Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
BÚHÚ-FÆRSLA
Ég er í fýlu, mér finnst ég eiga bágt. Búhú, búhú, snökt, snökt. Það er ekki gott að vera í löngu fýlukasti en svona er það núna. Ég er arfafúl. Út í aðstæður sko. Ég sakna Maysunnar minnar, Olivers og Robba. Ég vil fá þau heim. NÚNA! Þau voru að koma heim til London frá Spáni í dag og þar eru þau búin að vera s.l. hálfan mánuð. Ég hef ekki séð þau síðan í maí.
Maysan, komdu heim! Bara í tvo daga, ágúst er of langt burtu í tíma. Ég vil heyra Oliver telja upp að 10 og segja "noine" á sinni yndislegu ensku og knúsa hann í rúsínu.
Á morgun verður familíugrillpartý með krökkunum okkar hér við hirðina. Ekki Maysu og þeim auðvitað.
Búhú ég á svo bágt.
Dem
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
ÉR ER BÓKAORMUR...
..það viðurkenni ég fúslega en fjaðrafokið í kringum Harry Potter, en bækurnar um hann eru flottar, er aðeins of mikið fyrir minn smekk. Nú hefur höfundurinn skrifað aðdáendum bókanna og beðið þá að þegja yfir sögulokunum til að skemma ekki fyrir þeim sem eiga eftir að lesa. Þvílík markaðsetning.
Frumburðurinn er trylltur Harry Potter aðdáandi. Hún dró Jökulinn (elsta barnabarnið ) með sér á myndina sem "alibí" þ.e. hún móðirin fórnaði sér fyrir afkvæmið og fór með honum í bíó. Og nú er bíður hún í ofvæni eftir bókinni enda löngu búin að skrifa sig fyrir henni. Jökull er auðvitað hrifinn af HP en ekkert í líkingu við mömmuna og ég held að honum þyki nóg um æsinginn.
Róleg bara, það er ekki eins og þetta séu heimsbókmenntir eftir Astrid Lindgren, dhö!
Súmí.
![]() |
J. K. Rowling biður aðdáendur að þegja yfir sögulokum Deathly Hallows |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
ÞUNGUR KROSS AÐ BERA..
...greinilega í þessu tilfelli því löggan handók tvo 17 ára gutta með trékross í eftirdragi sem hafði að geyma nafn látins einstaklings. Þeir sögðust ætla að nota krossinn í listaverk.
Hugmyndaauðgi sumra "listamanna" eru greinilega engin takmörk sett.
Ég ætla að panta mér legstein. Úr marmara þannig að það þurfi flokk manna til að fjarlægja hann. Og þó mér er sama hvað um jarðneskar leifar mínar verður þegar ég er öll. Þarf ekki einu sinni að merkja leifarnar af mér.
En hvernig dettur fólki svona lagað í hug?
Bítsmí.
![]() |
Með kross í eftirdragi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 17:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
HEIMSPEKILEGT SAMTAL
Í morgun átti eftirfarandi samtal sér stað á meðan Jenny yfirvann óttann við villidýrið ryksuguna og fékk kennslu í því hvernig eldhúsgólf eru sogin, hvað ryksuga gerir við æti sitt og fleira í þeim dúr:
Jenny ekki hrædd við ryksugu, nehei en samt læti. Er ryksuga góð eins og jákarlabörnin, nuffnuffbörnin og kisubörnin?
Já elskan ryksugan er góð og hún borðar draslið á gólfinu.
Er bumban hennar héddna amma? (Barn bendir á höfuðstöðvar ryksugu) En amma ryksuga ekki borða meir hún alveg SVÖNG (smá ruglingur með svöng og södd. Hva? Bara krúttlegt).
Já Jenny mín þarna setur hún matinn sinn og það er rétt hjá þér gólfið er að verða fínt.
Jenny líka ryksuga smá himumeigin(hina hliðina á eldhúsinu). Amma, Jenny á ekki heima á Leifsgötu, neiei, Jenny heima í húsisín hjá mömmusín og pabbasín. Má Jenny fá ragnalakk? (Bara vaðið úr einu í annað).
Pabbinn kom svo og sótti Jennslubarnið og fór með hana í pylsu og kókómjólkurkaup, þar sem barnið vann til verðlauna fyrir að vera ekki öfugsnúið lengur þegar ryksugur eru annars vegar.
Yfir og út!
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
HVAÐ MEÐ HALDARANA?
Ef ítalska heilbrigðisráðuneytið mælir með því að skrifstofur landsins aflétti hálsbindaskyldu karlmanna af umhverfisástæðum verða konur þá ekki látnar sleppa haldaranum af sömu ástæðu til að spara orku og stuðla að baráttunni gegn hlýnun jarðar.
Ég get svarið það.
![]() |
Hálsbindanotkun getur verið óumhverfisvæn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 18. júlí 2007
OG TÍMINN FLÝGUR ÁFRAM..
Hér koma nokkrar sumarmyndir af Jenny Unu Erriksdótturrr og mynd af lillabarninu í fjölskyldunni sem enn vill ekki koma fram á mynd.
Barn í hjólreiðatúr með pabbanum við Tjörnina Á hjólinu víðfræga
og nú bíðum við til jóladags og þá kemur kríli í heiminn. Nokkrum dögum fyrir afmæli Jennyar. Eins gott að Jesúbarn verði á réttum tíma.
Lofjúgæs.
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
ÞAÐ LIGGUR Í LOFTINU!
Það liggur einhver rasismi í loftinu alls staðar í heiminum. Nú er andúð á gyðingum að aukast í Evrópu. Ætlar manneskjan aldrei að læra? Hvað þarf að fórna mörgum mannslífum í heiminum áður en fólk fer að átta sig á því að þessi andúð á þeim sem eru öðruvísi kostar bara mannfórnir og aftur mannfórnir? Ég er langt í frá sátt við Ísrael þegar kemur að málefnum Palestínu. Það þýðir ekki að mér sé illa við gyðinga. Mér finnast Bandaríkin með fáránlega utanríkispólitík en það þýðir ekki að mér sé illa við ameríkumenn. Og svo má lengi telja.
Það þarf ekki að segja mikið neikvætt um útlendinga til að það komi fólk (oftast nafnlaust) skríðandi upp úr holum sínum og tjái hatur sitt og ótta við útlendinga. Þetta skelfir mig.
Mér hefur reynst heppilegast í lífinu, að meta fólk eftir framkomu þess en ekki hvaðan það kemur og hvar það er fætt. Margir af mínum bestu vinum eru útlendingar. Ég tel mig ríkari fyrir bragðið. Eitt barnabarnanna minna er útlendingur (sænskur pabbi) og fyrir hennar hönd og annarra útlendinga er mér misboðið, þegar heiftin og hatrið gagnvart innflytjendum á Íslandi geisar hér eins og stórhríð á blogginu, svo ég taki nú bara nærtækt dæmi.
Bara vegna þess að einhver gefur tóninn.
P.s. Ég ætlaði ekki að tjá mig meira um þetta málefni, fannst nóg komið en svo mundi ég eftir því að ég blogga af ákveðinni ástæðu, ég verð allavega að vera skoðunum mínum trú. Og hananú!
![]() |
Andúð gagnvart gyðingum að aukast í Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
SJÁLFSDÝRKANDI ALDARINNAR..
Viktoría Beckham gerir sig endanlega að fífli í nýju sjónvarpsmyndinni um flutninginn til Ameríku. Ég hef reyndar svo víðtækt ofnæmi fyrir þessari kjéddlingu sem og karlinum hennar að ég nenni yfirleitt ekki að lesa um hana.
Gagnrýnandi New York Post segir þáttinn vera "sjálfsdýrkunarsvall" sem kemur auðvitað ekki á óvart enda konan prótótýpan af sjálfsdýrkanda.
Lesið nánar um þáttinn hjá ágætri bloggvinkonu minni henni Stínu (www.stinajohanns.blog.is) en hún skrifar alvega bráðfyndna færslu um þáttinn sem hún sá í gær.
Af hverju er Viktoría svona vinsæl?
Bítsmí.
![]() |
Sjónvarpsþáttur Victoriu sagður sjálfsdýrkunarsvall |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
HÆTT AÐ BLOGGA?
Í dag er ég eins og biluð kona.
Sumir dagar eru umhugsunardagar og sumir morgnar eru alveg sérstaklega miklir umhugsunarmorgnar eins og þessi í dag. Ég er döpur. Döpur yfir dauðaslysinu við Akranes í gær, döpur vegna fólksins sem bloggar hér og er með krabbamein, eða aðstandendur barns með krabbamein eins og mamma hennar Þuríðar. Bloggheimurinn er stundum svo nærri manni, það er erfiðara að ýta frá sér hlutum þegar maður fær þá beint í æð, fólkið á bak við harmleikina fær andlit og það deilir með manni hugsunum sínum, sorgum og gleði. Tvær ungar konur sem hafa bloggað hér um sinn sjúkdóm hafa látist með stuttu millibili. Mér finnst ég hafa þekkt þær báðar.
Svo brosi ég í kampinn yfir öðru sem hér er að lesa. Eins og örlagasögu Lúkasar. Þvílíkur bömmer í báðar áttir. Lúkas bara ósvífinn á lífi uppi í fjalli og með attitjúd og neitar að láta góma sig. Kertavökurnar komu mér undarlega fyrir sjónir þegar þær voru haldnar, núna eru þær beinlínis broslegar. Svo verð ég leið yfir unga manninum sem var nánast tekinn af lífi fyrir að hafa myrt hundinn á hroðalegan hátt og svo sagði einhver í fréttunum að kannski hefði það bara verið annar hundur í töskunni sem hafi verið myrtur. Þá varð mér nú allri lokið. Ef ekkert er líkið þá búum við það bara til.
Það er fullt af öðru fyrirkomulagi sem gerir mig reiða hér á blogginu, en ég nenni ekki að eyða orku í að skrifa um það, sko ekki núna. Ég hef nefnilega hugsað mér að eiga góðan dag. Skemmtilegu og gefandi bloggin eru svo mörg og þau skilja eftir sig framlag til lífsgleði þegar ég á í hlut og bjarga svona "döprum dögum" í Seljahverfinu.
Sumir eru sífellt hættandi að blogga. Þeir móðgast og hætta að blogga. Þeir pirrast og hætta að blogga, þeir gera mistök og hætta að blogga. En þeir eiga það allir sameiginlegt að hætta EKKI að blogga. Þess vegna ætla ég að hoppa yfir þessa yfirlýsingu um að ég sé hætt að blogga.. og halda áfram að blogga, jafnvel þótt ekki hafi verið hátt á mér risið þegar ég opnaði augun í morgun.
SÚMÍ
Þriðjudagur, 17. júlí 2007
MONTNÚMERIÐ MITT
..er upptekið af einhverjum öðrum. Ibba Sig. vinkona mín (www.ibbasig.blog.is) var að blogga um að hún hafi séð bílinn minn niðri í bæ. Að enginn annar myndi fá sér montnúmer á bílinn sinn með textanum újee nema ég. Það hélt ég líka. Svona er að draga lappirnar. Einhver annar hefur orðið á undan mér.
Ætli súmí eða bítsmí sé á lausu?
Ef ekki þá á ég þó allavega þetta:
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 3
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 52
- Frá upphafi: 2988567
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 49
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr