Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál

Marínering dauðans

Það er ekki launungarmál að mér finnst gaman að versla.  Fæ nærri því óeðlilega út úr því fyrirkomulagi.  Já, ég leita mér hjálpa - seinna.

Og ég hélt í verslunarferð áðan með mínum heittelskaða sem sér um að skipta sér af ef honum finnst ég vera komin í annarlegt ástand.  Ekki að það breyti neinu, ég sendi honum fokkmerki í huganum ef hann er eitthvað að tauta og veð einbeitt áfram með vagninn.  Úje!

Ég veit ekki með ykkur en á sumrin er álíka erfitt og að ná í rjúpu fyrir jólin að ná sér í almennilegt kjöt sem ekki er búið að marínera í hallærislegum almúga grillvökva.  Hunangs, barbíkjú, þurrkryddað og hvað þetta heitir allt saman, en liturinn á því er eins, sama hvað.

Ég æddi að kjötborðinu.  Þar glitti ekki í eitt einasta heiðarlegt kótelettukvikindi sem ekki var búið að meðferða í helvítis maríneringu dauðans.  Ég ætlaði að kaupa lærisneiðar í minn rétt og það lá við að það væri stofnaður leitarflokkur þarna í kjötborðinu til að finna naktar sneiðarnar undir öllu grillkjötsfjallinu.  Starfsmaður í kjötborði dýfði sér hugrakkur undir fjallið og sjá; eftir mikinn barning bjargaði hann 4 eðlilegum lærisneiðum frá ógeðisfyrirkomulaginu.

Svo vantaði mig kúmen, mirjam og estragon.  Halló Pottagaldrar lokið kofanum ef þið hafið ekki efni á glerbaukunum sem þið montuðuð ykkur með í upphafi.  Þessar plastlufsur sem eru komnar í staðinn  eru billegar í útliti og ég þori að hengja mig upp á að krydd geymist ekki vel í plasti.  Eru allir á leið í meðalmennskuna bara?  Pottagaldrar líka?  Eins og þeir voru lengi promisssing.  Jasvei.

Ef einhver kjötkaupmaður dettur hér inn plís muna að við erum ekki öll með sama meðaltalssmekkinn.  Ef ég á annað borð grilla og marinera þá er það ég sem útbý það.  Þetta nær ekki nokkurri átt að vera seldur undir grillsumarið mikla, sem btw verður stærra og stærra með hverju sumrinu sem líður og kjötfjallið ógurlega stækkar í fullu samræmi við það.

Oh það er svo erfitt að vera svona sérstakur eins og ég, but what can a woman do?

Þetta er friggings neytendahorn Jennýjar Önnu

 


Út með flottræfilsháttinn í strákaheiminum

Takk kæri Guðmundur fyrir að skila helvítis gögnunum.  Þá er það frá.

En Guðmundur vill ekki skila milljónabílnum sem hann ekur um á í boði almennings, eða réttara sagt í trássi við vilja almennings.

Hann ætlar að ráða sér lögfræðing til að verja það mál fyrir sig.

Og svo skil ég ekki af hverju þessir toppar í opinberum fyrirtækjum eru allir á bílum sem kosta eins og 3ja herbergja íbúðir. 

Geta þeir ekki keyrt um á venjulegum fólksbílum?

Ef þeir þurfa að andskotast upp um fjöll og firnindi á fundi og svona þá geta þeir látið skutla sér eða tekið bílaleigubíl.

Guðmundur er sennilega á horriminni og á ekki fyrir nýjum bíl, á maður að virða það við hann?

Nei segi ég og er þetta ekki algjört siðleysi að aka um á svona kerru sem maður hefur ekki lagt krónu í sjálfur?

Og svo vill ég fara að útrýma þessum flottræfilshætti sem viðgengst í strákaheiminum.

Þetta snýr við í mér maganum.

Súmítúðefokkingbón.


mbl.is Guðmundur skilaði gögnunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fokkmerkjasendingar þyrlufólksins

fuck_you 

Stundum þakka ég mínum sæla fyrir gúrkutíð.  Þá eru sagðar fréttir sem undir venjulegum kringumstæðum myndu ekki rata á miðlana.

Auðvitað eru margar þeirra gjörsamlega fáránlegar en þær segja samt sína sögu.

Pylsukaupin á þyrlunni t.d. hefði hún verið sögð ef nóg af öðru stöffi væri í fréttum?  Ég er að vona það án þess að ég ég hafi um það minnstu hugmynd.

Nútíminn er dásamlegur með öllu sínu upplýsingaflæði.

Ég vil fá fréttir af uppskafningunum sem lifa á sérkjörum þegar almenningur er hvattur til að spara.

Ég vil fá að vita af nýríku aulunum sem nota þyrlur við byggingu á sumarhúsum.

Og mér finnst flott að almenningur geti lesi um aulana í laxveiðinni sem bregða sér í sjoppuna á þyrlunni til að kaupa sér pylsu. 

Ég hef ekki átt þátt í að búa til þessa kreppu með óábyrgri eyðslu, kaupum á hlutabréfum, lántöku og kaupum á lúxusvörum.

Ég er ekki ábyrg fyrir ömurlegu ástandi íslensks efnahagslífs og þess vegna er ég eiginlega ekki í stuði til að taka það á mínar herðar, meira en nauðsynlegt er.

Ég fór aldrei í græðisvæðinguna, fór ekki á þyrlupallahátíðir, í pakkhúsafmæli né hef ég keypt mér einn einasta skýjakljúf.

Þannig að nú mælist ég til að þessir peningafurstar taki á sig fórnarkostnaðinn sem nú er verið að leggja á okkur venjulegt fólk á meðan Þyrluþjóðin í landinu heldur uppteknum hætti og sendir okkur fokkmerki með aumkunarverðri hegðun sinni.

Og ég vil fleiri svona fréttir.  Þær halda mér við efnið þangað til að  ég fæ næsta tækifæri til að hafa áhrif, með atkvæðinu mínu auðvitað, sem ég vona að verði sem allra fyrst.  Mér er nóg boðið oft á dag og ríkisstjórnin er ekki málssvari venjulegs fólks þessa dagana.

Að undanskilinni henni Jóhönnu ofkors.

Arg.


mbl.is Þyrlan nýtt í pylsukaup
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Auðvitað blogga ég ekki um þetta

Ég varð náttúrulega skelfingu lostin yfir þessari stormviðvörun og dreif mig í lágvöruverslun til að birgja mig upp.  Svo sá ég reyndar að þessari viðvörun er beint til fólks á suðausturlandi en ég held að Reykjavík sé á suðvestur.  Vona amk. að allir komist í skjól.

En ég fór í hina hefðbundnu innkaupaferð núna áðan og húsband með mér.

Ég skil ekki af hverju ég er að þrjóskast við að hafa manninn með mér.  Hann drepur fyrir mér alla verslunargleðina.

Hann kvartar yfir hillusvipnum títtnefnda sem hann segir að komi á mig þegar ég renni augunum yfir vöruúrval verslunarinnar.  Í morgun var hann erfiðari en vant er, heimtaði að ég skrifaði miða, hvað ég auðvitað gerði og svo fór hann fram á að ég héldi mér við hann.  Af hverju nenni ég þessu?

Ég benti honum á að við værum þó farin að versla í lágvöruverslun að staðaldri, mikil og góð þróun.  Hann stóð með hálfgerðan fýlusvip við innkaupavagninn, amk. held ég það en ég sá hann ekki svo greinilega fyrir vöruhlaðanum í honum.

Hann: Við erum tvö í heimili, hvernig getum við þurft svona mikið af vörum?

Ég: Æi ekki byrja á þessu. Við erum orðin eins og lélegur brandari um steríótýpurnar.  Karl vill ekki kaupa, kerling missir sig í búðum.

Hann: Já en þannig er það í okkar tilfelli.

Ég: Villtu ekki fara í svona smíðabúð eða eitthvað á meðan?

Hann: Smíðabúð, hvað er það og til hvers?

Ég: Æi sem selur nagla og allskonar dót, finnst þér ekki gaman að smíðadóti?

Hann: Er í lagi með þig?  Flýttu þér svo við komumst heim án þess að þurfa að hringja á flutningabíl   og þú bloggar EKKI um þetta samtal.

Ég: Ég elska þig líka Einar minn og auðvitað myndi mér ekki detta til hugar að blogga um þetta.

Reikningurinn hljómaði upp á sóandsó og einhverja aura.

Hann er farinn að vinna hörðum höndum og ég er farin að sauma harðangur og klaustur.

Við erum svo týpísk eitthvað.

Í péessi og fullri einlægni þá held ég að það verði stormur hér á suðvesturhorninu um kvöldmatarleytið.  Þ.e. þegar sumir lesa sumar bloggfærslur skrifaðar af sumumWhistling!


mbl.is Varað við stormi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Takk, takk, takk, kæri ráðherra

Dýralæknirinn knái veit að í kreppunni þarf að grípa til róttækra aðgerða í efnahagsmálum.

Hann hefur því gert ráðstafanir sem koma munu almúganum til góða.  Þarna er mikil kjarabót á ferðinni.

Allir vita að verð á áfengi er að sliga íslensk heimili.

Svo ég tali ekki um vörur eins og Bing og Gröndal styttur, Channel 5 og þriðju kynslóða farsíma.

Við eigum fjármálaráðherra sem skynjar ógnina sem steðjar að heimilunum í landinu nú þegar fjöldauppsagnir, verðbólga og önnur óáran bankar upp á.

Takk Árni minn.  Takk kærlega.

Ég er klökk.

 


mbl.is Meira góss og meira vín tollfrjálst með nýrri reglugerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Útvarp Reykjavík

old_radio 

Djöfullinn danskur bara.

Hér var ég búin að skrifa þessa frábæru færslu þar sem ég andskotaðist út í RÚV fyrir að hækka afnotagjöldin og svo bara hvarf hún í cypertómið.

Arg.

En þessi fræsla verður ekki skrifuð aftur,þarna var einfaldlega snilld á ferðinni sem ekki er hægt að endurtaka.  En hún var listaverk, full af hárbeittri krítik, andagift og húmor.  Þið verðið að taka mín orð fyrir því.

Þannig að ég segi bara eins og þjóðskáldið; "Djöfuls hækkanir alltaf hreint".

Og svo sendi ég þessum 20 "stöðugildum" (hefur ekkert með fólk að gera er það?) samúðarkveðjur.

Dem hvað færslan var flott.

Annars sæmileg.

Later.


mbl.is RÚV fækkar stöðugildum um 20
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólið í þá

Um sum mál hefur maður svo margt að segja að það er betra að láta það eiga sig.  Svona meira og minna.

Varðandi aðför íslenska ríkisins að Jóni Ásgeiri og Jóhannesi Bónusmönnum þá þykir mér það ganga kraftaverki næst að þeir vilji yfirhöfuð vera á landinu.

Í sex ár hefur verið djöflast í þeim á alla vegu.  Útkoman nada, fyrir utan þessa skilorðsbundnu mánuði sem þeim tókst að klína á Jón Ásgeir eftir alla fyrirhöfnina.´

Ef fólk er að brjóta lögin þá endilega saumið að þeim kæru dómstólar.  Ekkert að hika, bara láta vaða.  Það mætti t.d. byrja á að skoða gengna dóma í nauðgunar- og sifjaspellamálum og athuga hvort eitthvað þarf ekki að athuga þar, svo ég nefni dæmi.

En þessar eftirtekjur Bónusmálsins eru svo rýrar að hvert barn sér að þarna hefur komið til eitthvað annað en staðfestur grunur um glæpsamlegt athæfi sem hvati að sex ára úthaldi.

Mikið rosalega skil ég feðgana ef þeir hjóla af fullum þunga í íslenska ríkið.

Ég óska engum svo ills, hvorki ríkum né fátækum, ekki versta óvini mínum (sem ég á ekki svo ég viti, en samt) þess að lenda í svona ofsóknum.

Gó guys.

Látum þetta aldrei geta gerst aftur.

Það á að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn.


Helvítis frekjan í múgnum

Stundum tek ég upplýsta ákvörðun um að hlægja í staðinn fyrir að grenja.  Fer betur með húðina sko, saltvatn er eitur á andlit.

Geir Haarde var í toppsætinu hjá mér eftir að hann skammaði Sindra hjá Markaðsfréttum um daginn fyrir dónaskap og hroka.

En núna er kominn nýr vinningshafi, þ.e. Össur og aðstoðarmaður hans deila með sér efsta sætinu.

Sjá hér.

Fyrirgef oss Hr. iðnaðarráðherra að við skulum vera að blanda okkur inn í þín einkamál á skrifstofunni.  Helvítis frekjan í almenningi og einkum og sér í lagi þessum blaðaljósmyndara sem ætlaði að mynda undirskriftarathöfnina vegna Álversins á Bakka og leyfa okkur sótsvörtum að fylgjast með.

Ekki það að ég skilji ekki fullkomlega að Össur skammist sín fyrir að halda á pennanum í þessum gjörningi, það myndi ég líka gera.

En af því það er svo hipp og kúl, svo eðlilegt og sjálfsagt að bæta einu eldspúandi álskrímsli við hina dásamlegu málmframleiðslu á þessu landi þá hefði ég haldið að hann myndi breiða úr sér iðnaðarráðherrann.

Kannski er hann bara svona feiminn!

Svo svakalega feimin og lítillátur.

Það er þá af sem áður var.

Hm?


Ofdekraðir andskotar

Ég hef heita samúð með launafólki, enda rennur mér blóðið til skyldunnar.

Ég styð það í hverri þeirri baráttu sem það fer í til að fá leiðréttingu á kjörum sínum.

Verkfallsrétturinn er mikilvægur, stundum eru yfirvofandi verkföll það eina sem bítur á viðsemjendur.

En nú er mér andskotinn hafi það, nóg boðið.

Hvaða skæruhernaður er í gangi hjá flugumferðarstjórum?

Þessir hálaunamenn eru á leiðinni í verkföll (já mörg) til að knýja fram kauphækkanir.

Rosa dúlllulegt hjá þessum hópi að taka til þessara vopna þegar verið er að segja upp fólki í hundraðatali út um víðan völl. 

Ég trúi því tæpast að þeir eigi stuðning vísan meðal almennings sem undirbýr sig fyrir atvinnuleysi, dýrtíð og verðbólgu.

Flugumferðarstjórar koma mér að þessu sinni fyrir augu sem ofdekraðir andskotar og þeir þekkja greinilega ekki sinn vitjunartíma.

Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.


mbl.is Hafa ferðaþjónustuna í hendi sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helvítis ísbjörninn eina ferðina enn - Lúkaaaaas;)

Ég veit ekkert um "markaðinn", skil ekki neitt um fréttir af honum, sölur, kaup, hækkanir, lækkanir eða skortstöður.  Væri flott samt að geta slegið um sig með skortstöðuhugtakinu í partíum en það kemur ekki að sök er hætt að fara í partí, ég er svo brjálæðislega edrú og flott.

En samkvæmt viðtengdri frétt þá er markaðurinn ekkert til að hengja á vegg þessa dagana.  Hann er að drepast úr illgirni helvítið á honum.  Kvikindið gleðst yfir væntanlegum uppsögnum hjá Flugleiðum.  Frusssssss. 

Og það er komið sumar.  Og þá er það ekki veðrið sem lokið hefur upp augum mínum varðandi það mál, ekki almanak Þjóðvinafélagsins heldur.

Það er einfaldlega  kominn nýr Lúkas og nýr LúkasarmorðingiW00t

Þú sem áttir að hafa kviksett hundinn, farðu í felur.  Samkvæmt blogginu þá ertu í stórkostlegri lífshættu mæ men.

Og þið ísbjarnarbloggarar.  Ég bið ykkur bara um eitt.  Ekki skrifa Ísbjarnarblús og Þríbjörn í fyrirsagnirnar ykkar  Maður kemst ekki hjá því að reka augun í þær nefnilega og ég einfaldlega dey ef ég rekst á fleiri slíkar. 

Takið Lúkasinn á ísbjörninn.  Það er þó húmor í því.

Farin út í eitthvað.  Sólbað, göngutúr, sundferð, pikknikk, garðvinnu, tjaldferð, grillveislu.  Notist eftir þörfum.

Bara góð.

Súmítúðetbón.

Úje.


mbl.is Uppsagnir gleðja markaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 19
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.