Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Hefur einhver dáið?

Mér dettur ekki í hug að vera að hlakka yfir óförum þessa manns sem lokaðist inn í bílskotti, undir áhrifum og mundi ekkert hvernig hann hafði hafnað þar.

Ég er nefnilega með innilokunarkennd og hana ekki litla.

Bara tilhugsunin um að vera innilokuð í svona litlu rými gerir mig spennitreyjuhæfa.

Ég fæ innilokunarkennd í flugvélum ef ég sefja ekki sjálfa mig beinlínis frá tilhugsuninni um að vera lokuð inn í vindlahylki lengst upp í himinhvolfinu.

Mínar verstu martraðir eru allar um að vera grafin lifandi.  Fyrirgefið en ég má tjá mig hérna.

Þess vegna ætla ég að láta kveikja í mér, þrátt fyrir að ég hafi enga sönnun um að sársaukaskynið hverfi við dauðann.  Það eru bara læknar sem þykjast vita það.  Enginn til frásagnar um málið sem hefur actually gengið í gegn um bálför.

Það er það versta við dauðann, enginn getur upplýst mann um reynsluna, amk.ekki hinar vafasömu raddir á miðilsfundum, sem mér finnast engan veginn nógu traustvekjandi heimildarmenn.  Á íslenskum miðilsfundum virðast mér allir vera í peysufötum eða með fyrrverandi starfsheitið smali.

Hefur einhver dáið (ekkert ég sá ljós við endann á ganginum og ég vildi ekki koma til baka kjaftæði), og getur miðlað mér af reynslu sinni?  Ég myndi gjarnan vilja fá upplýsingar um hvort það er tilfinningalega stuðandi að brenna upp til agna. 

Komasho.

Róið mig hérna.


mbl.is Fastur í skotti bifreiðar við Miklubraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eins og í ævintýri

Enn einn sumardagurinn fyrsti er að renna upp.

Vorið kemur á þriðjudaginn segir Mogginn.

Ég held að þetta "vor" sem er á almanakinu sé óskhyggja en ekki raunveruleiki.

Ég man eftir sjálfri mér í skrúðgöngu á sumardaginn fyrsta, í sportsokkum og kjól og mér var svo kalt að minningin síast enn inn í hryggsúluna og ég skelf úr kulda.

Einhvers staðar verður vorið formlega að hefjast, ég veit það, en þetta er samt absúrd dæmi.  Nú eru enn snjóleifar hér við húsið á átakasvæðinu, það er urrandi kalt við opinn gluggann og með besta vilja finn ég ekki vor í lofti.  En að fenginn reynslu þá leyfi ég mér að fagna vorinu því ég veit að allt í einu er það mætt.  Vips.. eins og í ævintýri.

Þess vegna er ég farin að taka svalirnar í gegn.  Ég þarf að komast að grillinu auðvitað, fyrir dóti. 

Annars er þetta með grillið efni í aðra færslu.

Sko hvernig ég skipti um skoðun með útigrill, frá því að elska grillaðan mat og yfir í að finnast allur matur af grilli alveg eins á bragðið.

Vorverkin bíða.

Lofjúgúddpípúl.

Úje 


mbl.is Vorið kemur á þriðjudag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geir og Kristján - fara að skúra!

Ég hef stundum bloggað um rannsóknir sem mér hafa fundist arfavitlausar, bara svona í bríaríi og þá hef ég látið eins og fífl.  Það er staðreynd að alls konar vitleysa er rannsökuð, sjálfsagt nauðsynlegt að vita alla skapaða hluti, en vitneskjan um hvort rangeygðir sofa betur, örvhentir eru hamingjusamari í vinnunni og konur með breiðar mjaðmir eyðslusamari en brjóstalausar kynsystur þeirra, er eitthvað svo geðveikislega fáránlegt.  En svona vitlausar, eða nærri því, eru sumar rannsóknirnar sem gerðar eru og koma svo í fjölmiðlum.

20 mínútur af hreyfingu á viku léttir fólki sem er þjakað af þunglyndi og depurð, lífið.

Þaað segir sig eiginlega sjálft að öll hreyfing er til hins betra.  Ergó, enn einn kommon sensinn kominn á spjöld sögunnar sem rannsókn.  Reyndar er þessi hreyfing við heimilisverkin.

Þurfa allir hlutir að vera meitlaðir í stein?  Já, já, ég veit, það þarf að rannsaka, pannsaka.

En mér var að detta í hug hvort samgönguráðherra ætti ekki að fara að þvo upp og skúra á fullu og jafnvel Geir og nokkrir til viðbótar, sem ég kæri mig ekki um að nefna með nafni að ótta við að mér verði súað.

Pabbi minn á annars afmæli í dag.  Hann er flottastur og orðinn 79 ára.  Það sést ekki á honum, hár, grannur og flottur, eins og hann hefur alltaf verið, hann Baldur Guðmundsson.  Knús á hann þessa dúllu.

Yfir og út frá Jenný Önnu, sem er alltaf glöð, alltaf góð og alltaf af skiptast áWhistling


mbl.is Heimilisstörfin bæta geðheilsuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stick´em up

 

Þegar stelpurnar mínar voru litlar, þá fengu þær jafnt bíla og dúkkur.  Það var bara svoleiðis.

Þær fengu hins vegar aldrei morðtól til að leika sér að, þó ekki væri og ég sá ekki að "stelpudótið" hugnaðist þeim frekar en bílarnir og bílabrautirnar.  Verkfærakassann notuðu þær óspart, foreldrum sínum til mikillar hrellingar.

Og svo komu jól.  Við bjuggum í Svíþjóð.  Pakkaflóðið með póstunum var ótrúlegt.  Það sem sló í gegn það árið voru barnahljóðfæri frá Guslu systur minni, sem alltaf hefur haft sjúklegan húmor, svo ekki sé meira sagt.  Kvikindið á henni. (Love you honey).  Þar sem ég kunni ekki við að "ritskoða" jólagjafirnar, þá tók við tími hinna viðurstyggilegu hljóða.  Sara fékk lúður sem gaf frá sér ískrandi tóna, sem smugu í gegnum merg og bein.  Maysan fékk ámóta hljóðmengara og þær systur fundu á sér vanlíðan foreldrana og æstust í spileríinu sem aldrei fyrr.  Ég óskaði mér þess, nærri því, að hún hefði sent þeim hríðskotabyssu og skriðdreka.

Ég trúi því seintað börn séu með eðlislægan smekk á leikföngum og að sá smekkur inniberi löngun drengja til að leika sér að byssum og öðrum "dæmigerðum" strákaleikföngum.

Það er fullorðna fólkið sem gefur, með hegðun sinni og uppeldisaðferðum, tóninn í hlutverkamynduninni.  Á heimilinu og úti í þjóðfélaginu.

Dæmi; barn í vöggu. 

Strákur: Gússígússí litli maður, voða ertu stór, svo stór og sterkur.

Stelpa: Er hún ekki fallegust af öllum litla sæta stelpan, gússígússí.

Ég skal trúa þessu þegar rannsóknin er framin á alvörubörnum.

Þetta með apana er ekki marktækt.

Við erum fjandinn hafi það ekki apar.  Ekki enn að minnsta kosti.

Og farið svo að sofa í hausinn á ykkur.


mbl.is Vísbendingar um eðlislægan áhuga stráka á „strákaleikföngum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sukkfaraldur og "gourme heaven"

112042 

Í gær lét ég ábyrga hegðun í mataræði lönd og leið.  Ég ákvað að gleyma sykursýkinni, ekki meðvitað auðvitað, nei,nei, og hellti mér út í ólifnað af verstu sort.

Ég borðaði ristað brauð með osti og sultu.  Sultan er algjört nónó fyrir mig.  Mikið djöfulli var það gott.

Ég borðaði hlussuna sem ég nota sem myndskreytingu, og þessi græna sykurbomba hefur orðið mér að falli af og til.

Ég gúffaði í mig lambahrygg með soðnum kartöflum, rósakáli og sósu.  Sósan er nónó, með rjóma og alles, en hún fór með mig til gourme heaven og ég sé ekki eftir því.

Svo toppaði ég mitt óábyrga líferni með súkkulaðiköku og rjóma.

End of story.

Af og til, afskaplega sjaldan reyndar, missi ég mig svona og það geri ég af því ég er mannleg. Venjulega er ég töluvert ábyrg í mínu mataræði, enda eins gott ef ég ætla að lifa áfram.  Ég verð reyndar að viðurkenna að mér leið ekki vel líkamlega í gærkvöldi þegar ég var að fara að sofa.  Svo var ekki laust við að ég væri með smá samviskubit gagnvar mínum eðalskrokki, sem er algjörlega seldur undir dynti mína.

Ég neita því algjörlega þó, að ég sé að koma á stað faraldri.

Samkvæmt þessu þá geisar offitufaraldur á Íslandi.  Rosaleg dramatík er þetta.  Auðvitað má fólk alveg taka í gegn hjá sér mataræði, en ég held að þetta hangi saman við vinnutíma og almenna þrælkun launafólks í landinu.  Fólk hefur ekki tíma til að elda almennilegan mat og grípur þess vegna næsta skyndibita.

Ég er dramadrottning og ég veit það, og ég er alltaf með fitumóral.  Samt er ég ekki feit.  Ég hrópa reglulega, þegar ég geng fram hjá spegli; djö.. er ég ógeðslega feit, við litlar vinsældir fjölskyldu minnar.  Ég er svo rækilega heilaþvegin af tískuheiminum.  Mér finnst hins vegar þetta faraldurstal algjörlega út úr kú og í hæsta máta óviðeigandi.

Við getum þá að sama skapi talað um áfengisfaraldur, varðandi drykkjumynstur Íslendingsins.

Fruuuuussss

Í mínum bókum eru faraldrar þeir sjúkdómar og hungur sem hrjá fólk sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér og á vart lífsvon.  Eins og í Afríku t.d.

Við hér á landi, getum einfaldlega tekið ákvörðun um að borða hollan mat, því valið er okkar.

Offitufaraldur hvurn andskotann!

ARG


mbl.is Offitufaraldur á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nostalgíukast

Ég fékk nostalgíukast þegar ég las þessa frétt.  Þið megið klikka ef þið nennið.

Sjötíuogeitthvað réðu plattaraskórnir lögum og lofum í tískunni, í nokkur ár, meira að segja.  Ég, tískuþrællinn sem ég var (og er), fór ekki úr skónum á þessum árum, nema þegar engin vitni voru til staðar, vegna þess að maður minnkaði um 10 cm. eða svo og buxurnar drógust á eftir manni.

Það var vita vonlaust að ganga í snjó og hálku, þess vegna var ekki gengið nema það allra minnsta, en ég hefði getað ráðið mig í sirkus, sem snúrulabbara, því jafnvægið sem ég náði var aðdáunarvert.  Það er hægt að þjálfa sig í öllu, ég er lifandi dæmi.

Ég vann í Eymundsson í Austurstræti á þessum árum og eina Þorláksmessu eftir lokun, var kvalræði mitt í háum skónum, meira en ég gat afborið og ég skutlaði mér úr þeim.  Það sló þögn á vinnufélagana, þeir störðu á mig undrunaraugum og var verulega brugðið.  Þeir sögðu mér að þeir hefðu álitið mig frekar hávaxna fram að þessu.  Hm.. ég er 163 á hæð. Þetta var hamingjutími svona stærðarlega séð.

Svo leið tíminn, skaðræðisskórnir duttu úr tísku og við tóku ljósabekkir nokkrum árum síðar.  Ég gerðist brún, sólbrún, allan ársins hring.  Ég þarf nú ekki mikið sólarljós til að verða svartari en sál skrattans, en ég gat ekki hætt. 

Það er ekki mér að þakka að ég fékk ekki sortuæxli.  Á öllum myndum frá áttatíuogeitthvað og fram á nítuogeitthvað, er ég svört.  Aljgör ógeðiskona.  Sem betur fer gengur flest svona yfir, ljósabekkirnir líka.  Samkvæmt frétt þá fækkar þessum krabbameinshylkum greinilega.  Ég færi ekki í ljós þó mér yrðu borgaðar fyrir það nokkuð háar upphæðir.

Skórnir æðislegu eru frá 1973 og eru framleiddir fyrir Biba, sem btw var æðislegast búð í heimi, staðsett í London á þessum mektarárum.

Hér er svo ljósabekkjafrömuður kvikmyndanna í bráðskemmtilegu atriði úr myndinn "Something about Mary".

Njótið sunnudagsins krúttmolarnir mínir.


mbl.is Ljósabekkjum hefur fækkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að gefnu tilefni

 

Nýju "Season All" kryddstaukarnir eru með loki sem á að opna efst, vitið þið.  Sko það á ekki að skrúfa tappann af eins og á gömlu týpunni.  Þeir sem það gera, gætu átt á hættu að missa úr stauknum eins og hann leggur sig, t.d. yfir alla steikina sem er uþb að fara í ofninn. W00t  Það var sko kona sem ég þekkti sem lenti í því.  Hún var utan af landi.

Svo vil ég koma því á framfæri við Fluvuna, að læknirinn var andlitslaus, þ.e. hann var ekki með exem á enninu.  Get ekki farið nánar út í lúkkið á honum, því hann les bloggið mitt, karlinn sá.

Ójá.

Farið varlega í nóttinni.

Síjúgæs!

Cry me a river.

Kryddfrömuðurinn Jenný Anna


Önnur hauskúpa fundin

Ég ætla rétt að vona að þessi sem aldursgreinir nýfundinn hluta úr hauskúpu á norður-Spáni, sé færari í djobbinu en starfsbróðir hans hér á Íslandi sem "aldursgreindi" hauskúpuna af  Birni Grilli í síðustu viku.  Hann misreiknaði sig um þetta ein 60 ár eða svo. 

Hauskúpuhlutinn telst vera tólfhundraðþúsund ára gömul.  Hm.. rosalega er það óld.

Annars hef ég verið með martraðir út af þessu máli.

Að tala um að bera beinin,  alla leið upp í sumarbústað til einhvers fólks.

Úff, hver veit hvað gert verður við mann, eftir að búið er að kistuleggja.  Er maður ekki neyddur í þá athöfn, dauður og ósjálfbjarga, hvort sem ætlunin er að grafa eða brenna?

Annars finnst mér ekki gerandi grín að þessu máli.  Þó að auðvitað sé ekkert hafið yfir húmor, en viðhorfið gagnvart geðsjúkum á síðustu öld, kristallast í þessari meðferð á Birni.  Hann hefur ekki verið greftraður.  Bara gefinn lækni til rannsókna og annarra nota.

Hva; þó einn Kleppari fái ekki einu sinni jarðaför.

Frussssss

 


mbl.is Fornar leifar manna finnast á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Markaðstorg hégómans

sp_56

Þegar ég var átta ára, freknótt með fléttur, leið ég vítiskvalir.  Ég sem las allt sem að kjafti kom var komin með þá vitneskju á hreint að ég myndi gifta mig einhverjum manni í fyllingu tímans.  Ég hélt að það væri náttúrulögmál.  Það giftust bókstaflega allir, bæði í bókum og raunveruleika.

Þetta var í fyrsta skipti (en alls ekki það síðasta) sem hégóminn náði mér og ég engdist og kvaldist.  Ég hafði reyndar ekki hugmynd um að fólk gerði dodo, var á því á þessum tíma að almættið setti börn í magann á konum, þannig að ég var alveg róleg hvað varðar fjölgunarprósess mannkyns.

En.. það sem olli mér svona miklum hrylling var tvennt:

Það myndi enginn maður vilja giftast mér út af freknunum.  Hugs, hugs, hvernig reddar maður því?  Jú, eftir langar andvökunætur kom ég niður á lausn.  Amma átti meik og púður.  Ég ákvað að þegar ég yrði fullorðin (hehemm) og færi í Hagaskóla, þá myndi ég troða viðkomandi jukki framan í mig og ná mér í mann.  Þar náði ég mér í svefnfrið en ekki lengi.

Vandamál nr. tvö sló mig í hausinn, af öllu afli.  Hjón sváfu í sama herbergi, ésús minn og þau háttuðu sig fyrir framan hvort annaðW00t.  Mér sundlaði.  Þetta var ekki gerlegt.  Maður klæðir sig ekki úr fötunum til að fara í náttfötin fyrir framan ókunnugan mann og ekki kunnugan heldur ef út í það er farið.  Ég velti fyrir mér allskyns reddingum á þessum tæknilegu örðugleikum.  Herbergi með svölum, nei, ekki hægt, nágrannarnir myndu sjá mig.  Alls kyns leiðir voru hugsaðar upp og í lokinn kom ég niður á eina.  Ég myndi bara fara á klósettið og hátta mig og segja manninum að ég væri með hættulegan sjúkdóm.  Fyrsta lygin fæddist, eða möguleikinn á henni.

Það kom í ljós, merkilegt nokk, öllu síðar, að þetta átti ekki eftir að vera vandamál í mínu lífi.  Ég reif umyrðalaust af mér spjarirnar á almannafæri (djók).

Þann dag sem ég læt á mig lifandi blóðsugur í fegrunarskyni, er ég búin að missa það.  Ég er til í bótox og lyftingar ef þær bjóðast án fyrirhafnar (án þess að mig langi nokkurn skapaðan hlut í þær) en þar segi ég stopp.

Mikið djöfull er hégóminn öflugur drifkraftur.

Er ekki hægt að virkja risaköngulær í fegrunaraðgerðir?  Það væri dásamlegt að láta þær fokka í andlitinu á sér á meðan maður sefur og vakna rjóður og stunginn að morgni, tíu árum yngri en steindauður.

Þetta datt mér í hug þegar ég var að lesa blöðin í sakleysi mínu.

Úje.


mbl.is Notar blóðsugur til að halda húðinni unglegri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nútíma galdraofsóknir

 pd_arguing_080129_ms

Það eru ekki fréttir fyrir mig að eyðingarmátturinn reiðinnar sé mikill og vanmetinn.  Það vita allir sem burðast hafa með innibyrgða reiði, að hún er eyðingarafl sem lemur á andlegri og líkamlegri heilsu.  Hins vega er heilbrigð reiði fín orka sem má nota til góðra verka.

ARG

Ástæða þess að ég er að blogga um þetta er, að með þessari frétt er reiðimynd af Heather Mills.  Ekki orð um konuna í fréttinni, en pressan heldur áfram að nornagera þessa konu og tengja hana neikvæðum tilfinningum.  Nú er Heather  orðin andlit innibyrgðar reiði.  Það á greinilega að eigna þessari konu allt sem aflaga fer í mannlegu eðli.

Framkoma pressunnar gagnvart þessari konu sem var svo óheppin að fara í samband með lifandi goðsögn, Sir Paul McCartney, eru nútíma galdraofsóknir. Ekkert minna. Hún á sér ekki viðreisnar von.

Hún er mella, hún er gráðug, hún er bitur, hún svífst einskis, hún er samviskulaus og til að kóróna allt er hún vonda stjúpa hinnar ofdekruðu dóttur goðsins Stellu McCartney (exskjús, elska fötin hennar og ilmvatnið).  Nýlega hóf Stella framleiðslu á skartgrip sem er gervifótur úr gulli.  Sniðugt og smekklegt.

Það mætti kannski henda nokkrum millum í rannsóknir á hvað veldur að konur eins og Heather og Yoko Ono eru gerðar að skrímslum í umfjöllun, þar sem þær eru rændar öllum jákvæðum eiginleikum.  Reyndar skipta þessar konur þúsundum sem asnast í ástarsambönd við goð heimsins, en þessi dæmi eru hvað nærtækust í tíma.

Nú hendi ég mér í alvöru í vegg og það er ekki krúttkast sem veldur kastinu, heldur heilbrigð reiði vegna samkenndar með konunni sem giftist prinsinum sem svo reyndist vera ofbeldismaður í dulargerfi.

Hvenær ætli henni verði svo kastað á bálið?

Getalæf!

 


mbl.is Eyðileggingarmáttur reiðinnar vanmetinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2987754

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.