Færsluflokkur: Vefurinn
Fimmtudagur, 30. október 2008
Edo - edo - edo
Þessi færsla er bömmerjöfnun.
Það sem heldur í mér sönsunum þessa dagana eru bækurnar mínar og Hrafn Óli Eriksson, sem ég hef fengið að vera með fyrir hádegi þessa vikuna.
Það er tæpast til betri félagsskapur en barnanna (á öllum aldri auðvitað).
Í morgun lékum við okkur all svakalega mikið við Lilleman.
Hann gengur með öllu og hermir eftir hverju hljóði sem hann heyrir.
Svo trommar hann, eins og pabbinn auðvitað og lemur í allt sem hann kemur nálægt.
Svo kom pabbinn að ná í barn og sá stutti brosti út að eyrum, sem hann gerir reyndar alltaf, afskaplega glaðsinna þessi drengur, eins og hin þrjú barnabörnin reyndar líka.
Pabbinn sagði:
"Lilleman, säg hej då til mormor".
Og litla skottið sagði, "edo, edo, edo og var enn að þegar hann var kominn út að bíl.
Ég var í heví krúttkrampa lengi á eftir.
Lífið er dásamlegt.
Ójá.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 27. október 2008
Úrglí - Gúrglí
Þessi litli kútur hann Hrafn Óli, a.k.a. Lilleman og Lillebror, kom í pössun í morgun á meðan mamma er í skólanum, Jenný systir á leikskólanum og pabbinn á æfingu.
Hrafn Óli veit ekkert um neina kreppu og honum finnst lífið æðislegt.
Hann skríður um allt, gengur með og talar mikið.
Ömmunni finnst ekki leiðinlegt að hann er mjög sammála henni um flest.
Amman: Það er alveg ferlega kallt úti Lilleman, nú verður amma að klæða þig vel í vagninn.
Lilleman: Gurglígúrglí, enní detta, pabbi, mamma, ai spúlelímúgelí. Amma.
Amman: Einmitt.
Villtu koma að lúlla núna?
Lilleman: Gurlglí detta dadaeda mabiglalanda babba sdklsigo enní.
Auðvitað - blessuðu barninu er ekki eitt um að finnast óvissan í landsmálunum íþyngjandi en hann ráðleggur svefn undir beru lofti sem góða leið til andlegrar heilsu.
Það ráð er hann sjálfur að iðka í þessum skrifuðu orðum.
Dúllan.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Laugardagur, 4. október 2008
Til hamingju Hilma og Gummi
Ég stend á haus. Hér eru bæði börnin með ælupest. Það er kastað upp í öllum herbergjum.
Það er þessi tími, hver pestin rekur aðra.
Ég er að bíða með að hringja í foreldra barnanna og leyfa þeim að sofa aðeins.
Hér vöknuðum við klukkan sex og köstuðum upp saman. Sætt.
En þessi færsla er ekki tileinkuð uppköstum dagsins.
Hún er tileinkuð systkinum mínum þeim Hilmu og Gumma.
Hilma er sóandsó gömul í dag.
Gummi er fertugur.
Til hamingju dúllurnar mínar.
Skrýtið þegar systkini taka upp á því að fæðast sama daginn. Bömmer að geta ekki átt afmælisdaginn sinn í friði.
Okei, ekki þeim að kenna, það er örugglega mömmu að kenna.
Kem að vörmu.
Úje.
Fimmtudagur, 2. október 2008
Bloggróman
Ég var að klára að lesa þessa skáldsögu og hún heitir Petite Anglaise.
Rómanar eru ekki mínar uppáhaldsbókmenntir en þær geta verið fínar til afslöppunar þegar þannig stendur á.
Þessi bók hreif mig með sér af því ég tengdi auðvitað á fyrstu blaðsíðu við ensku stelpuna sem býr í París ásamt lítilli dóttur.
Hún er nefnilega bloggari. Hún byrjar að halda dagbók á netinu og eins og við sem bloggum þekkjum flest, þá tekur bloggið hennar sína eigin stefnu.
Petite skrifar undir dulnefni og ég skemmti mér prýðilega þegar hún segir frá spenningnum yfir fyrstu kommentunum, þegar hún fer á bloggvinahitting en svo lendir hún í ástarsambandi og, og, og, meira segi ég ekki.
Á bókarkápu segir að hulunni hafi verið svipt af Petite þegar hún var rekin úr starfi vegna bloggsins (Hrönn ég gef þér þessa í jólagjöf), fór í mál við vinnuveitendur og fékk skaðabætur.
Bloggið er komið til að vera. Það er bara skemmtilegt.
Bókin er fín dægradvöl og ég mæli með henni.
Bloggarar eiga eftir að brosa út í annað við lesturinn.
Góða skemmtun.
Mánudagur, 29. september 2008
Að elska sig á Fésbók
Ég er ekki á Fésbók. Ég hef ekki einu sinni skoðað umhverfið þar vegna þess að ég held að þetta sé meira fyrir ungt fólk, annars veit ég ekki afturenda um það.
Eitt er að minnsta kosti á hreinu, 100 milljónir manna eru með prófíl inni á bókinni.
Margar vinkonur mínar og dætur. Nánast hver einasti kjaftur sem maður þekkir.
En ég þekki enga sjálfsdýrkendur persónulega. Ekki svona alvöru að minnsta kosti.
Þekki reyndar fólk sem heldur reglulegar sjálfshátíðir en það er bara krúttlegt. Fólk sem tryllist úr gleði og hamingju þegar það hittir sjálft sig fyrir.
Sko einfaldasta leiðin til að þekkja úr sjálfsdýrkendurna fram að þessu hefur verið að fylgjast með þeim horfa í spegil. Þeir verða alltaf yfirkomnir af ást og aðdáun á eigin persónu og enda með því fara í heví sleik við sjálfan sig.
Jájá.
Hinir eiginlegu narsissistar eru hins vegar margir á Fésinu samkvæmt þessari rannsókn.
Þeir birta fjölda fegrandi mynda af sjálfum sér, smá kynferðislegar og svona.
Þeir eiga ógeðslega mikið af vinum og nú dettur mér í hug einn lögfræðingur, karlkyns sem er með óteljandi vini á bókinn. Svo er mér sagt og nei, ég nefni engin nöfn.
Í viðtengingu segir orðrétt:
"Rannsóknin var gerð við Háskólann í Georgíu. Í ljós kom, að auðvelt var að bera kennsl á sjálfsdýrkendur meðal félaga á Facebook. Það voru þeir sem töldu flesta vinina og birtu opinskáustu myndirnar (oft kynferðislegar).
Samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar nota sjálfsdýrkendur samskiptavefi til að auka sjálfstraust sitt og hækka stöðu sína. Þeir þrífast best þegar öðrum fellur vel við þá strax við fyrstu kynni, og markmið þeirra er að virðast hafa leiðtogahæfileika, vera spennandi og kynferðislega aðlaðandi. Sjálfsdýrkendur telja sig einstaka."
Og:
"Almennt eru þeir lítið gefnir fyrir að mynda hlý, langvarandi og náin tengsl. Þeim er meira í mun að virðast svalir, vinsælir og dómínerandi, sagði Buffardi."
Nú verð ég eiginlega að skrá mig á bókina. Ég er nefnilega að drepast úr forvitni. Mig langar að máta liðið þarna inni við upptalninguna hér að ofan.
Úje, þetta er nú eitthvað bitastætt. Maður getur ekki velt sér upp úr fjármálafarsanum 24/7.
Þetta er svokölluð pása í fréttum dagsins. Ég er komin upp til að anda.
Ég kem að vörmu.
Er farin að pikka út sjálfsdýrkendur.
Ég - um mig - frá mér - til mín.
Narsissistinn.
![]() |
Sjálfsdýrkendur þrífast á Facebook |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 25. september 2008
Ekki kraftgalla að sjá
Ég finn til með honum Hebba að lenda í þessu þakfokki þar sem hann býr.
Ég myndi hins vegar löngu vera farin eitthvað annað.
Ef þakið hans þarfnast ekki viðgerðar en nágrannarnir þurfa að laga sín hvað er þá að?
Allir fyrir einn - einn fyrir alla - bara með öfugum formerkjum?
Ég þekki alka sem lýsti því yfir í hroka sínum og í leiðinni af sinni frábæru kaldhæðni að hann drykki einn dag í einu. Hann tók speki leynifélagsins og hafði á henni endaskipti.
Hugmyndafræðin gengur sko út á að vera edrú einn dag í einu.
Það má nýta sér allan fjandann sér til framdráttar.
Það er svo mikið af smákóngum (húsvarðartýpurnar í kraftgöllunum) út um borg og bý.
Það er yfirleitt eitt svona fyrirbæri í hverju húsi þar sem fleiri en ein fjölskylda kemur saman.
Það eru þessir náungar sem moka frá útidyrunum (óbeðnir) á veturna með mæðusvip fórnarlambsins.
Það eru kubbarnir ábúðarfullu sem fara út með poka og týna lauf, sígarettustubba og sælgætisbréf upp af bílaplaninu og á meðan stynja þeir lágt og svo renna þeir augunum lymskulega upp í gluggana. Alveg: Eru ekki vitni að fórnfýsi minni og snyrtimennsku?
Það eru líka þessir snillingar sem oftar en ekki hafa látið eiga sig að kynna sér réttritun en eru samt ákaflega skrifglaðir. Þeir elska skilti og setja heilu ritraðirnar í skiltaformi upp í sameigninni.
Bannað að reikja.
Bannað að fara ynn á skónnum.
Þið vitið hvað ég meina. Er það ekki?
Þessi menn veljast yfirleitt sem formenn húsfélaga, það er, þeir fara í framboð á meðan hinn almenni maður/kona taka á flótta þegar á að fara að virkja í stjórnina.
Ég held að það sé svona fólk sem gefur dauðan og djöfulinn í að í nafni húsfélagsins skuli Hebbi borga þökin þeirra þó hann sé búin að laga sitt á eigin kostnað.
En, það er mannskemmandi að standa í svona erjum.
Ég myndi ráðleggja öllum að draga sig í hlé.
Að standa á sínu er eflaust hið besta mál, en hvað kostar það?
Ég myndi ekki vilja hafa svona nágranna. Ég læt fólk í friði og vill sjálf fá sama til baka.
En ég er afskaplega heppin með nágranna og svei mér þá það er engin húsvarðartýpa í mínu húsi.
Ekki kraftgalla að sjá í fleiri kílómetra fjarlægð.
Ég er heppin kona.
P.s. Þarf að skreppa aðeins til að fórna mér í þágu vísindana. Er að taka þátt í merkilegri rannsókn.
Ég get ekki dáið við að fara í blóðprufu er það?
Ok, þá nær það ekki lengra.
Ef minn tími er kominn þá þakka ég samfylgdina á liðnum árum.
Úje
![]() |
Neitar að borga þak nágrannans |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Þriðjudagur, 23. september 2008
Fyrir Láru Hönnu
Eins og má lesa í færslunni hér fyrir neðan, var ég að ræða skólamyndir. Nú eða bekkjarmyndir.
Ég hef grátið það að hafa týnt mínum í einhverjum flutningum.
En Lára Hanna sem hefur ráð undir rifi hverju á bókina um Melaskóla og hún sendi mér viðkomandi bekkjarmynd.
Auðvitað skoraði hún á mig að birta hana.
Só..
hér kemur fyrirmyndarbekkur Melaskóla, árgangur 1952 og kennarinn sá sem ég hafði frá byrjun til enda og af mörgum tilbeðin, Þóra Kristinsdóttir.
Og hvar er yors truly?
Hér er hún stelpan, held nú það.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (33)
Sunnudagur, 21. september 2008
Fótboltablogg - ekki fyrir viðkvæmar og listrænar sálir -
Stundum les ég eitthvað í blöðunum sem skemmtir mér óhugnanlega. Ég spikfitna andlega og geri púkann á fjósbitanum að anorexíusjúklingi í samanburði.
Í Fréttablaðinu í dag, undir liðnum "Frá degi til dags" er sagt frá því að Einar Ben Þorsteinsson, Eyjubloggari, telji að Egill Helga sé gullkálfur Eyjunnar. Jájá og hann er skammaður fyrir það af ritstjóranum.
Egill ekki hrifinn og skrifar eitthvað á þá leið að honum finnst téður Einar Ben Þorsteinsson ekki vera af Eyjukalíber. Hann bloggi um fótbolta.
Ég persónulega elska það þegar það gengur að lesa í skrifuðum orðum að fólki finnist það statt á stalli á meðal örfrárra andlegra bræðra og systra af ákveðnu súperkalíberi, nema hér er stallurinn eyja eða hólmi nokkur .is sem hallar örlítið til hægri ef grant er skoðað.
Ég hef gaman af mörgum Eyjubloggurum, eins og Hr. Bertelsyni svo ég nefni þann fyrsta sem kemur mér í hug.
Orðið á götunni les ég alltaf, Egil oft og monthanann Iðnaðarráðherra af því hann er með bólgnasta egó hérna megin veraldar og svo er hann ógeðslega góður penni.
Aftur að Agli. Mér finnst hann oft blogga dúllulega. Alveg: Krúttið, hvað hann er skemmtilegur.
Stundum finnst mér hann hins vegar blogga eins og geðvont gamalmenni sem hefur allt á hornum sér. Þá langar mig alveg að segja ákveðnum rómi út í cyperinn: Egill farðu og leggðu þig og láttu lyklaborðið í friði þangað til þú hefur náð þínum eðlilega lífaldri aftur.
Svo má svona fólk sem heldur sig KALÍBERA par exelance vita að þeir eru ekki einir í skotstærðunum.
Hér á Mogganum erum við líka bloggarar af kalíberum.
Við erum af kalíber 1,2, 3,5,7,4 og uppí hundrað.
Við erum misjöfn, sum óþolandi og ólesandi, aðrir ágætir og sumir, þám. ég erum fyrsta flokks. ('Eg veit alltaf hógvær, alltaf glöð og alltaf að hugsa um að fæða heiminn).
Það er grundvallaratriði að koma þessu til skila svo ekkert misskiljist.
Ég er að hugsa um að láta prenta fyrir mig Moggabloggsskírteini.
Og á því á að standa:
Jenný Anna Baldursdóttir, fámiðill nú eða fjölmiðill. Bæði krúttlegt.
Og svo kem ég mér upp svona helvítis sjálfsástarattitjúdi eins og Egill Helga.
Og (aftur og, voða lélegt kalíber að endurtaka o-in og byrja setningar á þeim líka, en ég geri það samt) hehem, hér fataðist skáldinu flugið því á meðan ég var að setja í sviga gleymdi ég hvað það var sem ég ætlaði að setja inn í þessa málsgrein. En ég fullvissa ykkur um að það var mjög djúpt og af rótsterku kalíberi.
Svo heimta ég að fótboltablogg verði með aðvörunarmiða.
FÓTBOLTABLOGG - EKKI FYRIR LISTRÆNAR OG VIÐKVÆMAR SÁLIR MEÐ LÁGAN ÞOLÞRÖSKULD FYRIR LÍFINU.
Úje.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Laugardagur, 20. september 2008
Frá stjónarhóli steingeitar
Að pæla í stjörnuspám er skemmtilegt tómstundagaman sem ég btw stunda ekki.
En ég hef fengið stjörnukort og svo finnst mér gaman að reyna að geta, í hvaða stjörnumerkjum fólk er.
Ég ulla svo auðvitað á stjörnu"spár" í dagblöðunum því þær eru húmbúkk og blaðamaður vinur minn sem var á gamla DV sagði mér að sá sem verst stæði sig í djobbinu fengi stjörnuspá dagsins til að setja saman. Skelfilegt alveg, sko meðferðin á blaðamönnunum í denn.
Stjörnuspá Moggans er heimur út af fyrir sig. Hún er oftast svo illa unnin, beinþýdd úr framandi tungumáli, amk. hlýtur það að vera framandi fyrir þann sem stendur að þýðingunum, hrein kínverska segi ég. Eða þannig var það þegar ég fylgdist með.
En núna áðan rakst ég á mína eigin(s) persónulegu stjörnuspá.


Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (23)
Laugardagur, 20. september 2008
Pabbi er í Rúmení
Ég næturmanneskjan var sofnuð klukkan ellefu í gærkvöldi.
Það tekur á taugarnar að setja upp nýtt menningarheimili get ég sagt ykkur.
Svo er hún Jenný Una í gistingu og hún vaknar fyrir allar aldir enda þriggja plús og nennir ekki að bæla fletið.
Í gærkvöldi áttu eftirfarandi samræður sér stað milli ömmu og barns hér við hirðina.
Amman: Hvað fékkstu að borða á leikskólanum í dag Jenný mín?
Barn (ákveðin): Ekkert neitt.
Amman: Ha, fékkstu ekkert að borða?
Barn: Nehei.
Amman: Jenný það er alltaf matur í leikskólanum, ertu búin að gleyma hvað þú borðaðir?
Barn: Ókei, ég fékk hrökkbrauð.
Skammskamm Njálsborg.
Pabbi hennar Jennýjar er farin til Rúmeníu til að spila inn á plötu.
Amman: Hvert fór pabbi þinn?
Barn: Hann er fluttur í annað hús.
Amman: Ha, er hann fluttur (alveg að drepast úr hlátri yfir hugmyndaflugi viðkomandi barns)?
Barn: Já hann er fluttur til RúmenÍ og það þarf að keyra þangað lengi, lengi, lengi, lengi. En svo kemur hann aftur eftir marga, marga........... daga.
Amman: Ég held að hann hafi flogið í flugvélinni.
Jenný: Þá er pabbi minn í útlöndum.
Lærdómurinn sem má draga af þessu samtali í samgöngumálalegum skilningi er að það eru ekki allir með áhyggjur af innanlandsflugi og hafa ekki endilega heyrt talað um Flugfélag Íslands.
En annars er ég farin að sinna barni og kem sterk inn síðar.
Elska ykkur börnin góð og verið þið til friðs bölvaðir villingarnir ykkar.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 07:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 19
- Frá upphafi: 2987667
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 18
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr