Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Þriðjudagur, 24. mars 2009
Hamingjusamir í höfrunum
Ég elska kjöt.
Veit ekkert betra en rautt kjöt, því rauðara því betra.
Má vera blóðugt við beinið mér að meinalausu.
Nú á hið rauða kjöt að hafa slæm áhrif á heilsuna.
Jájá, eins og sólin, sykurinn, kaffið, brauðið, eggin, sjórinn og saltið, andrúmsloftið og magnýltöflurnar.
Ég hef sagt það áður og segi það enn, það er ekki til sá hlutur í heimi hér og manneskjan kemst í námunda við sem ekki hefur á einhverju stigi máls vera talinn heilsuspillandi.
Ég ber fulla virðingu fyrir grænmetisætum en ég dauðvorkenni þeim einhliða því þeir kæra sig ekki um neina samúð, eru hamingjusamir á höfrunum.
Grænmeti er frábært, ég elska það en fæðupíramídinn er eins og hann er og ég myndi detta niður dauð fengi ég ekki reglulega kjöt og fisk.
Stendur ekki í ðe búkk að maðurinn (konan?) lifi ekki á brauði einu saman? Ég heldi nú það.
Íslenska lambakjötið er frábært. Hráefnið svo flott.
Ég hins vegar hitti sjaldan á gott nautakjöt á þessu landi, oftar en ekki er það seigt.
Ég elska litlu lömbin, bæði á fæti og í neytendapakkningum.
Vill ekki setja mig inn í ferlið frá haga í maga og mér finnst gott að þurfa ekki að slátra sjálf væri sennilega á kafi í baunaspírum ef ég þyrfti að aflífa ungviðið sem ég úða í mig.
En af hverju fór ég að blogga um mat?
Jú ég hlýt að vera svöng það er málið.
Farin að narta í gulrót og vorkenna sjálfri mér.
Ég er með flensu, hvað get ég sagt?
Flensa gerir mér hluti.
![]() |
Mikið rautt kjöt slæm áhrif á heilsu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 22. mars 2009
Leyfum það - leyfum það
Hass er dóp, svo mikið veit ég.
En ef það er hægt að hjálpa fólki með sjúkdóma með því að nota jurtina þá á að sjálfsögðu að búa svo um hnútana að það sé hægt.
Eftir hverju er verið að bíða?
Hjálpar jurtin ekki krabbameinssjúklingum, fólki með taugasjúkdóma og svoleiðis?
Leyfa það, leyfa það.
En fjandinn hafi það að það þarf að halda vel utan um þessi mál.
Ég sé enga ástæðu til að bæta aðgengi að dópi fyrir unga fólkið.
(Eða neytendur hugbreytandi efna svona yfir höfuð).
Og hana nú.
![]() |
Kæmi til greina að leyfa kannabislyf á undanþágu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Laugardagur, 14. mars 2009
Algjörir smalar
Stjórnarskráin var skrifuð af körlum enda tímarnir slíkir og konur hafðar í eldhúsunum og í verkunum yfirleitt.
Svo hugsuðu þær um börn og bú. Fengu ekki að kjósa hvað þá heldur.
Þær áttu að þegja og hlýða.
Algjör paradís karlrembusvínanna.
En nú er árið 2009.
Og þá skipa karlarnir sig í nefnd til að skoða stjórnarskrána og ætla auðvitað að halda áfram skrifunum einir og sér nema Framsókn sem sýnir áttun á stað og stund og skipar konu.
Ég vill enga endurskoðun á stjórnarskrá af nefnd sem sem er 99% karlæg.
Við konur erum helmingur af þjóðinni. Halló, vaknið!
Reyndar situr Atli Gíslason í nefndinni fyrir VG og hann er einn ötulasti femínisti þessa lands.
En þarna kemur ekki til greina annað en að hafa jafnt hlutfall karla og kvenna.
Katrín Jakobsdóttir segir nýja stjórnarskránefnd stríða gegn anda jafnréttislaga og vill að þingflokkarnir endurskoði tilnefningar í nefndina, þar sem nú sitja átta karlar og ein kona.
Konur úr öllum flokkum eru sama sinnis.
Stundum glápi ég eins og veðurviti út í sortann og skil ekki hvað er í gangi.
Ætla menn aldrei að læra, átta sig, hoppa inn í nútímann?
Svei mér þá, stundum finnst mér að kvenfrelsisbaráttan hafi ekki skilað sér nærri nógu vel.
Til karla á ég við.
Meiri smalarnir.
![]() |
Þingkonur mótmæla karlanefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 13. mars 2009
Farið ríðandi inn í helgina
Var að sjá þessa skelfingarfrétt af því að það væri búið að loka kynlega safninu í Köben.
Jeræt, mér gæti ekki verið meira sama.
En það er þetta með kynlíf sem ég staldraði við.
Heilt safn undir aðferðir, íhluti og föt til að rífa sig úr.
Alls kyns stellingar, ismar og istar.
Þegar ég var ung hélt ég að fólk sem lifði kynlífi eftir fertugt væru kynlífsfíklar.
Gamalt fólk stundar ekki kynlíf, það er bölvaður viðbjóður.
Vó, hvað maður getur haft rangt fyrir sér.
Hafið þið pælt í því að stóran hluta æfinnar hrærist maður í hugsunum um kynlíf?
Ástundar það líka, en það er ekki málið, maður er sífellt á milli drátta ef þið skiljið hvað ég meina.
Frá einum (drætti) til annars þó langt sé á milli.
Maðurinn er alltaf að leita að guði í gegnum kynlíf. Finna í sér uppsprettuna til að sameinast föðurnum.
Flott afsökun. Notið hana endilega.
Á ákveðnum aldri þá lifir maður leynt og ljóst í pælingum um draumaprinsa, eilífa hamingju og ástarbríma.
Ég elti þennan draum skammlaust þó ég hefði ekki hugmynd um það mestan partinn.
Giftist ansi oft, fannst það gaman enda sagði ég ykkur einu sinni að í fyrsta skipti sem ég steðjaði upp að altarinu var ég staðráðin í að gera það sem fyrst aftur.
Svo komst ég að því í fyllingu tímans eftir nokkrar giftingar og svona að besta kynlífið á sér oftast stað utan hjónabands.
Nú er ég að fokka aðeins í ykkur og sjálfri mér í leiðinni.
Annars dáist ég að mér fyrir að hafa skrifað heilan pistil um ríðingar (hér set ég upp sólgleraugu).
Ég er af kynslóðinni sem mátti ekki einu sinni lesa um kynlíf.
Né fara opinberlega á túr.
Í staðinn kom helvítið hún Rósa frænka í heimsókn.
Og í leikfimi stundi maður upp úr sér eldrauður í framan að maður yrði að horfa á (túr sjúkdómsástand á þeim tímum?) vegna þess að maður "væri forfallaður".
Halló.
En eslkúrnar mínar, farið ríðandi inn í helgina.
Hehemm.
![]() |
Danskt kynlífssafn gjaldþrota |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Maðkur og matur
Ég hef farið hamförum út af salatbörum stórmarkaða hér á blogginu mínu.
Það er beinlínis ógeðslegt að sjá þessa bari þar sem tegundir hafa þvælst á milli íláta og á gólfið og allt er opið fyrir hvers kyns sýklum. Fyrr æti ég hund.
Nú gengur tölvupóstur þess efnis um netheima að í nammilandi einnar verslunar Hagkaupa sé nammibarinn maðkaður.
Halló, ég er jafn blönk á ástæður fyrir því að fólk fer í þessa "opnu" nammibari til að kaupa sælgæti fyrir börnin sín.
Þetta liggur út um allt gólf og er svo sóðalegt.
Svo veður fólk í þetta með berum höndum og guð má vita hvað síðasta verkefni þeirra nauðsynlegu verkfæra voru notaðar í strax á undan.
Ég er stundum að velta því fyrir mér hvort okkur sé að fara aftur í hreinlæiti og meðferð á matvöru.
Ekki alveg að marka mig, ég er einstaklega klígjugjörn (hef það frá pabba, takið upp málið við hann ef ykkur langar til að kvarta), en það er svo borðleggjandi að ferskt grænmeti í opnum döllum hlýtur að draga að sér allskonar á opnum svæðum.
Sama með nammið.
Oj, farin að gera eitthvað annað, jafnvel þrífa klósettið.
Áður en ég blogga mér til hita og ógleði.
Arg.
![]() |
Engin kvörtun um maðka í nammibar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 12. mars 2009
Þingrof í dag?
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að standa í málfundaæfingum undanfarið á Alþingi.
Þeir kannast ekki við málþóf, auðvitað ekki, en hver einasti þingmaður flokksins flytur ræður og fer á mælendaskrá oftar en einu sinni.
Síðan fóru þeir í andsvör við hvorn annan. Það tók flokkinn niður á nýtt plan í ergelsinu og frústrasjónunum sem eru að drepa þessa vösku baráttusveina lýðræðisins.
Ég ætla að vona að þing verði ekki rofið fyrr en ríkisstjórnin hefur komið helstu málum í farveg þannig að þau verði afgreidd fyrir kosningar.
Jóhanna getur ekki og má ekki láta Sjálfstæðisflokkinn koma í veg fyrir framgang góðra mála.
Svo er ég sammála Steinunni Valdísi Óskarsdóttur með sumarþing.
Hver er í stuði fyrir sumarfrí á þessum óvissu- og hörmungartímum?
Ég skora á ríkisstjórn og Framsóknarflokk að halda kúrs og fá í gegn þau mál á þinginu sem almenningur bíður efir.
Ef þið vilduð vera svo væn.
Annars býð ég góðan dag frá ritstjórn þessa fámiðils hvar setið er og drukkið kaffi og plön lögð fyrir daginn.
Adjö så länge!
![]() |
Hægt að rjúfa þing frá og með deginum í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. mars 2009
Hugsið áður en þið kjósið
Það sagði við mig kona í kvöld að samkvæmt þessari skoðanakönnun væru um 30% Íslendinga fífl.
Ég vildi ekki skrifa upp á það (amk. ekki opinberlega) en verð að játa að ég skil ekki landsmenn mína sem eru tilbúnir til að flykkja sér á bak við Sjálfstæðisflokkinn eftir allt sem á hefur gengið.
Ég nenni ekki einu sinni að fara inn á það hversu þessi flokkur hefur gjörsamlega týnt og tapað andliti frá bankahruni.
Ekki að hann hafi verið mikið upp á punt fyrir venjulegt fólk fram að þeim tíma.
Mér er þetta þjónkunarheilkenni sumra hulin ráðgáta.
Vonandi eru þetta samúðar"atkvæði" sem þarna koma fram.
Ég skal alveg skrifa upp á svona 15% fylgi ekki prósentustigi meira.
Í guðanna bænum Íslendingar hugsið áður en þið kjósið.
![]() |
Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 3. mars 2009
Maðurinn á efri hæðinni
Bjarni Ben formannskanditat Sjálfstææðisflokksins segir að hér hafi ekki verið hörð frjálshyggja.
Og ég er maðurinn á efri hæðinni sem æfir kraftlyftingar.
![]() |
Hér var ekki hörð frjálshyggja |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. mars 2009
Bara áskrifendur
Mig langar ekkert að vera að hnýta í Samfylkinguna.
En miðað við að flokkurinn var á vakt þegar allt fór til fjandans þá er ekki hægt að ljúga því upp á þau að þau taki það eitthvað sérstaklega til sín.
A.m.k. má lesa það af lítilli endurnýjun á prófkjörslistunum.
Þá er ég aðallega að tala um forystuna.
Frátekin efstu sæti fyrir aðalfólkið.
Svo reka aðrir áskrifendur lestina.
En Steinunn er flott þingkona.
Ég hef ekkert út á hana að setja.
En endurnýjun er ekki inni í myndinni.
Því miður
![]() |
Stefnir á eitt af efstu sætunum í Reykjavík |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 1. mars 2009
Fór í alkóhólistann
Jájá Dagur, gott hjá þér farðu í varaformanninn.
En ég ætla ekki að blogga um það.
Heldur þetta tískufyrirbrigði í talsmáta sem nú tröllríður öllu.
Ég er að játa það fyrir ykkur (arg, enn einn ósiðurinn).
Dagur ætlar í varaformanninn!
Jón Baldvin í formanninn!
Samkvæmt þessu þá fór Helga dóttir mín í lögfræðinginn.
Maysan mín í framkvæmdastjórann.
Saran sú yngsta dembdi sér í nemandann..
og ég rek lestina og fór í alkóhólistann.
Svo má benda á að Jóna vinkona mín fór í rithöfundinn og húsbandið í tónlistarmanninn.
Mikið djöfull sem þetta fer í taugarnar á mér.
Halló, má ekki bara vera hallærislegur og segja að Dagur hárfagri bjóði sig fram í embætti varaformanns?
Farin í Enroninn sem fer að byrja í sjónvarpinu.
Og um kvöldmatarleytið fór ég í hrygginn.
Er að fara í kaffið núna.
Ég er að segja ykkur þetta. (Veggur).
Vilduð þið vinsamlegast doka á meðan ég fer og drekki mér í baðvaskinum?
![]() |
Dagur í varaformanninn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (4.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 11
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr