Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Laugardagur, 22. september 2007
Stormur!
Í tilefni hans hef ég bundið niður grillið á svölunum.
Farið með plasthúsgögnin af sömu svölum niður í kjallara.
Lokað nánast öllum gluggum.
Kveikt á kertum (ekki út af mögulegu rafmagnsleysi, ónei) til að hafa það huggó.
Kaupa upp matarlagerinn í Kringlunni (er að deyja úr neyslusýki).
Endurnýja sjúkrakassa heimilisins.
Og nú bíð ég spennt.
Hvað gerist?
Ha.. var einhver að segja að ég væri drami?
Ég hélt ekki.
![]() |
Stormviðvörun á sunnanverðu landinu í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 21. september 2007
Sprautufíklar - áhöld.
Það þarf að gera áhöld fyrir sprautufíkla aðgengilegri en nú er og þau eiga að vera ókeypis.
Landlæknir óttast að HIV-faraldur sé í uppsiglingu meðal fíkniefnaneytenda á Íslandi. Við þessu þarf að bregðast strax.
Það er nógu sorglegt samt að fólk sé að deyja úr neyslu án þess að þessi ófögnuður bætist ekki við.
Komasho.
Fimmtudagur, 20. september 2007
Edrúafmælið mitt - 11 mánaða snúra!
Tíminn flýgur. Ég er ellefu mánaða edrú, takk fyrir. Í raun gott betur en það, en ég ákvað að telja frá ákveðnum degi inni á Vogi. Það skiptir ekki máli. Það sem skiptir máli er að í tæpt ár hef ég tekist á við lífið án deyfingar af öllu tagi. Ég hef ekki notað áfengi eða pillur til að slá á lífið og tilfinningar mínar. Það sem meira er um vert, þá hefur mig ekki langað til þess í eitt einasta sinn, þrátt fyrir að eitt og annað hafi dunið yfir á tímabilinu, alveg eins og í lífinu yfirleitt þar sem skiptast á skin og skúrir. Ég hlýt að hafa náð hinum margumtalaða botni.
Það er enn nýtt fyrir mér að vakna á hverjum morgni, geta horft framan í fólk, með góða samvisku.
Alkahólismi er sjúkdómur lyginnar, óheiðarleikans og reiðinnar. Ég fæ enn kökk í hálsinn þegar ég hugsa til sjálfrar mín, sitjandi með glasið og pillurnar innan seilingar, starandi tómum augum út í loftið og það er eins gott fyrir mig að gleyma því ekki eitt augnablik, hvernig fyrir mér var komið. Það er eins af aðalástæðunum fyrir því að ég blogga um sjúkdóminn eins og hann snýr að mér og mínum. Svo veit ég líka að hér les fólk sem sækir einhverja huggun í að vita, að án tillits til hversu illa er komið fyrir alkanum, þá er til von.
Þegar ég var búin að vera edrú í mánuð, leið mér eins og ég hafi unnið stórorustu. Þann tuttugasta hvers mánaðar held ég upp á að er ég sigurvegari yfir sjálfri mér, og það er þó nokkuð afrek, því fram að því að ég varð edrú var ég vandræðagepill og erfið viðureignar, ekki síst fyrir sjálfa mig. Ég hef líka góða hjálp og stuðning. Frá fjölskyldu minni, vinum og öðrum sem vita hverjir þeir eru.
Einn dag í einu byggi ég mér nýja fortíð, ljúfa nútíð og ég legg drög að góðri framtíð. Ég reyni að lifa í núinu, af því það er það eina sem ég hef til ráðstöfunar.
Í kvöld fer ég edrú að sofa.
Ójá!
Þriðjudagur, 18. september 2007
Pirringsblogg!
Það gat nú verið, helvítis, djöfulsins, andskotans skortur á virðingu fyrir prívatlífi manns. Hér fer ég með bílinn í skoðun, lendi á algjörum hálfvitum, sem skoða fjandans ökutækið og ætla að ræna mig aleigunni fyrir nokkra mínútna vinnu og það er komið í blöðin, þó það hafi fokið í mig við djöfuls karlana þarna í skoðunarstöðinni.
Sko, ef þeir hefðu ekki ætlað að okra svona djöfulli, andskoti og helvítis mikið á mér þá hefði ég auðvitað ekki brotið djölfulsins rúðufjandann þarna hjá þeim. Og svo hringdu mannfjandarnir á lögguhelvítin.
Það er ekki nokkur virðing borin fyrir minni fjandans persónu.
Hehe, smá hugleiðing um orðaforða þess, sem sér sér ekki fært að leysa málin á eðlilegan máta.
Ég keyri ekki og hef aldrei í bifreiðaskoðun komið nema á annarra manna bíl.
Ég er eins og hin fíflin sem eru stöðugt að blogga í tilraunaskyni. Segi svona.
Góðan daginn og er ekki bölvaðekkisens lífið í góðum gír bara?
Æmsóhappí!
Úje
![]() |
Reiddist rukkun fyrir endurskoðun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. september 2007
Lítill drengur hefði átt afmæli í dag!
Eitt barnabarna minna, hann Aron Örn Jóhannsson, hefði orðið 10 ára í dag, þ. 17. september, hefði hann lifað.
Hann dó ungur, og við sem eftir lifum höfum reynt að muna hverja stund, hvert augnablik sem við fengum að vera með þessum yndislega dreng.
Maysan mín er mamma hans Arons og hún er líka mamma hans Olivers, sem er gleðigjafinn okkar allra.
Amma gleymir aldrei litla drengnum sem brosti og hjalaði svo fallega.
Í dag kveiki ég á kerti og hugsa til hans.
Maysa mín, knús á þig duglega og hugrakka stelpan mín.
Sunnudagur, 16. september 2007
Leiðarvísir II
Einhver talaði um það í kommentakerfinu við færsluna um greinina í Djöflaeyjunni, þar sem fíkniefnaleiðarvísinn er að finna, að þetta væri nú ekki svo alvarlegt mál, eins og ég vildi vera láta. Ég ætti að kynna mér efni greinarinnar betur áður en ég færi að rífa mig. Ég er búin að því. Gjörsvovel:
"Kókaín: Svalasta dópið. Sértu á leiðinni inn í leiklistina eða á listasviðið almennt er eiginlega skylda að sjúga þetta hvíta gull. Það veitir eldi í persónuleikann. Skundaðu niðurá Sirkus og sofðu hjá einum af bóhemunum, þá færðu líklegast eina línu að launum."
"Ketamín (smjörsýra): Nauðgunardjúsinn, bráðnauðsynlegt á allar útihátíðir og ef þú ert almennt ljótari en fólk flest. Þú þarft ekki einu sinni að hafa áhyggjur að því að sæta stelpan sé hrifin af þér, þú þarft bara að komast nógu nálægt henni til að geta teygt þig í glasið hennar."
"Amfetamín: Námsmannadópið. Þú ræður hvað þú gerir, spítt gefur þér kraftinn."
"Þú einfaldlega röltir út á bensínstöð og kaupir þér eitt stykki flösku af vel sterku lími. Skellir því í poka og dregur djúpt andann."
" Viltu hafa sögu að segja í öllum jólaboðum og öllum áramótapartýunum þangað til þú verður fertugur? Droppaðu smá sýru og áttu skrýtnustu 48 klukkutíma í lífi þínu."
Þetta breytir öllu. Alveg er ég viss um að þolendur stefnumótanauðgana, garga úr hlátri við þennan lestur. Og allir aðstandendur sem misst hafa sína nánustu út í neyslu fíkniefna, þar sem neyslan hefur stundum endað með geðveiki eða dauða, hlýtur að vera afskaplega skemmt.
Húmorinn hjá Baltasar Breka Baltasarssyni, sem segir í Fréttablaðinu að þeir sem ekki fatta að þessi grein sé djók, séu hvort sem er þegar á dópi, er alveg að slá í gegn. Merkilegt að skólastjóri Menntaskólans við Sund er líka húmorslaus eins og ég (er hann á dópi?) en hann ætlar að henda blaðinu rakleiðis út í gám.
Kva!
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Sunnudagur, 16. september 2007
Bráðnauðsynlegur leiðarvísir fyrir ungt fólk!
"kókaín er svalasta dópið, amfetamín er námsmannadópið og smjörsýra er nauðsynlegt nauðgunarlyf fyrir ófrítt fólk."
Hahahahaha, þetta er grín segir hann Baltasar Breki Baltasarsson. Þá hlær maður bara.
Ef svo ólíklega vill til að ritstjórar Djöflaeyjunnar lesi bloggið mitt þá vil ég benda þeim á eftirfarandi:
Það vantar algjörlega leiðarvísi um búðarþjófnað, skilríkjafölsun, hvernig ræna skuli banka, brugga landa og selja dópið sem nefnt er í "brandaranum" hér að ofan. Hvernig eiga framhalds- og háskólanemar að geta brotið lögin almennilega ef aðferðarfræðin er ekki á hreinu?
Þetta er svo fyndið hjá þeim strákum að ég get bara ekki hætt að hlægja. Er nokkuð fyndnara en jákvæð umfjöllun um dóp og nauðganir? Svo ku vera þessi fíni leiðarvísir um hvernig nálgast megi fíkniefnin, í greininni. Hahahahaha
Með fyrirfram þökk!
![]() |
Fíkniefnaleiðarvísir birtur í fríblaði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Laugardagur, 15. september 2007
Og enn er migið..
..í miðbænum um helgar, þrátt fyrir sektir og heimsókn á löggustöðina. Hvað er þetta með þvag og Íslendinga? Sumir mega ekki "vatni halda" til að komast yfir hland (þvagleggirnir), og sumir hætta ansi miklu til að losna við það.. þar sem þeir standa.
Kominn tími á ferðakoppa? Ég er ekki frá því að það eigi að skylda fólk til að taka með sér ferðakoppa á djammið. Koppa sem ég legg til að framleiddir verði í skyndi, ferðavænir og samanbrjótanlegir, og hægt að stinga í vasa eftir notkun ( ).
Merkilegt hvað Íslendingar eru pervert í þvagmálum. Einhver kallaði þetta þvagfrygð. Þvagleggirnir á Selfossi eru með óeðlilega hlandhneigð og djammararnir í miðbænum líka. Birtingarmynd þessa blætis er ólík en söm. Erum við ekki almennilega klósettvædd á landinu eða hvað?
Ef við gefum okkur að hinn gullvæga 10% regla sé í fullu gildi, þá voru þessir 14 sem teknir voru við útimig í hópi 140 hlandvappara. Vel af sér vikið hjá löggunni.
Ég bíð spennt eftir hlandkoppaframleiðslu og þangað til tel ég pissufrömuðina, glöð í (ó)bragði.
Dónjúrineitonmædressplís!
Úje
![]() |
Fjórtán handteknir fyrir hegðunarbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 12:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 14. september 2007
Égvilekkisjáana!
Ég vil ekki sjá þessa nýju myndavél frá Sony, sem tekur mynd ef maður brosir.
Í henni er forrit sem þekkir bros.
Ég er viss um að þessi vél getur ekki gert greinarmun á skelfingarviprunni á munninum á mér þegar ég er hrædd og þegar ég set upp ljósmyndabros.
Hvorutveggja er jafn hræðilegt.
Ég vil láta taka af mér myndir, þar sem sést hvað ég er gáfuð og laus við alla tilgerð.
Alveg eins og munkur í nirvanasælu sem er löngu laus við hégómagirndina og starir vitru og djúpu augnaráði út í alheiminn.
Bara þannig vill ég sjást.
Þannig að þessi myndavél er dauð fyrir mér.
Later.
![]() |
Myndavélin stillt á bros |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 20:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Föstudagur, 14. september 2007
ÞVAGLEGGSFRÉTTIR
Samgönguráðherra ætlar að skipa starfshóp til að samræma reglur milli lögregluembætta um sýnatöku hjá ökumönnum sem grunaðir eru um neyslu ólöglegra efna.
Þetta er fallegur dagur. Nú getur maður kannski farið að kíkja í kaffi til Ásdísar bloggvinkonu eða farið í bíltúr til Þingvalla til að skoða haustlitina. Ekki misskilja mig ég myndi aldrei keyra undir áhrifum, en líkurnar á því að lenda illa í þvagleggslöggunni, svo ég bara tali ekki um Yfirþvaglegginn sjálfan, sýslan í umdæminu, minnka töluvert ef það verður gert opinbert, að svona nauðungarsýni séu ekki leyfileg vinnubrögð.
Hér hefur viðhorf almennings (bloggara) greinilega haft áhrif því í fréttinni stendur:
"Ástæður þess að starfshópurinn er skipaður má að miklu leyti rekja til mikillar umræðu sem varð eftir að kona kærði lögregluna á Selfossi fyrir valdbeitingu. Settur var upp þvagleggur hjá konunni með valdi í maí síðastliðnum og sköpuðust miklar umræður í þjóðfélaginu í kjölfarið."
Úps, verð að skreppa, er svo mál að pissa.
Kem að vörmu
Úje
![]() |
Reglur um sýnatöku samræmdar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.4.): 2
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 25
- Frá upphafi: 2987761
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 20
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr