Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vefurinn

Krúttmolinn Oliver

Ömmuhjartað missti slag þegar henni bárust nýjustu myndirnar af Oliver í London.

20080729175025_9

Ef þessi elska væri ekki að koma í ágúst legðist þessi amma í rúmið af söknuði.

Sama dag og Oliver kemur, þá koma Jenný Una og Lilleman til landsins frá Svíþjóð.

Elsta barnabarnið hann Jökull er í Króatíu (og nálægum löndum, afinn búinn að hendast yfir öll ínáanleg landamæri) og kemur á sunnudaginn.

Öll mín barnabörn í útlöndum.

Amman í rusli en hér koma nýjar myndir af Oliver teknar á leikskólanum.

20080729174445_2

Og nú bíður Amman spennt eftir að krúttmolinn komi til landsins.

Mamman kemur ekki, hún er að fara til Hong Kong á vegum vinnunnar.

Það verður ekki á allt kosið í heiminum.

Dæs og krúttkast.

20080729174534_3

 


Jenný Önnu er hætt að standa á sama

Eftir að hafa horft á Kastljós kvöldsins og viðtal Helga Seljan við Ólaf Eff þá féllust Jenný Önnu eiginlega hendur.  Hvað er að manninum, fyrirgefið borgarstjóranum?

Hvað eru Sjálfstæðismenn að hugsa með því að láta manninn fara svona fram?  Þeir eru líka í ábyrgð fyrir meirihlutanum í Reykjavík þó það verði svo sannarlega ekki séð af viðbrögðum þeirra við útspili borgarstjórans þessa dagana.

Jenný Anna skreið undir borð í huganum, setti hauspoka á sjálfan mig, og langaði að hverfa úr landi.  Þetta er orðið svo pínlegt.

Nú eiga Reykvíkingar að fara að krefjast þess að spilin verði lögð á borðið.  Er meirihlutinn að spila út í borginni?

Þetta er ekki í lagi og svo langt frá því.

En takk Helgi Seljan fyrir að gera þitt besta til að reyna að ná í svör fyrir okkur sem sitjum gapandi hissa á þessu sjónarspili öllu.

Og svo setur að Jenný Önnu skelfingarhroll þegar fólk talar síendurtekið um sig í þriðju persónu.

Jenný Önnu finnst það svo geðveikislegt eitthvað.

Úff, Jenný Anna er bara orðin paranojuð hérna.W00t

Í alvöru þetta er alls ekki ekki fyndið.

Hér.

 


Er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?

Ég er vel upp alin og því ætla ég ekki að segja á mannamáli hvað mér finnst um borgarstjórann í Reykjavík.

En ég spyr; er allt í lagi með manninn?  Af hverju finnst mér alltaf eins og hann sé að segja eitthvað eftir handriti þegar ég sé hann tala?

 Svo eru þessar undarlegu uppákomur.  Maðurinn í Færeyjum með söngkonuna Sölvu við hliðina á sér, þau samvaxin frá mjöðm og niðurúr og hann er búin að bóka hana í gigg alveg á eigin vegum.

Það getur verið að það hafi tíðkast að borgarstjórar reddi giggum á Menningarnótt, en það hefur alveg farið fram hjá mér.  Ekki að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti söngkonunni.  Ónei

Og svo skilaboðin um að heilindi hans skuli ekki dregin í efa.

Halló mister hershöfðingi yfir Borg Óttans.  Í mínum bókum er það leyfilegt að setja spurningamerki við orð og gjörðir pólitíkusa.  Á annað að gilda fyrir þennan mann?

Og svo yfirlýsingar varðandi Kárahnjúkavirkjun þar sem maðurinn hikar ekki við að segja ósatt til að fegra sjálfan sig svo ekki sé minnst á fulltrúa borgarstjórans sem skyndilega hætti í vinnunni upp úr þurru að því er virðist.

Enn eitt bíóið er svo Jakob Frímann sem er eins og skuggi Ólafs, svona einkalífvörður eða ámóta.

Þetta er ógeðslega undarlegt í laginu alltsaman.

Ég er bara almennur borgari sem fylgist vel með fréttum og læt mig borgina mína varða.

Og þegar ég súmmera upp það sem ég sé þá spyr ég;

er í lagi með borgarstjórann í Reykjavík?


mbl.is Segja borgarstjóra fara með rangt mál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skúbb hjá Svani

 RWCG_VRW

Krúttið og hrukkudýrið hann Ronnie Wood hunskaðist í meðferð í gær.  Gremlingurinn er búinn að vera á fylleríi síðan á frumsýningu myndarinnar um bandið "Shine a light".

Við alkarnir eigum ekkert að vera að tuða um hver er verstur en það fara ekki margir í sporin hans Ronnie nema ef vera skyldi glæsilegasta mannflak í heimi; Keith Richard.

Ég var að ræða Ronnie við húsband í gærkvöldi en bæði erum við heitir aðdáendur Stones. 

Ég sagði við húsband að það ættu að vera lög sem bönnuðu tjásugreiðsluna hans Ronnie style 197ogeitthvað.  Hann og Roddinn (Stewart) fóru á sömu hárgreiðslustofuna í London og Ronnie hefur ekki enn látið breyta um stíl.

Húsband: Hvaða máli skiptir það þó hárið á honum sé túperað er það ekki músíkin sem gildir?

Ég: Nehei, ekki bara músíkin, lúkkið dregur þessa menn hálfa leið.  Sjáðu mannflakið, Keith sem er að gera sig þrátt fyrir að nályktin finnstist langar leiðir og hann hafi tekið pabba sinn í nefið. 

Og við eyddum dágóðum tíma í að ræða útlit og klæðaburð tónslistarmanna fyrr og síðar.  Beethoven kom við sögu og Franz List.  Jájá. Og svo mundi ég eftir því að Keith barði Ronnie til edrúmennsku, mannflakið svo milt eitthvað.

En einn af mínum uppáhalds bloggurum er hann Svanur sem bloggar frá Englandi.  Í gær skrifaði hann færslu um Ronnie, hann hafði nefnilega hitt manninn á kaffihúsi í fyrradag.  Þetta er skúbb.  Ég held að það hafi ekki margir séð þessa færslu og þið sem viljið vita hvað Ronnie var að segja í fyrradag farið hingað og lesið.

En annars er ég góð bara.

Farin að dansa.


mbl.is Ron Wood í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Af Neðurblökum og karpúlettum

20080708133051_7 

Húsband hentist í búð til að ná í nýjar kartöflur í dag.  Hagkaup í Smáralind er fyrsta búð frá vinstri við mig og sjá, ekki ein einasta kartafla til af íslenskum uppruna.

Við grétum hástöfum enda elskum við þessar íslensku.

Auðvitað fór sendingin í Nóatún, nema hvað.

En hér er lítil stúlka í heimsókn.

Hún fékk stappaðar karpúlettur með smjöri og salti (Maldon) eins og svo oft áður, að borða.  Hún tilkynnti mér að hún elskaði saltið mitt, það væri mikið betra en heima hjá henni.

Barn elskar alla hluti þessa dagana.

Einar er drátthagur maður og stundum biður hún hann um að "tattúa" sig og þá teiknar hann á handlegginn allskyns fígúrur og flottheit.

En nú var hann að vinna.  Barn bað ömmuna um að "tattúa".

Og amman tattúaði leðurblöku með grænum penna.

Barn: Þa vantar augun.

Amman teiknaði þau og krúsídúllaði leðurblökuna svolítið.  Barn virti fyrir sér listaverkið nokkuð glöð á svip og sagði svo:

Amma; ég elska N-eðurblökur.

Ég ætla ekki að segja ykkur í hvers lags kasti ég er núna.

En þið megið geta ykkur til.

Annars sefur hún í litla rúminu sínu og það rétt glittir í hana fyrir tuskudýrastóðinu sem hún raðaði í kringum sig áðan.

Jájá.

P.s. Myndina tók mamma hennar um daginn þegar Jenný mótmælti því kröftuglega að fá ekki að sofna í rúmi foreldranna og lagðist á gófið - og sofnaði.


mbl.is Íslenskar kartöflur í verslanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Jú sko, ég tala líka tungumál"

 20080708123046_6

Mér þykir vænt um rigninguna.  Mér finnst svo notalegt að liggja og lesa þegar regnið lemur gluggana og ég sef aldrei betur.

En..

Ég kærði mig ekkert um rigningu í gær þegar við vorum á Leifsgötunni.  Ég og húsband ætluðum að dvelja í garðinum með börnin, fylla plastlaugina hennar Jennýjar og gera okkur lífið auðvelt og gleðilegt.  Lífið varð auðvitað gleðilegt en ekki úti í garði. 

Jenný Una sem er vön því að gista hjá okkur en ekki við hjá henni, var snögg að sjá út ástandið.  Mamman ekki á staðnum, ekki pabbinn heldur og með sinni þriggja ára útsjónarsemi sá hún í hendi sinni að nú gæti hún gert flest það sem hana langaði til.

Hún byrjaði á því að ganga að skápnum í gærmorgun til að ná sér í prinsessukjól (hún er nefnilega alltaf prinsessa þessa dagana).  Hún tók einn af jólakjólunum út úr skápnum, rautt flauelsdæmi með silkiborðum og ásaumuðum rósum og ákvað að í hann skyldi hún fara.  Amman sagði að hún ætti svo marga fallega sumarkjóla, hvort hún vildi ekki frekar fara í þá.

Jenný Una: Nei amma, mamma mín sagði í gær að ég átti að fara í þennan kjól (forstokkuð).

Amman: Þú ert ekki að skrökva að mér Jenný mín?

Jenný: Nebb, mamma mín sagði það og það er alleg satt.  Alleg pottþétt. (Aldrei heyrt hana nota pottþétt, krúttkastið var upp á mikið á krúttmælinum).

Og svo fór hún í jóladressinu með Einari að kaupa "laufardagsnammi" og söng fyrir hann sænskar barnavísur og sagði honum allt sem hún gerði í gær, þegar hún var stór og að mamma hennar segði ALLTAF nei við öllu. 

Löngu seinna sama dag eftir miklar krúttsenur hjá þeim systkinum, þar sem köttur kom líka við sögu, vorum við að spjalla saman.

Jenný: Einu sinni þegar ég var lítil í gær, þá var ég stór og mamma mín var lítil og hún hét bara pínulitla Sara.  Þá var hún að krota á veggina og ég skammaði hana mjög mikið.

Ég: Er það?  Var mamma þín óþekk?

Jenný: Já hún var mjög óþekk og krítaði stóran vegg.  Og þá sagði ég í gær við mömmu; "elskan mín, þetta gengur ekki upp, þú færð aldrei meira nammi, það er alls ekki í boði barn".

Stundum veit ég ekki hvaðan þessi skotta kemur.  Hún talar eins og gömul kona, sogar að sér orð og frasa og endurtekur þá og notar þegar hún sviðsetur lífið.

Ég sagði mömmu hennar í gær áður en við héldum heim að Jenný hefði skammað dúkkurnar með því að segja reiðilegri röddu;

"Eeelskan mín érbúin að segja þetta FJÓRUM sinnum.  Hlýddu núna skrass".

Mamman sagðist ætla að breyta orðavali, svo barnið fengi meiru úr að moða næst þegar hún skammar hana.

Allt fyrir málþroskann.

P.s. Og ett svo ég gleymi því ekki, af því þroskinn er svo ör að ég hef varla við að skrá það.

Jenný: Amma ég tala íslensku, sænsku og ensku (veit ekki með enskuna hehe, en hitt er mikið rétt) og meira.

Amman: Hvað meira Jenný mín?

Jenný (hugsi):  Jú sko ég tala líka tungumál.InLove

Need I say more?


"Alleg" eins og mamma sín ;)

 20080708123024_2

Ég er á leiðinni að heiman í þessum skrifuðum.

Hef sjálfsagt ekki mikinn tíma til að bloggast en ég sé til með það.

Í gær var Jenný Una í stóru útisundlauginni sinni og henti í hana grasi.  Mamman skammaði barn og barn sagði fyrirgefðu og var greinilega að segja það fyrir siðasakir.  En mamman sagði já og þær kysstust. Stuttu seinna þegar verið var að grilla í garðinum átti sér stað eftirfarandi samtal.

Jenný Una: Ég var smá óþekk áðan en nú er ég mjög góð.

Mamman: Já þú varst óþekk og þú mátt ekki henda óhreinindum í sundlaugina Jenný mín.

Barn stórhneykslað: Ertu að grínast í mér??? Ertu enn að talumetta?

(Hér grunar mig að barn hafi tekið staðlað svar móður sinnar undir vissum kringumstæðumHalo)

Ég tek fram að Jenný Una er þriggja ára.

Og svo var hún að leika sér með regnhlífina einhverra hluta vegna.  Og braut hana.  Mamman sá það og sagði höst:

Jenný, ég var búin að banna þér að leika með þetta.  Nú er regnhlífin ónýt.

Jenný (háheilög í framan): Ég gerðiða ekki það var Lilleman sem gerðiða!

Mamman: Jenný það er ljótt að skrökva upp á litla bróður þinn, hann getur ekki brotið neitt.

Jenný Una: Fyrirgeððu, það var dúkkan sem gerðiða.

I rest my case.

Og nú er ég farin að pakka.

20080708123058_8

Síjúgæs.

 


Í vindlahylki í mörgþúsund feta hæð

Þegar ég fer í flug er að mörgu að hyggja.

Ég reyndi ávallt að líftryggja mig en eftir eilífan barning og leiðindi við tryggingarfélög þá gafst ég upp, þeir tryggja ekki alka, þrátt fyrir að bláedrú séu og með heilbrigðan lífstíl. Aular.

Og svo tek ég statistík á flugslys, (ég get varla skrifað orðið svo skelfingu lostin er ég), ég pæli í veðrum og vindum og helst myndi vilja fá að taka persónulega í hönd flugmanna og láta þá blása, en það hefur hingað til ekki verið í boði.Devil

Svo fer ég með bænirnar mínar í huganum, verð ógeðslega væmin inni í mér og kveð stelpurnar mínar eins og ég gæti verið að sjá þær í síðasta sinni.

En..

um leið og ég er komin á loft þá er allur þessi vandræðagangur og skelfing svo út úr korti eitthvað.  Þarna er maður staddur  í vindlahylki hátt uppi í geimi og það er ekki eins og það sé hægt að labba út ef manni líkar ekki vistin.

Reyndar var ein af vinkonum mínum að fljúga innanlands í denn og sagði ófriðarseggi nokkrum um borð að ef hann gæti ekki hagað sér gæti hann yfirgefið svæðið.W00t

Þrátt fyrir að ég sé tiltölulega hipp og kúl í háloftunum þá er ég ekki búin að ná þeim þroska að geta horft á bíómyndir á leiðinni.  Ég þarf að hlusta eftir hljóðum, vera með bremsufótinn tilbúinn og svona.

Þannig að mín vegna má leggja af bíómyndasýningar strax á morgun.

En í raun er mér beisíklí algjörlega sama.

Allir í mat.


mbl.is Hætta kvikmyndasýningum í flugvélum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hysja upp um sig

Í dag verður kært til ráðherra í máli Paul Ramses.

Eins og málið horfir við mér er ríkið að klóra yfir fádæma léleg vinnubrögð í þessu máli og tugum annarra líka.

Atli Gísla bendir á að það sé verið að þverbrjóta hina og þessa samninga með því að huga ekki að réttindum barnsins. 

Ég vil svo beina því til þerra sem málið varðar að skoða brottvísanir þeirra einstaklinga sem ekki hafa fengið mál sín tekin fyrir að hefja rannsókn á vinnuferlinu hjá Útlendingastofnun.

Ég gef mér að alsherjarnefnd beiti sér í máli fjölskyldu Pauls Ramses og grípi inn í ef þörf krefur.  Þeir hafa sýnt að það er hægt að gera allskonar tilhliðranir ef vilji er fyrir hendi.

Svo finnst mér, nú þegar það liggur fyrir að mál Pauls verði kært í dag, að stjórnvöld gefi grænt ljós á að kona hans og barn fái að vera hér á meðan en verði ekki flutt úr landi á sama hátt og eiginmaðurinn.

Rosemary hefur þurft að leita læknis vegna kvíða og vanlíðunar og ég er ekki hissa. 

Slík og þvílík hefur framkoma íslenska ríkisins verið við þessa litlu fjölskyldu.

Nú er komið að því að stjórnvöld hysji upp um sig hvað varðar viðhorf og framkomu við hælisleitendur.

Skrifið ykkur á listann þið sem ekki eruð búin að því.

Og svo eru mótmælin í gangi í hádeginu niðri í Skuggasundi.

UNDIRSKRIFTALISTI


mbl.is Kært til ráðherra í dag vegna máls Paul Ramses
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krúttsería

Ég er alltaf að lofa nýjum myndum af barnabörnunum og nú bæti ég úr því.

Sara er búin að vera dugleg með myndavélina upp á síðkastið.

Það verður ekki alveg það sama sagt um hana Maysu mína í London en hún vinnur svo mikið.  Annars eru nýlegar myndir í albúmi.

En here goes:

20080708124250_720080708124326_14

Hrafn Óli í sólbaði og Jenný Una málar sig aðeins í tilefni sumarsins.  Listrænt barn.

20080708124311_1120080708131933_3

Frumburðurinn sæt og falleg eins og alltaf og þarna eru elsta og yngsta barnabarnabarnið mitt.  Jökull og Hrafn Óli og svo má sjá glitta í köttinn Núll.

20080708133029_320080708133107_10

Hrafn Óli er bókstaflega alltaf hlægjandi en systirin er skuggalegri hér á leiðinni á leikskólann.

20080708133603_620080708133807_3

Ég og Saran á sumarhátíðinni á Njálsborg og Einar með Lilleman í sama partíi. 

20080708133643_1320080708133751_0

Jenný búin að fá listrænt töts í andlitið og svo er hún hér með Franklín Mána Addnasyni, sem lesendur þessarar síðu eiga að þekkja vel.

Jabb svona lítur sumarið út börnin góð nú um stundir.

Farin að kyrja.

Úje.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband