Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Miðvikudagur, 19. mars 2008
Mér krossbrá og er enn í rusli..
..en á vísi.is er fjallað um að Þórarinn Tyrfingsson sé að hætta hjá SÁÁ.
Auðvitað eru fleiri frábærir læknar hjá SÁÁ og alltaf kemur maður í manns stað, en ég sé einhvern veginn ekki fyrir mér Vog og allt þetta hjálparbatterí, án Þórarins.
Þar sem mér er málið skylt, á líf mitt SÁÁ að launa, eins og þúsundir annarra Íslendinga, þá var ég fljót að klikka á meðfylgjandi myndband.
Ég er engu nær.
Er maðurinn að hætta eða ekki?
Þessi alki er eitt spurningamerki,
æi afhverju þarf allt að vera breytingum háð?
Hm...
Mánudagur, 17. mars 2008
Eldhúsalkar
Það er ekki nokkur friður.
Ekki segja að ég sé vænisjúk, þótt mér finnist að sífellt sé fjallað um mig bæði í blöðum og sjónvarpi.
Djísöss, ég hefði aldrei átt að fara "pöblikk".
Svo þreytt á frægðinni.
En...
..án gríns þá er þetta alvarlegt mál en um leið jákvætt að fólk á miðjum aldri skuli sækja sér meðferð hjá SÁÁ í staðinn fyrir að halda áfram að drekka og sollis í eldhúsinu bara, bak við gluggatjöldin.
Þórarinn heldur að bjórinn komi sterkur inn sem problemeliment.
Annars er þessi alki farinn að sofa.
Góða nótt og verið edrú í rúminu.
Later!
![]() |
Eldra fólk drekkur meira |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 17. mars 2008
!x2 töflur á dag við alkahólisma!
Í gegnum tíðina hef ég fallið fyrir allskyns gylliboðum sem ekki hefur verið innistæða fyrir.
Eins og t.d....
.. bölvaður hvítvíns megrunarkúrinn (hikk)..
..kók og prinspóló kúrinn..
(danski kúrinn, norski kúrinn, thailenski kúrinn osfrv.)
..og fleiri slíkum, sem allir áttu það sameiginlegt að árangurinn var, þegar upp var staðið, enginn. Nákvæmlega enginn.
Nú er talið að það séu ekki mörg ár í að Erfðagreining komi með lyf á markaðinn gegn offitu.
Ég veit ekki með ykkur en í mínum bókum hlýtur offita að stafa af ofáti í stórum stíl (nema með einhverjum undantekningum). Ergó; þú úðar í þig og það sest utan á þig.
En..
..þarna er greinilega eitthvað nýtt á ferðinni.
Ætli það komi þá ekki lyf við alkahólisma? Alkagenið er þekkt stærð.
Er þá ekki bara að drífa sig og framleiða pilluna fyrir alkann og no more trouble in paradise?
Sem alkahólisti þá er ég dauðfegin að það finnst ekki pilla handa mér að taka.
Ég trúi því ekki að breyttur lífstíll, heiðarleiki, jafnvægi, og þau bráðnauðsynlegu tæki og tól til að viðhalda edrúmennsku komist fyrir í pillu. Ekki séns.
En einu sinni trúði fólk því að jörðin væri flöt og þannig yrði það um aldir alda.
Við vitum hvað varð um þá kenningu börnin góð.
Kannski verður til lyf í framtíðinni við fíknisjúkdómum.
1x2 töflur á dag við alkahólisma.
Takist ekki á fastandi maga.
Geymist þar sem börn ná ekki til!!
Æi, mér finnst best að hafa fyrir hlutunum.
Æmsóhappíandsóberrrrr!!!
Úje
![]() |
Nýju ljósi varpað á orsakir offitu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 13:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Mánudagur, 17. mars 2008
Málefnalegi ráðherrann
Gulli heilbrigðis svarar gagnrýni VG á einkavæðingaráformin í heilbrigðiskerfinu, á afskaplega málefnalegan hátt. Eða hitt þó heldur. Hann telur að það líti út fyrir að þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi. Svo sniðugt og þroskað hjá ráðherranum.
Fyrirgefðu heilbrigðisráðherra að það skuli fara fyrir brjóstið á fólki þessi ætlan þín, að einkavæða í heilbrigðiskerfinu með dyggum stuðningi samstarfsflokksins.
Þingflokkur VG er í jafnvægi, amk. er ég viss um að þar á bæ missir fólk ekki svefn yfir að vera stöðugt að sauma að almenningi í þessu landi.
Ég er alltént þakklát fyrir að einhver skuli reyna að veita áformum ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokk, einhverja mótstöðu.
Og svo má Össur Skarphéðinsson fara og leggja sig, en hann hefur fengið út að einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé pjúra jafnaðarmennska, hvernig sem hann hefur farið að því að telja sjálfum sér trú um þá endemis vitleysu.
Ég er sem betur fer komin niður á jörðina hvað varðar stjórnmálamenn og það fyrir þó nokkuð löngu síðan.
En í þessu máli er ég að berjast við ógleðina.
Lái mér hver sem vill.
![]() |
Eins og þingflokkur VG sé ekki í jafnvægi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 07:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Föstudagur, 14. mars 2008
Fórnarlambspistill - Búhú
Frá því um áramót hef ég fengið þrjú stykki flensur. Gott ef tvær þeirra voru ekki samanhangandi. Þ.e. önnur kom áður en hin fór. Ég veit það ekki, veit bara að ég þjáðist. Það var ekkert vægt við þessar árásir á líkama minn. Ekkert. Ég fékk hita, hósta, höfuðverk, það rann úr augunum á mér, beinverkirnir voru ekki af þessum heimi og ég hélt að dagar mínir væru brátt taldir. Kannski eru þeir það, sko dagarnir. Ég veit ekkert um hvenær ég drepst.
Ég eins og fjöldi annarra manna og kvenna, rýk ekki á Læknavaktina þó ég fái pest. Kannski væri það skynsamlegt til að ná sér í pensillín eða annað myglulyf, en ég er alin upp við að stökkva ekki til læknis um leið og eitthvað bjátar á. Enda er ég þeirrar gerðar (því miður) að halda að veikindi hverfi af sjálfu sér, bara ef maður gefur þeim langt nef.
Vegna þess að margir eru sömu skoðunar og ég, þá held ég að þetta bókhald þeirra á Læknavaktinni gefi ekki áreiðanlega mynd af veiruárásum þessa vetrar sem bráðum er liðinn. Við hetjurnar () sitjum heima og þjáumst. Sko við sem teljum okkur alvarlega veik en förum samt ekki fet. Við komumst aldrei í statistíkina hjá Landlæknisembættinu.
Ég mæli reyndar ekki með því að fólk láti eiga sig að fara til læknis ef það veikist. Það gefur alls ekki góða raun.
Þegar ég var yngri gat ég gefið skít í veikindi mín og þau hurfu, vúps, eins og hendi væri veifað, en núna, og þetta hef ég margprófað, eru þau eins og óvelkomnir boðsgestir sem fara ekki, þrátt fyrir að maður sé búin að sýna þeim fullkomna fyrirlitningu og nánast reka þá á dyr.
Það er setið sem fastast.
Hóst!
P.s. Er fólk búið að ná því að ég á rosalega bágt? Eða átti það. Sko á meðan ég lá í flensUNUM.
Sippohoj!
Úje
![]() |
Inflúensan væg í ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Mánudagur, 10. mars 2008
Lyktandi minningar
Vorið kemur með grásleppunni og rauðmaganum sem karlarnir selja við Ægisíðuna.
Það er eins víst og það kemur nýr dagur á morgun.
Ég man eftir að hafa verið í fylgd með fullorðnum við kaup á umræddum fiski og ég skildi aldrei af hverju grásleppan var svona "bitótt" þar sem hún hékk og beinlínis blakti í vorvindunum, sem voru auðvitað skítkaldir.
Það var hryllileg lykt af grásleppunni og rauðmaginn var ekki mikið skárri. Mikið sem ég hata sjávarfang af ýmsu tagi.
Spikfeitar fiskiflugur héldu heilu ráðstefnurnar á grásleppunni og ég gat ekki skilið hvernig nokkur maður gat látið þennan óþverra ofan í sig.
Mig langaði hins vegar mikið til að smakka fasana og lynghænu.
Þetta stílbrot í matarsmekk gerði vart við sig þegar ég var smábarn og dreymdi um að smakka konunglegar steikur og villta sveppi á meðan öll vesturbæjarelítan át ýlduna úr fjörunni.
Ég hef verið af konunglegum ættum í fyrra lífi.
Í raun þarf ekki fyrra líf til, ég er konungborin. Í alvöru sko, langa, langa afi minn var danskur konungur sem flekaði þessa ömmu mína. Hann var reyndar mesti sukkari allra konunga í Danmörku og fannst að lokum dauður í ræsi í miðborg Kaupmannahafnar eftir næturslark.
Þeir segja að alkahólismi gangi í erfðir
..líka sá konunglegi.
Hm..
Hér við hirðina erum vér á leið til rekkju,
en fyrst kíki ég á bloggið.
Vorið kemur svo sannarlega með grásleppunni.
Allir edrú að lúlla.
Æmsóexætid!
Úje
![]() |
Græjað á grásleppuna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 10. mars 2008
Aldursmartröð
Ég eldist og eldist. Ég veit ekki með ykkur en á hverju ári á ég afmæli. Ofsóknir og samsæri, ekkert annað.
Ég hef aldrei sloppið og þess vegna tengdi ég rosalega við þessa frétt um að Íslendingar eldist.
Leið eins og ég væri komin heim.
Þegar ég varð tvítug grét ég smá á milli gleðilátanna yfir að geta farið á eigin vegum í ríkið. Fram að því hafði þetta verið endalaust basl fyrir utan ríkið á Lindargötunni þar sem við vinkonurnar díluðum við rónana, um að kaupa fyrir okkur. (Fyrirgefið mamma og pabbi, ég skammast mín og það niður í tær). En þennan afmælisdag grét ég smá yfir að æskan væri að eilífu horfin.
Á þrítugsafmælinu mínu vaknaði ég upp við vondan draum og ég var svo miður mín að ég gat ekki einu sinni grátið. Hin raunverulega ferð mín á öldrunarvegferðinni var í alvörunni hafin og blákaldar aldurstaðreyndirnar sem ég horfði fram á slógu mig rokna löðrung beint í andlitið. Ég hafði lesið um það í sænsku Feminu að manneskjan byrjaði að rotna upp úr þrítugu. Mér leið eins og ósmurðu líki.
Fertugsafmælið rann upp og ég lagði svo mikið í lokapartíið að tæplega 200 manns var safnað saman í þetta endanlega uppgjör við lífið, enda ekki seinna vænna, búin að vera rotnandi í tíu ár. Það gat ekki verið langt til endalokanna.
Ég tórði og varð fimmtug. Ég var örugglega í dauðateygjunum. Ég sló upp afmæli fyrir börnin í fjölskyldunni. Þau eru mörg. Aðstandendur barnanna voru boðnir velkomnir í fylgd þeirra. Það var mikið af nammi í þeirri veislu og ég velti fyrir mér hvort ég myndi lifa það að sjá börnin stækka, enda ekki nema von, hrörnunin hlaut að vera að nálgast hámark. Sko hrörnunin sem ég las um í sænsku Feminu um árið. Ég sá fyrir mér ellina, sem ég játa að hafa mikla fordóma fyrir, endalausa og tíðindalitla, þar til yfir lyki.
Svo varð ég fimmtíuogfimm og ég gerði ekki neitt, nema að fara á fund mér til uppörvunar. Mér reiknaðist til að það tæki því ekki að slá upp gleðskap. Fannst að það væri hægt að taka viðkomandi gleðilæti með jarðaförinni. Slá atburðunum saman. Praktískt og gott.
Hér hætti ég að telja, enda ekki nema ár frá síðasta stór viðburði. Það rann svo upp fyrir mér um daginn að ég er á almennum aldri. Það eru allir sem ég þekki á aldri sem passar svo vel við minn. Ég lagði hugsununum um hrörnunina á kantinn og ætla að reyna að bera mig saman við meðalkonuna á Íslandi sem lifir í 82,8 ár.
Miðað við meðalkonuna er ég kornung.
Ég þarf að endurnýja kynni mín við sænsku Feminu.
Tala yfir hausamótunum á helvítis ritstjóranum.
Arg
Later!
Úje
![]() |
Íslendingar eldast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 09:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Fimmtudagur, 6. mars 2008
Hver er á klukkunni?
Æi, get ekki á mér setið þegar ég sé enn eina rannsóknina, sem meikar engan sens.
Bandarísk könnun sem byggð er á upplýsingum kynlífsfræðinga í Bandaríkjunum og Kanada hefur leitt í ljós að fólk nýtur kynmaka best þegar þau standa í sjö til þrettán mínútur.
Kynlífsfræðingarnir hljóta þá að hafa spurt skjólstæðinga sína þessarar spurningar.
Hm.. Hvernig fer þetta rannsóknardæmi fram?
Erfitt í framkvæmd?
Kannski eru allir orðnir svona "down to buisness about it" ég er orðin svo gömul, fyrir utan að vera hippi og á mínum hippaárum þakkaði maður sínum sæla, ef maður náði andlitinu á elskhuganum áður en hann var hlaupinn. RÓLEG!! Ég er að grínast og fylla upp í hippamýtuna fyrir ykkur þið ykkar sem eruð saurug í hugsun.
Í alvöru þá er fólk sem stendur í tímatöku á kynlífi sínu örugglega með skeiðklukku og niðurteljara. Allan nútímapakkann.
Svo er stokkið í rúmið og komasho.
Ég sakna gamalla og góðra daga.
Cry me a river!
Úje
![]() |
Kynmök taki sjö til þrettán mínútur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 17:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 4. mars 2008
Sjálf ljótan í heimsókn
Ég var að tala við konu áðan. Skemmtilega konu.
Ég var að tuða yfir því við hana, að flensunni sem er að hrjá mig, fylgdi sjálf ljótan.
Ég hef aldrei verið jafn illa haldin af ljótunni eins og núna.
Ég er með sár á vörinni.
Hárið á mér er í allar áttir.
Augun glansa.
Hrukkurnar sem hafa einhverra hluta vegna komið sér fyrir í andlitinu á mér eru afskaplega vel merkjanlega þessa dagana.
Yfir þessu var ég sum sé að kvarta við þessa vinkonu mína.
Þetta með hrukkurnar náði henni alveg, enda hún komin yfir fimmtugt eins og sumir og tengdi beint við vandamálið.
Hún reyndi samt að draga úr hrukkuvandanum mikla, til að bæta líðan mína og sagði; "veistu það Jenný, að hrukkurnar sýna að við höfum lifað, þær dýpka karakterinn, lýsa upp andlitið.
Hér var ég orðin græn í framan og fór að smyrja mig með mínu rándýra hrukkukremi.
Þegar hún var farin út um dyrnar hvarflaði það að mér að hún gæti haft rétt fyrir sér en samt hallast ég heldur að því að það sé óréttlátt að andlitið á manni þurfi að vera einhver rosaleg sönnunarbyrði um að maður hafi lifað ógeðslega lengi.
Hvað finnst ykkur?
Eruð þið sammála þeirri ákvörðun minni, að það sé best að panta tíma hjá lýta?
Þarf að hugsa þetta.
Lít örgla mikið betur út á morgun.
Hóst!
Mánudagur, 3. mars 2008
ÁÁ- Árangursríkur áróður?
Í gegnum árin hef ég fengið að heyra það úr ýmsum áttum, oft án þess að hafa kært mig um það, að morgunmaturinn sé svo rosalega hollur. Svo nauðsynlegur fyrir líkamlega- og andlega heilsu og til að halda heilabúinu á vaktinni allan daginn.
Ég hef gert mitt besta til að líta fram hjá þessum eilífa morgunmatsáróðri.
Það verður erfiðara og erfiðara.
Þegar ég greindist með sykursýkina, fékk ég enn einn "morgunverðurerlífsnauðsynlegbyrjunádeginum" fyrirlestur frá einbeittum næringarfræðingi, einum sem tekur vinnuna alvarlega og af köllun, og í það skiptið varð ég að hlusta. Heilsan i húfi "and all that jazz".
Svo ég tileinkaði mér nýja og betri siði () en mikið skelfing tekur þetta á. Það er eitthvað sem stendur í mér hérna.
Ég veit ekki með ykkur, en matur er það síðasta sem mér fellur í hug nývaknaðri á morgnanna.
Kaffi, ofarlega en allavega innan eðlilegra marka, en sígó, sígó og sígó eru ofarlega á listanum.
Frrrrrrrruuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuuss!!!
Þetta er engin hemja, mér er ekki viðbjargandi.
Ég elska kvöldmatinn minn og þá ekki kl. 17,00 eins og næringarráðgjafinn segir, helst kl. 19,00.
En ég er löngu hætt að berjast við ofurefli..
..og Weetabixið rennur ljúflega niður og það sama gerir "kvöldverðurinn" sem nú er borðaður um hábjartan dag.
Ég hef gefist upp.
Æmaviktimofflæf!
Úje
![]() |
Morgunmaturinn mikilvægur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2987754
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr