Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Miðvikudagur, 15. apríl 2009
Friggings absúrd!
Þetta er á við góða Fellini bíómynd, þ.e. að lesa nýjustu fréttir af fylgisaukningu Sjálfstæðisflokks.
Algjörlega friggings absúrd!
Könnunin er tekin á þeim tíma sem þjóðfélagið logar stafna á milli vegna styrkjamálsins.
Á sama tíma og sjálfur flokkurinn er með ógleðitilfinningu vegna styrkjanna, koma jónar og gunnur og segjast ætla að kjósa flokkinn.
27% landsmanna þurfa að fara í raunveruleikatékk.
Það lýsir þessu nokkuð vel að formaður flokksins getur ekki hamið undrun sína þegar Fréttablaðið leitar eftir viðbrögðum við könnuninni hjá honum.
Hann er alveg standandi hissa og átti svo sannarlega ekki von á þessu.
Er það nema von.
Þegar það er farið að ganga fram af sjálfum flokksmönnum, svo ég tali nú ekki um formanninum sjálfum, þarf fólk virkilega að fara að hugsa sinn gang.
Vilja 28% þjóðarinnar meira af sama?
Jahérnahér.
En svona eftir á að hyggja, kannski hafa "sannir" sjálfstæðismenn ekki heyrt af styrkjamálinu.
Hannes Hólmsteinn segir að þeir séu vinnandi á daginn og grillandi á kvöldin.
Brjálað að gera.
![]() |
Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst milli vikna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 14. apríl 2009
Þar sem góða og gáfaða fólkið er
Sjálfstæðisflokkurinn hrynur í Reykjavík norður samkvæmt nýrri könnun sem Capacent Gallup hefur gert fyrir RÚV og Mogga. (Könnun gerð nú um páskana).
Fylgið er 22% en árið 2007 fékk flokkurinn 36% atkvæða.
Ég er ekki hissa og auðvitað þykir mér ekki leiðinlegt að þetta skuli gerast.
En það er eins gott að slaka hvergi á fyrr en kjörstöðum er lokað á kjördag og muna að þetta er bara könnun ekki atkvæði úr kassa.
En ég var svona að velta því fyrir mér í byrjun þingsins í dag, þegar Bjarni Benediktsson kom í ræðustól og hreinlega gargaði á Steingrím J. í óundirbúnum fyrirspurnartíma, að það væri um tvennt að ræða hvað væri að gera hann svona snakillan.
A. Að hann væri svona frústreraður yfir ástandi Sjálfstæðisflokksins vegna styrkjamálsins að hann beindi reiðinni bara að Steingrími þessu krútti sko.
B. Að hann væri að glefsa í Steingrím til að draga fjöður yfir óviðunandi ástandi í flokknum og þarna væri svo kölluð yfirbreiðsla fundin.
Svo benti einhver mér á að það virtist eins og honum væri att fram, að hann stæði ekki fyrir þessu sjálfur.
Að hann væri ekki á eigin vegum.
Ég veit ekkert um það.
En Sjálfstæðismenn eru í þófinu um stjórnarskrána bara "buisness as usual" og Björn Bjarnason ætlar að tala eins og hann mögulega getur til að koma í veg fyrir að almenningur fái að fara með puttana í stjórnarskrána.
Rétt hjá honum.
Hinn andlitslausi massi er beinlínis stórhættulegur og svo er hann ódannaður, illa menntaður og gott ef ekki óhreinn líka.
Fyrir nú utan þá staðreynd að almenningur vinnur á daginn og grillar á kvöldin og getur ekki staðið í svona veseni til viðbótar.
Um að gera að halda stjórnarskrárbreytingum á Alþingi.
Þar sem góða og gáfaða fólkið er.
![]() |
Samfylking stærst |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Laugardagur, 11. apríl 2009
Doremí
Miðað við að þetta er fjórði dagur í algjöru raddleysi þá er ég nokkuð góð bara.
Fyrir utan þessa ógeðslegu flensu sem rænir mann raddböndunum þá er ég nokkurn veginn í heilu lagi.
En það er töluverð æfing í æðruleysi að geta ekki talað.
Bara hvíslað því allra nauðsynlegasta.
Allir og þá meina ég allir sem heyra í mér (lesist heyra EKKI í mér) eru með aulahúmor.
Þeir byrja undantekningarlaust að óska húsbandi til hamingju með þögnina.
Spyrja hvort hann hafi ekki tekið sér helgarfrí til að njóta þagnarinnar á heimilinu.
Ég gæti lamið þetta fólk en þar sem ég er ekki ofbeldiskona þá óska ég þess heitt að það detti á hausinn af eigin hvötum, meiði sig nokkuð illa og missi síðan röddina að eilífu.
Ókei, smá ýkjur en bara smá, vona að það detti og meiði sig illa en missi röddina aðeins í nokkur ár eða svo.
Húsband, hins vegar, sagðist vera farinn að sakna tjáningar minnar í morgun.
Það væri eitthvað svo einmannalegt og hálf sjúklegt að hafa mig nálægt sér steinþegjandi dögum saman.
Ég hugsaði: "Mátulegt á þig". Það þarf að sýna fólki hvað það á, til að það fari að skilja verðmætið sem hefur borist upp í lúkurnar á því og því hættir til að fara með eins og steiktan fisk eða soðnar kartöflur.
En..
Ég ætla rétt að vona að ég fari að fá röddina.
Mikið skelfing er röddin mikilvæg hverri manneskju - að minnsta kosti mér.
Ég hef eitthvað svo margt að segja.
Miðað við að ég hef skoðanir á öllu og get ekki tjáð þær í tali milli manna, jafnast þessi örlög á við útlegð úr samfélagi fólksins sem ég elska að tala við.
Og það, börnin góð, á þessi kona hér svo sannarlega ekki skilið.
Do-re-mí-fa-so-la-fokkingdo.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 7. apríl 2009
Iss - piss
Ég hef fengið hlátursköst um ævina sem hefðu getað endað illa.
(Geri reyndar enn).
Þau voru nefnilega mögnuð og óstöðvandi.
Þegar ég var unglingur, nánar tiltekið á fyrsta degi hægri umferðar, þá hló ég svo mikið að ég pissaði á mig.
Það var voða pínlegt.
Af því það gerðist á Laugaveginum að kvöldi til og allt fullt af fólki og svona.
Mig langaði bara að nefna þetta.
Hlægið því varlega.
![]() |
Óskað eftir neyðaraðstoð vegna hláturkasts |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 31. mars 2009
Varúð - ég gæti sprungið hvenær sem er
Konur eru hormónamaskínur.
Konur eru aðallega samansettar af móðurlífi, brjóstum og svo er uppfyllingarefni þar á milli. Ofaná sköpunarverkinu trónir svo örlítið heilakvikindi sem hefur lágmarks fúnksjón.
Konur fæða börn, gefa brjóst, fara á túr og eyða eins og brjálæðingar tíu dögum fyrir blæðingar.
Við erum tifandi lífefnafræðilegar sprengjur, getum sprungið hvenær sem er.
Við verslum af hormónskum hvötum ef einhver er nú að velkjast í vafa um hvatir sem að baki liggja.
Silly me, ég sem hélt að ég tæki upplýsta ákvörðun um að eyða peningum.
Ég hélt líka að ég hefði tekið fleiri upplýstar ákvarðanir í lífinu.
Eins og að gifta mig, skilja og að eiga börn.
Nú sé ég að ég hef sennilega verið í miðjum hormónahring þegar ég gifti mig, egglos í gangi og bíólógíska klukkan hefur gargað, ríða, ríða, ríða!
Svo hef ég verið með fyrirtíðaspennu þau skipti sem ég skildi við mína fjölmörgu eiginmenn.
Skrýtið, maður lifir í fimmtíuogeitthvað ár (förum ekki nánar út í það) og heldur að maður sé að framkvæma yfirvegaðar ákvarðanir sínar.
Ó ekkí, það er hinn kemíski mekkanaismi sem er að verki.
Ég vildi að ég væri karlmaður og fengi að ráða mér sjálf.
Fífl.
![]() |
Kaupæði tengist fyrirtíðaspennu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Mánudagur, 30. mars 2009
Kærleiksheimilið
Ég er með pest.
Ég sverða, síðan um áramót hef ég dregið að mér hverja einustu pest sem hægt er að verða sér úti um.
Ég er ekki frá því að ég hafi aðdráttarafl á flensur í öðrum löndum líka, svei mér þá.
Hvað um það, læknirinn minn er með eitt svar við öllum mínum vandamálum, hvort sem um er að ræða kláða í auga, flensu eða verki í maga.
Hættu að reykja Jenný, segir hann. Þess vegna er ég ekkert að bögga manninn.
Rólegur á áróðrinum segi ég.
Hvað um það.
Mér er óglatt.
Ég þarf að borða, allir þurfa þess og við á kærleiks erum þar ekki undanskilin. (Pirrrrrrrrrrrrrrrrrrr).
Ég velti fyrir mér hvað ég ætti að hafa í matinn.
Súpu kannski, æi nei of mikið vesen. Tekur of langan tíma (engar pakkasúpur hér).
Kjúkling, hann er góður í veikindum, æi nei, of mikið moj þar líka.
Hvað eigum við að borða; spurði ég húsband, frekar vongóð?
Mér er alveg sama (honum leist ekki á þrumusvipinn), eitthvað snarl er það ekki bara?
Ég: Hvað þýðir það (og ég sver að þetta var orðið málefni að svipaðri stærð og BANKAHRUNIÐ í huga mér þegar hér var komið sögu)?
Hann: Hvað sem er, við getum soðið egg og svona.
Ég: Við? Eigum VIÐ að sjóða egg? Þú meinar að ég skuli gera það?
Hann: Nei, nei, ég get alveg gert það.
Þarna var ég komin á flug og ég átti svo bágt að einhver hefði átt að gera mig að mannúðarverkefni.
Ég: Þú þarft þess ekki, auðvitað geri ég það. Aldrei frí, aldrei, og ég er fárveik.
Hann: Á ég að kaupa eitthvað elskan?
Ég:
Nei annars ég ætla ekki að tíunda frekar áhrif flensu númer tuttugogörgugglegaeitthvað á skapferli mitt.
Það ber mér ekki fagurt vitni.
Ætli maður svelti ekki á kærleiks í kvöld?
Maður spyr sig.
Stundum er ljúfsárt að vera fórnarlamb.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Sunnudagur, 29. mars 2009
Alkinn ég
Ég vaknaði í morgun og sjá, það hafði snjóað.
Ég verð að játa að ég er orðin ansi þreytt á þessu hvíta dufti út um allt.
Hvar er vorið?
Jájá, ætla ekki að blogga um veður. Veðrið er eins og það er og þar til vísindin koma með veðurstillingatæki þar sem maður getur valið vetur, sumar, vor og haust, þá situr kona í súpu.
Ég er að fara í fermingarveislu.
Hm.. ég hef nú bloggað um fermingarveislur áður og það ekki allt fallegt.
En það geri ég bara í fokki og fíflaskap, þær eru ágætar.
Sko, í minni fjölskyldu þar er fólk frekar skemmtilegt.
En hei, vissuð þið að ég er alki?
Ég er það sko, ég spyr vegna þess að ein systir mín var að auglýsa eftir alkabloggi, það væri svo langt síðan og svo væru stjórnmálin að kæfa allt á þessari síðu minni.
Ég alveg tilbúin til þjónustu: Ég blogga um alkan mig bara í bítið í fyrramálið, ekki málið krúsa mín.
Og hér kemur það.
Ég er alki, á þriðja ári edrú.
Drakk bjór og vin, át pillur og blandaði öllu saman þangað til að ég nærri dó.
Ég mæli ekki með þessum lífstíl.
Leiðinlegri sjúkdóm (eða hobbí allt eftir því hvar fólk skilgreinir sig) er ekki hægt að koma sér upp börnin góð.
Síðan ég varð edrú hefur líf mitt verið eintóm hamingja.
Hm. reynum aftur.
Síðan ég varð edrú hefur líf mitt gjörbreyst til batnaðar.
Ég á slæma og góða daga.
Á hverju kvöldi fer ég að sofa nokkuð sátt í sál og sinni.
Edrú í boðinu. Ekki spurning.
Farin að taka mig til.
Þetta er snúrublogg börnin mín sæl og samstæð.
![]() |
Óveður á Súgandarfjarðarvegi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. mars 2009
Ekki leiðinlegt
Dadadaríraríra, ekki leiðinlegt að vakna upp við svona hressandi og skemmtilegar skoðanakannanir.
Sem eru auðvitað ekki kosningaúrslit. en ákveðin vísbending um það sem koma skal.
En það telst merkilegt á mínum vinstri græna bæ þegar flokkurinn fer yfir Sjálfstæðisflokkinn.
Það vermir mitt gamla kommahjarta.
Úhúje.
En..
Mér finnst ekki leiðinlegt að sjá á hversu Borgarahreyfingin bætir stöðugt við sig.
Mér finnst það bæði frábært og nauðsynlegt að fá þau inn á þing.
Jabb, en ég er sum sé nývöknuð.
Veit varla hvað ég heiti.
Kem að vörmu.
Lalalalalalala og skál í boðinu.
![]() |
VG upp fyrir Sjálfstæðisflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Í klemmu
Í dag skrapp ég til læknis. Jájá og það er ekki það sem ég ætla að blogga um en ég var sem sagt stödd úti á lífinu, þe í læknamiðstöð nokkurri hér í bæ þegar ég hitti mann.
Eða maðurinn hitti mig held ég að réttara væri að segja.
"Blessuð" sagði hann hressilega og slengdi hrömmunum utan um mig.
Mér brá nokkuð, bæði vegna þess að maðurinn var upp á þrjár hæðir og þurrkloft að stærð og svo gat ég ekki fyrir mitt litla líf munað hver hann var. Ég muldraði þó kveðju framan í magann á honum þar sem ég náði sirkabát þangað upp.
Hann lét mig niður og ég hlaut ekki skaða af merkilegt nokk.
"Heyrðu" sagði hann dálítið óöruggur á svip, "þú manst eftir mér er það ekki"?
Ég: "Nei, þú verður að fyrirgefa, er orðin svo ómannglögg í seinni tíð" (sem er lygi, man allt of mikið eftir fólki, líka því sem ég vil helst gleyma).
Hahahaha, hann gargaði úr hlátri, sló sér á lær og rúðurnar í læknamiðstöðinni titruðu af hávaðanum. Útundan sá ég að fólk var að safnast saman til að fylgjast með endurfundum mannsins sem ég vissi ekki hver var og undirritaðrar.
Ég: "Unnum við saman einhvern tímann"?
Hann: "Hahahahahahohoho, nei, góða (hér var hann búinn að gera sjálfan Pavarotti að vælukjóa í raddstyrkleika), manstu ekki ég er xxxxx og þú vildir ekki sofa hjá mér út af klemmunum í denn?"
Ég dó, hjarnaði við og stundi: "Kle.. klemm ...klemmunum? Sofa hjá....??????
Hann (hér var ég töluvert áhyggjufull yfir að íbúar í Hveragerðu næmu mögulega ekki nógu vel það sem hann sagði): "Já manstu ekki við vorum í sleik við Tjörnina, þér fannst ég rosa sætur og hefðir örugglega komið með mér heim og allt, en svo datt þvottaklemma úr vasanum mínum og þá hættirðu með mér út af því það væri svo lítið töff að vera strákur og vera með klemmur í vasanum".
Ég: "Hvaða vitleysa."
Hann: "Jú, þú gerðir það góða, þar gerðirðu mistök, þú hefðir átt að giftast mér ég er svo duglegur á heimili. Hahahahahahaoghohohoho".
Ég sver fyrir að hafa nokkurn tímann hitt þennan mann, hvað þá farið í sleik við hann eða talið honum til vansa að ganga með tauklemmur á sér.
Þvert á móti hef ég alltaf fallið fyrir mönnum með góðan tauklemmulager.
En að þessu sögðu, hver andskotinn er í gangi?
Eitthvað samsæri gegn mér?
Ég held að ég haldi mig heima þar sem ég er örugg eða hvað?
Kona spyr sig.
En læknirinn sagði mér að fara heim og heila sjálfa mig.
Ókei, hann sagði það ekki en það hefði verið flottur endir á deginum.
Cry me a river.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Fimmtudagur, 26. mars 2009
Skil þetta ekkki
Framsókn bara rýrnar og rýrnar í hverri skoðanakönnunni á fætur annarri.
Ég er ekki hissa á þessu reyndar þó mér finnist að það séu nokkrir ágætir stjórnmálamenn innan flokksins.
Ókei, ekki margir en nokkrir.
Ég held að ástæðan fyrir þessu geti verið nokkuð einföld.
Eftir að þeir komu fram með tilboðið til að verja stjórnina falli og sama stjórn mynduð í kjölfars þess tilboðs eru þeir búnir að vera eins og trylltir bardagamenn á sveppum gagnvart VG og S.
Allt þeirra púður fer þangað.
Ég held að þetta fari illa í fólk, þeir eru í pjúra stjórnarandstöðu, jafn mikilli og Sjálfstæðisflokkurinn og þá er nú mikið sagt.
En þetta er ekki mitt vandamál og ég hef ekki hundsvit á þessu fylgistapi hjá þeim.
Það sem ég vil hins vegar vita hvað það á að þýða að spyrja á eftirfarandi hátt þegar gerð er skoðanakönnun?:
Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til kosninga nú? Þeir sem voru óákveðnir voru spurðir: Hvaða lista er líklegast að þú myndir kjósa. Þeir sem enn voru óákveðnir voru spurðir: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn en einhvern annan flokk. Alls tóku 70,1% afstöðu til spurningarinnar.
Nú getur vel verið að það sé einhver skoðanavísindaleg ástæða fyrir því að Sjálfstæðisflokknum er stillt upp sem valkosti þarna í endann en mikið skelfing væri gott að fá þetta útskýrt.
Af hverju er ekki eins spurt; Er líklegra að þú myndir kjósa Borgarahreyfinguna en einhvern annan flokk?
Bíts mí.
Gleðitíðindin eru hins vegar þau að ríkisstjórnin fengi bullandi meirihluta samkvæmt könnunni.
Það finnst henni mér ekki leiðinlegt.
![]() |
Fylgi Framsóknarflokks minnkar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr