Færsluflokkur: Vefurinn
Föstudagur, 27. júní 2008
Ófarir spikfeitrar býflugu - eða hvað?
Ég stend frammi fyrir vandamáli.
Það hefur með reykingar að gera.
Ég þyrfti að hætta þessum (ó)sið en ég nenni því ekki.
Það er vandamálið sko. Letin á eftir að verða minn bani.
Annars verð ég að segja ykkur frá því að í gær var ég nærri búin að yfirgefa.
Jájá og það var nokkuð dramatískt bara.
Sú kakófónía innihélt eftirfarandi: Svalahurð, stóra býflugu, stökk tvo metra í loft upp, flugnaspaða, fall á gólf og hönd sem festist á milli stafs og hurðar ásamt aumum raddböndum.
Persónur og leikendur: Undirrituð og eitt býflugukvikindi, spikfeitt.
Ég minni á að býflugur hafa ekki hendur.
Nú getið þið raðað saman brotunum.
Ég nenni ekki að fara nánar út í atburðarrás.
Er að reykja sko.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Þriðjudagur, 24. júní 2008
..og pabbi minn er lögga
Nú er farið með nágrannaerjur fyrir dóm. Hann sagði þetta og hinn sagði þetta. Búhú. Pabbi minn er lögga. Ésús.
Sumar gerðir af fólki eiga ekki að búa í sambýli við annað fólk. Það er sama þótt það búi með englum í mannsmynd, það getur ekki látið sér lynda.
Ég hef sem betur fer verið heppin, en einu sinni lét ég mig hafa það að flytja vegna óþolandi nágranna. Konan var það sem ég kalla húsvarðartýpan. Hún var auðvitað ekki húsvörður nema í eðli sínu.
Í hvert skipti sem börnin mín fóru út að leika, stökk hún niður í kjallara og læsti bakdyrunum sem lágu að leiksvæðinu.
Ef maður opnaði hurð í húsinu eftir kl. 22 á kvöldin þá kvartaði hún.
Og ég gæti haldið áfram. En ég flutti án þess að standa í miklum illdeilum. Aldrei séð eftir því, ónei.
Nú er konan hjá guði. Verði honum að því.
En..
Það er sagt að það sé ein svona týpa í hverju fjölbýlishúsi. Amk. einhver með húsvarðartendensa. Ég veit það ekki, bý með frábæru fólki. Rétt þekki það í sjón flesta hverja, öðrum heilsa ég og spjalla smá við, en þar stoppar það. Allir hamingjusamir og aðallega ég. Djók.
Og ég ætti ekki annað eftir en að fara að þjarka fyrir dómstólum um nene og nana, búhú og baba.
Æ dónt þeink só.
Í staðinn pakkar maður niður.
Nú eða ef maður er tæpur í höfðinu þá býður maður hina kinnina.
Úje.
![]() |
Fór með rifrildið fyrir dóm |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júní 2008
Ég heyri hringla í handjárnunum....
Fólk bloggar um allt milli himins og jarðar. En það vissuð þið. Ég reyndi bara að skrifa eitthvað annað en stebbíska byrjun. Ég hefð getað sagt; "athygli hefur vakið" að sífellt fleiri bloggarar eru handteknir fyrir að birta skoðanir sínar á blogginu.
En ég byrja ekki svoleiðis vegna þess að ég hef ekki grænan grun um hvort það hafi vakið einhverja athygli nema hjá mér núna.
Og í beinu framhaldi af þessu þá heyri ég þrusk úti í garði.
Það hringlar í einhverju.....
Ég held að það séu handjárnin.
Ðeiarkomingtúteikmíavei.
En í alvöru, hvaða íslenskur bloggari yrði líklegastur til að vera settur í járn?
Einhver?
![]() |
Æ fleiri bloggarar handteknir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 00:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (24)
Mánudagur, 16. júní 2008
Varnarúðinn - varnarúðinn!
Ég ætla ekki að hafa skoðun á þessum piparúða sem er greinilega kominn í gagnið og til að vera hjá löggunni í Reykjavík.
Ég ætla að halda skoðunum mínum á honum fyrir mig og grjóthalda kjafti.
Ég vil bara láta ykkur vita að Meisið eða piparúðinn hefur fengið nýtt nafn og heitir nú því göfuga nafni - VARNARÚÐINN!
Hann var notaður af löggunni í nótt þegar upp komu nágrannaerjur.
Ég vildi bara halda þessu til haga fyrir sjálfa mig og aðra áhugasama.
Það má segja að þetta sé VARNARÚÐAbókhald Jennýjar Önnu.
Annars góð.
Farin í sígó.
![]() |
Slagsmál brutust út eftir nágrannaerjur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Laugardagur, 14. júní 2008
Kanelsnúður eða kleina - meikar ekki diff
Ég er í kasti, algjöru krúttkasti.
Jenný Una var að gera fimleikaæfingar.
Amma, taktu mig í kanilbulla.
Amman: Ha? Ég fer ekki að baka snúða núna Jenný mín.
Jú gerðu svona kanilbulla amma.
Amman hringdi í mömmuna eftir túlkun, en hún þurfti að hugsa sig lengi um og svo fékk hún móðursýkislegt hláturskast. Mamma, þetta barn gengur frá mér. Hún vill að þú takir sig í KLEINU.
Það var allavega eitthvað úr bakaríinu.
Og: Í rúminu þar sem barn liggur þreytt og pirruð, enda komið langt fram yfir hefðbundin háttatíma. Amman er að segja söguna af Rauðhettu sem Jenný elskar þessa dagana. Nokkurs konar kannibalismi fyrir börn sagan af henni Rauðhettu. Og allt í einu:
Amma hættu að segja söguna. Ér pirruð. Á morgun fer ég bara heim og kem ekki attur.
Amman: Verður amma þá ekki bara að fá aðra stelpu til sín?
Jenný Una: Jú þú getur alleg fengið eina þriggja ára stelpu (jafnaldri sko mína), sem kann ekkert að ganga og tala og er bara í kerru.
Amman (að drepast úr hlátri inni í sér) Já ég vil alveg fá svoleiðis stelpu til að knúsa.
Barn: Nei þú máttaekki! Þú ert bara amma mín.
Amman í krúttkasti. Góða nótt Jenný mín.
Jenný Una(ákveðin): Þú ert amma mín og Lillemann og Olivers og Jökuls, en ekki stelpu!
Amman: Auðvita er ég amma ykkar allra og verð það alltaf.
Lítil rödd: Góða nótt.
Og núna sefur litli skæruliðinn svo fallega á koddanum sínum, svo saklaus að það er ekki laginu líkt.
Ég elska börn. Þau eru svo skemmtilegt fólk.
P.s. Á morgun set ég inn glóðheitar myndir frá Spáni af Maysunni og Oliver.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
Flughræddur?
Ég var að lesa viðtal við Hönnu Birnu um oddvitaskiptinn og fleira.
Ætli Borgarstjórinn sé enn í hæfilegri fjarlægð í Færeyjum, því Hanna Birna er á því að ræða þurfi nýja staðsetningu á innanlandsflugvelli.
Mér skilst að Ólafur Borgó sé ekki bara flughræddur heldur sé hann með bjargfastar skoðanir á að flugvöllurinn fari ekki fet, hvorki í lengd né bráð.
En svo má vel vera að allar kjaftasögunnar um flughræðslu Ólafs séu gripnar úr lausu lofti.
Fólk er svo illgjarnt, alltaf að segja hluti um fólk og svona.
En ég dáist að Hönnu Birnu fyrir að segja skoðanir sínar upphátt um staðsetningu flugvallar.
Ég er svo hrædd um að Borgarstjóri verði alveg ær.
Og svo má það fylgja með sú skoðun mín að flugvöllurinn á ekkert að vera inni í miðri borg. Tvisvar sinnum með stuttu millibili lá við stórslysi þegar vélum hlekktist á í lendingu.
Setjum hann á Miðnesheiðina, okkur er ekki vandara um en öðrum þjóðum að þurfa að keyra í smá stund til að komast í loftið.
Og ég meina það.
Viðtalið við verðandi borgarstjóra má lesa hér.
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Miðvikudagur, 11. júní 2008
"The silent treatment"
Á hverjum degi reyni ég eftir bestu getu að takast á við brestina mín, sem eru ekki fáir. Ég held að ég geti lofað því.
Bara svona á meðan ég hamast á lyklaborðinu þá koma þeir á færibandi.
Fljótfærnin er að drepa mig.
Ég bregst við með tilfinningum oftast nær og hendist því veggja á milli í brímandi brjálæði.
Ég er hvatvís (er reyndar ekkert að flýta mér að vinna í því máli, kann vel við að vera smá óútreiknanleg).
Það fýkur í mig, ég fuðra upp en að því loknu þá drattast ég í að gera hreint fyrir mínum dyrum.
Og svo er það mannamunurinn sem ég á til að gera mér, en ég fer ekki út í það nánar, enda ekkert til að skreyta með.
Æi ég hætti að telja, þetta nær ekki neinni einustu átt, og ég sem var rétt að byrja á listanum.
Og þá að efninu.
Fyrst ég og svo þú.
Málið er að ég er nokkurn veginn með það á hreinu hvað má betur fara í mínu fari. Kannski pínlega mikið með það á hreinu. Nóg um það.
Ég er vaxin upp úr því (sem betur fer og það er EKKI langt síðan), að láta skoðanir fólks fara mikið fyrir brjóstið á mér og ég tek því ekki persónulega nema á vondum degi (Jónsí mín love u).
En ég þekki fólk, fólk sem fer í fýlu stundum og hefur ekki fyrir því að tilkynna manni ef því mislíkar eitthvað sem maður hefur sagt, gert, skrifað eða jafnvel hugsað, svei mér þá.
Og svo situr viðkomandi í öflugri vonsku út í mann og maður hefur ekki grænan en finnur samt að eitthvað er að.
Og maður spyr kannski (fullur bjartsýni) hvort eitthvað sé að.
Svar með nef upp í loft: Nei, af hverju heldurðu það?
Æi þú ert eitthvað svo ólík/ólíkur sjáfum þér, hélt kannski að ég hafi eitthvað troðið þér um tær.
Svar frá fýlupoka sem reigir háls í nítíugráður afturábak: Nei, ég er bara þreytt/ur, upptekin/n, ósofin/n og svo framvegis.
Af hverju er ég að blogga um þetta?
Ætli það sé ekki vegna þess að mér finnst erfiðast í heimi að eiga við fýlupoka. Að geta ekki tekið deilumál eða það sem í milli ber og rætt það út.
Ekki að ég sé eitthvað að fara á límingunum, það er bara of mikið af fólki í að refsa hinum og þessum með þagnartrítmentinu.
Og mér finnst það svo helvíti leiðinlegt.
Mánudagur, 9. júní 2008
Fasismi á Patró
Ég var að misbjóða sjálfri mér með því að horfa á myndbandið frá Patreksfirði þegar lögreglan gasaði mann sem hafði verið með ólæti. Hann neitar að leggjast á jörðina og gengur frá lögreglumönnunum. Þá sprauta þeir á hann.
Ég á ekki eitt einasta orð. Hvers lags þjóðfélag er þetta að verða? Það er ekki nýtt að drukkið fólk sé með ólæti en hingað til hefur ekki þurft að sprauta eitri í augu þess til að ná að handtaka það.
Ég sé enga ofbeldistilburði í garð lögreglunnar frá þessum manni. Það er enginn yfirvofandi árás í gangi og maðurinn gengur frá löggunni.
Svo þjösnast þeir á honum þrír þar sem hann liggur hjálparvana á jörðinni.
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.
Og á eftir fylgdu 20 tímar í fangelsi.
Ekkert réttlætir svona aðgerðir. Fjandinn hafi það.
Og lögreglustjórinn á Patreksfirði réttlætir ofbeldið og sér ekkert athugavert við þennan gjörning valdstjórnarinnar.
Þetta er pjúra fasismi og ekkert annað.
![]() |
Barði og ógnaði fólki fyrir handtöku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 9. júní 2008
Ég tek fegurðardrottninguna á málið
Það er mánudagur og ég er blúsuð.
Það má.
Ég sakna Olivers og Maysu minnar, ég hef ekki séð þau síðan í janúarlok.
Á morgun fara Oliver og Maya með ömmu-Brynju, afa-Tóta og fleira fólki til Marbella á Spáni.
Robbinn verður að vinna hér með einhvern atburð á meðan.
Mig langar svo að knúsa litla krúttmolann minn en að líkindum sé ég þau ekki fyrr en í ágúst. Svona getur þetta verið snúið þegar fólk býr "alla" leið úti í Londres.
Þá verður mamman þrítug og ég ætla rétt að vona að hún haldi upp á herlegheitin hérna heima.
En ég get þó verið glöð yfir því að amma-Brynja er flott á myndavélinni og er dugleg við að hlaða inn myndum fyrir Granny-J.
Það er þó lán í óláni.
Ég sem bloggaði um daginn um að mánudagar væru góðir dagar. En ég vaknaði svona sorgmædd í morgun en það þýðir ekki að vola og skæla.
Farin að æ...
Segi svona.
Ég held að ég brosi bara í gegnum tárin og taki fegurðardrottninguna á daginn.
Later.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Sunnudagur, 8. júní 2008
Þú ert með lús!
Jenný Una hefur fengið kisu. Hún hefur verið "svo leið aþþí hún á ekki kisu" í marga daga. Og í dag var náð í krúttið sem er reyndar strákakisa og Jenný skírði hann Núll. Hvaðan nafnið er komið veit ég ekki, en þar er langt síðan að hún ákvað það.
Og við vorum að passa þau systkin í gær meðan mamman og pabbinn fóru út að borða í tilefni brúðkaupsafmælisins. Hér eru foreldrarnir á leiðinni á Domo.
Allt gekk eins og í sögu og þegar Hrafn Óli var sofnaður í litla rúminu sínu vildi Jenný taka okkur Einar í hárgreiðslu. Hér er hárgreiðslukonan í banastuði.
Hún byrjaði á mér, reif teygjuna úr hnútnum á hausnum á mér, fitlaði ofurvarlega við hárið á ömmu og kvað svo upp dóm:
Amma, þú ert ekki með lús! Svo var það Einar, skoðískoðískoð og svo hátt og skýrt: Þú ert með lús, þa verður að kaupa meðal.
Einari var nærri því ekki skemmt, en hann var í krúttkasti og það dró úr mesta sársaukanum.
Og svo;
Freyja vinkona mín er best en hún var að grenja og skæla í dag.
Amman: Var það ekki vegna þess að þú varst að slá hana (búið að hundskamma barn fyrir tiltækið).
Jenný (forstokkuð): Jú, ég lemdi hana en það var alleg óart.
Á þriggja ára aldursskeiðinu eru börn ekki farin að réttlæta gjörðir sínar neitt að ráði. Það var ekki skömmustuvottur í barninu þegar hún játaði brotið.
Hvað getur maður sagt?
Annars góð,
Later!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.4.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 38
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 17
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr