Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda

GRILLÍGRILLÍGRILL

1

Nú er það grillveisla og það á línuna.  Er að verða vitlaus úr eirðarleysi og leti, hlýt bara að vera lasin, svei mér þá.  Hef varla nennt að hreyfa mig og ætti með réttu að hanga á einhverjum fjallstoppi núna, rjóð í kinnum, dinglandi löppunum til og frá (stolið úr Emmu)og úðandi í mig próteini, eða hvað sem það nú heitir sem svona fjallafólk setur í sig.

Nú skal sum sé grilla.  Jenny Una Errriksdóttirrr situr í öndvegi ásamt mömmusín auðvitað og svo koma skátvibbarnir mínir Einsi og Stebbi.  Maysan í Londres auðvitað, Helga í Róm og Ástrós er að vinna uppi í sveit og pabbi hennar Jenny að spila jazz úti á landi.  En við látum það ekki á okkur fá og drífum okkur í joggingallana og út á svalir.  Einn í einu af því þær eru svo litlar, segi sonna.

Ég snarféll fyrir þessu grilli á myndinni.  Svo kvenlegt og krúttlegt.  Ég er einmitt með svona blómaker á mínum svölum, alveg tilvalið fyrir kolagrill.  Ég er ekki að djóka, ég sver það.  Ætli ég geti notað annað eða bæði?  Ég var að pæla í því að hætta að nota það sem öskubakka og planta blómum í það en sá þá fyrir mér að það væri bara til að laða að stórar og ljótar flugur með illt í huga.

Ef þið sjáið reykjarmökk stíga fagurlega upp úr Seljahverfinu seinni partinn, þá er það þessi húsmóðir að fjölnýta blómakerið.

Síjúgæs!


FYRIR MÉR ERTU DAUÐ!

1

Áttræð kona á Englandi fékk neitun þegar hún ætlaði að taka út af reikningnum sínum, því samkvæmt gögnum bankans var hún látin.

Ég kannast við þetta vandamál.  Bankinn minn hefur umgengist mig eins og lík, nokkuð lengi.

Hm...


mbl.is Bankinn sagði áttræðri konu að hún væri látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SUNNUDAGSMORGUN HJÁ JENNY UNU

1

Hún Jenny Una Errriksdóttirrr er hjá ömmu og Einarrrri.  Hún unir sér afskaplega vel, eins og reyndar alltaf og er hamingjusöm og glöð.  Í morgun er hún búin að gera ýmislegt eins og að borða morgunmat, borða pez og horfa á barnaefni.  Þegar ég var að ganga frá í eldhúsinu, með töluverðu glamri, ímynda ég mér, sagði sú stutta: Heyrrrrðu góða! Hvað errrr í gangi? Ekki svona læti amma.  Úps, amman alveg skammaðist sín.

En það er ekki allt heilög hamingja hjá henni Jenny þessa dagana.  Hann pabbi hennar er að spila úti á landi á trommurnar og Jenny hefur séð hann einu sinni á heilli viku.  Það fer ekki vel með lítið hjarta og mitt í allri gleðinni yfir lífinu, færist sorg yfir litla andlitið, af og til og hún spyr:

"Amma hvarrr pabbi minn?"

"Hann er að spila á trommurnar svolítið langt í burtu"

"Pabbi minn ekki vera meir í "minnunni" koma heim til Jennysín"

"Pabbi kemur bráðum elskan"

"Jenny aleg þrrreytt að bíða, pabbi ekki trrromma meir koma heim og knúsa hana Jenny"

Svo man Jenny eftir því á ný,  hvað lífið er skemmtilegt og skellir sér út í að lifa því af öllum krafti.  En svo stingur aftur í litla hjartað og hún spyr eftir pabba sínum.  Svona getur lífið verið erfitt stundum fyrir tveggja ára snót.

Erik geturðu ekki flogið heim í klukkutíma eða svo til að gleðja hana Jenny?

Amman í smá rusli.


STAUFFENBERG JR. ALDREI ÁNÆGÐUR

 

Ég get alveg haldið vatni yfir Tom Cruise, alveg ljómandi vel.  Finnst þessi stubbur ekkert sérstaklega guðdómlegur en það eru kannski ekki margar konur sem deila þessari skoðun minni.  Hvað um það, mér finnst samt alveg út úr kortinu að pilturinn fái ekki að gera mynd um tilræðið gegn Hitler.  Þjóðverjar vilja það ekki og alveg sérstaklega vill Stauffenberg jr. það ekki.

Annars er þessi Stauffenberg júníór, greinilega ekki auðveldur maður.  Þrjár myndir hafa verið gerðar um föðurhetjuna og engin þeirra er syninum að skapi.  Þær eru annað hvort ekki nógu nákvæmar (gamli þjóðverjinn) eða bara afleitar.

Smá hugmynd til Cruise, komdu hingað karlinn og þú getur örgla fengið að leika Fjalla-Eyvind eða eitthvað.

Doktor E þessi fer undir trúarbrögð.  Það hlýtur þú að skilja.

Síjú eftir kaffi og sígó

 

 


mbl.is Faðirinn, sonurinn og Tom Cruise
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ALLT Í LUKKUNNAR VELSTANDI

 

..hjá London familíunni og dóttir mín hefur lofað að fara ekki út fyrir hússins dyr.

Hm.. fyrr en í fyrramálið.  Neitar algjörlega að taka þátt í hysteríu móður sinnar varðandi hryðjuverkaógnina í Londres.  Æi mikið skelfing er ég fegin að börnin mín láti ekki hræða sig til hlýðni.  En auðvitað fer fólk varlega.

Síjú um miðnætti eða svo.  Jenny Una Errriksdóttir er í heimsókn og ætlar að sofa í nótt.  Þá er amman auðvitað bissí.


ENN EITT HRYÐJUVERKIÐ..

 

..ef marka má lögregluna í Glasgow sem lítur svo á að um hryðjuverk hafi verið að ræða þegar þeir menn óku logandi jeppa á flugstöðina við borgina í dag.  Flugvöllurinn er lokaður og einnig völlurinn í Blackpool.

Það endar með að ég fer og sæki mitt fólk til Englands.

Arg..bölvað pakk.


mbl.is „Hryðjuverk" á flugvellinum í Glasgow
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

KONA AÐ MÍNU SKAPI

 

Þessi fréttaþulur er með forgangsröðunina á hreinu.  Hún neitaði að lesa frétt af París Hilton á undan fréttum af Íraksstríðinu og Bandaríkjaforseta.

Hún endaði með að setja fréttina í tætarann.

Ég held að hún sé ekki ein um að finnast þessi geggjun með stelpuna komin út yfir allan þjófabálk.  Myndbandið tengt Moggafrétt.

Njótið.


mbl.is Fréttaþulur neitaði að byrja á frétt um París Hilton
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SMÁ FJÖLSKYLDUFRÉTTIR

1

Í dag er síðasti vinnudagurinn hjá Maysunni í London fyrir Arrogant Cat.  Úje.  Loksins fær stelpan mín smá andrúm og tíma fyrir Oliverinn og auðvitað Robba líka.  Mikið skelfing er ég glöð.  Maysa er búin að vinna alveg rosalega mikið lengi og lítið séð af prinsinum sínum, en nú eru sem sagt fallegir og bjartir dagar framundan. 

Eftir helgi fara Maysa og Robbi til Spánar en amma-Brynja og Gunnur stórafrænka verða á Oliversvaktinni í heimsborginni.  Knús til þín Brynja mín og við heyrumst á sunnudaginn.

Gleðilegt ofursumar litla Londonfjölskylda.

Maysan fer svo í skólann í haust.

Ain´t life beautiful?  Ég held það svei mér þá!


HUMARDANSINN

..er hafinn á Höfn.  Það hlýtur að vera spennandi, humarinn er út um allt, bara að fá sér, mikið dansað, gaman og gleði.

Ég er hætt að geta fylgst með öllum þessum "dögum" út um allt land.  Hamingjudagar á Hólmavík, humarhátíð á Höfn, sæludagar einhversstaðar, ástarvika á Bolungavík, síldarævintýri á Siglufirði og er ég að gleyma einhverju? Jább Jenny þú ert að því það eru mærudagar á Húsavík.

Maður má hafa sig allan við.


mbl.is Humarhátíð á Höfn í Hornafirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

ÉG FRÍKA ÚT

 

Nú hefur sprengja númer tvö fundist í London.  Ég er að fara yfirum.  Ég ítreka dagskipunina frá því morgun.  María Greta komdu heim með fjölskylduna.

Jeræt eins og það þýði eitthvað.

Tala við þig um helgina ljósið mitt og farðu varlega.

Móðir á barmi taugaáfalls.


mbl.is Önnur sprengja fannst í Lundúnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.9.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2988573

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 49
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Sept. 2025
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30