Leita í fréttum mbl.is

Stóriðjuskólinn - er mig að dreyma?

Ég las einhversstaðar í Mogganum að ef maður drykki of mikið kaffi gætu raddir farið að heyrast, dauðir að sjást og önnur undur og stórmerki farið að þvælast fyrir manni.

Ég sem hélt að ég væri skyggn.  Þar fór það.

En..

Ég held að ég hljóti að hafa drukkið of mikið kaffi í dag.

Er grínlaust til Stóriðjuskóli ISAL?

Hvert er námsefnið?

Forpestun andrúmslofts 101?

Útrýming óspilltrar náttúru, framhaldskúrs í máli, myndum og praktík?

Og Bjöggi banka hélt ræðu yfir verðandi stóriðjufrömuðum.

Hvað er að?

Bjögga sko?

ISAL kemur mér ekki á óvart.

Djísús hvað ég taugarnar á mér þola þetta ekki.

Ég farin að laga mér kaffi.  Sterkt kaffi.  Ég ætla að eiga spjall við látna ættingja fram eftir nóttu.


mbl.is Útskrift úr framhaldsnámi Stóriðjuskóla ISAL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Bið að heilsa þeim sem kallaði þig....... kaname..u ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe, KANAMELLU?  Verteggisonnafeimin.

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.1.2009 kl. 22:58

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Við kunnum nú bara ekki svona ljót orð, hérna megin við Fjallið.

Hrönn Sigurðardóttir, 15.1.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hehehe góða skemmtun Jenný mín.  Ég ætla að sofa á mínum græna enda ekki bragðað kaffi síðan í morgun svo ég fæ frí.  

Ía Jóhannsdóttir, 15.1.2009 kl. 23:16

5 Smámynd: Brynja skordal

Er andi í glasinu

Brynja skordal, 15.1.2009 kl. 23:21

6 Smámynd: Sævar Helgason

Stóriðjuskóli ÍSAL er merkilegur skóli . Hann hefur verið starfræktur innan ÍSAL í ein 10 ár.  Þar gera ófaglærðir sest á skólabekk í sínum frítíma sér að kostnaðarlausu og á tveimur árum numið hin ýmsu fræði varðandi áliðnað-(sem þeir starfa við) auk almennra fræða á menntaskólastigi- það gefur þeim síðan kost á framhaldsnámi - til stúdents og síðan áfram ef hugur og geta stendur til.  Að loknum þessum tveim árum og prófi - þá hækka laun þeirra um a.m.k 10% og gerir þá hæfari til ábyrgðarstarfa innan fyrirtækisins. Nokkrir hafa lent í háskóla- eftir þessa upplifun að uppgötva að þeir geta lært- og hafa lokið háskólagráðu--- svona er lífið stundum skemmtilegt.

Vona að þetta fullnægi forvitni þinni

Sævar Helgason, 15.1.2009 kl. 23:24

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

þú ert fyndin. En það hef ég sagt þér svo oft áður.

ÉG heyrði viðtal þeirra bakkabræðra í Reykjavík síðdegis við Magnús hjá Sálarrannsóknarfélaginu... er ekki líka til Sálarrannsóknarskólinn. Og Magnús skólastjóri???

Allavega. Magnús hló mikið að þessari endemis vitleysu og vildi nú alls ekki bekena að það væri tenging á milli draugasýna og kaffidrykkju. ''sjáandi'' fólki.

Er partý hjá þér núna?

Jóna Á. Gísladóttir, 16.1.2009 kl. 00:42

8 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Hef nú bara engu við þetta að bæta.   Enda eins og talað út úr mínu Ríó Tintó Zink   

Hildur Helga Sigurðardóttir, 16.1.2009 kl. 03:24

9 Smámynd: Jón Svavarsson

Yfir skrift þessara skrifa bera nú aðallega vott um fáfræði og er það hálf kjánlegt að slengja svona sleggjudóm fram. Það er rétt sem Sævar segir þetta er nám sem er í beinum tengslum við Borgarholtsskóla og er aðeins til að auka skilvirkni og færni starsmanna þó ekki væri nema fyrir lífið sjálft. Þó svo að iðnaður á borð við álver megni andrúmsloftið þá hefur með góðum áróðri verið unnið markvist að því að koma í veg fyrir mengun sem er líklega í lágmarki frá þessari verksmiðju. Gætum að því að álframleiðsla í landinu er einn af að tekjuþáttum landsins um þessar mundir því ekki koma tekjur frá BÖNKUNUM.

Jón Svavarsson, 16.1.2009 kl. 06:08

10 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Komu margir í heimsókn ?

Jónína Dúadóttir, 16.1.2009 kl. 08:25

11 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Mér finnst þú frekar vera karamella en kanamella thú thí!!!

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:19

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þessi stjóriðuskóli er náttúrulega bara brandari.  Af hverju fengu þeir ekki umhverfisráðherran til að halda ræðu miklu áhrifaríkara. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.1.2009 kl. 09:20

13 Smámynd: Sævar Helgason

Til að upplýsa fáfræði þina Ásthildur- þá eru yfirleitt einhverjir ráðherrar sem halda tölu við útskrift nema frá þessum skóla,  þar sem verkamenn geta aukið menntun sína - umfram það sem okkar almenna skólakerfi býður uppá . En þér finnst það bara brandari að verkamenn geti fengið aukna menntun og þar með aukið tekjur sínar....  skrítið

Sævar Helgason, 16.1.2009 kl. 09:48

14 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sævar: Takk fyrir þitt innlegg og viðurkenni að ég skammast mín örlítið fyrir fíflaganginn af því þú ert svo málefnalegur.

Auðvitað var ég að grínast upp að vissu marki en ég er harður andstæðingur stóriðju og fer ekkert ofan af því.

Þakka skemmileg komment.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.1.2009 kl. 10:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 2985756

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.