Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Miðvikudagur, 4. júní 2008
Og skipað gæti ég væri mér hlýtt
Bandaríkjamenn óska eftir því að við hættum við að flytja út hvalkjöt til Japan.
Ég er dedd á móti hvalveiðum af því það kemur illa út fyrir okkur og svo getur fólk bara borðað eitthvað annað en hvalkjöt.
En það liggur við að ég skipti um skoðun bara til að geta æst mig yfir bölvaðri afskiptaseminni í Guðs útvöldu, hinni sjálfskipuðu alheimslöggu sem er með heilu sorphaugana í eigin garði.
Bandaríkjamenn trúa því glerhart að hvalir séu menn í dulargervi. Þeir trúa því að þeir tali, skilji mannamál og ég veit ekki allt.
Þetta er í fínu lagi á meðan maður er 6 ára og yngri, jafnvel fram að 8 ára aldri en þá eiga fyrirliggjandi upplýsingar um hvalinn að hafa skilað sér til smáfólksins.
Þeir eru öskrandi og æpandi um allan heim, alls kyns skammir á heilu þjóðirnar en standa svo í manndrápum í útlöndum og milljónir manna svelta heima hjá þeim.
Og skipað gæti ég væri mér hlýtt.
En ég vil að Íslendingar hætti þessum barnaskap með hvalina og snúi sér að öðru.
Hvað eru margir sem hafa atvinnu sína af hvalveiðum? Og hvað er þjóðarbúið að fá fyrir þetta auma kjöt sem af hvalnum fæst?
Somebody?
Úje farin að lúlla.
![]() |
Bandarísk stjórnvöld gagnrýna útflutning á hvalkjöti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 3. júní 2008
Lygarar
Stundum eru búllsjittið í auglýsingum svo gengdarlegt, fullt af lygi og stenst ekki skoðun, að ég trúi vart mínum eigin augum.
Meira að segja minn uppáhalds snyrtivöruframleiðandi tekur þátt í lyginni. Þá er ég að tala um Estee Lauder. Og fleiri og fleiri.
Um daginn keypti ég mér rakakrem. Það heitir "anti-wrincle".Halló! Veit ekki hvert barn að öldrun er eðlilegur hlutur sem ekkert krem kemur í veg fyrir hrukkur?
Og allir maskarnir, og hin kremin, ágæt fyrir sinn hatt en ég trúi því ekki að það sé leyfilegt að lofa kaupandanum hrukkuhvarfi, sléttri húð á háls, uppgufaðri appelsínuhúð og ég veit ekki hvað og hvað.
Og blettaeyðarnir. Jesús minn. Ég fell alltaf fyrir svona ódýrum lausnum eins og sprauta á blett, setja í þvott og fyrir galdur er fargins bletturinn horfinn að eilífu amen. Gerist ekki.
Og hvað varðar auglýsingarnar þar sem konurnar setja viðbjóðslega moldugar og feitar flíkur í vélina og út úr kemur klæðið spikk og span. Þetta er ekkert annað en fölsun á raunveruleikanum, gott fólk.
Ég er eiginlega búin að ákveða að taka mig til og fara í mál við hársnyrtivöruframleiðendur hvar sem til þeirra næst. Þeir pirra mig mest.
Glansandi hár, flösulaust hár, líflegra hár, þykkara hár og svo öll sjampóin sem eiga að vera svo vítamínbætandi að hárið á að vaxa eins og mother-fucker.
Það hlýtur að vera auðvelt að súa sjampó- og næringarframleiðendum. Sápa í mismunandi litum flöskum er ekki að gera kraftaverk. Hún hreinsar hárið og það er persónulega það eina sem ég er að sækjast eftir. Hvorki meira né minna.
Vinkona mín fékk flösu í fyrra. Já ég veit það, hreint skelfilegt enda fór hún ekki út úr húsi, hætti að vinna og allt. Eða nærri því, ýki smá. En sjampóið sem hún notaði og er sérstakur flösumorðingi, samkvæmt framleiðenda, jók flösuna þannig að það voru heilu hrúgurnar sem komu á gólfið í hvert skipti sem hún hreyfði sig ögn.
Njet, ég nenni ekki að láta ljúga að mér lengur. Ég fer í mál. Dúa vinkona mín getur alveg dundað sér við að vera lögfræðingurinn minn, eða frumburðurinn, eða systir mín, eða systurdóttir mín. Hm.. er það nema von að ég sé biluð. Allt löðrandi í lögfræðingum í kringum mig.
Bímægestsúmítú.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 15:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Laugardagur, 31. maí 2008
Níkótínblogg

Nú er ár síðan að gefið var út formlegt veiðileyfi á nikótínnotendur og þeim úthýst með vefjurnar af skemmtistöðum og kaffihúsum.
Heill vetur hefur liðið og aftur komið sumar. Ekki er vitað til að margar lungnabólgur hafi kastað sér niður á saklausa reykingarmennina sem hafa norpað úti á götu í fimbulkulda og stormaseríum vetrarins.
En burtséð frá því, þá eru það friggings mannréttindi að fá að iðka reykingar við heilsuvænni aðstæður en nú er.
Ríkið selur þetta mjög svo óvinsæla fíkniefni og neitar svo eins og aðrir dílerar að taka ábyrgð á fíklunum eftir að dópið hefur verið selt og borgað.
Ekki misskilja mig, þeir sem ekki reykja eiga ekki að þurfa að vera innan um reyk, kæri þeir sig ekki um það.
En af hverju mega eigendur staðanna ekki ákveða hvort þeir vilji vera reyklausir eður ei. Þá velur fólk sér staði? Það er hvimleitt að sjá heilu skemmtistaðina hanga á gangstéttunum á djamminu með glas í hönd.
Ég er alltaf á leiðinni að hætta. Ég var nefnilega að kveikja á að ofsóknirnar á okkur sem reykjum eru rétt að hefjast.
Það er ekki langt í að hreinir og tærir íbúar í fjölbýlishúsum fái veiðileyfi á nikótínspúandi nágranna sína og fari fram á reykingarbann í fjölbýli.
Þann dag flyt ég til Serbíu þar sem þeir eru, að mér skilst, nokkuð langt á eftir okkur í þessum tiltekna fasisma.
Og svo vil ég gjarnan fá upplýsingar um það hvort alþingismenn séu enn að brjóta lögin sem þeir settu sjálfir og reyki ennþá í þar til gerðu herbergi í kjallara Alþingishússins.
Gerðu eins og ég segi, ekki eins og ég geri hugmyndafræðin er enn í fullu gildi.
Annars þokkaleg.
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Litla húsið í fjallinu
Alltaf þegar ég keyri fram hjá Ingólfsfjalli verður mér starsýnt á litla sumarhúsið sem stendur innan um alla grjóthnullungana. Það eru sennilega fleiri en ég sem hafa hugsað með sér að þetta sé bilaður staður fyrir sumarhús. Við veginn, við fjallsræturnar á milli grjóthnullunga í fjallinu. En þetta er rosalega krúttlegt hús og sænsk vinkona mín heimtaði að stoppa einu sinni þegar við keyrðum þarna um, til að festa fyrirbærið á filmu.
Bústaðurinn slapp í dag. Er það ekki klikkað?
Og er það ekki enn klikkaðra að ég skuli hafa verið við það að leggja af stað í Þrastarlund til að fá mér kaffi, þegar sá stóri reið yfir? Það er ekki eins og ég sé flengjandi mér austur fyrir fjall, svona almennt og yfirleitt.
En ég fór ekki fet.
Það er auðvitað þvílíkt lán og lukka að enginn skyldi slasast alvarlega í þessum skjálfta sem reið yfir. Hreinlega ótrúlegt.
Vildi ég búa fyrir austan fjall?
Nebb, ég held ég láti það meira að segja eiga sig að kíkja í heimsókn á næstunni.
Svo sendi ég baráttukveðjur til þessa fólks á suðurlandi sem enn og aftur hefur lent í bálillri móður náttúru.
Guði sé lof fyrir að líkurnar á stórum eftirskjálfta hafa minnkað töluvert.
Þessi dagur verður í minnum hafður.
Fimmtudagur, 29. maí 2008
Skjálfti-Uppfærsla
Nýjar fréttir af nýjum sjálfta. Símarnir dottnir út hjá mér. Nýji sjálftinn 6,1-6,7 á Richter. Búið að loka Ölfusárbrú.
Nýr fréttatími er á leiðinni á RÚV.
Jösses.
Vá, það var jarðskjálfti við Selfoss fyrir einhverjum mínútum. 3,2 á Richter!
Og hegðun hafsins við Færeyjar er eitthvað undarlegt.
Nú fer ég á taugum.
Dem, ég sem ætlaði að fara í Þrastarlund og fá mér kaffi í góða veðrinu.
Dem, dem, dem.
Eruð þið ekki jarðskjálftahrædd?
![]() |
Jarðskjálfti við Ingólfsfjall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 16:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Miðvikudagur, 28. maí 2008
Ég get ekki lifað án þín
Stundum verður hörmung mannsins svo stór að ég skelli upp úr. Frekar en að fara að grenja sko.
Í Taívan núna í vikunni var maður sem tók hugtakið "ég get ekki lifað án þín" alla leið.
Hann skreið inn í líkkælinn til að sameinast unnustunni í dauðanum.
Sem betur fer var manninum bjargað, annars hefði þessi saga sennilega ekki komist í fréttirnar.
En hafið þið tekið eftir því hversu klikkaðar fréttir komast í blöðin núorðið?
Konurnar sem stigu óvart inn á helgisvæði karlanna á Grikklandi og brutu þar fleiri þúsund ára kvennabann. Hm... gott hjá þeim.
Japaninn sem ég bloggaði um í morgun og var ástfanginn af símsvara.
Einhver sem "naut ásta" með bílnum sínum, líka í Asíu minnir mig.
Og nú þetta.
Fólk þarf orðið að vera rosalegir rugludallar til að komast í fréttir. Svo étur maður þetta upp.
En börnin góð, haldið ykkur frá líkgeymslustöðum.
Hurðin gæti hrokkið í lás.
Muha
Jájá. Annars góð.
Later.
![]() |
Skreið inn í líkkæli til kærustu sinnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 28. maí 2008
"2 hot 2 handle"
Það er hægt að fá ýmislegt á heilann.
Músík t.d. Ég fæ reglulega skelfileg ógeðislög á heilann, þannig að dögum saman hljómar viðkomandi hörmung í eyrum mínum.
Muniði eftir "Það er lítið hús, út við lygnan sjó"? Jabb, heilir 4 dagar í febrúar, ég legg ekki meira á ykkur. Jú annars, ég ætla að gera það.
Eða.."Þú villt fara þinn veg"? Einmitt, það lagðist á mig í janúarþunglyndinu og gerði mig nærri því vitfirrta.
Svo er hægt að fá frasa á heilann. Kannast einhver við það? Fyrir einhverjum árum kom ég ekki út úr mér heilli málsgrein öðru vísi en að í henni væri að finna "Það hálfa væri nóg". Til að forðast endurtekningar (jeræt) þá skipti ég út "nóg" og notaði yfirdrifið, hellingur og hamslaust. Enn get ég ekki tekið mér þennan frasa í munn. Þessum frasa sem gekk ljósum logum um hið íslenska málsvæði, má kenna Þórarni Tyrfingssyni um, því hann kallaði bókina sína þessu nafni.
Og svo er hægt að verða ástfanginn af símsvara. Það henti ungan Japana sem æstist allur við að hlusta á rödd í gjaldfrjálsu símanúmeri matvælafyrirtækis í Tókýó. Ekki spar á tímann sinn sá en hann eyddi 3.100 klukkustundum hangandi slefandi á tólinu.´
Ég hringi oft í þjónustusíma bankanna. Þar er það Bjarni Vestmann sem talar. Ég ætla rétt að vona að ég falli ekki fyrir röddinni í Bjarna, þó hún sé voða ábyrg og krúttleg. Alveg: "fyrst koma 10 stafir" eða "þetta var því miður ekki rétt, vinsamlegast reynið aftur", rosalega löðrandi í sexappíli, leiðandi mann áfram um frumskóga bankakerfisins.
Nebb, ég nota bara netbankann. Bjarni er 2 hot 2 handle.
Eða er það Haukur Hólm? Veit ekki, en maðurinn er TIGER!
Sól í heiði lalalalala.
Góðan daginn plebbarnir ykkar.
![]() |
Með símsvara á heilanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 27. maí 2008
Löglegur díler til rannsóknar
Það kom mér ekki á óvart að Magnús Skúlason hafi verið leystur frá störfum fyrir að hafa ávísað lyfjum á nöfn fólks, án leyfis.
Maðurinn skrifaði sem sagt út lyfseðla á nöfn fólks út í bæ, sem hann lét síðan ná í í apótekin. Það er ekki vitað til hverra lyfin fóru. Það þarf vart að taka það fram að þetta voru ávanabindandi lyf.
Í fyrra var Magnúsi bannað að skrifa út ákveðna lyfjategund vegna þess að hann að hann hafði ávísað miklu magni af ávanabindandi lyfjum til fólks án þess að geta gefið upp haldbæra ástæðu.
Sem fyrrverandi pillukerling veit ég hversu stutt er á milli lífs og dauða hjá okkur sem höfum misnotað lyf. Ég veit líka að alltof margir deyja vegna of stórra skammta af lyfjum. T.d. góð vinkona mín sem fanst látin í rúmi sínu að morgni fyrir fáeinum misserum síðan.
Magnús Skúlason er stétt sinni til skammar og á ekki að hafa aðgang að veiku fólki.
Í mínu tilfelli voru engir "Magnúsar" að skrifa út fyrir mig í ótæpilegu magni. Ég hef alltaf haft lækna sem hafa verið heiðarlegir og vænir menn. Ég var bara með fleiri en einn í takinu og þeir vissu svo sannarlega ekki hver að öðrum. Við alkarnir erum lygarar af guðs náð á meðan við notum.
Magnúsarnir eru ekki margir, vona ég að minnsta kosti. En þeir eru engu minni sölumenn dauðans en þeir sem selja dóp á götuhornum, ef ekki meiri. Fólk lítur nefnilega upp til lækna, treystir þeim fyrir lífi sínu og sinna nánustu, þessa vegna eru Magnúsarnir stórhættulegir dílerar og glæpir þeirra óafsakanlegir.
Ég vona að þessir dílerar kerfisins verði upprættir og þeir teknir úr umferð. Þeir eiga ekki að hafa meirapróf á reseptblokkir.
Sveiattann.
![]() |
Skrifaði lyfseðla á nöfn án leyfis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 25. maí 2008
Náttúrleg upplifun án aukaefna - takk fyrir
Mamma æskuvinkonu minnar vann í apóteki í denn. Hún gaf okkur oft ágætis ráðleggingar um eitt og annað varðandi útlit.
Við fórum að sjálfsögðu ekki eftir því. Hún mældi nefnilega sterklega með vatni og sápu til andlitsfegrunar, á meðan markaðurinn benti okkur vinsamlegast á meik og varaliti.
Þessi kona var í raun stórkostlegur húmoristi. Þegar ég og vinkonan ákváðum að við yrðum að eignast síðar hárkollur, sem þá voru ómissandi í Mekka hátískunnar, London, reyndi hún að telja okkur hughvarf með því að ráðleggja okkur að bera í okkur lúsameðalið grásalva, því það örvaði hárvöxt svo eftir væri tekið.
Ég gæti logið og sagt að við Einsteinarnir hefðum séð í gegnum þetta, en nei, heiðarleikinn skal hafður í fyrirrúmi og auðvitað settum við þennan illalyktandi viðbjóð í hárið á okkur og viti menn; árangurinn var enginn og mamman hló illkvittnum og tryllingslegum nornarhlátri í eldhúsinu.
Þannig að við keyptum hárkollurnar, en það er önnur saga og verður sögð seinna.
Það er hægt að fá ungt fólk og suma fullorðna reyndar til að trúa hverju sem er.
En það er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna fólk fer og kaupir ástarlyf, eða afródesíakk (ojabjakk) sem gert er úr körtueitri. Einhver dó af því.
Eftir hverju er verið að sækjast? Stinningu? Göldrum?
Ég er greinilega ekki inni í kynlegri kynlífstískunni. Hjá mér hefur þetta alltaf verið spurning um náttúrulega upplifun án aukaefna.
Proppsið er alltaf að verða stærri þáttur í kynlífi. Að tala um að vera opinn og utanáliggjandi og allur í settöppinu -GMG!
Hjá minni kynslóð er þetta inn-út-inn-út-búið-bless!
Það held ég nú.
![]() |
Varað við banvænu ástarlyfi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Laugardagur, 17. maí 2008
Tittlingaskítur
Af hverju er verið að safna uppþornuðum tittlingum? Ég meina er einhver tilgangur með því að stoppa upp kynfæri karldýra? Eða er þetta íslensk fyndni? Hahahahahaha hér er typpi af heimiliskettinum Guðna, guð svo sniðugt. Hahahahaha.
Svo má taka þetta lengra. Jón á Halloka í Aumingjasveit, svaf hjá öllu sem hreyfðist, átti 30 börn með jafnmörgum konum. Svakalega virkur á honum tittlingurinn. Stoppum hann upp. Og lillinn á Jóni verður gerður ódauðlegur á safninu.
Ég fór nefnilega að hugsa um hvernig mér liði ef til væri hið íslenska píkusafn. Ég má ekki hugsa þá hugsun til enda. Vagínur af öllum stærðum og gerðum. Sjáið píkuna á Harðsnúnu Hönnu eða í dag verður sýning á píkum úr Suðursveit. Eru þær öðruvísi en píkurnar úr Mývatnsveitinni? Komið og sjáið!
Annars er ég ekki mjög tittlingaupptekin kona. Og það sem meira er, ég er orðin frekar tepruleg með árunum. Bara að skrifa um uppstoppaða tittlinga á Húsavík og að fabúlera um vagínusafn á Vopnafirði gerir það að verkum að ég er öll asnalega vandræðaleg í framan. Enda var blaðsíða 82 í heilsufræðinni ekki tekin í mínum skóla. Það fékkst enginn kennari til að fara í þetta háskalega efni.
Ég er ein af þeim sem fékk lömun í talfærin ef ég átti að segja smokkfiskur "in public".
Og svo hef ég í gegnum tíðina, einungis haft áhuga á þeim tittlingum sem hafa verið áfastir lifandi eigendum sínum, ef ég á að vera alveg hreinskilin.
Úff, farin í laugardagsþrifin og hætt að velta mér upp úr þessum tittlingaskít.
Úje.
![]() |
Reðasafnið á Reuters |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr