Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 21. júlí 2007
ERU EKKI EINVHERJIR ÞARNA ÚTI...
...sem hafa í heiðri orðatiltækið (málsháttinn) "í upphafi skyldi endirinn skoða"? Þetta er einn af mínum uppáhalds og ég les alltaf endirinn á spennubókum áður en ég fer að lesa fyrir alvöru. Þetta geri ég til að geta notið bókarinnar í rólegheitum og þurfa ekki að vera stressa mig yfir sögulokum.
Ástæða þess að ég er að röfla um þetta svona snemma á laugardagsmorgni er einföld. Ég get ekki verið ein um nota þessa aðferð. Þið Harry Potter lesendur sem eruð búnir að grafast fyrir um endi bókarinnar, skellið sögulokunum hérna í athugasemdakerfið hjá mér. Hverjir dóu? Gefið mér sóðaleg smáatriðin.
Skvísmí.
Föstudagur, 20. júlí 2007
ÉG BÍÐ SPENNT..
..eftir því hver niðurstaðan verður fyrir Hamish Howitt eiganda kráar í Blackpool í Englandi en hann er kærður fyrir að virða að vettugi reykingabannið sem tók gildi í Englandi þann 1. júlí s.l. Howitt segir:
Ég er ekki reiðubúinn að reka viðskiptavini mína út í rok og rigningu svo þeir geti notið réttar síns til að reykja. Kráareigandinn hefur stofnað stjórnmálaflokkinn Fight Against Government Suppression, eða FAGS, sem er algengt slanguryrði yfir sígarettur í Bretlandi."´
Það verður áhugavert að fylgjast með þessu. Ég bíð líka spennt eftir viðbrögðum hjá íslenskum pöbba- og kaffihúsagestum þegar kólnar í veðri og þeir þurfa að standa norpandi í ískulda, stormi og ofankomu úti á gangstéttum bæjarins. Munið þið veturinn sem leið? Sást ekki út úr augunum. Muhahahahaha
Súmítú.
![]() |
Rétturinn til að reykja á krám fyrir mannréttindadómstól |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 20. júlí 2007
FJÖLDAHYSTERÍA BÚIN TIL
Rosalega er þetta Harry Potter fár farið að taka á sig óhugnanlegar myndir. Allir spila með í þessari markaðssetningu og nú búa hjálparlínur í Bretlandi sig undir að fá hringingar frá örvæntingarfullum aðdáendum HP-bókanna eftir að síðasta bókin kemur út í kvöld. Það er talin hætta á að lesendum bókarinnar finnst þeir hafa misst einhvern náinn þegar bókaflokknum lýkur.
Þetta er í besta falli brosleg múgsefjun í gangi allsstaðar í kringum okkur. Í versta falli óhemju sorgleg vegna allra þeirra sem eru að missa einhvern náinn á hverjum degi, eiga ekki að borða og búa við stöðugar stríðsógnir og sjúkdóma.
Þegar grannt er skoðað verður þessi ballett allur svo skeflilega kjánalegur.
![]() |
Breskar hjálparlínur búa sig undir hringingar frá örvæntingafullum Harry Potter lesendum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
FREKJA OG HROKI STANGAVEIÐIFÉLAGS RVK
Nú get ég bara ekki orða bundist. Aðgerðir Stangaveiðifélags Reykjavíkur hafa tekið á sig mynd öfgafullra ofsókna á hendur Pólverjum sem félagið segir í tugavís stunda veiðiþjófnað í íslenskum ám. Félagar eru hvattir til að stöðva þá og halda þeim á meðan beðið er eftir lögreglu og taka af þeim myndir ef kostur er. Þetta bendir Einar Skúlason, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss á m.a. í þessari frétt.
Rosalega yrðum við Íslendingar glaðir ef einhverjir legðu okkur svona í einelti.
Pólverjar eru 2% þjóðarinnar. Sumir Íslendingar ættu að skammast sín, það er á hreinu.
![]() |
Umræðan um veiðiþjófnað öfgafull |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
TRÚAROFSTÆKI - HREINN HRYLLINGUR
Það er eitthvað svo öfugsnúið við hugtakið "sæmdarmorð". Á bak við það eru ófáar hryllingssögur kvenna eins og í þessu tilfelli þar sem faðir tvítugrar stúlku og föðurbróðir hennar voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða hana í janúar á s.l. ári. Þriðji maðurinn var einnig dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið.
Stúlkunni hafði verið nauðgað og henni misþyrmt illilega áður en hún dó. Faðir hennar og frændur fengu mann til verknaðarins en ástæða þess var að stúlkan var ástafangin af manni sem fjölskyldunni líkaði ekki við.
Trúarofstæki fyrirfinnst í öllum trúarbrögðum. Þarna fær það á sig hina ljótustu mynd.
![]() |
Dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir sæmdarmorð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
FORGANGURINN Á HREINU!
Mér er slétt sama hvað brennivín kostar. Ekki bara af því að ég er óvirkur alki og kaupi það ekki lengur, heldur líka vegna þess að á meðan ég drakk, bæði bjór og rauðvín, þá pældi ég aldrei í hvað mjöðurinn kostaði. Ég hefði heldur ekki elt tilboð á vínum milli búða, eins og gjarnan er gert þegar matvörur eiga í hlut. Þeir sem eiga í erfiðleikum með áfengi, kaupa það einfaldlega án tillits til. Svo mér er nokk sama.
Forgangurinn á lækkunum rennur illa niður hjá mér. Hvað með matarverðið? Allir þurfa að borða og við erum með dýrasta matinn í allri Evrópu (og þótt víðar væri leitað). Það er akútmál. Venjulegt fólk er að sligast undan matarkostnaði.
Gætu þessir frómu alþingismenn náð þverpólitískri samstöðu um það mál áður en þeir fara í gæluverkefni af þessum toga? Hvað er minn þingmaður hún Katrín Jakobsdóttir eiginlega að hugsa? Hinir koma mér hins vegar ekki á óvart með þessu.
Forgangsraða forkræingátlád.
![]() |
Pólitísk samstaða um lækkun áfengisverðs |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
TOMMI TOGVAGN - KRÚTTSPRENGJA
Æi krúttið hann Pierce Brosnan ætlar að ljá Tomma Togvagni rödd sína. Oliver dúllan mín í Londres elskar Tomma. Það er ekki víst að hann verði eins hrifin af frasanum "ég heiti Tommi, Tommi Togvagn" úr munni Bondarans en það kemur í ljós.
Merkilegt hvað þessir jálkar fá alltaf skemmtileg verkefni.
Æmbívilderedandbítreid!
![]() |
Tommi Bond |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 20. júlí 2007
AFMÆLISSNÚRA ÚJE
Tíminn flýgur. Í dag er ég níu mánaða snúra. Heill meðgöngutími liðinn í edrúmennskunni og mér aldrei liðið betur. Lífið verður bara innihaldríkara og skemmtilegra. Jesús minn. Nú verður haldið upp á afmælið. Er að drífa mig niður í Laugardalshöll þar sem gestir bíða mín og við byrjum á að opna afmælið kl. 08,00 með marsi sem Lúðrasveitin Svanur tekur af sinni alkunnu snilld.
Ekki alveg kannski en einu sinni í mánuði, fyrsta árið leyfi ég mér að finna svolítið til mín. Síðan tek ég þetta á misserunum bara. En muna Jenny, muna, einn dag í einu. Sígandi lukka er best. Með hægðinni hefst það osfrv. osfrv.
Lofjúgæs.
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
BLOGGVINAHEIMSÓKNIR (NB EKKI HREINSANIR)
Muhahahahaha
Er búin að fara einn bloggvinahring eða tvo og allsstaðar ýtt á "óviðeigandi tenging við frétt" þar sem boðið er upp á þann möguleika. Um að gera að nota fídusana. Segi svona. Dásamlegt að geta hlekkjað sig við tölvukvikindið þegar kona nennir ekki að gera skyldu sína á heimilinu. Ég er með matarboð fyrir familíuna mína í kvöld (matarboð er asnalegt orð í þessu tilfelli bara sam-snæðingur væri nærri lagi) og hef alveg nóg að gera.
Ég elska ástríðukokka. Ég get ekki logið því upp á sjálfa mig að ég sé mikill átsríðukokkur en ég er nokkuð góð samt. Meðfæddur hæfileiki sem ég hef ekki lagt neina sérlega rækt við frekar en marga af öllum mínum dásamlegu hæfileikum. Ég hef ekki tíma í þá alla. Hvað um það, aftur að kokkunum og núna þeim á blogginu. Ég veit ekkert skemmtilegra en að lesa blogg ástríðukokkanna. Það er svo mikil innlifun í matargerðinni hjá þeim en þeir eru alls ekki nógu margir. Ég get ekki sagt að ég hendist beint í eldhúsið og eldi samstundis allt sem þeir eru að gefa okkur uppskriftir að, en ég tileinka mér margt og ég spinn líka út frá hugmyndunum þeirra.
Matglaði læknirinn (www.ragnarfreyr.blog.is) er sá duglesti í matarblogginu. Ég hef notað margar uppskriftir frá honum fyrir nú utan nautnina sem ég fæ af því að lesa bloggið hans. Maðurinn er ástríðukokkur par exilance.
Bloggvinkona mín hún Stína í Kananda (www.stinajohanns.blog.is) er rosalega skemmtilegur matarbloggari. Ég hef tekið eitt og annað til handargangs frá henni (kjúklingasalat og sænskt kartöflusalat toppar flest). Hún bloggar líka um allskonar annað og er bara skemmtileg.
Edda Agnars, æskuvinkona mín bloggvinkona (www.eddaagn.blog.is) er geggjaður kræsingabloggari. Hún er með ótrúlega einfaldar uppskriftir af mat og bakstri sem klikkar aldrei. Algjör barnaleikur enda konan hússtjórnarkennari.
Þetta er byrjunin góðir gestir. Bon apitít og enga öfund. Við getum ekki öll verið meistarar allsstaðar.
Nananabúbú.
Fimmtudagur, 19. júlí 2007
BRILLJANT HUGMYNDIR SEM TÝNAST..
..áður en þær komast á blað skella sér stundum í frjálsu falli ofan í hausinn á mér þegar minnst varir, og ég lamast af aðdáun. Aðdáun á mínum eðalheila og smá vegna þess að ég veit að ég hef rekið mig í einhverjar "hugsanir" þarna fyrir ofan mig, sem hafa sloppið frá eigendum sínum og eru þar á sveimi.
Nú ég fékk eina svona geníal hugmynd áðan. Ég var að dóla í bloggheimum, lesa sauðsvartan almúgann (ég er að sjálfsögðu að grínast, myndi aldrei hugsa svona ljótt. Jeræt), þegar ég fékk þessa hugmynd. Nú get ég ekki afritað mínar hugmyndir til geymslu þar til ég næ að koma þeim á blað, í fast form svo að segja en þar sem ég hef ofurtrú á minni mínu til langs og skamms þá hélt ég yfirreiðinni áfram eins og ekkert hefði í skorist.
Ég er búin að gleyma hugmyndinni og blogga því um hugmynd sem fór út í alheiminn og einhver manneskja verður slegin í höfuðið með henni í Kína, Timbúktú eða á Grænhöfðaeyjum, mjög bráðlega. Ég held að hugmyndin gæti hafa verið annaðhvort eftirtalinna atriða:
1. Að kaupa skóverslun. Það yrði ódýrara til lengdar, í stað öflugra skókaupa hjá vandalausum. Það myndi vera s.k. sjálfsþurftarbúskapur.
2. Að byrja með sjónvarpsþátt sem ráðgefandi aðili. Hjónabandsvandræði, skilnaðir, lóðahreinsun, sláturgerð (æl) tarotspár, notkunarleiðbeiningar með hallamælum, kartöflurækt, bílaviðgerðir og þetta er bara lítið brot af hæfileikum mínum sem ég myndi deila með þjóðinni.
Ef einhver ykkar fær flotta hugmynd í kvöld, þá er hún mín og skilið henni samstundis. Éáana.
Jeræt og úje
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 51
- Frá upphafi: 2988566
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 48
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr