Leita í fréttum mbl.is

Lifi ég eða dey?

Geir Haarde virðist hafa tröllatrú á leyndarmálum, feluleikjum, og ósannsögli, því miður.

Nú er IMF búinn að fresta fyrirtöku lánabeiðninnar frá Íslandi.

Geir var að hósta þessum frábæru fréttum út úr sér á Alþingi rétt í þessu.

Ég sit reyndar og hlusta á umræðurnar á þinginu en í hvert skipti sem ráðherrar koma í pontu fæ ég óslökkvandi löngun til að lækka í sjónvarpinu.  Svo leið er ég á stöðlum ekkisvörum, undanslætti og réttlætingum.  En, ég er sterk kona, ég hlusta.

Ég garga (í hljóði reyndar) í hvert skipti sem þeir tala um bakahrunið í heiminum eins og það sé eina ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir landinu, vegna þess að þó alþjóðlega krísa sé staðreynd þá erum við að upplifa öllu verri hluti til viðbótar við það, við erum að horfast í augu við gjörspillt banka- og stjórnkerfi sem er séríslenskt fyrirbrigði.

Við heyrum að Bretland og jafnvel Holland beiti sér gegn lánveitingu IMF til Íslands.

Má þá ekki segja það beint út?

Má fjandinn hafi það, ekki segja sannleikann?  Við erum sjóuð þjóð eftir hamfarirnar undanfarið.  Við þolum að heyra hvernig málin standa.

Mér líður reyndar eins og sjúklingi með alvarlegan sjúkdóm sem bíður eftir niðurstöðum.

Lifi ég eða dey?

Úkraínumenn og Ungverjaland sóttu um lán hjá IMF á eftir okkur.

Báðar þjóðirnar hafa fengið lánin.

Illugi skrifar um þetta.

Þessi óvissa er farin að taka örlítið á taugarnar.


mbl.is IMF-beiðni frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þetta er eins og að vera í slæmu hjónabandi! Maður veit aldrei hvað hinn aðilinn er að skandalst!

Hrönn Sigurðardóttir, 6.11.2008 kl. 12:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Já og ef rétt er að Bretland sé að setja okkkur stólinn fyrir dyrnar þá vil ég að við slítum stjórnmálasambandi við þá.

Þeir eru búnir að gera okkur að hryðjuverkamönnum það er nóg.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:23

3 Smámynd: M

ég er með mynd af þér við tækið, í svörtum kjól, smá úfið hár og sígó í hægra munnviki. Sprettur uppúr stólnum við hvert arg !!!  Passaðu bara að rettan brenni ekki kjólgarminn

M, 6.11.2008 kl. 12:28

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sko ég er í svörtum kjól, svörtum sokkum og skóm.

Ég er alltaf svartklædd mín kæra M.

Hárið er í einhverju tagli sem er með mikla sjálfstæðistilburði og gerir ekki mikið fyrir mig get ég sagt þér.

En með sígóið passar ekki.  Reyki ekki inni lengur.

Nananabúbú.

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.11.2008 kl. 12:31

5 identicon

Svælum kvikindin út.Ekki er Lalli J einn frægasti bói Íslands látinn rannsaka sína eigin áætluðu þjófnaði.Gengur ekki það sama yfir alla ?

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 13:17

6 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Því miður er þetta orðið svo þungt að það er ekki hægt að meðtaka og fara yfir allt með fullri vinnu - ég kveiki ekki á fréttum lengur eins og áður, þ.e.a.s. ekki fyrr en undir lokin til að hlusta á fréttaágrip. Þetta er meira en mannskemmandi, þetta er manndrepandi.

Ljái mér hver sem er fyrir svartsýnina.

Edda Agnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 13:18

7 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Ég held að nú se kominn tími til aðgerða. Maðurinn er að segja að hann ætli ekki að greina frá skilyrum IMF né innihaldi samkomulags fyrr en hann hefur skrifað undir.  Þetta heitir í öllurm orðabókum: Landráð!

IMF gengur hér erinda Breta og Hollendinga m.a. og setja þumalskrúfur á íslendinga, þvert ofan í vinnureglur.  Hvað er til ráða?

Setja bankana á hausinn og segja sorry. Við þurfum ekki lengur að standa við skuldbindingar. Hvernig? Nú förum við öll sem eitt og tökum út spariféð og flytjum yfir í sparisjóð, sem ekki er slygaður af hjáveitulánum stóru bankanna eða þa´að við komum því í bankahólf.

Það er allavega stór hætta á því nú að bankarnir verði settir í gjaldþrot um helgina, því við getum engan vegin staðið við skuldbindingar þær sem voru teknar í arf. Ríkistjórnin mun því gera þetta hvort sem er. Það er engu að treysta.  Bretar vita að þetta stendur fyrir dyrum, því þeir hafa þegar gert ráðstafanir til að mæta skaðanum.

What do you say? Hringið í fjármálamanninn í fjölskyldunni og spyrjið ráða. Spyrjið Hagfræðinga og viðskiptafræðinga hér á blogginu. Það getur skilið milli feigs og ófeigs nú.

Kannski kemur svo útibú frá Storebrand hingað á undanþágu í framhaldinu, svo þá getum við verið sæmilega róleg.

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 13:44

8 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ætli málið sé ekki það að Ísland uppfyllir ekki skilyrði IMF fyrir láni. Þ.e.a.s. Ísland hefur ekki gert hreint fyrir sínum dyrum. -  Þó svo hafi verið gefið í skyn.

Málin eru miklu verri en Seðlabanki og Ríkisstjór hafa viljað vera láta

Við sáum aðeins "toppinn" á ísjakanum með svindlið og svínaríið sem ljóstrað hefur verið upp um með afskrift á bréfum starfsfólks Kaupþings.

Þar tók þátt formaður eins stærsta verkalýðsfélags landsins VR. - Eða "forstjóri" Verslunarmannafélagsins eins og mér skilst að hann kjósi að kalla sig.  Fyrsti "forstjóri" stéttarfélags sem ég hef heyrt um.

Hverjum verður flett ofanaf næst?  Ég bíð spennt.  

Annars hvet ég alla til að lesa blogg Gauta Eggertssonar um starfsemi IMF þar sem hann er fyrrverandi starfsmaður sjóðsins. Merkilegt og gott blogg.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:00

9 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Sjá hér

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.11.2008 kl. 14:18

10 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Innanbúðarsukk í bönkum hér kemur ákvörðun IMF ekkert við Lilja. 

Jón Steinar Ragnarsson, 6.11.2008 kl. 14:37

11 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hér tala Tékkneskir fjölmiðlar um gjaldþrota Ísland og eru ekkert að skafa utan af því.  Ungverjar svara þegar spurt er hvort ástandið sé eins svart og hjá Íslendingum:  Nei við erum ekki gjaldþrota þjóð eins og þeir.  Þannig er nú sagt frá ástandinu heima hér.  Sorglegt.

BURT MEÐ SPILLINGARLIÐIÐ!

Ía Jóhannsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:05

12 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Ég skil IMF, Breta og Hollendinga bara afar vel. Ekki dytti mér í hug að lána þessu liði sem er í forsvari fyrir þjóðina og Seðlabankann svo mikið sem tíkall. Þeir hljóta að gera kröfu um að skipt verði út því ef við hömpum sama liðinu er til einskis að lána okkur því það færi beint í sömu hítina. Starfsmenn bankanna hafa stungið undan milljörðum á milljarða ofan og eiga svo að rannsaka sjálfa sig. Það kæmi mér verulega á óvart ef einhver myndi vilja lána okkur.

Helga Magnúsdóttir, 6.11.2008 kl. 15:12

13 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Heykvíslarnar á loft! Nú er að duga eða drepast.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.11.2008 kl. 15:13

14 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mér finnst afar athyglisvert það sem hún Ía skrifar hér fyrir ofan. - Það er vert að gefa skrifum hennar gaum..

Ég er alveg dauðhrædd um það sem verða vill. - Ef þessir menn ætla ekki að segja afsér.  

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:21

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Staðreyndin er einfaldlega sú að IMF ætlar að neyða okkur til að semja við Breta á afarkostum. Hvers vegna stjórnvöld viðurkenna það ekki er algerlega óskiljanlegt.

Steingerður Steinarsdóttir, 6.11.2008 kl. 16:23

16 Smámynd: A.L.F

Eins ömurlegt og það er, en höfum við eitthvað val þá annað en að ganga að kröfum breta?

Við getum þó alla vega verið viss um það að bretar fara fram á að óháðir aðilar rannsakið þessi mál, við getum verið viss um það að þeir sem eru sekir verði sóttir til saka komist bretar "eins illa og mér er við bresku stjórnina núna"

Ég get með engu móti skilið hvers vegna lánaumsókninni er frestað trekk í trekk nema það séu skilmálar í henni sem stjórnin er ekki tilbúin að ganga að en við þjóðin værum það kannski "efast samt um það"

ég er orðin svo ruguluð á þessum fréttum að ég er hætt að átta mig á einu né neinu, skil ekki orðið neitt :(

A.L.F, 6.11.2008 kl. 16:31

17 identicon

Ekki vil ég neitt IMF lán - við getum vel útvegað þá penínga sem við þurfum - getum vel haldið okkur á floti í nokkra mánuð: Ef hægristjórnin myndi þora að hætta að hórast fyrir auðmönnum og ameríkönum.

Hafa smá bein í nefinu eins og forferður okkar - ég er að byrja að skammast mín upp fyrir haus fyrir þjóðararfinn. 

Við ættum að hætta í Nató.

Þá kemur annað hljóð í skrokkinn á þessum fyrrverandi-heimsveldum.

Veraldarálfurinn (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 16:49

18 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Slíta stjórnmálasambandi við Bretland, strax og burt með spillingarliðið!

Sigrún Jónsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:05

19 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Það liggur við að mann langi að taka sæng sína og gakk........

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:05

20 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Úff, það virðist eiga að svínbeygja okkur oní svaðið. Ekki líst mér á ESB-þanka við þessar aðstæður.

Ætli Rússum og Japönum sé ekki skítsama um þessi bévítans Icesave reikninga? 

Greta Björg Úlfsdóttir, 6.11.2008 kl. 17:11

21 Smámynd: Eva Benjamínsdóttir

Komum öll til Indlands og skiljum við þetta guðsvolaða svindlland. Við getum byrjað í kommúnu og reist síðan skóla, leikús, listaskemmu og örugglega sjúkraskýli í framtíðinni. Þarna þarf maður lítið af fötum og drasli, bara tölvur.

Jenný mín, gæti Saran þín ekki komið þessu í kring Ekki misskilja ég er að flippa út hérna og kvíði vetrinum ógurlega.

Eva Benjamínsdóttir, 6.11.2008 kl. 18:07

22 identicon

Semjum við Breta og Hollendinga í hvelli með klausu neðanmáls um fyrirvara vegna væntanlegrar málshöfðunar. Það væri líka indælt að fá meiri fréttir af öllu þessu leyndó hjá Forsætisráðherra. Hvað er eiginlega að? Að geta ekki gengið frá samningum við IMG út af þrjósku getur orðið ansi dýrkeypt þegar landið er gjaldþrota. Við skulum bara horfast í augu við það að Ísland ER gjaldþrota.

Nína S (IP-tala skráð) 6.11.2008 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 7
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 44
  • Frá upphafi: 2985786

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 38
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.