Færsluflokkur: Vefurinn
Sunnudagur, 14. september 2008
Flutningar gera manni hluti
Jájá, ég stend í flutningum og það upp fyrir haus.
Þetta stefnir í lengstu og fyrirhafnamestu flutninga í sögunni ef undan eru skildir fólksflutningarnir til Ameríku um árið.
Auðvitað er allt í efsta stigi hjá mér.
Duglegast, mest, best, erfiðast og langbágtastast hjá mér svo ég taki nú bara dæmi um fallegar stigbreytingar.
En ég verð eitthvað lítið við í þessari undramaskínu sem ég blogga á frá og með kvöldinu og fram á þriðjudag, en auðvitað eitthvað.
En ég kíki við og hendi inn færslu eftir getu frá nýjum höfuðstöðvum kærleiksheimilisins hér í borg.
Ég elska ykkur í ræmur, tætlur og renninga.
Líka ykkur sem mér er í nöp við en þeir eru margir. DJÓK!
Sé ykkur lifandi eftir örskamma stund.
Tölvu verður kippt úr sambandi kl. 20,53 að staðartíma.
Flutningar gera manni hluti.
Það verður tíundað seinna.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Prinsessumál
Jenný Una kom í heimsókn í gær.
Hún er á kafi í prinsessufaraldrinum og ég held að hann sé að ná hámarki þessa dagana.
Jenný neitar að fara í buxur, bara pilsa og kjóla. Reyndar keypti mamma hennar á hana kuldagalla, bleikan á lit og fékk hann til að samþykkja hann með því að benda henni á að hann væri prinsessugalli. Það small.
Nú byrjar hún á því þegar hún kemur heim af leikskólanum að klæða sig í 3-4 kjóla hvorn yfir annan. Það finnst Jennýju Unu alveg extra prinsessulegt. Mamma hennar fór með hana ofan í bæ í gær í prjónapilsi sem náði niður á ökkla, stutt gallapils, leggings og peysu. Barnið var eins og niðursetningur sagði mamman en ekki ætlar hún að kæfa sköpunargleði barns og frumleika með því að banna henni að fá hugmyndir.
Ég sagði við mömmuna að þetta væri á mörkunum. Barn liti út eins og gömul farandsölukona, en ákaflega krúttleg slík með fléttur og bros frá eyra til eyra.
Svo kom hún í gærkvöldi og lék sér mikið og vasaðist bæði í einu og öðru.
Síðan var komið að lúlli og hún burstaði og þvoði eins og vera ber.
Yfir náttkjólinn klæddi hún sig í gallapilsið.
Amman: Jenný mín maður sefur ekki í pilsinu (af hverju ekki hugsaði ég svo, ofsalegar reglur setur maður sér og öðrum í kringum sig).
Jenný: Júbb, éggeriða og líka prinsessunar í bókunum. Þær sofa alltaf í prinsessufötunum sínum, það má ekki vera bara í náttkjól. (Hér skrökvaði sú stutta án þess að hika, frjósemi þriggja ára huga eru ekki takmörk sett).
Og svo sofnaði hún í prinsessuátfittinu sem amma tók hana úr þegar hún var komin í draumaheima.
Í morgun byrjaði sú stutta á að tilkynna eftirfarandi.
Ég fer á leikskóla mín í fínum kjól og ekki í úlpu. Ér prinsessa og verð að vera mjög fín.
Amman reyndi að hjálpa henni við að fara í fötin.
Sú stutta sagði blíðlega þegar amman lenti í basli með hnappa á kjól: Amma þú ert alveg vonlaus ég geriettabara sjálf.
Mamma barns harðneitar að hafa notað orðið "vonlaus" um nokkurn hlut í návist barnsins.
Þá eru það fóstrurnar á Njálsborg.
Skamm.
Hehe.
Fimmtudagur, 11. september 2008
Blogg um bloggara
Með leiðinlegri bloggum sem ég les eru blogg um aðra bloggara.
Þegar fólk fer hamförum vegna þess að þessi bloggar svona en ekki hinsegin.
Ég verð þó að játa að ég hef misst mig nokkrum sinnum þarna líka, en ég reyni að taka mig á, með misjöfnum árangri, en ég reyni.
Bloggararnir sem eru með attitjúd út í heilu bloggsvæðin fara í taugarnar á mér. Ég hefði getað skrifað óteljandi pirringsfærslur um þetta lið sem er að láta sér líða illa yfir Moggablogginu til dæmis.
Er vitneskjan um að manni er frjálst að lesa eða sleppa því, hulin helling af fólki? Situr það alveg og rífur í hár sér og veinar í himininn: djöfullinn sjálfur ég á eftir að lesa þennan asna og fíflið hana Jenný Önnu með sitt bölvað úje?
Ég veit um bloggara á öðru svæði sem hætti að blogga út af því að almúginn streymdi fram á bloggvölinn á Moggabloggi, skrifandi pöbull var meira en ritsnillingurinn gat afborið. Það er ekki allt í lagi heima hjá fólki! Mér finnst bara jákvætt að sem flestir setji hugsanir sínar á blað. Ef fólki ferst það illa úr hendi þá nær það ekki lengra.
Mér er löngu hætt að standa á sama hvort þessum eða hinum líkar það sem ég skrifa. Ég var reyndar mjög upptekin af því í upphafi, en svo rjátlaðist það af mér sem betur fer. Úje.
En allir hafa tilfinningar og það er hægt að særa þær með ýmsum hætti.
Stebbi Fr. er ekki skemmtilegur bloggari að mínu mati en truflar það mig að hann skuli ekki skrifa að mínum smekk? Ekki vitund og ég get alveg gert grín að nákvæmum fréttafærslum hans og haft gaman að. Það góða við Stebba Fr. að hann lætur fólk ekki skjóta sig í kaf og bloggar áfram algjörlega ósnortinn, að því er virðist, þó verið sé að draga hann sundur og saman í háði.
En stundum er farið yfir mörkin gagnvart fólki og húmorinn verður illkvittninni að bráð og mér var ekki hlátur í hug þegar ég las þetta.
Svo hvet ég alla til að blogga eins og þeir best geta og vilja.
Fólk er að minnsta kosti farið að skrifa aftur án þess að það sé nánast eingöngu í formi sms-skeyta.
Það er bara hið besta mál.
Kveðja frá bloggfíflinu.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 15:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (27)
Mánudagur, 1. september 2008
Enn í vondu skapi - Só?
Ég er yfirleitt ekki í vondu skapi. Það á það til að snöggfjúka í mig og svo er ég eins og gullfiskarnir, ég gleymi því nánast strax og held áfram að hafa gaman.
Einfalt og þægilegt.
En sumir dagar ættu ekki að vera til. Þessi er einn af þeim.
Einhver sagði í athugasemdakerfinu mínu að ég ætti ekki að eyða tímanum í að vera reið. Örugglega rétt, en ég hef tekið upplýsta og meðvitaða ákvörðun að vera bálill þar til þessi dagur er á enda runninn.
Það var kominn tími á smá túrbúlans.
Stundum þarf maður einfaldlega smá illsku til að dusta örlitið af uppsafnaða rykinu á sálinni.
Ég játa reyndar að ég missti mig í gamalt mynstur. Ég lét utanaðkomandi fólk, að vísu töluvert nálægt mér, afa áhrif á líðan mína, þrátt fyrir að ég viti að ef ég ætla að láta stjórnast af framkomu annarra í minn garð þá get ég alveg eins flutt lögheimilið mitt í næsta rússíbana bara.
Ég er búin að gera það sama og síðast þegar það fauk illilega í mig.
Ég þurrkaði af - var enn ill - ég setti í þvottavél - var enn ill - ég eldaði mat- það sauð meira á mér en friggings matnum - ég tók til á lóðinni - okokok, ég er hætt. Þið hljótið að skilja hvert ég er að fara þaeggibara?
Hehe, svei mér ef ég er ekki öll að koma til. Gott ef ég er ekki farin að brosa og blakta augnhárunum.
Æi lífið er sætt og súrt og heill hellingur þar á milli.
Og svo tók ég út færslu sem ég geri helst ekki.
1-0 fyrir mér, ég gerði mistök.
En ég ætla að vera ill í 57 mínútur í viðbót.
Farin að einbeita mér að því.
Úje.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 23:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (21)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Ég er hætt að blogga - eða hvað?
Mogginn birtir af og til krúttlegar "fréttir" af einum sambloggara henni Ásdísi Rán og það er bara í fínu lagi.
En hvernig væri að birta fleiri.
Það gæti verið "frétt" um nýjan rækjurétt Jens Guð.
Ég saknaði líka "fréttar" um að Stebbi Fr. væri hættur að blogga.
Og líka "fréttarinnar" um að hann væri byrjaður að blogga aftur vegna fjölda áskorana daginn eftir.
Annars er visir.is duglegur að birta fréttir af Moggabloggurum.
Eins og Magna, Sverrir Stormsker og nú man ég ekki eftir fleirum í bili.
En stundum rek ég mig á mér til mikillar skelfingar að bloggheimurinn er afskaplega lítill amk. finnst mér það stundum.
Þá fæ ég þessa tilfinningu um að ég sé önd á polli og pollurinn er frekar svona lítill og ræfilslegur.
En samt þykir mér vænt um hann.
Og núna ætla ég að hætta að blogga og snúa mér að mikilvægum verkefnum. Ég er hætt að blogga - núna.
geisp, bor í nef, klór í haus, dingl í augnhárum og fleiri mikilvægar aðgerðir.
Jájá, hættið að bögga mig.
Ég er byrjuð að blogga aftur.
Vegna óteljandi áskorana, massívrar þjóðarsorgar og hýsterískra viðbragða hins vestræna heims eins og hann andskotans leggur sig.
Hvað get ég sagt?
Það elska mig allir? Dæs, dæs, dæs.
Súmítúðebón.
![]() |
Ásdís Rán tjáir eiginmanni sínum ást sína |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (34)
Mánudagur, 25. ágúst 2008
Djúpar samræður á dada-ísku
Í morgun hefur mér verið skemmt af litlum sjö mánaða kút sem heitir Hrafn Óli og þar sem skólinn hjá mömmunni er byrjaður og pabbinn á hljómsveitaræfingu, þá tók ég yngsta barnabarnið og passaði það.
Á því hef ég lært ýmislegt.
Ég veit núna að að það er í raun nóg að geta sagt dadada í hinum ýmsu tóntegundum til að gera sig skiljanlegan.
Dadada (rómablítt og smá væmið í fallegri merkingu þess orðs): Mér líður vel amma.
Dadada (ákveðið en samt með smá húmor): Amma, ætlarðu að knúsa mig í klessu, kommon ég er ungabarn!
Dadada (ergilegt og alveg á gargmörkunum): Ég hef ekki sofið síðan ég vaknaði kl. 7 kona, komdu mér í vagninn, núna!
Dadada (yfirpáta pirringslegt og skerandi): Ég er svangur, hvað get ég sagt, mig vantar graut, nema auðvitað að það sé boðið upp á annað.
Og svo lékum við okkur, barn er kominn í skriðstellingu þ.e. að segja núna skríður hann afturábak.
Skelfing er ég heppin að eiga svona skemmtileg barnabörn.
Krúttkrampi
En nú er það Westurbærinn, elsta barnabarn bíður.
Hírækomm.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Miðvikudagur, 20. ágúst 2008
Ástarjátning
Á laugardagskvöldi í ágúst:
Jenný Una: Amma þú ert amma mín og Lilleman og Jökuls og Oliver en ekki amma hennar Söru Kamban?
Amman: Alveg rétt skottan mín.
JU: En amma ég er eina stelpan þín eþeggi?
A: Jú, alveg rétt. Þrír strákar og ein stelpa.
JU: Ég er mjög góð stelpa og ég klípir ekki börnin á leikskólanum og ekki á róló. Ég hendir ekki sandi í Franlín Mána Addnason viljandi. Bara óvart stundum!
A: Nei þú ert svo góð stúlka ().
JU: Ég elska þér amma og líka Einar minn. Mest í heimi!
A: Orðlaus aldrei þessu vant. Úff.
Ís og sænska sumarið - toppurinn
Hrafni Óla finnst ekki leiðinlegt í sænska sumrinu!
Og við heimkomuna frá Svíþjóð var boðið í "píxupartí"
Og nú er amman þotin í IKEA.
Úff og lagó.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Mánudagur, 18. ágúst 2008
Andúðin á forsetanum
Ég er búin að sitja stóreyg og lesa dagbækur Matthíasar, ekki litið upp. Það er auðvitað sjaldan sem manni gefst færi á að vera fluga á vegg og fylgjast með sögunni eins og hún var ekki sögð, hvað get ég sagt? Mannveran er forvitin skepna, ég þar engin undantekning.
Bræðrabönd heimsins snæðið hjarta! Þarna er valdabatteríið í þessu landi í beinni, að vísu tíu árum síðar, þið skiljið hvað ég meina.
Það er margt skemmtilegt í dagbókarfærslunum, skemmtilegar heimildir um menn og málefni, krúttlegar litlar sögur og falleg ljóð. Ekta Matthías. Svo eru það miður skemmtilegri færslur eins og gengur.
Matthías virðist hafa skrifað nákvæmlega niður eftir mönnum, spurning hvort þeim grunaði það.
En það er rauður þráður í gegnum allar færslurnar sem ég er búin að lesa og það fór um mig hrollur þegar ég áttaði mig á því.
Matthías, Davíð, Styrmir og fleiri hafa megnustu andúð á Ólafi Ragnari Grímssyni.
Mönnum er það frjálst en andúðin er sterk, svo sterk að mér finnst það vægast sagt óhugnanlegt.
Af hverju er Matthías að birta þetta aðeins tíu árum eftir að hann skrifaði það?
Ég er viss um að það er hárbeittur tilgangur með þessu.
Meira að segja þegar forsetafrúin deyr situr Matthías ekki á strák sínum. Hann skrifar:
"Kista forsetafrúarinnar kom heim í dag. Viðhöfn með eindæmum, án fordæmis. Lúðrasveit verkalýðsins lék sorgarlög. Tekið fram í kynningu að eitt þeirra hafi einnig verið leikið, þegar kista Jóns Sigurðssonar kom til landsins frá Höfn.
Allt fór vel og skipulega fram. Þjóðhöfðingjar Norðurlanda væntanlegir við útförina.
Konungsríkið Ísland í burðarliðnum.
Morgunblaðið laufblað í þungum straumi tíðarandans.
Og dansandi fánar í haustgolunni."
Við vissar aðstæður hlýtur að vera hægt að henda kaldhæðninni fyrir róða, eða hvað?
En hann er ljóðrænn karlinn.
Það verður ekki af honum tekið.
Úff og dæs.
Sunnudagur, 17. ágúst 2008
Maya og árin þrjátíu
Í dag á þessi falleg stúlka afmæli. Hún er þrítug. Þarna er afmælisbarnið með manni og barni. Hún ber ekki árin sín utan á sér hún María Greta, en það eru pottþétt 30 ár síðan hún kom í heiminn, nánar til tekið á Fæðingarheimilinu í Reykjavík.
Maya er sæt og góð, dugleg og ákveðin. Hún er sennilega á leiðinni til Hong Kong í næsta mánuði til að opna nýja Arrogant Cat búð og Oliver og Robbi fara væntanlega með.
Elsku Maysa mín innlega til hamingju með daginn þinn. Það er á svona dögum sem mamma þín er frekar ósátt við að hafa þig í London og geta ekki knúsað stelpuna sína á þessum stóra degi.
En ég elska þig ljósið mitt.
Kveðjur frá okkur á kærleiksheimilinu.
Snökt.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 08:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Laugardagur, 16. ágúst 2008
Tóm í hjarta
Oliver flaug með afa sínum heim til London í gær.
Við amma-Brynja vorum sammála um að það væri tóm í hjartanu þegar þessi elska er farinn.
Ég talaði við hann áðan í símanum og hann var á leiðinni út með afa sínum.
Oliver kom og gisti hjá okkur ásamt Jenný Unu og þau frændsystkinin skemmtu sér (og okkur) konunglega. Þau voru svolítið að prakkarast og þegar við fórum til langafa og langömmu í Snælandinu keyptu þau kók og prins til að gefa langafa.
Svo borðuðu þau prinsinn fyrir afann enda ekki á hverjum degi sem maður kemst í nammi og það á virkum degi. Afinn var alveg sáttur við það.
Oliver sagði nefnilega við afann: I need this nammi, I´m actually very hungry.
Svo faðmaði hann langafa með súkkulaðismurðum höndum og það fannst Jenný Unu mjög sniðugt og hún hló og hló.
Hér eru svo nokkrar myndir frá vikunni sem leið af Londonbarninu.
Maður fór í bað og svo kíkti maður við í Ikea með ömmu-Brynju og Gunni bestufrænku. Jájá. Nóg að gera.
Og í kvöld kemur Jenný Una og skemmtir hérna við hirðina.
En Oliver er "actually" farinn. Því miður. En svona er lífið.
Dæs.
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr