Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Miðvikudagur, 31. október 2007
Allah úthýst í Reykjavík
Ég er svo hrifin af listum.
Hér er einn til glöggvunar fyrir mig.
Töluverður hluti fólks sér ekkert athugavert við endurútgáfuna á "Ten Little Niggers".
Yfirgnæfandi meirihluti þáttakenda í skoðanakönnun á útvarpi Sögu vill ekki leyfa byggingu mosku í Reykjavík. (Krakkar það er trúfrelsi í landinu. Hvernig getur einhver verið á móti byggingu á mosku?)
Aragrúi fólks telur að orðið kynvillingur eigi að standa áfram í Biblíunni.
Og dass af fólki vill ekki að samkynhneigðir hafi sömu réttindi til hjónabands innan íslensku þjóðkirkjunnar.
Hmm.
Einu sinni las ég í nýaldarbók að Íslendingar væru þroskaðar og gamlar sálir. Það þýddi þá að við værum umburðarlynd og víðsýn.
Bölvaðekkisens nýaldarkjaftæði.
Ójá.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (48)
Þriðjudagur, 30. október 2007
Bæjarstjórn Akureyrar í stöðugu stríði?
Ég fylgist ekki náið með bæjarmálum á Akureyri, nema reyndar þegar um þau er fjallað í fjölmiðlum og hér á blogginu.
Mér finnst reyndar að bæjarstjórinn, Sigrún Björk Jakobsdóttir, þurfi að halda uppi stöðugum vörnum fyrir vonda gjörninga.
Síðustu tveir,
Búðin sem þeir ætluðu að flytja með valdi, af því hún var fyrir þeim. Að í gildi var lóðasamningur, virtist ekki vera mikið mál.
Hækkun foreldrahluta í greiðslum til dagmæðra. Hvað á það að þýða að veita fríðindi og rífa þau síðan af aftur og bera við peningaleysi? Er ekki hægt að spara annarsstaðar í bæjarmálunum?
Mér finnst vera smá valdníðslu bragur á þessu, hlutir keyrðir áfram, án tillits til hvort þeir eru löglegir og siðlausir.
Einhver? Akureyri?
Er þetta ekki nokkurn veginn svona í laginu?
Ójá.
![]() |
Ásökunum verslunareiganda mótmælt af Akureyrarbæ |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 29. október 2007
Matvælamafían
Orðið matvælamafía hefur nú fengið nýja merkingu. Það var oft talað um bændamafíuna hérna í denn, vegna einokunarinnar á matvælum, skorti á úrvali bæði á kjöt-, mjólkur-, og grænmetisvörum. En það var þá.
Nú er Kebab-mafían að setja niður sína síðustu lambakjötslufsu í Noregi, ef rétt er að norsku löggunni hafi tekist að uppræta hana.
Ég á samt alveg erfitt með að verða eitthvað skelfingu lostin, eða þannig, þegar skrifað er um Kebab-mafíu, verð ekkert svona cosa nostra hrædd, ef þið skiljið mig hvað ég meina.
Ég er hrædd við guðlöðursmafíur, dópmafíur, vændismafíur, mansalsmafíur og þrælamafíur.
Kebab-mafían er svona álíka ógnvekjandi og Ópalmafían. Fær mann ekki til að skjálfa á beinunum. Bara alls ekki.
Fattið þið muninn?
Hélt það.
Æminheven!
Úje.
![]() |
Kebabmafía upprætt í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 29. október 2007
Af engu tilefni..
..bæti ég um betur og birti lista yfir það sem ég vil láta banna.
Ég bendi á færsluna mína frá í gær yfir allt það sem ég vil ekki láta banna og nú leyfi ég mér að bæta um betur. Ekki að það hafi komið fram neinar upplýsingabeiðnir þar um, en ég er að springa úr ofurtrú á eigin mikilvægi og treð þessu að.
Bannlisti Jennýjar (óskalisti fyrir jólsveininn):
Bönnum:
Súlustaði,
Vændi,
Skötu,
Kjötfars,
Tólg,
Lýsi,
Fordóma,
Playboy,
Ráðherrabíla,
Enska boltann og
allan pakkann af leiðinlegum hlutum bara,
Ójá,
Pistill til að laga meltinguna og lækka hitann hjá mér fyrir svefninn.
Vegna sótthita verður ekki tekin ábyrgð á ofansögðu.
Ég er með óráði.
Cry me a river,
Úje
Sunnudagur, 28. október 2007
Þori varla að blogga..
..um þessa merkilegu frétt hérna.
Jeræt.
Tengdadóttir og sonur Jónínu Bjartmarz, fyrrverandi umhverfisráðherra, hafa stefnt útvarpsstjóra og Kastljósi og krefjast 3.5 milljón króna bætur fyrir ærumeiðingar og brot á friðhelgi einkalífs þeirra.
Hvað skal segja?
Ég var ein af þeim sem hefði ekki viljað vera án þessarar vitneskju um hraða afgreiðslu á máli tengdadóttur konunnar, um ríkisborgararétt.
Eru ekki allir sammála um að hún hafi gengið óvenjulega fljótt og vel fyrir sig?
Svona miðað við marga aðra?
Burtséð frá því, er ekki líklegt að mál lýðræðiskjörinna fulltrúa séu skoðuð ofan í kjölinn, af fjölmiðlum?
Svo er ég enn ekki búin að ná því að þeir sem um málið fjölluðu hafi ekki vitað neitt um tengsl konunnar við ráðherrann fyrrverandi.
En ég veit auðvitað ekki nokkurn skapaðan hlut, sitjandi hér úti í bæ.
En maður getur fylgst með.
Ójá.
![]() |
Ríkisútvarpinu stefnt fyrir ærumeiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (39)
Sunnudagur, 28. október 2007
Steiktir heilar..
Ég veit ekkert hvort það er hægt að banna náttúruafurðir eins og sveppi sem valda eldamennsku í heilanum. Ég veit ekki einu sinni hvort það er gerlegt að gera það að glæpsamlegu athæfi að týna sér jurtir til neyslu. Ég er a.m.k. ekki að missa svefn yfir því.
En myndbandið sem fylgir þessari frétt er alveg stórgott sem fyrirbyggjandi aðgerð. Ef fólkið í mótmælahópnum er skoðað, sést að það er nú svona frekar veðrað og sjúskað af neyslu. Svo segir það líka heilmikið um dómgreindarleysi fíkla, að taka börnin sín með sér í mótmælin, skreyta þau með teiknuðum sveppum og sjá nákvæmlega ekkert athugavert við það.
Ég sting því upp á að þeir í Amsterdam sýni bara myndbandið og ég er viss um að það á eftir að skila góðum árangri.
Hver vill ganga um og láta það standa utan á sér að heilinn sé gjörsamlega steiktur og kominn að fótum fram?
Efast um að það sé mikill áhugi á að taka sér það til eftirbreytni.
Algjör snilld.
Ójá.
![]() |
Mótmæltu fyrirhuguðu banni á sölu ofskynjunarsveppa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 27. október 2007
Hnífar og skæri, ekki barna...
..og allt það, er svo sannarlega viðeigandi hér. Mikið skelfing vona ég að ungir Íslendingar læri að skemmta sér með ögn minni og dramatískari afleiðingum í framtíðinni.
Annars er ég varla búin að jafna mig eftir að hafa séð nýjastu dægradvöl sumra ungmenna á Akureyri (og jafnvel víða) sem eru í s.k. nasistaleik, slást og taka það upp á band til að sýna á netinu.
Rosaleg firring er í gangi og þessir strákar sem eru að berja hvorn annan, að því er virðist, að gamni sínu, hlýtur að líða eitthvað illa.
En þetta voru pælingar um Akureyri á þessum laugardagseftirmiðdegi.
![]() |
Hnífaárás á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 14:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. október 2007
Che var einfaldlega hönkari
Che var flottur, ekki spurning. Svo var hann læknir að mennt og fór um alla S-Ameríku og læknaði fátæka, áður en hann fór í samvinnu við Félaga Kastró. Sumir "meinstrímerar" halda því fram að Che hafi verið hryðjuverkamaður, aðrir halda því fram að hann hafi verið byltingarhetja.
Einn af hausaveiðurum CIA, sem átti þátt í að elta Che uppi og verða valdur af lífláti hans í Bólivíu 1967, var viðstaddur aftökuna og stal lokk úr hári Guevara og seldi hann svo í Texas á uppboði fyrir 119.500 dollara.
Ég er á því að Che hafi verið, líkt og aðrar manneskjur, bæði góður og slæmur. Hann var a.m.k. ekkert ómenni eins og USA hefur viljað vera láta.
Burtséð frá því var maðurinn "ógisslega" sætur. Hann var hönk. Ætli ég sé ekki með "slæmustrákaheilkennið", sem svo margar konur þjást af? Che var örugglega "bad boy" ef horft er á hann frá Bandaríkjum Norðurameríku. Hm...
Sem gamall kommi og núverandi vinstri maður (lalalala) þá hugsa ég með hlýju til þessa fallna kappa.
Maðurinn var einfaldlega "hunk of a man", svona alvöru hnéskjálfari.
Lyfi byltingin,
Úje
![]() |
Hárlokkur af Che seldist fyrir 7,3 milljónir króna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 25. október 2007
Jólagjöfin í ár? - Taka III
Ég held áfram á jólagjafavaktinni, fyrir okkur ríku og fögru. Eitthvað skemmtilegt í þá áttina er í Mogganum á hverjum einasta degi. Undir innlendum fréttum, en ég hefði haldið að svona umfjallanir myndu flokkast undir auglýsingar.
Engin kona með sjálfsvirðingu notar krem sem kostar minna en 45.000. kr. Það liggur í hlutarins eðli að við þau ríku og laglegu veljum það besta, alltaf. Mér var að detta í hug að svona krem væri sniðugt í jólapakkann handa saumaklúbbsvinkonunum, bara lítið og smálegt fyrir jólin til að sýna hug sinn til stelpnanna og hyggja að húð þeirra í leiðinni.
Í fréttinni stendur: "Konur átta sig á því að þær eru með betri krem og meiri virkni í lúxuskremunum. Það er ekki bara skellt á þetta dýru verði, heldur eru rannsóknir á bak við kremin og dýr hráefni. Þær sem nota þessi krem vita að hverju þær ganga og velja þau því frekar," segir Kristín en tekur fram að margar haldi sig þó við ódýrari tegundir"
Þær sem halda sig enn við ódýrari tegundir geta ekki tilheyrt okkur þeim ríku og snoppufríðu, það er ég viss um, svo lágt leggjumst við ekki.
Fíflagangi lokið og að alvöru lífsins.
Ég á smá erfitt með að fíflast með þetta, því þegar ég las "fréttina" þá kom mér í hug ABC-barnahjálp, af einhverjum orsökum, en á þeirra vegum á ég litla fósturdóttur, hana Dorothy í Uganda, og fyrir tæpar 4.000 krónur á mánuði, fær hún mat, föt, læknisþjónustu og skólanám. Þessi upphæð bjargar lífi þessarar litlu telpu, sem hefur misst báða foreldra úr Aids.
Það er alltaf spurning um forgang, er það ekki?
Ég tek fram, vegna "upphrópenda forsjárhyggjuhræðslu" sem hafa verið að sauma að mér hér í athugasemdakerfinu og víðar, undanfarið, að ég vil ekki láta BANNA andlitskrem, heldur vil ég benda á þessa gengdarlausu neysluhyggju sem ríður röftum í þjóðfélaginu, á meðan heimurinn sveltur.
En í dag er ég glöð, edrú, einbeitt og hamingjusöm, þó ég þurfi að vera fastandi til kl. 15,30 í dag.
Svona er ég mikill unaður á geði.
Ójá.
![]() |
Íslenskar konur nota 45 þúsund króna andlitskrem |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 24. október 2007
Stelpur, til hamingju með daginn..
..þó seint sé. Er utan við mig þessa dagana, enda margt í farvatninu.
Hvað um það. Ég man kvennafrídaginn 1975 í smáatriðum, eins og hann hafi verið í gær eða fyrradag, nánast.
Stemmingin á Lækjartorgi var ótrúlega mögnuð og mér fannst eins og að nú myndu hlutirnir gerast hratt og örugglega.
Ekki reyndist ég sannspá þar, en hellingur hefur gerst í jafnréttismálum síðan þá og það ber að geta þess sem gott er.
Ég er smá óróleg yfir viðhorfunum sem virðast ráðandi hjá ungu kynslóðinni varðandi jafnréttismál.
Ég vona annars að allar konur, hafi notið dagsins.
Ójá.
![]() |
Unga kynslóðin íhaldsöm og bakslag komið í valdahlutfall kynjanna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987757
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr