Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vísindi og fræði

Viðkvæmt mál

Það eru svo langar í mér leiðslunnar.  Sá þessa frétt um nýja aðferð við að nema örugga vísbendingu í blóði ófrískra kvenna um það hvort fóstur þeirra er með Down´s heilkenni eða ekki og hugsaði bara, gott, flott.  Og svo fletti ég áfram.

Og svo sá ég þessa færslu hér með heitum umræðum um málefnið.  Og fólk hefur skoðanir á málinu, með og á móti.

Ég er frekar nýlega búin að ná því að það er til lítils að reyna að setja sig í spor þeirra sem verða fyrir stóráföllum.

Eins og t.d. að eignast fötluð börn, hvort sem það er andleg eða líkamleg fötlun.

Ég hélt að ég gæti t.d. sett mig í spor þeirra sem misstu barn í fjölskyldunni.  Ég átti því miður eftir að komast að því að ég hafði ekki komist nálægt þeim sársauka í hugarfylgsninu þegar dóttir mín missti ungan son sinn, það er langur vegur þar í frá.

Þannig að ég er hætt að segja, ef ég myndi eignast fatlað barn, ef, ef, ef, því ég get engan veginn sett mig í þá stöðu að standa í alvörunni frammi fyrir því.

Ég fagna því hins vegar þegar vísindunum fleygir fram, þannig að líkurnar á vansköpun, fötlum og alvarlegum sjúkdómum minnki eins mikið og mögulegt er.

Ég veit líka að foreldrum þykir jafn vænt um fötluð börn og þau sem ekki eru það.  Þó það nú væri.

En að taka þá ákvörðun um að eignast barn vitandi hvað bíður barnsins og allrar fjölskyldunnar hlýtur að vera erfiðara en svo að ég ætli að gera mig þess umkomna að skilja það.

En fólk á sjálft að fá að taka ákvörðun um hvað það kýs að gera.

Og það styð ég af heilum hug.


mbl.is Ný aðferð við að greina Down's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Dansandi fram á rauða morgun

Mogginn er að velta því fyrir sér hvort gamla fólkið borði sushi, fari í vax og hlusti á Sálina eftir nokkra áratugi.

Hm...

Eftir nokkra áratugi ætla ég að vonast eftir því að það verði engin elliheimili og engin örvasa gamalmenni til.

Ég ætla að vona að lífsgæðin aukist svo mikið á þessum tíma að fólk lifi með reisn á eigin heimili, á eigin vegum og sé sjálft sér ráðandi.  A.m.k. að miklum meirihluta.

Ég veit ekkert ömurlegra en það viðhorf sem nú ríkir til eldri fólks.

Það er komið fram við það eins og börn.

Það er gengið út frá því að allir sem komnir eru á löglegan eldriborgaraaldur hafi sama matarsmekk, tónlistarsmekk og skemmtanasmekk.  Engin frávik.  Sjómaður dáðadrengur á línuna.

Svo sér maður reglulega hvernig gamla fólkið er látið taka þátt í uppákomum eins og kvennahalupinu um daginn, í hjólastól.  Voða gaman.

Ég held að ég gangi í sjóinn frekar en að verða agúuð og gússígússíuð af fólki á launum og að það verði gert ráð fyrir að ég sé sammála síðasta ræðumanni um alla hluti að ég sé hluti af hópsál sem búin hefur verið til í öldrunarlækningum 101.

Hornkerling skal ég aldrei verða.

Ég ætla að verða geðveikur töffari í leðurátfitti, rífandi kjaft og dansandi fram á rauða morgun.

Sushi hvað?


mbl.is Húðflúr, sushi og bikinivax
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Leiðinlegri en rigning

 amd_nicholson

Enn ein aularannsóknin hefur litið dagsins ljós.

Ég hef ekki undan að blogga um rannsóknir sem hefði mátt sleppa að eyða fjármunum í, þar sem niðurstaðan er fyrirfram ljós.  Vegna "live" rannsókna bæði mín og annarra á málefnunum.

En hvað um það, "bad boy" heilkennið er staðreynd, margar konur velja "vonda stráka" fram yfir ljúflingsdúlludúskakrúttin hennar mömmusín.

Ég á vinkonu í Svíþjóð, sem lýsti þessu ágætlega en hún fór út með forríkum náunga, myndarlegum og nánast fullkomnum nema hann vantaði þetta lítilræði sem er húmor og óþekktarblik í auga.

Hún sagði mér að hún myndi aldrei hitta hann aftur.  Hann væri leiðinlegri en rigning.

Og ég sem vildi gjarnan koma henni undir ljúfra manna hendur benti henni á hversu góður hann væri.

Og hún benti mér á, á móti að beljur væru líka góðar en það þýddi ekki að hún væri tilbúin til að eyða ævinni með þeim.

Að vera "vondur strákur" hefur ekkert með vonsku að gera.  Ég ímynda mér að margar konur sjái verkefni í þeim.  Við erum oft svo miklar hjúkkur, félagsráðgjafar, prestar, sálfræðingar og bankastofnanir í okkur stelpurnar á ákveðnu tímabili í lífinu.  En svo komumst við yfir það.

En eitt sit ég uppi með.

Nánast allir af mínum fjölmörgu eiginmönnum voru á einhverju tímabili óknyttadrengir.

En á endanum barði ég það úr þeim.

DJÓK.

Gleðilega Jónsmessu.

 


mbl.is Hvers vegna komast „vondir strákar“ yfir fleiri stelpur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættu að hjakka í sama farinu Jórunn!

Það er ekki leyndarmál að ég tel að ég eigi SÁÁ líf mitt að launa.  Og ég er ekki ein um þá upplifun.  Ég þekki fjöldann allan að fólki sem farið hefur í gegnum meðferð hjá samtökunum og lifir núna innihaldsríku og hamingjusömu lífi.

Það eru engar kraftaverkalækningar stundaðar á Vogi.  Þar er einfaldlega samankomin læknisfræðileg þekking á alkahólisma ásamt allri þeirri reynslu sem orðið hefur til á þeim árum sem SÁÁ hefur verið til.

Að því sögðu þá á ég ekki orð yfir að borgin skuli hafa gengið fram hjá SÁÁ um rekstur meðferðarheimilis fyrir áfengis- og vímuefnasjúklinga, en tilboð SÁÁ var mun lægra en tilboð Heilsuverndarstöðvarinnar/Alhjúkrunar, sem mér vitanlega hefur enga sérhæfða þekkingu á meðferðarmálum.

Jórunn Frímannsdóttir segir:

"Mér finnst ótrúlegt þetta endalausa hjakk sem á ekki við nein rök að styðjast, búið er að fara yfir málið og niðustaða innri endurskoðunar er skýr,”

Mikið skelfing er ég komin með upp í kok af hrokafullum stjórnmálamönnum.  Það heitir hjakk að krefjast svara á undarlegri ákvörðun velferðarsviðsins.  Þá vitum við það.

Sumír hjakka hins vegar stöðugt í sama farinu hamingjusamir í vanþekkingunni.

Ég hef engan rökstuðning séð sem útskýrir hvers vegna tilboði SÁÁ var ekki tekið.

Ég hvet lesendur þessarar síðu að lesa þessa grein Ara Matthíassonar ásamt grein Jóhanns Haukssonar , "lítið og sætt kunningjaþjóðfélag".

 Hvernig stendur á þessari tregðu fólks til að nýta sér reynsluna og þekkinguna þegar áfengislækningar eru annars vegar?

Ég bókstaflega næ þessu ekki. 

En kannski get ég glaðst yfir því að trúarsamtök voru ekki þeir sem hrepptu hnossið, það er nefnilega ennþá inn í myndinni sú skoðun fólks að þar sé aumingja alkahólistunum ágætlega fyrirkomið. 

Haleandskotanslúja.


Ógeðslega fullorðins Árni

Ég vaknaði í morgun og kveikti mér í sígó eftir mitt hefðbundna ritúal. Og svo kveikti ég mér í annarri.  Sem væri ekki í frásögur færandi nema af því að ég var með eina í eldhúsinu og aðra úti á svölum.  Barnalegt?  Nei ákaflega nikótínsfíkilsleg hegðun og mér ekki til sóma, en sem betur fer er ég enn á mannlegu nótunum og haga mér reglulega eins og svín.

Ég er höll undir börn.  Ef ég á að vera alveg hreinskilin þá eru börn það fólk sem höfðar hvað mest til mín og hefur alltaf gert.

Börn hafa ekki komið sér upp tækifærishegðuðum.  Þau hafa ekki ritskoðað hugsanir sínar, heldur koma þær tærar og hreinar fram í viðhorfum barnsins til lífsins.

Börn setja skörp skil á milli þess sem er rétt og þess sem þeim finnst rangt.  Það skarast stundum á við stefnuskrá fullorðinna en þeim er nákvæmlega sama krökkunum, þau eru nefnilega ekki á atkvæðaveiðum.

Þess vegna finnst mér algjörlega út úr kortinu að kalla hegðun fullorðinna sem manni finnst lítt skiljanleg, óæskileg og öðruvísi - barnalega.  Það er beinlínis móðgun við börn.

Týpískt að kartöflusöngvarinn og fangelsisinnréttingafrömuðurinn Árni Johnsen, skuli kalla Björk barnalega í neikvæðum skilningi orðsins auðvitað, fyrir að vilja vernda náttúruna.

Á ekki að nauðga umhverfinu endalaust bara?

Ég vildi að við ættum fleiri Bjarkir, Láru Hönnur og Ómara Ragnarssona.  Það færi betur á því.

Og svo finnst mér Árni Jhonsen ekki rass barnalegur að einu eða neinu leyti.

Þvert á móti finnst mér hann ógeðslega fullorðins í neikvæðri merkingu þess orðs og þið megið skjóta mig fyrir það þessvegna.

Og hana helvítis nú.

P.s. Orðbragðið skrifast á lyklaborðið sem hefur tekið upp á því að skrifa allskonar sem ég ber enga ábyrgð á.  Ég sver það.  Sit hér og skammast mín í hrúgu fyrir þetta blygðunarlausa heimilistæki.

Holllíhú.


mbl.is Barnalegt að hækka koltvísýringslosun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bormaðurinn "is back"

Bormaðurinn sem ég bloggaði um í fyrra og er giftur konunni sem er á móti því að fólk sé að "kogga" er kominn aftur.

Eða þá bróðir hans.  Eða mágur, eða andlegur tvíburi.  Mér er sama.

Þar með er framleiðsla á fakírbrettum hafin aftur hér við hliðina á mér.

Hversu mikið er hægt að bora í einni íbúð?

Ég sit og skoða særingabækur.

Ég hef keypt mér vúddúdúkku.

Ég hef safnað mjaðarjurt, hrafnakló og rottuhala og nú bullar og sýður í eldhúsinu.

Ég held að það verði ekki borað lengi enn.Devil

Næsta færsla verður skrifuð frá golfvellinum að Kvíabryggju.

Þíjú.


Ég ætla að giftast þessum rassi

ass

Amma mín sagði mér þér ég var ögn að ég yrði alltaf að þrýsta neðst á tannkremstúbuna því það væri rétta lagið.  Svo impróviseraði hún eftir stemmingunni hverju sinni og því hef ég öllu gleymt nema einu.  Túbufyrirlestrarnir voru nokkuð margir því ég þráaðist við, þá sem nú í tilraunum mínum við að fara mínar eigin leiðir.  Þetta sem ég man og hefur reynst mér vel sem fyrirbyggjandi aðgerð í túbumálum, fram á þennan dag, var að hún sagði mér að Amerískur Hollývúdd leikari hafi skilið við konuna sína vegna síendurtekins ofankreistings og almenns ofbeldis á tannkremstúbunni.

Og svo hef ég stundum hlegið að því að fólk skuli í alvörunni trúa því að eitthvað eitt valdi því að fólk hætti í samböndum eða byrji í þeim.

Eins og núna þegar Clooney á að hafa hætt með kærustunni af því hún fór í brjóstastækkun.  Féll hann fyrir barminum á henni?  Gerði umfang hans, eða skortur á umfangi, útslagið?

Ég hef í lífinu orðið ástfangin nokkuð oft og aldrei vegna hárs, augnalitar eða rassafegurðar svo dæmi séu tekin.

Það er manneskjan sem heild sem höfðar til mín og ég held að þannig sé með flesta.

Ég hef aldrei heyrt neinn gefa ástæðu fyrir hjónabandi með sóandsó; Ég sá á henni rassinn og þá vissi ég að þetta var konan sem ég vildi giftast.

Eða, svo annað dæmi sé tekið: Ég kolféll fyrir ristunum á manninum og ég var ekki í rónni fyrr en ég hafði eignast þær með löglegum hætti?

Ómægodd I´m crying here!

Úje.

 


mbl.is Hætti með Söru vegna brjóstastækkunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyndið fæðingarþunglyndi?

 433459A

Ég var sko ekki á leiðinni að blogga núna en (enda nýbúin) þegar ég sá þessa frétt um fæðingarþunglyndi karla og að mögulega sé litið fram hjá því.  En ég gat ekki stillt mig.  Mogginn fær plebbaverðlaun vikunnar fyrir myndbirtingu með frétt.

Mér finnst ekkert óeðlilegt við að karlmenn geti þjáðst af samskonar hugarástandi og konur eftir barnsburð.

Það er mikið álag að aðlaga sig að breyttum háttum, svo margt breytist þegar lítil börn koma inn í myndina.  Og svo eru það vökurnar.  Ekki hjálpa þær til. 

Pabbarnir koma mikið meir inn í myndina núorðið og eru þátttakendur í umönnun barnsins til jafns við konuna oft á tíðum.

Þá er það frá...

En ástæða þess að ég hendist hér fram á ritvöllinn er þessi glataða myndbirting með fréttinni.

Simpson fígúran sem gerir það að verkum að ég hélt að það væri verið að grínast með efni fréttarinnar.

Er það hugafar blaðamannsins sem þarna myndbirtist svona skemmtilega?  Að það sé krúttlegur brandari ef staðreyndin er sú að karlmenn þjáist af fæðingarþunglyndi?

Rosalega reynist sumum erfitt að horfast í augu við að karlmenn geti mögulega þurft að kljást við tilfinningalega vanlíðan.

Þetta er Mogganum ekki til mikils heiðurs, það verð ég að segja.

Og stundum er ég ekki hissa á hversu hægt jafnréttinu fleygir fram.

Arg, arg, arg.


mbl.is Litið framhjá fæðingarþunglyndi karla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Örmagna af hamingju

 ucsi018648

Enn ein fíflarannsóknin hefur litið dagsins ljós.  Þessi heimur rannsókna, þar sem hver "selvfölgeligheten" á fætur öðrum er skoðaður er næstum því brjálæðislega fyndinn.

Konur sem eru hamingjusamlega giftar sofa betur og meira en konur í óhamingjusömum hjónaböndum. 

En karlmenn?  Sofa þeir betur ef allt er í fokkings óláni í hjónabandinu?  ARG.

Ég sef þokkalega, takk fyrir og ég er nokkuð happý í mínu hjónabandi. Ég hef aldrei þurft mikinn svefn til að vera glöð og ánægð.  6 tímar er ærið fyrir mig.

Húsband sefur eins og mófó og héðan í frá lít ég á það sem rós í mitt hnappagat.  Hann er greinilega örmagna af hamingju.  Að vera giftur mér gerir fólki hluti.  Spyrjið þolendurna!

Það hefur auðvitað ekkert að gera með það að maðurinn vinnur mikið og óreglulega og hefur meiri svefnþörf þess vegna. 

Hvort kemur á undan eggið eða hænan?

Það má líka rannsaka að hvort að sá sem borðar mikið af gulrótum sofi betur en sá sem úðar í sig spínati.

Eða hvort sá sem notar helvítis klósetthreinsirinn frá Cilit Bang nái betri djúpsvefni en plebbinn sem þrífur allt með Ajax. 

Ég meina, er ekki hægt að nota rannsóknarfjármuni í viturlegri hluti?  Eins og til að finna lausnir á hungurvandanum og öllum þeim hörmungum sem þjá stóran hluta af íbúum jarðarinnar.

Nú er ég farin að verða pirruð, út af engu.  Ég get ekki verið þekkt fyrir það. 

Nei, nei, nei, ég held að ég fari og veki Rósa - Þyrnirósa.

Újeeeee


mbl.is Nærir svefninn hamingjuna?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gússígússí - villtu í glas?

Sko mömmuna sem úðar frönskum, súkkulaði og kóki í 18 mánaða barnið.  Ég er svo aldeilis hissa.

Barnið er svipað á þyngd og fjögurra ára barn.

Skýringin er að krúttið vilji ekki annan mat.

Hm... fæddist stúlkan með lélegan matarsmekk?

Ég myndi hafa vit að að vera ekki að tala um þetta opinberlega væri ég móðirin.  Algjör óþarfi að koma upp um heimsku sína á landsvísu.

Sniðugt uppeldisaðferð, að leggja ábyrgðina á barnið. 

"Villtu leika þér með kveikjarann , ók passaðu að brenna þig ekki".W00t

Villtu fá lánaða sveðjuna Lilli minn?  Æi villtu ekki bíða þangað til þú verður tveggja, ha?" 

Hvar er barnaverndarnefndin, mér er spurn.

En kannski er þetta ekki svo langt frá almennum raunveruleika þó þetta sé að vísu dálítið ýkt dæmi.

Gússígússí, villtu í glas elsku dúllan mín?  Agú.

Ég er hlaupin í vegg, enda búin á því eftir annasaman dag á blogginu.Whistling


mbl.is Alin upp á snakki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband