Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Föstudagur, 23. janúar 2009
Sjálfsmorðsþema Stöðvar 2
Lengi vel vildi ég ekki trúa því að þöggun hjá fjölmiðlum gæti verið til staðar.
Mér fannst það svo ótrúlegt að slíkt gæti verið í opnu lýðræðisþjóðfélagi. Hér á landi þurfum við ekki að hræðast neitt eða neinn!
(Hér tek ég mér andartaks hlé á meðan ég næ úr mér aulahrollinum vegna einfeldninnar sem ég greinilega hef þjáðs af, úff).
Það hlýtur að teljast nokkuð fréttnæmt þegar Sigmundur Ernir og kona hans Elín Sveinsdóttir, ásamt Kompásmönnum sem eru með margverðlaunaðan fréttaþátt er sagt upp - á einu og sama brettinu.
Ég og allir sem ég haf talað við hafa verið gapandi hissa á þessu, okkur hefur fundist sjálfsmorðsþema Stöðvar 2 vera tekið ansi langt með þessum gjörningum.
Í fréttum Stöðvar 2 var ekki minnst einu orði á brottreksturinn.
Ekki minnst einu orði á að fólkið hafi verið látið fara vegna endurskipulagningar sem er hin opinbera útskýring kjánanna á stöðinni.
Hins vegar var búið að eyða út bloggi Sigmundar Ernis. Það var búið að klippa hann út úr mynd sem birtist fyrir fréttir af SE, Eddu og Loga.
Alveg þessi: Hér er Sigmundur Ernir og hviss bang, Sigmundur Ernir týndur.
Flytja fréttastöðvar ekki fréttir ef þær gerast á eigin heimili?
Get ég þá reiknað með að héðan í frá verði ekki minnst einu orði á neitt sem viðkemur starfsfólki Stöðvar 2?
Ég persónulega og prívat er hætt að horfa á fréttirnar á þessari þykjustu stöð sem greinilega vill ekki láta taka sig alvarlega.
Ísland í dag er brandari ársins. Þar eru framleiddar helgimyndir af þóknanlegum stjórnmálamönnum og auðjöfrum.
Nú eru fréttirnar úti fyrir minn part líka.
Ég kóa ekki með þessum bjánum þarna.
Svo dauðvorkenni ég því ágætis fólki sem enn starfar á Stöðinni því þeir eru þó nokkuð margir.
Ömurlegt að þurfa að mega bara fjalla um sumt en ekki annað.
Og Ari Edwald?
Eigum við eitthvað að tjá okkur um hann?
Held ekki.
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Fimmtudagur, 22. janúar 2009
..ef stjórnin springur í beinni
Ég er að horfa á umræðurnar á Alþingi.
Ladídadída, og ég skrúfaði niður í Geir og svo aftur í Þorgerði Katrínu þegar ég heyrði að hún söng sama gamla sönginn.
Skilur almenning svo vel, kjósa seint á þessu ári og alls ekki tefja björgunaraðgerðirnar sem hafa farið fram hjá öllum sem ég þekki.
Fram hjá öllum segi ég nema þeim sem þykjast vera á kafi í þeim.
En..
ég mun að ég held aldrei kjósa Framsókn, það þyrfti að minnsta kosti mikið að gerast til þess.
En mikið rosalega er ég ánægð með stelpurnar Helgu Sigrún og Eygló Harðardóttur.
Það er ástæða til að óska Framsóknarflokknum til hamingju með þessar konur og svo endurnýjunina almennt svo langt sem hún nær.
En ég held áfram á alþingisvaktinni.
Læt ykkur vita hvað gerist, sko ef stjórnin springur í beinni eða eitthvað.
Ekki hjá því komist að kjósa á þessu ári | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 21. janúar 2009
Hriplek Samfylking ala gamla Framsókn
Ég verð þreytt og leið í hvert einasta sinn sem þingmenn Samfylkingar opna munninn.
Málið er að þeir eru að verða eins og gamla Framsókn, opnir í báða enda og líka í miðjunni.
Hriplekir alla leið.
Tveir ráðherrar flokksins úr ríkisstjórninni hafa lýst yfir að þeir vilji kosningar, gerðu það strax eftir hrun.
Svo hafa komið mis gáfulegar einkaskoðanir þingmanna flokksins í fjölmiðlum með reglulegu millibili.
Fyrst hélt ég að það hefði þýðingu, að ráðherrar og þingmenn lýstu yfir andstöðu við stjórnina sem þeir sitja í.
En eins og með Framsókn þá meina þeir ekki endilega það sem þeir segja og segja ekki endilega það sem þeir meina.
Nú segir Ágúst Ólafur það óhjákvæmilegt að kjósa í vor.
Varaformaðurinn hefur talað.
Held ég að þetta sé einhver tímamótayfirlýsing og Samfó sé á leið í stjórnarslit?
Nei, ekkert endilega.
En ég skil þessa krísu hjá Samfó. Þeir eru að misbjóða sjálfum sér og því sem þeir standa fyrir á hverjum einasta degi.
Í Samfylkingunni er fullt af góðu fólki, ég held að því svíði undan hegðun flokksins þessa dagana.
Og hvaða alvöru jafnaðarmannaflokkur hangir með íhaldinu í stjórn og varpar flestum sínum prinsippum fyrir róða nema það kosti hann heilan helling?
Ég dauðvorkenni þessum nútíma Framsóknarflokki.
Ójá.
Óhjákvæmilegt að kjósa í vor | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Ertu ekki á því Sigurður?
Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnaformaður Kaupþings.
Ertu að meina þetta Sigurður?
Bankahrunið varð vegna fjármálakreppunnar í heiminum, en alls ekki vegna græðgisvæðingu banka og fjármálamógúla ásamt handónýtum eftirlitsstofnunum.
Er það ekki satt Sigurður?
Það er alveg örugglega rétt að millifærslunnar úr Kaupþingi síðustu vikurnar fyrir hrun hafi verið fullkomlega eðlilegar líka. Bara buissness as usual.
Var það ekki svoleiðis Sigurður?
Og í dag mun hópur skærblárra geimvera með augu í höndunum og sogskálar á fótunum lenda á Reykjavíkurflugvelli.
Ertu ekki á því Sigurður?
Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Mánudagur, 19. janúar 2009
Er ekkert farið að fjúka í ykkur?
Krakkarnir hjá Kaupþingi voru svakalega bissí síðustu vikurnar fyrir fall bankans.
Yfir hundrað milljarðar króna voru millifærðir á reikninga erlendra félaga í eigu viðskiptavina bankans.
Um var að ræða lán til þessara félaga gegn veðum í skuldabréfum sem bankinn gaf sjálfur út.
Heyrt þennan áður?
Fyrrverandi stjórn bankans segir ekkert athugavert við þetta og lánanefndin afgreiddi málin án athugasemda.
Þetta eru nú meiri bölvaðir melirnir þessir menn sem með einbeittum ásetningi björguðu fé auðmannanna undan og komu þjóðinni á vonarvöl í leiðinni.
Ættjarðarástin var sem sagt ekki að vefjast fyrir þeim en hvernig læt ég heimurinn er herbergi í bankaviðskiptum. Löndin þeirra leikvöllur.
Þetta mál hefur verið sent Fjármálaeftirlitinu.
Sem er vont, hver treystir þeirri stofnun?
Ætli þetta sofni ekki allt svefninum langa og við almenningur sjáum fram á svartari daga en nokkurt okkar grunaði í upphafi?
En Alþingi verður sett á morgun.
Á ekki að haska sér lesandi góður?
Er ekki farið að fjúka í þig?
Þó ekki væri nema pínulítið?
Ég vona það.
Hundruð milljarða millifærðir á reikninga erlendra félaga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 08:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 15. janúar 2009
Stóriðjuskólinn - er mig að dreyma?
Ég las einhversstaðar í Mogganum að ef maður drykki of mikið kaffi gætu raddir farið að heyrast, dauðir að sjást og önnur undur og stórmerki farið að þvælast fyrir manni.
Ég sem hélt að ég væri skyggn. Þar fór það.
En..
Ég held að ég hljóti að hafa drukkið of mikið kaffi í dag.
Er grínlaust til Stóriðjuskóli ISAL?
Hvert er námsefnið?
Forpestun andrúmslofts 101?
Útrýming óspilltrar náttúru, framhaldskúrs í máli, myndum og praktík?
Og Bjöggi banka hélt ræðu yfir verðandi stóriðjufrömuðum.
Hvað er að?
Bjögga sko?
ISAL kemur mér ekki á óvart.
Djísús hvað ég taugarnar á mér þola þetta ekki.
Ég farin að laga mér kaffi. Sterkt kaffi. Ég ætla að eiga spjall við látna ættingja fram eftir nóttu.
Útskrift úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Bleksvört spá í Kastljósi
Eftir að hafa horft á Kastljósið í kvöld veit ég allt um gjaldeyrissamninga (heita þeir það ekki örugglega?).
Málið með mig er að þegar þessi hugtök úr fjármálaheimi eru annars vegar þá er ég minni en hálfviti.
Það þarf meira af svona fræðslu, fólk eins og ég þarf að fá hugtökin klippt út í pappa fyrir sig í hæfilegum skömmtum.
Takk Kastljós.
En ég sé ekki orð á netmiðlunum í kvöld um merkilegt viðtal, gott ef ekki tímamótaviðtal við Guðmund Ólafsson hagfræðing í Kastljósi kvöldsins.
Þykir það ekki til frásagnar þegar hann segir að spá Wades um svarta framtíð Íslandi til handa sé í vægari kantinum? Að ástandið eigi eftir að versna öllu meira en Wade spáir fyrir um og þótti flestum það ansi ljót spá.
Guðmundur segist hafa heyrt því fleygt að ríkissjóður muni seilast í lífeyrissjóðina?
Mér rann að minnsta kosti kallt vatn milli skinns og hörunds.
Wade talaði um skertar lífeyrissjóðsgreiðslur í viðtalinu í gærkvöldi.
Guðmundur var með bleksvarta spá í Kastljósinu þó hann benti vissulega á að það væru góðir hlutir til í lífinu fyrir utan peninga.
Guðlaugur Þór kom af fjöllum í dag varðandi ummælin á borgarafundinum
Ætli ég fari ekki á fjöll á endanum, taki til fótana og feli mig eins og Fjalla-Eyvindur?
Ég tek þetta svo ferlega inn á mig eins og við gerum reyndar meira og minna öll.
Á meðan ég man þá hvatti hann stjórnvöld til að fara að segja satt.
Bjartsýnn maður hann Guðmundur.
Tóku ekki stöðu gegn krónunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Plús dagsins
Elín hættir og bankastjórastöðurnar verða auglýstar.
Er þetta ekki plús dagsins?
Svei mér þá.
Elín lætur af störfum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Ráðherrann fundinn
"Nú undir kvöld barst eftirfarandi yfirlýsing frá Ingibjörgu Sólrúnu, sem dvelst nú í Gautaborg í Svíþjóð þar sem hún gengst undir geislameðferð:
Í tilefni af ummælum Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings á fundi í Háskólabíói í gærkvöldi vil ég koma eftirgreindu á framfæri:
Góð vinátta hefur verið á milli okkar Sigurbjargar um árabil þar sem við höfum metið mál og skipst á heilræðum eins og vinir gera. Í krafti þeirrar vináttu vildi ég ráða henni heilt og kom þeim skilaboðum til hennar héðan frá Stokkhólmi að nálgast ræðu sína á Háskólabíósfundinum af varfærni og gæta þess að ganga ekki á faglegan heiður sinn.
Ég er sannfærð um að Sigurbjörg veit að þetta voru ráð af góðum huga gefin og mér þykir leitt að lagt hafi verið út af þeim eins og um ógnandi tilmæli frá ráðherra væri að ræða."
Ég er hissa, þetta er ekki sú ISG sem ég þekkti nú nema Sigurbjörg þekki hana ekki heldur þrátt fyrir vináttu um árabil.
Allt önnur kona.
Ingibjörg Sólrún kom boðum til Sigurbjargar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 18:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Þriðjudagur, 13. janúar 2009
Hvað gerðist?
Ég hef farið á þá borgarafundi sem haldnir hafa verið í Háskólabíói nema í gær þá geisaði hér styrjöld við bakteríukvikindi.
Ég beið eins og óð fluga eftir fréttum af fundinum en aðrir hafa þegar tíundað skortinn á þeim.
Furðulegt að 8. borgarafundur fyrir fullu húsi skuli ekki vekja meiri athygli en svo að maður þurfi að leita með logandi ljósi af frásögnum um hann.
Nú sit ég hér og veit ekki hvað ég á að halda varðandi ráðherrann sem sendi Sigurbjörgu Sigurgeirsdóttur skilaboð um að hún skyldi tala varlega á borgarafundinum.
Gulli segir ekki ég.
Sigurbjörg segist ekki ætla að gefa það upp hver ráðherrann sé.
Ég las líka einhvers staðar að Sigurbjörg vildi ekki að fókuserað væri um of á þetta atriði og framhjá því sem skiptir máli.
Ég er algjörlega ósammála.
Það skiptir ÖLLU máli ef ráðherra í ríkisstjórn Íslands hótar starfsmanni og varar hann við að tala um ákveðna hluti á lýðræðislegum vettvangi.
Hvað gerðist og hver er ráðherrann?
Guðlaugur kemur af fjöllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 1
- Sl. sólarhring: 12
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 2987256
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr