Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Föstudagur, 16. maí 2008
Ég var einu sinni fitubolla
Ég var einu sinni feit, ég viðurkenni það. Það var tímabil sem náði yfir 2-3 ár og orsakaðist af mikilli vín- og bjórdrykkju og svo bruddi ég lyf. Ég alki? Jájá, löngu ljóst og ekkert um það að segja. Og svo fór ég í meðferð, fékk sykursýki og nærri því drapst úr neyslu og lopinn sem hafði sest utan á mig hvarf á methraða. Síðan hef ég verið með eðlilegt holdafar.
Ég var svo rugluð á fitubollutímanum að ég minnist þess ekki að hafa verið að taka upp of mikið súrefni og stuðla að heví loftlagsbreytingum, kannski vegna þess að ég fór helst ekki út úr húsi á meðan tímabilið varði. Þannig að það er ekki hægt að sekta mig eins og hverja aðra eiturspúandi verksmiðju.
En ég er ekki frá því að fólk sem er ekki í norminu, er stærra en einhverjir kílóastuðlar segja til um, sé beinlínis lagt í einelti. Það er ekki langt síðan að það var önnur svipuð frétt um "fitubollur-að-eyðileggja-plánetuna-frétt" í Mogganum.
Auðvitað er bara gott mál að fólk breyti um lífstíl, borði heilbrigðan mat og drekki minna bús, ef það er á annað borð að hlaða utan á sig heilu hillusamstæðunum. En þetta sjúklega kílóatal skil ég ekki.
Ég er auðvitað ekki að tala um fólk sem er með offitusjúkdóma og þarf fleiri hektara undir afturendann á sér, auðvitað ekki. En það er verið að ráðast að fólki um leið og það bætir við sig einhverjum kílóum.
Nú eru þessir sérfræðingar í Bretlandi (2 stk.), örugglega bældir í æsku og gátu ekki kúkað, að troða loftlagsbreytingum jarðar upp á feitlagið fólk. Fari þeir og veri.
Súmíbítmíbætmí.
![]() |
Offita stuðlar að loftslagsbreytingum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 7. maí 2008
Samsærið mikla
Ég held því fram, blákalt, að það sé samsæri í gangi í heiminum um að troða í konur/mæður samviskubiti upp á múr og naglfestu. Þetta samsæri var við líði þegar ég gekk með stelpurnar mínar og ekki hefur það lagast í nútímanum.
Ég er ein af þeim sem hef aldrei átt "bæklingsbörn". Með því á ég við að bæklingurinn sem maður fékk í denn og sagði fyrir um að börn ættu að sofa sóandsó, borða kl. sóandsó o.s.frv. átti ekki við mínar dætur. (Í sama bæklingi var konum bannað að þurrka bleyjur með þvaginu í! Jabb við erum hálfvitar). Ég átti í mesta basli við að gefa þeim brjóst. Svo málið var einfalt, ég hætti því. Þeim og mér leið betur á eftir. Það var sótt að mér úr öllum áttum. Ég var ómöguleg móðir, óhæf nánast, sem ekki reyndi mig bláa í framan að gefa börnunum mínum brjóstamjólk. Ég kaldrifjuð kona, ég vildi ekki það besta fyrir börnin mín. Þetta náði mér með frumburðinn og ég kvaldist vegna mannvonsku minnar, en svo var það líka búið. Ég sendi þessum besserwisserum fingurinn héðan, fyrir að reyna að brjóta niður það litla sjálfstraust sem ég og margar ungar mæður hafa yfir að búa.
Og enn heldur samsærið áfram. Gerum mæður sligaðar af sektarkennd ef þær gera ekki af einhverjum ástæðum það sem fyrir þær er lagt.
Brjóstamjólk hvað sem það kostar. Ef ekki þá færðu verr gefið barn kerling.
Hafirðu reykt áður en þú vissir að þú varst með barni þá ertu allt að því morðingi.
Sama með drykkju.
Til að fyrirbyggja misskilning þá er ég auðvitað á því að barnshafandi konur eiga ekki að reykja og ekki drekka. Þær eiga að fá góðan svefn, hvíla sig vel og borða heilbrigðan og fjölbreyttan mat. Ladídadída. Hægara sagt en gert í þessu vinnuóða samfélagi.
Raunveruleiki. Allar þungar á Íslandi eru ekki planlagðar. Það kemur nefnilega fyrir að konur verði ófrískar án þess að hafa beinlínis ætlað sér það. Leim, ég veit það en það er raunveruleikinn.
Hvað er fengið með því að hræða úr þeim líftóruna? Gera meðgönguna þeirra að hreinni skelfingu?
Ég veit það ekki.
En samsærið er í fullum gangi. Ójá.
![]() |
Áhrif brjóstamjólkur á greind barna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardagur, 26. apríl 2008
Rýkur - rúllar - eða rennur
Einu sinni, fyrir ekki svo löngu síðan, tíu árum eða rúmlega það, hefði mér fundist flott að vinna við rauðvínsframleiðslu. Í smakkeríinu. Hikk.
Eftir að ég fór svo í pillurnar, þ.e. svefn- og róandi, lét ég mig í alvöru dreyma um að verða lyfjatæknir. Mér fannst það praktískt og það fór sæluhrollur niður bakið á mér við tilhugsunina um að vera inn um milljónir af þríhyrningsmerktum lyfjum. Ég held að ég trúi því sem mér var sagt á Vogi, að ég sé fyrst og fremst pilllukerling.
Hugsið ykkur að vera svo firrtur að finnast pillur í öllum stærðum og gerðum, það mest spennandi í heiminum. Þvílíkt líf.
En ég fór aldrei í lyfjatækninámið, sem betur fer fyrir apótek þessa lands, enda var það aldrei nema hugsunin ein. Var svo illa haldin af alkahólisma að ég fór ekki langt, svona yfir höfuð.
Nú dreymir mig aðeins um eitt og það er að vera edrú. Þar kemur lykilinn að öllu hinu sem er eftirsóknarvert í lífinu.
Það er ekki flóknara en það.
En ég var að pæla í því hversu aumkunarvert það hefði verið, hefði ég haldið áfram á breiða veginum og á endanum hefði þurft að fylgja mér á barinn, sko apóteksbarinn. En eins og maðurinn sagði, það er sama hvort það rýkur, rúllar eða rennur, allt er nónó, af því sumir eru búnir með kvótann
Ómægodd.
Ég hendi mér í vegg. Allsgáð og í flottum fíling.
Æloflæf.
Úje og snúrumst.
![]() |
Á launum við sumblið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Á geðdeild
Stundum þegar ég les blogg, hlusta á fréttir eða bara á samræður við fólk, heyrir maður eitthvað sem snertir í manni streng, vekur upp minningar, misgóðar auðvitað.
Nimbus bloggar um þunglyndi.
Árni Tryggva skrifaði bók um þunglyndi.
Ein mín besta vinkona hefur þjáðst af þunglyndi og tekist af miklu hugrekki á við það.
Hallgerður bloggvinkona mín bloggaði um þunglyndi.
En hún ég, sem er með greininguna þunglyndi, þó greining í sjálfu sér segi ekki nokkurn skapaðan hlut, hef þjáðs af þunglyndi, að því marki að ég tel mig heppna að vera hérna megin grafar.
Ég blogga um alkahólisma, minn auðvitað, batann og annað því tengt, en ég hef ekki bloggað um þunglyndi. Það gerir mig, dapra (verulega passandi orð).
Ég hef lyf við mínu þunglyndi og núna er ég fín, en ég veit satt að segja ekkert hvort þessi sjúkdómur er orsök, afleiðing eða hliðarbúgrein við alkahólismann. Mér er slétt sama. Ég veit bara að það er ekki nokkur leið að útskýra líðan mína þegar mér leið hvað verst.
Að taka ákvörðun um að fara í sturtu var tveggja daga prósess. Þannig að ég var stöðugt á leiðinni í sturtu og eins gott annars hefði ég verið illa lyktandi þunglyndissjúklingur. Að gera einfalda hluti var mér um megn nema með meiriháttar undirbúningi.
Ég var hrædd við símann, hrædd við fólk, hrædd við lífið og ég læddist um. Hjartað barðist um í brjóstinu þannig að mér fannst ég vera að deyja í verstu köstunum.
Reyndar fannst mér tilhugsunin um dauðann nokkuð sjarmerandi, en ég hafði ekki orkuna til að framkvæma verknaðinn.
Ég fór á dagdeild geðdeildar um tíma og mér leið eins og ég væri komin á leikskóla.
Ég lá inni á geðdeild í tvígang fyrir rúmum áratug eða svo. Það skelfilega við þá innlögn var þegar ég uppgötvaði að mig langaði ekki út. Lífið hlýtur að sökka þegar vera á geðdeild er ákjósanlegur kostur í stöðunni.
En nú er ég fín. Ég veit ekkert hvað triggeraði sjúkdómnum en ég hef ákveðna kenningu um það. Mörg áföll, hvert ofan í annað geta gert kraftaverk í hina áttina.
En eitt veit ég, að ef ég ekki held mér edrú og í bata frá áfengissýkinni, þá er þunglyndið mætt á dyrapallinn eins og maðurinn í morgun.
Þá er þetta komið á blað. Tímabært og flott að koma þessu frá sér.
Lífið er bjútífúl and só am æ.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Þriðjudagur, 22. apríl 2008
Hliðlaupar á leiðinni heim
Stundum má lesa heilu sögurnar úr skoðanakönnunum.
Núna þegar VG sækja á í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, sem birt var í gær, og Samfylkingin hefur tapað fylgi, áttaði ég mig samstundis á því hvað er að gerast.
Það er af því að ég er svo ógeðslega klár.
VG fór niður í fylgi fyrir síðustu kosningar, þarna á lokasprettinum, á sama tíma og Samfylkingin bætti við sig. Ég er alveg með það á hreinu hvað gerðist , ekki spurning. Þarna er liðið sem hljóp frá VG í kjörklefanum og féll fyrir "Fagra Íslandi" Samfylkingarinnar, að skila sér heim, eftir að hafa upplifað umhverfispólitík móðurflokksins á eigin skinni. Nananabúbú, ég segi ekki meir.
Skammist þið ykkar liðhlaupar, skamm, skamm, skamm, og hafið nú bein í nefinu og kjósið VG í kjörklefanum. Ekki bara í skoðanakönnunum.
Þá er kannski von að þetta þjóðfélag fari að taka almennilegum breytingum.
Jájá!
Allir glaðir annars, er það ekki bara?
Ég hjala eins og geðgott smábarn.
Agú.
![]() |
Vinstri grænir sækja á í nýrri skoðanakönnun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 21. apríl 2008
Að blogga nafnlaust!
Ég er hugsi. Hm... var að horfa á fína umfjöllun í Íslandi í dag og nafnlausa bloggara. Og hinsegin líka reyndar.
Ljótu athugasemdirnar sem koma undir nafni þekki ég vel, bæði í mínu kommentakerfi og annars staðar. Samt vil ég ekki loka fyrir óskráða bloggara, því margir sem eru ekki með Moggablogg koma oft með skemmtileg innlegg í umræðuna.
En, það er ekki eins og maður sé stráheilagur svo sem, undir nafni og allt. Það er ágætt að fá svona áminningu í formi umræðu.
Á að blogga nafnlaust? Það er erfið spurning. Sumir kjósa að blogga nafnlaust og eru engan að meiða, hafa bara sínar ástæður fyrir nafnleysinu. Ef Mogginn myndi t.d. banna nafnleysingja, þá hyrfi fullt af fínum bloggurum.
En svo eru það þeir sem í skjóli nafnleysis láta vaða á síðunum sínum, í kommentakerfum og þeir vita sem er, þrátt fyrir að hægt sé að rekja ip-tölur þá er það ekkert í hendi. Ég held að það þurfi dómsúrskurð.
Hm.. hvað finnst fólki?
Með og á móti, komasho.
Mánudagur, 21. apríl 2008
Farin í sólbað og smók
Þeir segja, fræðingarnir, að sumarið í Evrópu verði það hlýjast í 150 ár.
Halló, hvað með þessa Evrópu sem ég er stödd í? Minni Íslands-Evrópu?
Ég vil hafa sól, og hlýtt en ég vil geta andað. Ég vil vera laus við mergðir af geitungum því ég er ógeðslega hrædd við þá. Geitungasumarið mikla (í hitteðfyrra minnir mig, þegar hvergi var líft fyrir þessum kvikindum) er mér enn í fersku minni.
Ég man góða veðrið í júlí í fyrra, þegar allt var að drepast úr þurrki. Ljúft? Ok en ekkert sérstakt.
Hvað með hinn gullna meðalveg?
Ég er að skammast í mögulegum veðrum sko, ekki veðurfræðingunum.
Ég var á Skáni, sumar eitt fyrir nokkrum árum, í algjöru Barbíhúsi, á hvítri strönd og veðrið var æði. En svarta ljóta flugan sem herjar á allt þarna niðurfrá, var að drepa mig og húsband. Þær voru í hópum þessi kvikindi og þær sækja í andlitið á manni. Ég hef sagt henni Ingu-Lill vinkonu minni að þetta sé paradís í flottri neytendapakkningu en innihaldið svona lala.
Ég bið sum sé almættið um sólríkt sumar, sunnanblæ, fáar flugur, enga geitunga og köngulær sem abbast upp á mig, og ég er ekki að djóka. Svo vil ég fá dass af rigningu amk. einu sinni í viku.
Væri möguleiki að vera mér innanhandar með þetta smáræði kæri þú þarna?
Farin í sólbað og að reykja, enda stutt til 12. maí, þegar sumir drepa í.
Æmsóexsætid.
![]() |
Hlýindi í kortunum í sumar? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Í höfuðið á mér
Stundum verða martraðir manns ljóslifandi í raunveruleikanum.
Stundum er ég sjúklega hrædd um að deyja, reyndar mun minna núorðið eftir að ég varð edrú. En mæómæ, hvað ég gat gert mér lífið erfitt.
Þegar ekki er haldbær innistæða fyrir óttanum sem heltekur mann þá er gott að geta gripið til einhvers sem mögulega gæti gerst.
Ég truflast úr hræðslu ef mér verður hugsað til hjartans í mér. Ég meina, kommon, það er búið að slá í 56 ár, án þess að hvíla sig í eina sekúndu. Ef ég fer að velta mér upp úr því og bæti við dassi af staðreyndum, ég reyki, ég er sykursjúk, ég er "alki on the rebound", ég hreyfi mig á milli stóla (nei, annars, rúlla mér um á sama stólhelvítinu, elda meira að segja sitjandi. Ok,ok,ok, ýkjur) og kransæðastífla í famílíusögunni, þá finnst mér að líffærið hljóti að fara að gefast upp þá og þegar og það, gott fólk, heldur fyrir mér vöku. Ég tel slögin, svitna og bíð eftir að krumla dauðans læsist um hjarta mitt.
Nú, það má grípa til annars óbrigðuls ráðs þegar maður þarf að vera hræddur. Ég mæli einmitt með því að sjá fyrir sér að það detti eitthvað af himnum ofan. Allt frá flugvélum til skrúfa og og skrúfjárna úr verkfærakassa vélarinnar til geimsteina og stjörnubrota. Það eru kannski lágmarks líkur á því, en það hefur gerst og þegar ég er í hræðslufóbíu, þá er ég viss um að ég sé óheppnasta mannvera í heimi. Hreinræktað og náttúrulegt úrtak af eintaki sem fellur beint undir "Murphys law".
Svo má bíða eftir að skordýr komi á svæðið, að einhver hafi smyglað inn spordreka frá Grikklandi og að sá komi óboðinn í heimsókn. Við tilhugsunina veit ég ekki hvort er verra, að sjá kvikindið eða vera bitin af því. Hér má líka setja inn slöngur, Tarantúlur, morðóðar Býflugur og annan óþverra eftir þörfum eða p.n.
Ég hef langa reynslu af því að vera skelfingu lostin. Ég býð ykkur upp á hugmyndir. Tek bara lítilræði fyrir. Bara fyrir kostnaði.
Njótið vel.
Mufokkingha.
![]() |
Járnstykki féll af himnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 17. apríl 2008
Játningar móðurinnar
Stundum birtist eitthvað í fréttum af rannsóknum sem "actually" meikar sens. En flest allir sem hafa alist upp í systkinahópi eða hafa átt sín eigin börn, vita að frumburðirnir eru oft "fórnarlömb" fullkomnunaráráttu foreldranna í uppeldistaktík.
Ég gæti sagt ykkur sögur og já ég ætla að gera það.
Ég er frumburður foreldra minna. Ég ólst upp hjá ömmu minni annars staðar í bænum og þegar hamskiptin frægu urðu á undirritaðri á gelgjunni, þá fóru foreldrarnir í fár. Ég mátti mig ekki hræra. Ég held að þau hafi trúað því að ég væri í lífshættu í Æskulýðsráðinu, í Búðinni og Glaumbæ. Kannski höfðu þau rétt fyrir sér. En ég lét ekki að stjórn og þau voru með þungar áhyggjur. Þegar Greta systir fór á gelgjuna tveimur árum á eftir mér, höfðu þau náð að jafna sig nokkuð þessar dúllur.
En..
Frumburðurinn minn hún Helga Björk lenti í mér. Hún er reyndar átta árum eldri en næsta systir í röðinni og nema hvað, ég ætlaði svo sannarlega að koma í veg fyrir að hún fetaði glapstigu móður sinnar. Það var algjört aukaatriði í mínum huga að hún sýndi nákvæmlega enga flóttatilburði út í lífið, lá í bókum, sinnti skólanum og endaði svo sem lögfræðingur þessi elska og hefur nú frekar reynt að ala móður sína upp, frekar en ég hana. Hún segir reyndar stundum,; "mikið rosalega hef ég verið leiðinlegt barn fram eftir öllu".
Stundum náði ég mér einstaklega vel á strik í uppeldistöktunum. Fræg að endemum er strokleðursræðan sem ég hélt yfir dóttur minni úti í Gautaborg þegar við bjuggum þar. Helga Björk hafði fengið lánað til skoðunar merkilegt pennaveski, úttroðið af strokleðrum með lykt, frá Vivianne bekkjarsystur.
Ég: Hvernig getur Vivianne keypt svona mikið af strokleðrum?
Helga: Hún stal þeim í bókabúðinni.
Ég flippaði út. Síðan kom strokleðursræðan sem stóð lengi og fjallaði um siðfræði, þjófsnauta og aðallega þjófsnauta. Ég man að dóttir mín sat undir þessu "uppeldi" mínu, einbeitt á svip, en seinna sagði hún mér að hún hefði hætt að hlusta á fyrstu mínútunum.
Það var allt svo merkilegt fannst mér, það sem ég hafði fram að færa. Vivianne gerðist bankaræningi að sjálfsögðu og fór um með vopnum um alla Gautaborg daginn eftir fermingu. Bonnie endurborin, svei mér þá! Já sæl.
En einu sinn fannst mér að frumburður yrði að vera fullkomin, móðurbetrungur og gott betur. Það tókst, en ég held svona eftir á að hyggja, að það hefði orðið þannig alveg án allra dramakasta og sjúklegrar viðleitni móðurinnar.
Stelpurnar mínar eru nefnilega svo gott sem fullkomnar.
Ég er að segja ykkur það.
![]() |
Elstu börnum refsað mest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Sunnudagur, 13. apríl 2008
..og ég missti kúlið
Ég er svona happígólökkí kona, sem rúlla mér í gegnum lífið, yfirleitt í ágætis skapi. Ég pirra mig þó stundum yfir smámunum, en það kryddar bara tilveruna. Það er nefnilega nauðsynlegt að urlast upp öðru hverju.
En hvað veðrið áhrærir þá hef ég tekið skynsamlega afstöðu, þvert á þjóðarsálina. Mér finnst veður leiðinlegt umræðuefni og ég gef dauðann og djöfulinn í að velta mér upp úr því. Það er nefnilega ekki til neitt vonlausara á þessu landi þar sem veðrið er eitt stöðugt sýnishorn, að vera mikið með það á heilanum. Sem umræðuefni er veður glatað, því það leiðir ekki til neinnar niðurstöðu. Veður er bara, án tillits til skoðana og tilfinninga fórnarlambana.
En í morgun missti ég kúlið alveg gjörsamlega. Hér er allt hvítt. Og í gær hafði ég verið að draga fram sumarfílinginn og ég sá fyrir mér kjarr, fann næstum sólina verma hörundið og lyktin af blóðbergi hafði tekið yfir skynfærin. Það er gott að geta látið sig dreyma.
Hálka og éljagangur, hálkublettir, ófærðir og allur sá pakki, á andskotinn hafi það ,ekki að vera hér samkvæmt almanaki. A.m.k. mínu almanaki. Burt með þetta hvíta duft með allar sínar aukaverkanir. Ég vil fara í tjald og það í dag. Ok,ok,ok, ekki tjald kannski en ég vil sjá jörðina, skollin hafi það.
Það eru ákveðin takmörk á mínum teygjanlega þolþröskuldi, innblásnum af æðruleysi. Ég er búin að fá nóg. Snjór, snjór, burt með þig.
Global warming hvað?
Cry me a river.
![]() |
Hálka og éljagangur á Hellisheiði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 1
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2987753
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr