ekki láta setja upp olíuhreinsunarstöð fyrir vestan.  Bara alls ekki.

En að öðru og skemmtilegra máli.  Fyrir mig eða þannig.  Miðað við heilastarfsemina stundum mætti halda að ég væri með hemla í heilanum.

 Það verður seint um mig sagt að ég þekki bíla. Hef reyndar bloggað um kunnáttuleysi mitt hér áður.  Stundum verður vitneyskjuleysi mitt auljósara öðrum en aðra daga.  Ég er nefnilega þeirrar skoðunar að leggja ekki á mig mikla vinnu við að kynna mér það sem skiptir litlu máli.  Ég hef samt verið að reyna.

Í dag áttu eftirfarandi orðaskipti sér stað á kæleiksheimilinu:

Húsband: Var xxxx ekki að kaupa sér bíl?

Moi: Jú, hún fékk hann í gær, hann er ógeðslega flottur.

Hb: Já er það, hvaða tegund?

Moi: Ha, tegund, æi hann er svona silfurgrár, frekar langur!

Húsband: #%%&/%"$=/&$%! Þú ert ferleg, hvað heitir bíllinn okkar?

Moi: (Góð með mig, lagði það á minnið um daginn) Honda Civick

Hb: Jenný, ertu ekki að fíflast (orðinn æstur alveg), hann heitir H-y-o-n-d-ay Sonata. (Örugglega vitlaust stafað). 

Moi: Já ég vissi að það var eitthvað sollis.

Síðan hefur húsband ekki sagt orð.

Ekki halda að ég sé svona tornæm, áhuginn er bara ekki til staðar.

Farin í bíltúr á Hondunni.  Lalalalalala

Cry me a river


Lygarar

netris070200021 

Stundum eru búllsjittið í auglýsingum svo gengdarlegt, fullt af lygi og stenst ekki skoðun, að ég trúi vart mínum eigin augum.

Meira að segja minn uppáhalds snyrtivöruframleiðandi tekur þátt í lyginni.  Þá er ég að tala um Estee Lauder.  Og fleiri og fleiri.

Um daginn keypti ég mér rakakrem.  Það heitir "anti-wrincle".Halló!  Veit ekki hvert barn að öldrun er eðlilegur hlutur sem ekkert krem kemur í veg fyrir hrukkur?

Og allir maskarnir, og hin kremin, ágæt fyrir sinn hatt en ég trúi því ekki að það sé leyfilegt að lofa kaupandanum hrukkuhvarfi, sléttri húð á háls, uppgufaðri appelsínuhúð og ég veit ekki hvað og hvað.

Og blettaeyðarnir.  Jesús minn.  Ég fell alltaf fyrir svona ódýrum lausnum eins og sprauta á blett, setja í þvott og fyrir galdur er fargins bletturinn horfinn að eilífu amen.  Gerist ekki. 

Og hvað varðar auglýsingarnar þar sem konurnar setja viðbjóðslega moldugar og feitar flíkur í vélina og út úr kemur klæðið spikk og span.   Þetta er ekkert annað en fölsun á raunveruleikanum, gott fólk.

Ég er eiginlega búin að ákveða að taka mig til og fara í mál við hársnyrtivöruframleiðendur hvar sem til þeirra næst.  Þeir pirra mig mest.

Glansandi hár, flösulaust hár, líflegra hár, þykkara hár og svo öll sjampóin sem eiga að vera svo vítamínbætandi að hárið á að vaxa eins og mother-fucker.  

Það hlýtur að vera auðvelt að súa sjampó- og næringarframleiðendum.  Sápa í mismunandi litum flöskum er ekki að gera kraftaverk.  Hún hreinsar hárið og það er persónulega það eina sem ég er að sækjast eftir.  Hvorki meira né minna.

Vinkona mín fékk flösu í fyrra.  Já ég veit það, hreint skelfilegt enda fór hún ekki út úr húsi, hætti að vinna og allt.  Eða nærri því, ýki smá.  En sjampóið sem hún notaði og er sérstakur flösumorðingi, samkvæmt framleiðenda, jók flösuna þannig að það voru heilu hrúgurnar sem komu á gólfið í hvert skipti sem hún hreyfði sig ögn.

Njet, ég nenni ekki að láta ljúga að mér lengur.  Ég fer í mál.  Dúa vinkona mín getur alveg dundað sér við að vera lögfræðingurinn minn, eða frumburðurinn, eða systir mín, eða systurdóttir mín.  Hm.. er það nema von að ég sé biluð.  Allt löðrandi í lögfræðingum í kringum mig.

Bímægestsúmítú.


Níkótínblogg

No_Smoking

Nú er ár síðan að gefið var út formlegt veiðileyfi á nikótínnotendur og þeim úthýst með vefjurnar af skemmtistöðum og kaffihúsum. 

Heill vetur hefur liðið og aftur komið sumar.  Ekki er vitað til að margar lungnabólgur hafi kastað sér niður á saklausa reykingarmennina sem hafa norpað úti á götu í fimbulkulda og stormaseríum vetrarins.

En burtséð frá því, þá eru það friggings mannréttindi að fá að iðka reykingar við heilsuvænni aðstæður en nú er.

Ríkið selur þetta mjög svo óvinsæla fíkniefni og neitar svo eins og aðrir dílerar að taka ábyrgð á fíklunum eftir að dópið hefur verið selt og borgað.

Ekki misskilja mig, þeir sem ekki reykja eiga ekki að þurfa að vera innan um reyk, kæri þeir sig ekki um það.

En af hverju mega eigendur staðanna ekki ákveða hvort þeir vilji vera reyklausir eður ei.  Þá velur fólk sér staði?  Það er hvimleitt að sjá heilu skemmtistaðina hanga á gangstéttunum á djamminu með glas í hönd. 

Ég er alltaf á leiðinni að hætta.  Ég var nefnilega að kveikja á að ofsóknirnar á okkur sem reykjum eru rétt að hefjast. 

Það er ekki langt í að hreinir og tærir íbúar í fjölbýlishúsum fái veiðileyfi á nikótínspúandi nágranna sína og fari fram á reykingarbann í fjölbýli.

Þann dag flyt ég til Serbíu þar sem þeir eru, að mér skilst, nokkuð langt á eftir okkur í þessum tiltekna fasisma.

Og svo vil ég gjarnan fá upplýsingar um það hvort alþingismenn séu enn að brjóta lögin sem þeir settu sjálfir og reyki ennþá í þar til gerðu herbergi í kjallara Alþingishússins.

Gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri hugmyndafræðin er enn í fullu gildi.

Annars þokkaleg.


"Ignorance is a bliss"

 900

Ég held að kreppa sé fyrst og fremst hugarástand.  Hvergi verður kreppan áþreifanlegri heldur en í áhyggjunum sem heltaka þann sem hefur látið hræða úr sér líftóruna vegna versnandi árferðis.

Ég er svo sannarlega ekki að gera lítið úr því að nú dynja djammreikningarnir yfir almenning sem alla jafna hefur ekki verið að tjútta á eyðslufylleríi út um víðan völl. 

Ég get bara talað fyrir mig.  Ég finn ekki mikinn mun á efnahagsástandi heimilisins frá því sem var á "þenslutímanum".  Einfaldlegar vegna þess að ég tók ekki þátt í dúndrinu. 

Ég hef ekki keypt glæsibifreiðar, flatskjái, stærra húsnæði, sumarbústað(i), farið í grillpartý á Kínamúrnum, hangið í sparifötunum á þyrlupöllum heimsins, né stundað annað lúxuslíferni, eftir því sem ég kemst næst (ef undan eru skilin dragt eða þrjárBlush).  Ónei, hér er lifað eðlilegu lífi.  Og það geri ég áfram.  Moða úr því sem ég hef og læt hræðsluáróðurinn um kreppuna sigla ljúflega framhjá mér, án þess að hann fái að menga í mér hugarfarið.

En ég hef reyndar orðið uppvís að smá "lúxus"líferni.  Eftir að ég fékk sykursýkina og breytti algjörlega um mataræði, tók ég upp á því að versla í matinn í Hagkaup.  Það var kjöt- og fiskborðið sem átti sök á því.  Líka grænmetisdeildin, jájá, mun betra grænmeti heldur en í lágvöruverslununum.

Þetta siðleysi í heimilisrekstri hef ég ástundað forstokkuð og án nokkurrar iðrunar.

En nú verð ég að endurskoða málið upp á nýtt.  Ég hef engan veginn efni á þessum flottræfilshætti lengur.  Ég er nefnilega farin að lesa strimlana úr búðinni og það er ekki skemmtileg lesning.

Það er sagt að "ignorance" sé alsæla, það er nokkuð til í því.  En þar fylgir böggull skammrifi.  Það er nefnilega ekki hægt að búllsjitta sig þegar þú hefur vitneskjuna í höndunum.

Þess vegna er ég farin í Bónus eða Krónuna.  Ugla sat á kvisti.

Úje.


mbl.is Hagkaup og Nóatún hækka mest
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

60% elska ákveðinn mann í Borg Firringarinnar

Borgarstjórinn í Reykjavík er krútt. 

Ég er hætt að fokkast í honum, nema að hann fari að haga sér eitthvað rosalega skynsamlega.

En..

Tæplega 60% borgarbúa er á móti flutningi á flugvellinum í Vatnsmýrinni.

En Ólafur F. veit að þessi 60% voru eiginlega ekki að svara því beint.

Nei, nei, nei, þeir voru undir rós að svara því að þeir styddu Ólaf.

Þessi skoðanakönnun í gær þar sem Ólafur F. er studdur upp á liðlega 2% er þar með fokin út af borðinu. 

Um 60% Reykvíkinga styðja nefnilega borgarstjórann í Reykjavík.

Jájá, það má lengi lesa svo rétt verði.

Úje

 


mbl.is Borgarstjórinn fagnar niðurstöðu skoðanakönnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband