Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
Á HLIÐARLÍNUNNI
Læknirinn í Svíþjóð sem er að bjóða ódýrari lyf á heimasíðu sinni, gæti gert góðan bissness. Það er öllu nær að hafa lyf á eðlilegu verði hér á landi svo fólk þurfi ekki panta sér þau á netinu í sparnaðarskyni.
Læknirinn hlýtur að eiga að vera einhversstaðar að lækna hrjáða.
![]() |
Býður ódýrari lyf á netinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. júlí 2007
ALVÖRU BÚHÚ BLOGG
Barnið að springa úr hamingju í gær eftir að amma-Brynja mætti á svæðið
Í dag varð hann Oliver fyrir smá slysi. Smá er kannski ekki rétta orðið en hann brákaðist á fæti þegar hann var að leika sér í kvöld. Mamman og pabbinn voru á leiðinni til Spánar á morgun og amma-Brynja og Gunnur stórafrænka komnar út til að passa og svo gerist þetta. Nú er Oliver í gifsi og á morgunn þarf að fara með hann til sérfræðings til að skoða fótinn betur. Hvers lags óheppni er þetta eiginlega? Í mars þegar litla fjölskyldan ætlaði að koma til landsins í heimsókn fékk elsku dúllan hlaupabólu og þau frestuðu ferðinni. Æi hvað ömmunni finnst vont að litla krúttið hafi meitt sig. En svo getur maður tekið Pollýönnu á dæmið og þakkað fyrir að hann brákaðist bara.
Elsku Mays, Robbi, Brynja Gunnur og Oliver. Bítið á jaxlinn, þetta reddast.
Meðfylgjandi myndir eru frá í dag. M.a. þegar gifsið var sett á Oliverinn. Amma-Brynja nottla á ömmuvaktinni.
Gunnur stórafrænka og A-Brynja Gunnur og Maysan Robbinn og Oliver á spítalanum í kvöld
Og Jesúsminn þarna er verið að setja á mann gifsið.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
FANTALEG FIMMHUNDRUÐ FERLÍKJA FRAMKOMA, VAR Í ÆSKUÁSTINNI ÞEGAR ÉG HITTI HANN Í DAG," ÝLFRAÐI FORTÍÐARFÍKIN VINKONA MÍN, SEM MÉR FINNST EKKI SKEMMTILEG OG SEM ALLTAF LEITAR AFTURÁBAK EFTIR ELSKHUGUM
Úff hugsaði ég, hvaða fortíðardraug hefur hún nú elt uppi að,vitandi að hún lætur ekkert tækifæri fram hjá sér fara til að upplifa á ný löngu liðnar unaðsstundir. "Jenny ég sá hann fyrir utan bankann og hann var jafnfallegur og í denn bara sköllóttur og ég gekk að honum og spurði hvort hann héti ekki Mávur Sílason. Sko hann mældi mig út, ferlega skrýtinn á svipinn, eins og hann vildi ekki þekkja mig og sagði; nei en ég er statívið fyrir hárkolluna hans".
Þorrí vinkonur mínar eru bilaðar, ég er hins vegar fullkomin.
Er eiginlega alveg að hætta að mótefnisblogga.
Kannski bara einusinni enn.
Síjúgæs
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
"RÚKJANDI RAGNARÖK; HANN GERÐI MIG AÐ ALGJÖRU FÍFLI JENNY", KVEIN Í TAKTLAUSU VINKONU MINNI, SEM ELSKAR AÐ DANSA SIG Í BEÐJUNA MEÐ ELSKHUGUNUM, EN ER EINS OG TAUGATREKKTUR TRÉKARL MEÐ RIÐUVEIKI Á DANSGÓLFINU.
Nú, nú, hugsaði ég ætli hún hafi í þetta skiptið toppað sjálfa sig í því sem hún kallar að dansa? "Og hvernig gerði hann þig að fífli" spurði ég þunglyndislega? Jenny ég get svarið það, maðurinn er illur, hann gekk að mér á ballinu, bauð mér upp í dans og ég sagði auðvitað já og þá benti hann út á dansgólfið og sagði svo kvikindislegri röddu; dansaðu þá og svo gekk hann á brott".
Þorrí ég er með jónínubenheilkennið, alltaf að lofa að hætta en stend aldrei við það. Nú er ég sko hætt.
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
SKELFILEGUR RAUNVERULEIKI
Fimmta hvern barn á grunnskólaaldri hér á landi hefur sætt líkamlegu ofbeldi á heimili og er hlutfall svipað á vettvangi skólans. Þriðjungur telur sig hafa sætt andlegu ofbeldi og eitt af hverjum tíu segir frá kynferðislegu ofbeldi í einhverri mynd.
Þetta kemur mér ekki á óvart. Það vita allir sem fylgst hafa með rannsóknum um heimilisofbeldi, að ofbeldi á börnum hér á landi er því miður, algengt og hluti af heildarmyndinni. Það er auðvitað bara gott ef börn eru farin að segja frá og raunveruleikinn kemur upp á yfirborðið. Aðeins þannig er hægt að taka á vandamálinu.
![]() |
Fimmta hvert barn á grunnskólaaldri hefur sætt líkamlegu ofbeldi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
..hrópaði hún brostinni röddu og ég vitandi að hún klæðist búningum við hvert tækifæri, var viss um að nú hefði hún sennilega ekki getað opna rassalokuna á kanínunni, spurði þreytulega hvað hefði nú dunið yfir. "Þegar ég mætti í þetta rosalega einbýlishús í kanínubúningnum sem aldrei klikkar, þá benti hann mér upp stigann og sagði ískaldri röddu: barnaafmælið er byrjað fyrir 10 mínútum, það er beðið eftir þér".
Þorrí, það er ljótur og vondur skrifandi í mér.
Geri ekki aftur, ég lofa.
Þriðjudagur, 3. júlí 2007
NÚ ER ÉG VISS, SÖNNUN Í SJÓNMÁLI
..nú veit ég að Sigurrós er í alvörunni til. Hún les bloggið mitt og sýður svo saman stjörnuspá steingeitarinnar í stíl við það. Um daginn var hún með nærbuxnabrandara en hún hefur sennilega lesið færsluna um hversu kynferðislega hömluð ég er í eðli mínu, eftir að hafa vaðið í myrkri fáfræðinnar öll mín uppvaxtarár.
Nú í dag hef ég svolítið verið að blogga móteitursblogg eins og ég kalla þau, en ég fer ekki nánar út í hvað það þýðir. Ef þið lesendur mínir eruð með greindarvísitölu ofar stofuhita þá finnið þið það út. Stjörnuspá sólarhringsins er:
"Steingeit: Þú ert frakkur og fyndinn. En ekki gera lítið úr hlutum sem skipta fólk miklu. Vertu varkár og taktu tillit, en vertu klikkaður um leið!"
Þetta skýrir sig sjálft, ég veit það.
Dem, Sigurrós, hættessuaddna.
Farin að móteitursblogga.
Mánudagur, 2. júlí 2007
NÚ MYNDI ÉG TJÁ MIG...
..um þessa frétt af yfirvofandi fjölgun í bresku konungsfjölskyldunni ef ég væri ekki hugleysingi. En ég þori ekki, er svo hrædd um að fá alla konungssinnana á hálsinn.
Prinsessan Sophie er allavega "alive and kicking".
Hver á aftur Játvarð prins? Er það Betan sjálf?
Smjúts.
![]() |
Fjölgar brátt í bresku konungsfjölskyldunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 2. júlí 2007
SMÁ BÚHÚ BLOGG
Það er smá mánudagsblámi í mér í dag. Hann kemur og fer reyndar og sem betur fer á ég ekki marga svona daga. Annars hef ég átt góð móment eins og þegar við Edda Agnars, æsku- og bloggvinkona kjöftuðum frá okkur allt vit í símanum. Þá leiddist mér ekki.
Ég er að fríka út á blóðsykrinum og insúlíninu. Þarf eitthvað að láta leiðrétta sprautuskammtana en er búin að fara í tvö föll síðast liðinn sólarhring. OMG ég geng um með þrúgusykur um hálsinn. Búhú.
Annars er þetta með blámann og búhúið undarlegasta fyrirkomulag. Þegar depurðin sest á axlirnar og maður verður samstundis svo kvalinn, misskilinn og fráskilinn. Það er ekki eðlilegur andskoti að geta átt svona bágt án þess að eiga nokkurn skapaðan, hræranlegan, lifandi hlut bágt. En þarna er sá svarti rakki mættur og hann vill trúa að hann sé kominn til að vera. Ég er búin að reka kvikindið út og það fer alveg að bresta á með brosi.
Las fréttina um lífstíðarfangelsi yfir manninum sem nauðgaði og myrti 2ja ára telpuna í Englandi fyrr á árinu og það kallar fram í mér vægast sagt óæskilegar tilfinningar. Það er ekki einu sinni hægt að skrifa um þennan viðbjóð og mannhatur.
Annars skín sólin úti og inni og það er best að reyna að kreista fram bros.
Blue, blue monday!
Sunnudagur, 1. júlí 2007
SVO RÓMÓ
Þegar bónorð hafa ratað mína leið í lífinu hefur það verið frekar óspennandi. Eigum við ekki að giftast? Ég meina barn á leiðinni og svona. Eða við getum alveg eins gift okkur, það er hagkvæmara. Í núverandi hjónabandi fórum við hins var bæði á hnén og erum þar enn.
Þrátt fyrir skort á rómantík í boðorðadeildinni utan í þetta eina skipti þá vogaði enginn þeirra sér að biðja mín þegar ég þreif klósettfjandann. Enda hefði það verið ávísun á vandræði. Alvarleg vandræði.
Þetta segir mér bara eitt. Tony Blair er meistari lélegra tímasetninga.
Þetta fór undir spil og leikir og ekki orð um það meir.
![]() |
Blair bað Cherie á meðan hún var að þrífa klósettið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 18:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.9.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 50
- Frá upphafi: 2988572
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr