Leita í fréttum mbl.is

Ertu ekki á því Sigurður?

Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnaformaður Kaupþings.

Ertu að meina þetta Sigurður?

Bankahrunið varð vegna fjármálakreppunnar í heiminum, en alls ekki vegna græðgisvæðingu banka og fjármálamógúla ásamt handónýtum eftirlitsstofnunum.

Er það ekki satt Sigurður?

Það er alveg örugglega rétt að millifærslunnar úr Kaupþingi síðustu vikurnar fyrir hrun hafi verið fullkomlega eðlilegar líka.  Bara buissness as usual.

Var það ekki svoleiðis Sigurður?

Og í dag mun hópur skærblárra geimvera með augu í höndunum og sogskálar á fótunum lenda á Reykjavíkurflugvelli.

Ertu ekki á því Sigurður?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

klukkan hvað?

Hrönn Sigurðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Segðu mér mín skarpa.

Sko ég er nebblinlega svo dum.

Ef ég fer niður í Sjóvá og tryggi bíl minn fyrir íkveikju, þá er ég að tryggja hag minn og Lánadrottna?  Ekki satt??

Ef ég nú fer heim og kveiki í bíldruslunni?  Er ég þá ekki LÍKA að tryggja minn hag og Lánadrottna??? (að vísu sekur  brennuvargur)

Ég skil þetta ekki öðruvísi hjá þessu Kaupþingsliði Las greinarstúf eftir Ásgeir nokkurn Greiningardeildar Kaupþingsmanns, hvar hann segir þá hetjur og góðmenni, sem bæði tryggðu sig gegn tapi í Krónum og lögðu hana í einelti og felldu beint gengi hennar.

Ef ég er brennuvargur og því á leið í tugkthús (ef ég ehfði kveikt í druslunni) ættu þessir gæjar líka að vera á leið í sama heimilisfang, þar sem þeir fullfrömdu sína brennuvargastarfsemi.

Annað er ólíðandi.

Mibbó

Bjarni Kjartansson, 19.1.2009 kl. 13:29

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já en hvar er þá Þorgerður Katrín í öllu þessu dæmi?

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 19.1.2009 kl. 13:47

4 identicon

Aaargg  lenda sogskálakarlarnir aldrei nyðra? Er nokkuð sogskálar á SE?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 14:04

5 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Er hún ekki í viðtali hjá Bubba..?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 14:04

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Kannski eru stjórnvöld bara vonda geimverur sem er að takast ætlunarverk sitt að eyðileggja allt fyrir okkur mannverunum...Það er eiginlega betri tilhugsun en að þetta sé venjulegt fólk sem getur farið svona illa með aðra meðbræður sína..svei mér þá.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 19.1.2009 kl. 14:09

7 Smámynd: Ía Jóhannsdóttir

Hvað ætla þessi menn að bera svona kræsingar lengi á borð fyrir fólkið í landinu og halda að allir gleypi við!!!!!!! 

Ía Jóhannsdóttir, 19.1.2009 kl. 14:19

8 Smámynd: Einar Indriðason

Já, veistu... ég er búinn að vera að hugsa orðið "landráð" í góðan tíma núna... ekki sagt það upphátt mjög oft....

Annað sem mætti segja, er "Vítavert gáleysi"  (og þá er ég frekar að draga úr, heldur en bæta í)

Einar Indriðason, 19.1.2009 kl. 14:49

9 Smámynd: Einar Indriðason

Dúh!  Kommentaði við ranga færslu hjá þér, Jenný!  Þetta á að vera við næstu færslu hjá þér á undan.

Einar Indriðason, 19.1.2009 kl. 14:50

10 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Ég held að þessi Sigurður sé "í ðí"....sbr. dottin í það!  Kannski er hann líka "á því" ......efninu

Sigrún Jónsdóttir, 19.1.2009 kl. 17:15

11 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

já, hann er að meina þetta. fleiri eru sömu skoðunar og hann. skoðanir eins og þessar greina hina siðblindu frá öðrum.

þetta er skólabókardæmi um siðblindu.

þeir sem hafa völd til að gera eitthvað í málunum, en kjósa að horfa bara á og gera ekkert, eru í raun að leggja blessun sína yfir verknaðinn og þar með að opinbera eigin siðblindu.

Brjánn Guðjónsson, 19.1.2009 kl. 17:18

12 Smámynd: Liberal

Noh.... barasta bara ritskoðun á fullu? Mótmælendur eitthvað viðkvæmir fyrir því að þeirra rantur sé gagnrýndur? Eitthvað viðkvæmt að benda á að kannski, bara kannski, sé engin innistæða fyrir heykvíslarmálflutningi nornaveiðaranna?

Það að þú skulir ritskoða það sem ég segi, Jenný, segir þjóðinni bara það að þú hefur engan áhuga á skoðanaskiptum eða sannleikanum, þú hefur bara áhuga á því að slúðra og grafa undan lýðræðinu með því að ala á tortryggni og kjaftasögum. Skítt með sannleikann, segir þú. Skítt með framtíðina, segir þú. Bara að ala á nógu mikilli heift, helst láta ofbeldi og reiði taka völdin og þá gildir einu hvort það sé réttmætt eða ekki. Í þínum huga nægir að líklegast eru allir sekir um eitthvað og tilgangurinn helgi meðalið.

Þú ættir að skammast þín.

Liberal, 19.1.2009 kl. 18:41

13 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ég sá viðtal við geimveru áðan á rúv, þeir kölluðu hann Ólaf Ólafsson svona til að skilgreina hann frá öðrum geimverum.  Þessi geimvera Ólafur Ólafsson ku vera mikill geimkall. Þekktur sem slíkur útum allan heim og geim. Hann virtist ósköp vengjulegur við fyrstu sýn, nema pínu skrítinn til augnanna, (sökum siðblindu segja þeir)., en þeir skelltu á hann gleraugum svo hann sæi betur þjóðarsálina.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.1.2009 kl. 19:34

14 Smámynd: Liberal

Finnst þér þú vera voða sniðug, Lilja? Sneddí? Finnst þér svakalega fyndið að saka mann sem þú þekkir (væntanlega) ekki neitt um að vera siðblindur? Veistu hvað felst í því að vera siðblindur?

Heldur þú að þú sért talsmaður þjóðarsálarinnar? Er það það sem þú hefur sannfært sjálfa þig um þar sem þú situr við tölvuna og nöldrar? Að það sem þér finnist, finnist þjóðinni? Hugsarðu: "Ríkið, það er ég"?

Einhvern veginn grunar mig það.

Liberal, 19.1.2009 kl. 21:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.5.): 5
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 55
  • Frá upphafi: 2985864

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 55
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.