Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Álfheiður spyr (og ég líka)
Í grein í Mogganum í dag spyr Álfheiður Inga spurningar sem ég held að alla fýsi að fá svar við.
Hverjir gáfu fyrirmæli um hertar innheimtuaðgerðir hjá Intrum?
Nú er það þannig að Landsbanki, Sparisjóðirnir og Intrum Justitia eru skráðir eigendur Intrum á Íslandi og það skýtur nokkuð skökku við að fyrirtæki í eigu Nýja Landsbankans og Sparisjóðanna sé að bjóða vinskiptavinum sínum aukna hörku í innheimtuaðgerðum á sama tíma og stjórnvöld fara fram á að ekki sé gengið mjög nærri heimulunum í landinu á þessu stigi málsins.
Hver andskotinn er í gangi spyr ég og ég þakka Álfheiði fyrir að spyrja.
Spurningin er hvort henni verður svarað.
Það virðist ekki vera á danskorti ríkisstjórnarinnar að svara einu eða neinu nú um stundir.
Ég neita að trúa því fyrr en ég tek á að Intrum fái leyfi til aukinnar aðgangshörku gagnvart skuldurum á þessum svörtu tímum þvert ofan í loforð stjórnvalda.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Halló - ekki neinar smá fréttir
Hérna er stórfrétt sem lætur lítið yfir sér. Undarlegt.
Ráðherrar Samfó lögðu fram bókun á ríkisstjórnarfundi þar sem þeir segja Davíð Oddsson, formann stjórnar Seðlabankans, alfarið starfa í umboði Sjálfstæðisflokks!
Halló - þetta eru ekki neinar smá fréttir.
"Sigurður Líndal, lagaprófessor, segir við blaðið að bókun sem þessi sé afar sérstök og beri vitni um alvarlegan ágreining. Þegar slíkur ágreiningur sé uppi sé undarlegt að fólk sætti sig við slíka stöðu án þess að krefjast breytinga."
Ég skil ráðherra Samfó þræl vel, Davíð er ekki til samstarfs hæfur eins og flestir vita.
En er þetta hægt?
Ríkisstjórnin samanstendur af tveimur flokkum, varla er hægt að segja sig frá einstökum stofnunum eða hvað?
Ég spyr og spyr enda eru sífellt hlutir að gerast hérna þessa dagana sem eru án fordæmis.
En er ekki einfaldast að hætta þessu jukki, bóka þetta og bóka hitt?
Ríkisstjórnin er varla stjórntæk þegar svona er komið.
Því segi ég, hætta að bóka, mótmæla, tuða og stöffast áfram í handónýtu hjónabandi.
Þetta er eins og samband hjóna sem er að fara í vaskinn.
Ef eiginmaðurinn myndi segja við frúna; Gunna ég tvæ hendur mínar af syni okkar honum Villa, hann hlýðir engu. Hann er héðan í frá alfarið á þínum vegum!
Fíflaganur eretta.
Kjósum.
Jájá.
Samfylking afneitar Davíð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Kínverska alþýðulýðveldið hvað?
Ó, excuse moi gott fólk, ég sá þessa frétt og þar stóð "tugmilljónir týndar"og ég hélt að Geir Jón og félagar hans í löggunni hefðu verið sendir til að telja mannfjölda einhvers staðar úti í heimi en mér skilst að það hafi verið súpermótmæli á Ítalíu eða eitthvað.
Þess vegna fannst mér svo tilvalið að tengja við þessa frétt, þeir týna nefnilega líka tölum hér þegar þeir taka saman göngu- og fundargesti á laugardagsmótmælunum.
Miðað við talningagetu lögreglunnar og fjölmiðla á þessu landi þá ætla ég rétt að vona að þeir verði ekki fengnir í atkvæðatalninguna þegar við kjósum í eftir áramótin (já við munum kjósa þá).
Ég er ansi hrædd um að atkvæði greidd öðrum en íhaldinu myndu týna tölunni all verulega í lúkunum á þeim.
Fyrirgefið ruddaskapinn og hvatvísina en eftir þrjá laugardaga í mótmælum þar sem talningin tekur á sig ótrúlegustu lygamyndir og fjölmiðlar éta það upp gagnrýnislaust, þá treysti ég þessum yfirmönnum í löggunni ekki spönn frá rassi.
Lára Hanna er er með myndir af mannfjöldanum sem segja meira en 100 afdankaðir lúserar í lögreglubúningum með alla sína talnaspeki.
Reyndar skiptir ekki öllu máli pc hversu margir voru að mótmæla. Við vitum að það var hópur af fólki og að hann fer stækkandi, en ástæða þess að ég læt mig þetta varða er einföld.
Ef verið er að blekkja fólk með uppdiktuðum tölum af fjölda fundargesta og það trekk í trekk, þá eru þessar sjónhverfingar löggunnar vart einsdæmi.
Svo les maður blöðin og horfir á fréttir þar sem lygin er endurtekin gagnrýnilaust.
Það hræðir mig.
Kínverska Alþýðulýðveldið hvað?
Tugmilljónir týndar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Einhver taldi rétt
Vó, hvað hefur gerst?
Það stendur í þessari frétt að um þúsund mótmælendur séu á Austurvelli.
Á vísi.is eru þeir sagðir á annað þúsund.
Halló, hver er ekki að vinna vinnuna sína í talningunum?
Ég hélt að talan fimmhundruð ætti að vera standard út árið og uppfærast næsta vor.
Hér hefur einhver lögga á eigin vegum talið rétt.
Ésús minn.
Úje
Um þúsund mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 1. nóvember 2008
Djöfullinn danskur
Ingibjörg Sólrún segir í viðtali í Mogganum í dag að Davíð Oddsson hafi skaðað orðspor Íslands erlendis.
Velkomin í hóp stórs hluta íslensku þjóðarinnar kæra Solla, okkur finnst þetta flestum.
Málið er að algjört þýlyndi forsætisráðherrans gagnvart Seðlabankastjóra er með slíkum ólíkindum að maður er nánast orðlaus.
Ég persónulega er hálf lömuð í hvert skipti sem Davíð gerir bommertur og Geir Haarde kemur og lýsir fullum stuðningi við stjórn Seðlabankans og hnýtir svo aftan í stuðningsyfirlýsinguna að það eigi ekki að persónugera vandann.
Staðreyndin er nefnilega sú að þetta er að verða í hæsta máta persónulegt kæri forsætisráðherra.
Seðlabankastjórn (eins gott að nefna engin nöfn þá er maður ásakaður um að ráðast að eiginmanninum og föðurnum) hefur verið og er að valda stórum fjárhagslegum skaða nánast á hverjum degi með arfavitlausri framkomu sinni og ákvörðunum.
Ríkisstjórnin virðist eiga heima í Svörtuloftum, ekki í Stjórnarráðinu.
Hversu lengi getur þessu farið fram svona?
Þessi vinskapur og lojalitet forsætisráðherra við "Seðlabankastjórnina" verður að vera í framkvæmd annars staðar, þar sem hún er ekki heilli þjóð svona dýrkeypt.
Svo vill ég kosningar strax.
Þá meina ég strax eftir áramót.
Mér sýnist nefnilega að engar breytingar séu fyrirsjáanlegar fyrr en almenningur hefur rekið og síðan ráðið nýtt fólk til starfa.
Fólk sem kannski hreinsar til og skiptir um stjórn Seðlabankans svo ég taki eitt lítið dæmi.
Koma svo.
Djöfullinn danskur.
Ingibjörg segir Davíð skaða orðsporið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 31. október 2008
Allir ríðandi á ströndinni
Fólk er að hamstra brennivín á fullu þessa dagana.
Það gæti nefnilega hækkað. Mun sennilega gera það á morgun, fjárinn fjandsamlegur.
Sumir eru farnir að kaupa "jólavínið".
Ég þekkti mann sem var afskaplega ábyrgðarfullur jólavínskaupandi. Hann byrjaði strax fyrstu helgina í desember að byrgja sig upp. Hann sagði sem svo að gott væri að vera fyrirhyggjusamur húsbóndi í heimilisrekstri.
Svo verslaði hann jólavínið alveg fram á síðasta dag. Það gerðust nefnilega hlutir hjá þessum mæta manni. Jólavínið snemmkeypta beinlínis þröngvaði sér ofan í þennan praktíska mann. Þetta varð til þess að hann var tilneyddur og blásaklaus neytandi hátíðaráfengis á virkum dögum fram að jólum. Maðurinn var afskaplega sorgmæddur yfir þessu óstýriláta eldvatni sem hann hafði lent á.
Ég er auðvitað öll af vilja gerð til að sjá björtu hliðarnar á tilverunni.
Þar sem ég er óvirkur alki þarf ég ekki að steðja í áfengisverslunina og sanka að mér birgðum.
Reyndar tel ég mig nokkuð vissa á því að alkar almennt séu ekki að velta fyrir sér verði á vímugjafanum. Það er einhvern veginn aukaatriði.
En þarna er ég að græða stórar fjárhæðir vegna edrúmennsku minnar. Jájá.
Ég get líka glaðst yfir því að þurfa ekki að kaupa snús. Hef reyndar aldrei notað svoleiðis en það er samt gleðiefni í kreppunni.
Svo ég tali nú ekki um hass. Hvað ætli gengið á gramminu sé þessa dagana? Alveg er ég viss um að þarna er ég að spara rosalegar fjárhæðir. Ég hef heldur ekki verið í dópsmóknum en samt, gleðiefni að geta sparað þar.
Mesta "spar" ársins er þó sófasettið sem mér finnst fallegt og fæst í búð.
Ég hafði reyndar ekki efni á því heldur fyrir kreppu og ég ætlaði alls ekki að kaupa það en það er sparnaður engu að síður.
Allt sem maður kaupir ekki sparar peninga.
Vitið þið það ekki aularnir ykkarÐ
Hvað ætli ferð á ströndin í Dubai sé að gera sig á? (Er það ekki þar sem allir eru ríðandi á ströndinni?).
Háar fjárhæðir í buddu þar.
Lífið er ljúft og skál í vatninu.
Ekki orð um það meir.
Fólk hamstrar vín fyrir hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Fimmtudagur, 30. október 2008
Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg
Frumburðurinn hún Helga Björk var hérna hjá mér í heimsókn.
Við vorum að ræða saman.
Hljómsveitin var nýkomin heim og hann kallaði fram og bað okkur um að hætta að rífast.
Við: Ha? Erum við að rífast? Við erum að tala um pólitík.
Hann: Það heyrist ekki mannsins mál í hverfinu talið aðeins lægra.
Við reyndum eftir bestu getu að tala lægra, hehemm en við vorum ekki að rífast sko.
Við vorum algjörlega og gjörsamlega ósammála - meira hvað fólk á erfitt með að skilja svoleiðis fyrirkomulag.
En að öðru, ef ég hef náð kjarna málsins í umræðunum á Alþingi í dag þá verða tillögur til aðgerða sendar Alþjóða gjaldeyrissjóðnum á morgun.
Tillögurnar sem sumir vilja kalla samningsdrög eru leyniplagg og stjórnarandstaðan fær ekki einu sinni að vita um innihaldið.
Ég persónulega gæti öskrað mig hása yfir þessu gerræði.
Er verið að skuldbinda okkur og komandi kynslóðir hérna án þess að nokkur fái að vita um það fyrr en allt er um garð gengið, fyrir utan ráðherra og Seðlabankastjóra?
Svo líður mér þannig að í raun sé það Seðlabankastjórnin (lesist DO) sem ræður á Íslandi í dag.
Það er fyrir mér verra en nokkur martröð.
Afsakið á meðan ég hendi mér fyrir björg.
Vill endurskoða ESB og Seðlabanka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 30. október 2008
Korktapparnir tveir
Mafía hvað?
Áfram heldur íslenski farsinn og það kemur æ betur í ljós hvaða samtryggingar- og kunningjaþjóðfélag við búum í við Íslendingar.
Valtýr Sigurðsson, ríkissaksóknari og Bogi Nilsson, fyrrverandi ríkissaksóknari, álíta sig ekki vanhæfa til að sinna frumrannsókn á starfsemi viðskiptabankanna þriggja í aðdragandanum á falli þeirra.
Sonur Valtýs, Sigurður, er forstjóri Exista. Sonur Boga, Bernhard, er framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Stoða. Hvort tveggja er útrásarfyrirtæki með tengsl við fallna banka, Kaupþing og Glitni.
Nei, nei, íslenska leiðin til að komast að sannleikanum er dásamleg. Setjum fjölskylduna í málið bara og allt mun verða dregið fram í dagsljósið.
Ég veit ekki með ykkur en ég sé ekki betur en að við búum í skelfilegu samtryggingarþjóðfélagi þar sem enginn og ég segi enginn er í alvörunni tilbúinn til að skipta um vinnuaðferðir.
Björn Bjarna, yfirmaður þessara sómamanna sér ekkert athugavert við þessi vægast sagt hæpnu vinnnubrögð.
"Aðspurður vísaði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra á þá Valtý og Boga. Engum væru reglur um vanhæfi betur kunnar en þeim. ...þeir eiga sjálfir síðasta orðið um hæfi sitt eða vanhæfi og treysti ég dómgreind þeirra óskorað í því efni, sagði Björn."
Hvar nema hér á Íslandi árið 2008 er talið eðlilegt að fólk gerist dómarar nánast í eigin sök?
Á Íslandi kveður fólk upp úrskurða um vanhæfi sitt eða hæfi. Einfalt og gott. Fífl.
Það er þess vegna sem ég sit hérna með stírurnar í augunum og óttakökk í hálsinum.
Hvernig er hægt að reisa eitthvað nýtt á svona rotnum grunni?
Það er sama hvert maður snýr sér dæmin eru að hrannast upp.
Mafía hvað?
Hafi einhvern tímann verið ástæða til að kalla til erlenda aðila sem engra hagsmuna eiga að gæta þá er það núna þegar þessi ósköp ríða yfir og engu er að treysta.
Aðeins þannig er hægt að byggja upp traust á ný.
Minni á að félagarnir Valtýr og Bogi, þessir varðhundar kerfissins eru korktappar þess dómskerfis sem við nú búum við.
Bara svona að halda því til haga.
Álíta sig hæfa til að rannsaka syni sína | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Maður spyr sig
Ég sá á einhverri sjónvarpsstöðinni viðtal við stjórnmálafræðing sem ég man ekki hvað heitir.
En það skiptir ekki máli en það sem hann sagði var merkilegt.
Þetta með að íslenskir ráðherrar (þingmenn eflaust líka) segi ekki af sér þrátt fyrir að stundum hafi verið ástæða til.
Nú muna eflaust allir eftir Monu Shalin, sænska ráðherranum sem sagði af sér eftir Tobbelrone kaupinn á krítarkort ráðuneytisins.
Og danska ráðherrarnum sem borgaði gistingu fyrir sig með krítarkorti hins opinbera.
Það hlýtur að vera eitthvað í þjóðarkarakternum sem gerir það að verkum að við höfum svona mikið þanþol gagnvart ráðamönnum.
Einhvers staðar sá ég líka skrifað um að ráðamenn þekki gullfiskaminni íslensks almennings og bíði af sér pirringinn.
Spurningin er hvort það gerist núna líka.
Annars var ég kjaftstopp áðan þegar ég sá þetta.
Hrokinn og virðingarleysið gagnvart almenningi er algjört.
En eigum við þetta ekki skilið almenningur?
Maður spyr sig.
En að öðru, Reuters var með umfjöllun um undirskriftarátakið "við erum ekki terroristar" og svei mér þá ef ég er ekki smá stolt af okkur Íslendingum.
Við getum staðið saman, það er nokkuð ljóst.
Þeir sem eiga eftir að skrifa sig á listann, hér er hann.
Mótmæli vekja athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 20:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 29. október 2008
Samþykkjandi með hinnarri
Ég var að ræða það við kæra vinkonu í dag að mér liði eins og ég sé inni í miðri Fellinibíómynd.
Raunveruleikinn er geðveikislega súrrealískur þessa dagana.
Engar venjulegar reglur eru í gildi lengur, allt bara happening allan daginn út í gegn.
Það er eins og flestir séu að jafna sig eftir fyllerí og að það gangi illa. Timburmennirnir búnir að læsa sig í sálina og komnir til að vera.
Stundum fæ ég hláturskast yfir ruglinu og óvissunni, hreinlega hlæ eins og vitleysingur og ég held að það stafi af því að ég er með kökkinn í hálsinum og þarf að gæta mín svo ég fari ekki að grenja.
Og svo baka ég eins og mófó bara svo þið vitið það.
Samfylkingin er að drepa mig, þ.e. hegðun margra málsmetandi manna/kvenna þar á bæ.
Þeir eru í ríkisstjórn en samt í bullandi stjórnarandstöðu.
Það er í raun brjálæðislega tragikómískt að Samfó er mótmælandi aðgerðum ríkisstjórnarinnar með annarri en samþykkjandi með hinnarri.
Af hverju þessi flokkur heldur áfram í þessu stjórnarsamstarfi er mér hulin ráðgáta.
Ókei, ef þeir væru þá í ríkisstjórninni og hegðuðu sér eins og þeir meinuðu það þá er hægt koma sér upp tolerans fyrir því.
En þeir geta það ekki og ég skil það líka, í raun mikið betur.
Verst að þeir skyldu ekki átta sig á að samstarf við íhald er baneitruð blanda og bráðdrepandi. Algjör koss dauðans. XXX
Það er beisíklí bara Framsókn sem á að renna saman við íhaldið, þeir kunna það best og eru að týna tölunni blessaðir. Afdrif þess flokks eru fyrirséð.
Reyndar er formaðurinn þar í öflugu stjórnarsamstarfi þessa dagana.
Þetta er eins og á hippaárunum.
Þá voru allir með öllum.
Peace love and fucking happiness.
KJÓSUM KRAKKAR - KOMMON SAMFÓ!
Úje
Ekki benda á mig | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987257
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr