Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Þriðjudagur, 2. október 2007
Ekki full en aldrei edrú
Þegar ég sá þessa frétt og tilvitnuna í hana Valgerði Rúnarsdóttur, lækni, hugsaði ég; noh, ég bara uppi á töflu á ráðstefnunni hjá SÁÁ en samtökin eru þrjátíu ára um þessar mundir. En ég er auðvitað bara smásteinn á alkaströndinni.
Valgerður segir:
"Á sama tíma sjáum við breytingu sem felst í því að það hefur orðið tvöföldun á dagdrykkju hjá þeim sem eru að koma í meðferð," sagði Valgerður. "Það hefur ekki verið dæmigert fyrir Íslendinga að drekka þannig. Við höfum drukkið um helgar og farið á fyllirí, en þessi hópur er að sulla í áfengi flesta daga. Það er aldrei edrú, en kannski aldrei drukkið heldur. Þetta skapar mikil félagsleg vandamál. Fólk getur ekki keyrt, ekki passað barnabörnin og ýmislegt annað." Samkvæmt tölum frá SÁÁ hefur dagdrykkjufólki í sjúklingahópi Sjúkrahússins Vogs fjölgað hlutfallslega undanfarin ár. Árin 2005 og 2006 fór þetta hlutfall dagdrykkjufólks í sjúklingahópnum yfir 30% hvort ár um sig en tímabilið 1994-1996 var það rúm 15%.
Þarna er mér og mínum drykkjuvenjum lýst nákvæmlega. Auðvitað er ég í hópi fjölda fólks sem hefur haft sama drykkjumynstur og því er það svo algengt þegar hlustað er á fyrirlestrana á Vogi að fólki finnst eins og verið sé að skrifa það persónulega upp á töflu. Alkarnir alltaf samir við sig, halda að heimurinn snúist um þá og enga aðra. Hmmmm...
Ég var a.m.k. sjaldnast edrú og sjaldan full, bara þarna mitt á milli. Það segir sig sjálft að þegar drykkja er orðin að vandamáli, þá er hún ekki framin til þess að fara á fyllerí með gleðilátum upp á gamla mátann. Það er einfaldlega drukkið (dópað) til að deyfa tilfinningar og koma í veg fyrir að horfast í augu við lífið.
Á föstudaginn er ár liðið frá því að ég fór inn á Vog. Þar fékk ég lífið mitt til baka, svei mér þá. Mikið rosalega erum við Íslendingar heppnir að eiga aðgang að frábærum sérfræðingum hjá SÁÁ. Það er dýrmætara en margir eru meðvitaðir um. Við sem höfum notið þessarar þjónustu og þeir sem að okkur standa eru að sjálfsögðu óendalega þakklátir.
![]() |
Áfengisvandi breiðist út meðal eldra fólks |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 2. október 2007
Huggun!
Á morgun er töff dagur framundan hjá mér. Ég er að fara í mergsýnitöku eða hvað það nú heitir. Þetta hefur haft langan aðdraganda og ég var að vona að ég slyppi við þetta inngrip. En ekki þýðir að gráta Björn bónda, heldur safna liði og all that shit". Sum sé, ég þarf að taka á honum stóra mínum þar til seinni partinn á morgun.
Ég hef ekki trú á stjörnuspám en hef gert stólpagrín að þeim hér á blogginu í sumar. En nú hentar mér að taka hana alvarlega. Spá dagsins (þriðjudags er svona):
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 08:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Mánudagur, 1. október 2007
Ég er skjálfandi á beinunum..
..eftir að hafa séð Pétur Tyrfingsson, hella úr skálum reiði sinnar og lýsa yfir vanþóknun sinni á því sem hann nefnir kukl, í Kastljósinu í kvöld. Þar sem Pétur er heilbrigðisstarfsmaður sem vinnur eftir hinum "einu réttu" leikreglum hefði ég kosið að hann væri örlítið málefnalegri í gagnrýni sinni og minna háðskur.
Ég veit ekkert um þessa höfuðbeina- og spjaldhryggsjöfnun, né margar af þeim óhefðbundnu aðferðum við lækningar sem í boði eru. Ég er að vissu leyti sammála Pétri um að fagaðili eigi ekki að vera að ástunda eitthvað sem engar sannanir eru fyrir að skili árangri. Samt skil ég vel að þeir sem eru vonlausir um bót meina sinna leiti sér aðstoðar út fyrir hinn hefðbundna ramma heilbrigðiskerfisins.
En það skiptir engu máli hér hvað mér finnst um óhefðbundnar lækningar. Þar er sjálfsagt bæði gott og slæmt að finna. Það skiptir mig heldur engu höfuðmáli að Pétur Tyrfingsson skuli vera að kafna úr reiði yfir þessari eða hinni aðferðinni úti í bæ. Það sem mér finnst óþolandi er þessi hrokafulla afstaða, að ekkert sé brúklegt nema það hafi verið kannað með þeim hætti sem hann telur til þess bæran.
Það er eins gott að til er leitandi fólk. Hvernig í ósköpunum ættu hlutirnir að þróast ef enginn spyrði spurninga og prófaði sig áfram?
En höfuðbeina- og spjaldhryggs vottever.
Ædónþeinksó.
Þar er ég sammála hinum bálilla manni.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Sunnudagur, 30. september 2007
Steindur Georg!
Hm. það er eiins og ég hafi heyrt þennan áður. Ég ætla að drekka/reykja/dópa aðeins minna. Ég ætla að hætta að drekka Vodka og fara yfir í Breezer, þá verður drykkjan ekkert vandamál. Ég ætla að fá mér sjaldnar í glas, bara um helgar og þá hættir þetta að verða vandamál. Ég ætla að hætta í bjór og fara yfir í rauðvín (þessi er eign höfundar og var mikið notaður), ég hlýt að vera komin með ofnæmi fyrir bjór. Ég á ekki við áfengis/dóp vandamál að stríða, ég var bara svo þreyttur þegar ég rústaði íbúðinni, eða var það ekki ég sem rústaði henni? Híhí. Alkar í afneitun, svo viðbjóðslega magnaðir.
George Michael segist vilja nota minna marijúana, en hann kannast ekki við að neyslan sé vandamál hjá sér, þrátt fyrir að hafa lent í útistöðum við lögin, vegna neyslu. Ónei, hann er mjög hamingjusamur maður með fulla stjórn á lífinu. Merkilegt að hann skuli vilja minnka skammtinn þó allt sé svona líka í himnalagi.
Fíknisjúkdómar láta ekki að sér hæða. Mið djö... fokka þeir upp heilanum á manni og steikja hann.
Æmsóberandklír.
Úje
![]() |
George Michael segist vilja nota minna marijúana |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 30. september 2007
Næturraunir
Ekki var ég fyrr búin að lýsa því yfir á blogginu, að hér í mínu hverfi, byggju engir Erlar, allt væri hljótt og aldrei partý eða aðrar hávaðaróstur á nóttunni, en fjandinn varð laus. Ég gat ekki lókaliserað hamaganginn í nótt, hann var nálægt, en samt utan seilingar. Glös voru brotin, tjaldsöngvar sungnir (María, María var tekið aftur og aftur), fólk dunkaði í gólf eða veggi, fór út að reykja og talaði hátt og þannig hélt það áfram fram á morgun. En ég lifði það af.
Ég sofnaði á milli þátta og mig dreymdi drauma. Það hefur komið fram áður á þessu bloggi að ég legg ekki á fólk að hlusta eða lesa um draumfarir mínar, enda það leiðinlegasta í heimi að heyra að einhverjum hafi dreymt að hann væri í Færeyjum, en samt voru það ekki Færeyjar heldur Borgarnes og svo hafi viðkomandi hitt Kennedy sem var samt ekki hann heldur Davíð Oddsson og svo áfram og áfram. Draumar eru tilfinningar sem mér finnst ekki hægt að koma til skila. Enda algjörlega út í hött að vera tíunda þá við annað fólk.
Minn draumur innihélt eftirfarandi:
Flugvél, suðræn lönd, hús Héraðsdóms, spikfeita rottu með leðurhatt, tölvu, fimmþúsundkrónuseðla í miklu magni, lögguna og dýrar fasteignir. Ég vaknaði í rusli og fári.
Var ég búin að segja að þetta hafi verið martröð?
Mikið djö.. sem ég er pirruð yfir þessu.
Drímon!
Úje
Laugardagur, 29. september 2007
Afneitun alkans - Snúrukorn
Það er með Britneyju, kjéddluna eins og okkur hina alkana, að á meðan afneitunin er í gangi, er enginn máttur á jarðríki sem getur fengið mann til að hlusta. Ekkert sem getur fengið okkur til að sjá að það sé eitthvað að hjá okkur. Við getum hins vegar, bent á milljón ástæður fyrir því, hversu bágt við eigum og hve heimurinn sé okkur vondur og óréttlátur. Við erum fórnarlömb. Afneitun alkans er svo sterk, svo yfirþyrmandi að hún myndar vegg á milli hugsunar og skynsemi.
Hvað annað en afneitun á ástandinu fær mann til að meiða sjálfan sig og særa alla sem maður elskar og þykir vænt um? Það er ekki eins og þeir sem haldnir eru sjúkdómnum alkahólisma, séu svona illa innrættir, vilji meiða og skemma og láta allt hrynja í kringum sig.
Ég er svo fegin að mér tókst, með góðra manna hjálp að horfast í augu við minn vanda og fá hjálp við honum. Þvílíkur léttir sem það er að hætta að ljúga, að sjálfum sér fyrst og fremst og svo auðvitað að öllum hinum í leiðinni.
Ég ætla a.m.k. að óska þess að þessi kona, sem er á milli tanna okkar allra, ásamt öllum þeim sem enn þjást af sjúkdómnum alkóhólisma, nái í gegnum afneitunina og uppskeri edrú líf í staðinn.
Og ég er í þann mun að fara að sofa - allsgáð að sjálfsögðu.
Nigthy - Nigthy
![]() |
Vinir Britney ráðþrota gagnvart afneitun hennar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 25. september 2007
Algjört törnoff.
Ég er stundum með alveg glataðan húmor. Mér finnst til dæmis alveg rosalega fyndið að Harvard háskóli í samvinnu við fleiri æðri menntastofnanir, skuli hafa verið að rannsaka hvort dimmraddaðir menn eignist fleiri börn en þeir mjóróma. Ég tel mig hafa nokkuð öflugt hugmyndaflug á góðum degi, en þetta hefði mér aldrei dottið í hug að einhverjum fýsti að vita.
Hvað um það. Þeir dimmrödduðu eignast fleiri börn, en börn mjóróma manna eru alveg jafn heilsuhraust. Ástæðan fyrir barnaláni strigabassanna er talin vera sú að þeir eigi auðveldara með að ná sér í konu. Þessar upplýsingar hefðum við stelpurnar getað boðið upp á, án þess að það kostaði krónu. Skrækir náungar eru algjört törnoff. Ég sá einu sinni einn öflugt flottan náunga úti í London og þegar hann gekk að mér, kiknaði ég í hnjáliðunum, missti glasið og sígarettuna á gólfið (ýkt, mínusið eftir þörfum) og hélt að þarna væri draumaprinsinn kominn ljóslifandi. Maðurinn horfði djúpt í augu mér, sagði eitthvað gáfulegt, sem ég er ekki til frásagnar um, því ég greip um eyrun vegna hátíðnihljóðsins sem kom úr barka hans. Hann var geldingur, ég sverða.
Það rann upp fyrir mér ljós, þegar ég las þessa frétt og nú skil ég hvers vegna SUMIR (www.jonaa.blog.is) eru glaðir með Bjögga Halldórs. Röddin í honum er á stöðugri niðurleið, í þulardjobbinu á Stöð 2. Samkvæmt umræddri rannsókn, þarf Björgin örugglega á lífvörðum að halda ef svo heldur fram sem horfir. Íslensk kvenþjóð á eftir að tapa sönsum ef karlinn fer niður um áttund til viðbótar.
Á sjó!
![]() |
Dimmraddaðir menn eignast fleiri börn en þeir mjóróma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Mánudagur, 24. september 2007
Páfi dó og só????
Lina Pavanelli, læknir, hefur sakað Páfagarð um að brjóta gegn grundvallarstefnu sinni með því að leita ekki allra leiða til að lengja líf Jóhannesar Páls páfa, þegar hann lá banaleguna.
Páfagarður heldur því hins vegar fram að það hafi verið gert, þ.e. að halda páfa lifandi eins og hægt var.
Guð talaði og tók til sín páfann á hans efsta degi.
Kaþólikkar reisa ágreining við allan fjandann.
Páfinn dó og só???
Hann var hundraðogeitthvaðnæstumþvíára maðurinn. "In gods name people, give it a rest"
Ég meinaða!
Amen.
![]() |
Páfagarður sakaður um tvískinnungshátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 23. september 2007
Nafnlaus aumingi!
Eitt af nýju bloggunum hér á Mogganum heitir "hvítur heimur". Það er ógeðslegt rasistablogg. Ég ætla rétt að vona að áður en dagur er liðinn, verð Mogginn búinn að loka á óþverrann. Ég birti hérna færslu af blogginu og hvet vini mína sem hingað koma, að heimsækja ekki síðuna. Ég vil ógjarnan kitla teljara þessarar mannleysu sem skreytir sig með hakakrossi, en mér finnst ég heldur ekki að ég geti látið þetta ónefnt.
Að svona fólk skuli vera til. Ganga, anda, borða og sofa.
Dæmi:
"Hitler var einn mesti foringi inní 21.öldina sem til var hann var snillingur í öllu sem hann gerði hann gerði okkur öll frjáls allt sem hann vildi var það að við Hvíta fólkið mundum lifa samhvæmt því að við værum efst í fæðukeðjunni því það er það sem Guð skapaði okkur til að vera.
Þeir sem eru tilbúnir til að berjast fyrir því að landið okkar verði ekki yfir tekið af útlendingum standið upp núna hættið að tala bara um það látið í ykkur heyra því rödd okkar þýðir meira en rödd manna sem opnuðu landið okkar í gróðaskyni."
Þetta er með því penna úr þessum þveimur færslun sem nafnlausi heigullinn hefur sett inn á síðuna.
Merkilegt að fólk með svona sterka trú á eigin yfirburðum, fólk sem telur sig eiga erindi, skuli fela sig bakvið nafnleynd, hakakrossa og annað glingur.
Út með helvítið og það strax í dag.
Laugardagur, 22. september 2007
Ég hef verið svikin..
..um storm. Það hvín ekki í neinu og varla bærist hár á höfði. Grillið hefur ekki haggast á svölunum og ég bar garðhúsgögnin algjörlega að óþörfu niður í geymslu. Auðvitað er gott að það reið ekki yfir eitthvað gjörningaveður sem engu eirði, en smá fok hefði verið gott svona fyrir laugardagsstemmarann.
..Jenny Una sofnaði rúmlega átta og var dauðþreytt eftir ævintýri dagsins. Það er allt mjög mikið þessa dagana. Mjög skemmtilegt, mjög óhollt, mjög hættulett og mjög mikið leiðilett. Þegar ég bað hana að koma með mér af því hún ætti að fara í bað þá svaraði hún ákveðin; nei amma það er ekki í boði! Ég hélt ég myndi hníga niður af undrun. Kommon hún er ekki orðin þriggja ára. Mig grunar að mamma hennar svari henni svona ef Jenný er að biðja um nammi og önnur ullabjökk.
Eftir að hafa lesið Moggann (laugar- og sunnudags), Blaðið og Fréttablaðið og hlustað á fréttir á báðum stöðvum, veit ég upp á hár hvað margar E-töflur hefði verið hægt að búa til úr einhverju af duftinu sem smyglað var með spíttskútunni, hversu mörg kíló þegar búið hefði verið að blanda kókaínið, hversu margir skammtar og hversu margar sprautur svona nánast. Ég veit líka hvað ársneyslan í Ósló er á ári, hvað hún er hér og í Timbúktú. Bráðnauðsynleg vitneskja.
Ég bíð spennt eftir að Róbert Marshall biðji Einar Hermannsson, skipaverkfræðing, afsökunar og fylgi þar með í kjölfar yfirmannsins. Alveg tilvalið að topparnir í samgönguráðuneytinu biðjist afsökunar á línuna meðan sá gállinn er á þeim. Það er aldrei að vita hvenær hann brestur á næst með auðmýkt þarna í samskiptaráðuneytinu.
Annars allt gott bara.
Later!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 2987760
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr