Leita í fréttum mbl.is

Ég hef verið svikin..

..um storm.  Það hvín ekki í neinu og varla bærist hár á höfði.  Grillið hefur ekki haggast á svölunum og ég bar garðhúsgögnin algjörlega að óþörfu niður í geymslu.  Auðvitað er gott að það reið ekki yfir eitthvað gjörningaveður sem engu eirði, en smá fok hefði verið gott svona fyrir laugardagsstemmarann.

..Jenny Una sofnaði rúmlega átta og var dauðþreytt eftir ævintýri dagsins.  Það er allt mjög mikið þessa dagana.  Mjög skemmtilegt, mjög óhollt, mjög hættulett og mjög mikið leiðilett.  Þegar ég bað hana að koma með mér af því hún ætti að fara í bað þá svaraði hún ákveðin; nei amma það er ekki í boði! Ég hélt ég myndi hníga niður af undrun.  Kommon hún er ekki orðin þriggja ára.  Mig grunar að mamma hennar svari henni svona ef Jenný er að biðja um nammi og önnur ullabjökk.

Eftir að hafa lesið Moggann (laugar- og sunnudags), Blaðið og Fréttablaðið og hlustað á fréttir á báðum stöðvum, veit ég upp á hár hvað margar E-töflur hefði verið hægt að búa til úr einhverju af duftinu sem smyglað var með spíttskútunni, hversu mörg kíló þegar búið hefði verið að blanda kókaínið, hversu margir skammtar og hversu margar sprautur svona nánast.  Ég veit líka hvað ársneyslan í Ósló er á ári, hvað hún er hér og í Timbúktú.  Bráðnauðsynleg vitneskja.

Ég bíð spennt eftir að Róbert Marshall biðji Einar Hermannsson, skipaverkfræðing, afsökunar og fylgi þar með í kjölfar yfirmannsins.  Alveg tilvalið að topparnir í samgönguráðuneytinu biðjist afsökunar á línuna meðan sá gállinn er á þeim.  Það er aldrei að vita hvenær hann brestur á næst með auðmýkt þarna í samskiptaráðuneytinu.

Annars allt gott bara.

Later!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

hehe nafni minn hefur nokkuð til síns máls. Þér væri alveg trúandi til að bera allt draslið upp á svalir aftur. Svona í mótmælaskyni við veðurguðina. En það er ekki í boði híhí

Jóna Á. Gísladóttir, 22.9.2007 kl. 23:43

2 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Hér er að hvessa og stormurinn bara aðeins seinni á sér en spáð hafði verið. Held hann bresti á í nótt bara. Hafið það gott og hér er ekkert í boði, nema að boðið sé upp á það, skil hana Jennýju bara vel! LOL. 

Bjarndís Helena Mitchell, 22.9.2007 kl. 23:45

3 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Já er það ekki bara ágætt að vera laus við storminn?

Hm það eru eiturlyfjahugvökur núna á klukkutímafresti - við höfum líka fengið að vita að allt anfetamínið muni duga okkur næstu hálfa öldina ef það er notað samkvæmt lögum! það er voða gott að vita það.

Ég ekki skilja þetta með Róbert marshall! bara smá útskýringu - takk.

Edda Agnarsdóttir, 22.9.2007 kl. 23:45

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Jamm ætli hann komi ekki bara æðandi stormurinn  En þetta er gott svar hjá þeirri stuttu, þetta er ekki í boði hehehe....

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 22.9.2007 kl. 23:49

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Robert Marshall er nýbúinn að vera í Kastljósi að verja samgönguráðherra og harðneitaði að það hefðu veirð mistök af ráðherra að nefna hann sérstaklega sem ábyrgan.  Nú hefur ráðherrann beðist afsökunar, þá hlýtur Marshall sem aðstoðarmaður hans væntanlega að gera það líka.

Smjúts á ykkur.

Jenný Anna Baldursdóttir, 23.9.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Laufey Ólafsdóttir

Það er drepleiðinleg mynd um veður á stöð 2. Það kemur örugglega stormur fyrr eða síðar, það getum við bókað

Laufey Ólafsdóttir, 23.9.2007 kl. 01:09

7 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

spíttBÁTUR, ekki skúta. Enginn húmor í því...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 23.9.2007 kl. 08:18

8 Smámynd: Ester Júlía

Oooooo það kom enginn stormur!  Hvessti eitthvað smá en það var varla til að tala um.  Ég sem búin var að byrgja mig upp af nammi og góðum mat , ætlaði að hafa það hrikalega huggulegt undir sæng með Stephen King bókina sem ég var að kaupa og hlusta á brjálað veðrið utandyra........SEM SVO KOM ALDREI! En það var víst stormur í Vestmannaeyjum. 

Knús

Ester Júlía, 23.9.2007 kl. 09:23

9 identicon

Það er skammarlegt hvernig íþróttakennarinn og skósveinn hans hafa komið fram í þessu máli.

Norn (IP-tala skráð) 23.9.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (31.10.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 2986817

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Okt. 2024
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband