Færsluflokkur: Vefurinn
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Af hverju bloggið þið?
Ég var að gutlast fyrir framan sjónvarpið og sá með eigin augum þegar þingmenn réttu upp hönd í atkvæðagreiðslu. Helvíti mikill stíll yfir því.
Ókei, ég sá það ekki beint en ég sá þegar Kiddi Sleggja sagði þingheimi að rétta upp hönd.
Vó, svo merkilegt. Þetta geta þeir krakkarnir á þinginu.
En svo ég haldi áfram með eitthvað sem skiptir litlu máli.
Af hverju bloggið þið?
Ég meina hvað fær mann til að fara hamförum á blogginu? Nú eða vera þar í rólegheitum?
Ég var spurð að þessu í gær og ég varð alveg hugsi (hugsið ykkur). Flett, flett, fell í heila.
Af hverju blogga ég?
Jú, ég blogga af því ég hef gaman af því.
Líka af því að mér finnst fínt að setja niður á "blað" það sem mér dettur í hug og bloggið er jú dagbók sem er öllum opin. Vá ekki mjög prívat það fyrirkomulag.
Svo blogga ég af því mér finnst gaman að áreita fólk þegar þannig liggur á mér.
Stundum blogga ég af gömlum vana.
Ég blogga um það að vera alki fínt að hafa það á veraldarvefnum mun vekja skelfileg fagnaðarlæti að hafa það í Cívíinu.
Ég blogga til að gleyma.
Ég blogga til að muna.
Ég blogga af því ég hef andskotinn hafi það ekkert betra að gera en fyrst og fremst blogga ég til að fá útrás.
Af hverju bloggið þið?
Koma svo segja Nennu sín.
Falalalalala.
Rétt upp hönd á Alþingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Lítill drengur
Í dag eru ellefu ár frá því lítill drengur kvaddi jarðlífið eftir að hafa verið til í heiminum frá 17. september sama ár.
Hann hét Aron Örn Jóhannsson, var sonur hennar Mayu minnar og hann setti óafmáanleg spor í hjartað á okkur öllum sem stóðum að honum.
Lífið er skrýtið, eitt kemur þá annað fer.
Í dag kemur Maysa mín til landsins ásamt litla Oliver og Robba.
Það er fagnaðarefni.
En tilefni komunnar til landsins er sorglegt.
Tengdamamma Mayu og kær vinkona mín hún Brynja var að missa bróður sinn úr krabbameini langt fyrir aldur fram.
Ég er afskaplega meyr á þessum tíma. Jólaljósin eru tendruð það er eftirvænting í loftinu blönduð trega og sorg.
Ég hef ákveðið að standa með lífinu og einbeita mér að þeim sem enn eru hérna megin grafar.
Lífið er ljúft og sárt.
Ég geymi Aron Örn í hjartanu eins og það ljós sem hann var.
Dóttir mín hringdi frá London áðan og sagðist vilja hakkað buff með lauk í kvöldmatinn.
Halló, hakkað buff með lauk?
Ég sem ætlaði að slátra alikálfinum
Ég hysja upp um mig og fer að kaupa í matinn.
Laugardagur, 29. nóvember 2008
Ég er gömul og á leiðinni í bótox
Hér er smá jólafærsla börnin mín södd og sæl.
Í dag hef ég haft hana nöfnu mína hjá mér og við vorum að jólast hérna heima.
Það kom að því að ég hafði þvegið eldhúsgluggann, straujað jólagardínur og sett ljós í glugga.
Svo fór þessi kona sem hér skrifar upp á stól til að hengja upp gardínurnar.
Jenný Una: Amma villtu passa þig mann getur dettið af stólum og þá getir þú deyjið.
Amman: Nei, nei, ég passa mig elskan og svo er ég ekkert að fara að deyja.
Jenný Una: Jú þú ert gömul þá deyrðu ef þú ferð upp á stól.
Amman: Ég er ekki gömul Jenný mín.
Jenný Una ákveðin: Jú ömmur eru gamlar. Passaðuðig.
Og síðar í rúminu þar sem amman sagði sögur og sú stutta vildi ekki fara að sofa.
Jenný Una: Amma, ekki fara fram, ér hrædd.
Amman: Við hvað ertu hrædd?
Jenný Una: Það er vondur maður í glugganum.
Amman: Hvaða vitleysa barn, ég sé engan mann.
Jenný Una (hneyksluð): Hann er ósýnilegur manneskja.
Svona er lífið hér á kærleiks.
Amman er farin í bótox.
Sunnudagur, 16. nóvember 2008
Hafliði á útsölu
Dýrasta "lausn" Íslandssögunnar hefur litið dagsins ljós.
En hvað, við látum ekki kúga okkur.
Svo á eftir að sjá skilyrðin.
Getur verið að þetta sé versti díll ever?´
Hvenær verða spilin lögð á borðið?
Hafliði þú getur snætt hjarta og ert á pjúra úsöluverði.
Skilaboðin voru skýr | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Þriðjudagur, 11. nóvember 2008
Ætlarðu að giftast´onum?
Varð að setja inn eitthvað sætt fyrir svefninn.
Hér eru Jenný Una og mamma hennar svo kjút.
Jenný var að byrja á Laufásborg sem heyrir undir Hjallastefnuna hennar Möggu Pálu vinkonu minnar og ég er svo glöð yfir því og barnið er yfir sig hamingjusamt með nýja skólann.
Ekki að hún hafi verið neitt óhamingjusöm með gamla leikskólann, hún hefur bara orðið enn hamingjusamari eða hamsingjusamari eins og hún segir sjálf.
Svo á hún tvær vinkonur sem eru rúmum tveimur árum eldri og hún leikur mikið með heima og hún er svolítið að herma talsmátann frá þeim. Svo hryllilega dúllulegt.
Dæmi:
Mamman (þegar snjóaði um daginn): Jenný sjáðu hvað snjórinn er dásamlegur, svo hvítur og ferskur.
Jenný: Ésérðaalveg, en ertu skotin í snjónum mamma? (Hér fygldi á eftir tryllingslegt stelpufliss).
Mamman: Skotin í snjónum, hvað meinarðu?
Jenný ( enn á flissinu): Já ertu kannski skotin íonum, ætlarðu að giftast´onum?
Þetta er hin svo kallaða forgelgja.
Og í gær við ömmuna:
Jenný: Amma, það þarf að passa smáböddn mjög vel svo þau meiði sig ekki.
Amman: Já alveg rétt, lítil börn geta meitt sig ef maður lítur ekki stöðugt eftir þeim.
Jenný: Já og ef þau borða kannski nammi frá stóru systur sín þá geta þau kyrkst og deyjið ef ÉG missi nammið á gólfið.
Það var þá sem ég áttaði mig á því að varnaðarorð móður og föður um að henda engu á gólfið þar sem Hrafn Óli athafnar sig helst, hafa komist vel til skila.
Aðeins of vel kannski, ekki þar fyrir að líflegt ímyndunarrafl Jennýjar Unu bætir í þar sem dramatíkina skortir.
Svolítið lík ömmu sinni stúlkan.
En þessi litla gólfsuga kemur í fyrramálið og ætlar að halda ömmu sinni selskap.
Þessi ungi maður er alltaf í góðu skapi, svei mér þá.
Lífið er bærilegt finnst mér.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 22:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Tröllin sem stálu jólunum
Þeir sem lesa þessa síðu vita að ég segi aldrei frá draumum sem mig dreymir.
Það er örugg aðferð við að drepa alla úr leiðindum.
Svona álíka skemmtilegt og að fá lýsingar á kvefsjúkdómi einhvers - í smáatriðum.
Ég var í Barcelona, en það var samt ekki Barcelona heldur Reykjavík og með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Prad Pitt og þið vitið ruglið.
En í nótt dreymdi mig draum. Ég er enn á valdi hans, hann var svo raunverulegur djöfullinn á´onum. Ég vil fá að vera í friði í verkamannsins kofa lúllandi á mínu græna.
Draumurinn innihélt Davíð Oddsson, Geir Haarde, Danann frá IMF og Hannes Smárason ásamt mér í lautarferð í Heiðmörkinni.
En þetta voru samt ekki þeir, þeir voru allir tröllin sem stálu jólunum.
Þeir drukku kampavín og borðuðu kavíar, ég fékk flatköku með hangikjöti og ekkert að drekka.
Ætli þeir viti að ég sé alki?
Enginn sagði orð, allir störðu tómum augum út í loftið.
Nema ég, ég horfði á þá.
En eins og ég sagði þá segi ég aldrei frá því sem mig dreymir.
Aldrei.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Óviti - Ofviti?
Smá kreppujöfnun.
Í morgun átti sér stað eftirfarandi samtal milli mín og nöfnu minnar.
Jenný Una: Amma það má ekki skamma litla bróður minn. Bara alls ekki.
Amman: Nei og það á ekki að skamma börn, bara tala við þau.
Jenný Una: Éveita, en veistu akkuru það má ekki skamma Lilleman?
Amman: Hvers vegna?
Jenný Una: Hann er bara pínulítið baddn, hann er OFviti.
Þá vitum við það.
Ég er enn í krúttkasti.
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Fagmennskan í fyrirrúmi?
Margir hafa verið að blogga um fréttaflutning af laugardagsmótmælunum undanfarið.
Í gær var aðaláherslan á eggjakastið á Alþingishúsið.
Minna en ekki neitt um sjálfan fundinn.
Má þá segja að fjölmiðlar séu pínu að skrifa söguna upp á sitt einsdæmi?
Að minnsta kosti að sníða hana til?
Hver verður að svara þessari spurningu fyrir sig en þegar ég sá þessa frétt, ó fyrirgefið, skoðun Loga Bergmann á mótmælunum á Austurvelli gærdagsins, þá var mínum efasemdum eytt.
Það sem meira er, Logi kom skoðun sinni á framfæri við lestur á frétt sem hafði ekkert með mótmælin að gera. Merkilegur andskoti.
Sjáið hvað Loga finnst í dag, það hljóta allir að bíða með öndina í hálsinum eftir því.
Ég er nokkuð viss um að þessar þúsundir FULLORÐINNA manna og kvenna á Austurvelli í gær vilji ekki skrifa upp á að það hafi verið að kasta eggjum í Alþingishúsið.
Halló!
Bæti hérna inn fyrstu frétt í sama fréttatíma þar sem Logi talar um að Alþingishúsið hafi verið saurgað.
Að tala um hlutleysi, jájá.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 11:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (38)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Í vondum lungnamálum
Á læknavakt fyrir einhverjum klukkutímum.
Læknir: Þetta er skelfilegur hósti sem þú ert með.
Ég: Já finnst þér það? Það var sko þess vegna sem ég er komin hingað. Er með hita og hósta.
Læknir: Þú reykir (ekki spurning, fullyrðing).
Ég: Jább.
L: Hvað lengi?
Ég: 34 pakkaár (ekki gamall læknaritari fyrir ekki neitt).
L: Það er rosalegt.
Ég: Jább.
L: Þú verður að hætta þessu, þú ert með fast í lungum og með bullandi bronkítis.
Ég: Jább.
L: Hvenær?
Ég: Bráðum en ég reyki mikið minna núna, bara örfáar.
L: Hvað margar (hann frussar þessu út úr sér)?
Ég: Svona tólf á sólarhring.
L: Þetta er náttúrulega ekki hægt.
Ég: Jú og ég fer létt með það. Fyrir tveimur mánuðum reykti ég tvo pakka. Ég er öll að koma til.
L: Þetta gengur ekki, þú verður að hætta að reykja. Taktu þetta lyf hérna sem ég skrifa upp á og farðu nú að hugsa þinn gang, hugsaðu um lungun kona (hér var hann alveg intú itt).
Ég algjörlega í rusli yfir að gera manninum þetta: Fyrirgefðu.
L: Hrmphf....
Svo lufsaðist ég heim með hausinn undir hendinni og ég skammaðist mín fyrir að vera á lífi með þennan einbeitta brotavilja til margra ára og ekki enn lát á.
Farin í smók.
Úje
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 19:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (22)
Sunnudagur, 2. nóvember 2008
Álfheiður spyr (og ég líka)
Í grein í Mogganum í dag spyr Álfheiður Inga spurningar sem ég held að alla fýsi að fá svar við.
Hverjir gáfu fyrirmæli um hertar innheimtuaðgerðir hjá Intrum?
Nú er það þannig að Landsbanki, Sparisjóðirnir og Intrum Justitia eru skráðir eigendur Intrum á Íslandi og það skýtur nokkuð skökku við að fyrirtæki í eigu Nýja Landsbankans og Sparisjóðanna sé að bjóða vinskiptavinum sínum aukna hörku í innheimtuaðgerðum á sama tíma og stjórnvöld fara fram á að ekki sé gengið mjög nærri heimulunum í landinu á þessu stigi málsins.
Hver andskotinn er í gangi spyr ég og ég þakka Álfheiði fyrir að spyrja.
Spurningin er hvort henni verður svarað.
Það virðist ekki vera á danskorti ríkisstjórnarinnar að svara einu eða neinu nú um stundir.
Ég neita að trúa því fyrr en ég tek á að Intrum fái leyfi til aukinnar aðgangshörku gagnvart skuldurum á þessum svörtu tímum þvert ofan í loforð stjórnvalda.
Vefurinn | Breytt s.d. kl. 17:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 13
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 76
- Frá upphafi: 2987144
Annað
- Innlit í dag: 13
- Innlit sl. viku: 75
- Gestir í dag: 13
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr