Færsluflokkur: Vinir og fjölskylda
Laugardagur, 12. júlí 2008
"Heimilið með að heiman"
Ég man eftir auglýsingu sem hljómaði eitthvað á þessa leið: "Heimili að heiman" en ég man ekki hvað var verið að selja. En mér datt þetta slagorð í hug núna áðan þegar ég burðaðist með stóran part búslóðarinnar inn í hollum eftir sólarlagslangt ferðalag niður á Leifsgötu.
Ég tek þennan frasa lengra og segi: "Heimilið með að heiman".
Ég tók rúmlega tvo alklæðnaði og tvenna skó plús þá sem voru á löppunum á mér þegar ég mætti í pössunina ásamt húsbandi. Svo nenni ég ekki að tíunda allt hitt, en brauð, eplaedik og matvinnslurjómi voru með í för, ekki spyrja hvers vegna, þetta er einfalt mál, svona "just in case" dæmi.
Ég er ekki í lagi.
En..
Ég var búin að gleyma hversu mikið djobb það er að vera með tvö lítil börn og við vorum tvö, ég og húsband. Við gengum auðvitað allt of langt í dekri og svoleiðis en fyrr má nú aldeilis fyrr vera, maður er bara lafmóður.
Og kl. 4,30 að staðartíma s.l. nótt vaknaði Hrafn Óli, 6 mánaða og var í stuði. Mamma hans hafði sagt að hann svæfi alla nóttina en það þýddi ekkert að ræða það við barnið, hann horfði á mig með svona SÓ?-svip og einbeitingin í litla andlitinu sýndi glerharðan brotavilja til partíhalds með ömmunni áður en haninn galaði.
Amman gaf að drekka, lét ropa, skipti á bleyju, sussaði og bíaði og hann hélt uppi einræðum við sjálfa sig í rúminu sem byrjuðu á agí og enduðu á babba. Um leið og ég vék mér frá kallaði hann hátt og skýrt "agíanaganagúanagei" sem þýðir: komdu þarna kélling.
Og ég braut öll lögmál uppeldisfræðinnar og gaf skít í regluna um rútínu og ladídadídei, náði í vagninn fram í þvottahús, lét barn í, það tók mínútu og hann hraut.
Síðan selflutti ég hann yfir í rúm og hann rumskaði ekki, fyrr en hann og systir hans hún Jenný Una vöknuðu kl. 07,30 eða nánast um leið og ég var að festa svefn eftir partíið með yngsta barnabarninu.
Meira seinna.
Ætla að ná mér saman.
Úje
P.s. Efst er mynd af genginu, Jenný Unu, Hrafni Óla og kettinum Núll.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 20:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Föstudagur, 11. júlí 2008
Martraðarkenndir ættingjar
Ég horfði á fréttir Stöðvar 2 á hlaupum enda í ábyrgu umönnunarhlutverki með tvö börn.
Ég er ekki svo viss um að sumt eigi maður að taka alvarlega hvað þá heldur ræða um það en ég get ekki orða bundist. Að eiga ættingja í líkingu við þá sem Paul Ramses á hér á landi hlýtur að vera martröð hvers manns.
Af hverju koma þau í fréttir og segja að það sé ekki satt að Paul sé í hættu?
Það má sjá á veraldarvefnum að ástandið er ótryggt fyrir pólitíska andstæðingar stjórnarinnar.
Burtséð frá því þá er ég að velta fyrir mér tilganginum með þessu hjá ættingjunum ljúfu.
Þeir og Paul hafa ekki verið í sambandi frá því að hann kom hér. Gæti verið að það ríkti ekki vinátta þar á milli?
Manni hlýtur að vera illa við einhvern ef það er hægt að fá mann í fjölmiðlaviðtal með svona óábyrgt slúður sem nánast ómögulegt er að sanna.
Þvílíkur vináttuvottur og frændsemin blómstar.
Með svona ættingja kysi ég heldur að vera algjör einstæðingur.
Ég á ekki orð.
Föstudagur, 11. júlí 2008
"Alleg" eins og mamma sín ;)
Ég er á leiðinni að heiman í þessum skrifuðum.
Hef sjálfsagt ekki mikinn tíma til að bloggast en ég sé til með það.
Í gær var Jenný Una í stóru útisundlauginni sinni og henti í hana grasi. Mamman skammaði barn og barn sagði fyrirgefðu og var greinilega að segja það fyrir siðasakir. En mamman sagði já og þær kysstust. Stuttu seinna þegar verið var að grilla í garðinum átti sér stað eftirfarandi samtal.
Jenný Una: Ég var smá óþekk áðan en nú er ég mjög góð.
Mamman: Já þú varst óþekk og þú mátt ekki henda óhreinindum í sundlaugina Jenný mín.
Barn stórhneykslað: Ertu að grínast í mér??? Ertu enn að talumetta?
(Hér grunar mig að barn hafi tekið staðlað svar móður sinnar undir vissum kringumstæðum)
Ég tek fram að Jenný Una er þriggja ára.
Og svo var hún að leika sér með regnhlífina einhverra hluta vegna. Og braut hana. Mamman sá það og sagði höst:
Jenný, ég var búin að banna þér að leika með þetta. Nú er regnhlífin ónýt.
Jenný (háheilög í framan): Ég gerðiða ekki það var Lilleman sem gerðiða!
Mamman: Jenný það er ljótt að skrökva upp á litla bróður þinn, hann getur ekki brotið neitt.
Jenný Una: Fyrirgeððu, það var dúkkan sem gerðiða.
I rest my case.
Og nú er ég farin að pakka.
Síjúgæs.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 09:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Fimmtudagur, 10. júlí 2008
Bláedrú og hvínandi happý
Það er svo mikið ekki ég að blogga blátt. Þannig að ég blogga bleikt í staðinn.
Ég er nefnilega á bleiku skýi þessa dagana.
Og hvers vegna er ég það, hm...? Jú út af engu eiginlega, bara lífinu almennt.
Sólin skín, ég er edrú og lífið er eðlilegt. Það er toppurinn á tilverunni hjá mér sem var annað hvort uppi á toppi eða niðri í kjallara, ekki að ég sé með geðhvörf, ég hentist bara öfganna á milli lengi vel.
Ég þvoði þvott í dag, og þreif og skúraði eins og mófó. Ég skemmti mér konunglega.
Um helgina leggjumst við húsband út og förum að heiman í einn sólahring niður á Leifsgötu.
Við ætlum að passa Hrafn Óla og Jenný Unu á meðan foreldrarnir skreppa út á land.
Ég hlakka til þess.
Ég hélt alltaf að hamingjan kæmi með hurðaskellum og hávaða og að ég yrði heltekin af henni.
Auðvitað hefur hún gert það stundum - stutta stund í einu - en þessi hljóðláta hamingja sem er bara án þess að það séu bein tilefni til - er auðvitað það sem ég hef alltaf verið að leita að.
Ég bara vissi það ekki.
Enda veit ég fátt, held margt og summan af því er að ég er í þokkalega góðum málum.
Og svo er ég farin í lúll. Bláedrú og hvínandi happý.´
Ég er nú hrædd um það.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 00:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Þriðjudagur, 8. júlí 2008
Krúttsería
Ég er alltaf að lofa nýjum myndum af barnabörnunum og nú bæti ég úr því.
Sara er búin að vera dugleg með myndavélina upp á síðkastið.
Það verður ekki alveg það sama sagt um hana Maysu mína í London en hún vinnur svo mikið. Annars eru nýlegar myndir í albúmi.
En here goes:
Hrafn Óli í sólbaði og Jenný Una málar sig aðeins í tilefni sumarsins. Listrænt barn.
Frumburðurinn sæt og falleg eins og alltaf og þarna eru elsta og yngsta barnabarnabarnið mitt. Jökull og Hrafn Óli og svo má sjá glitta í köttinn Núll.
Hrafn Óli er bókstaflega alltaf hlægjandi en systirin er skuggalegri hér á leiðinni á leikskólann.
Ég og Saran á sumarhátíðinni á Njálsborg og Einar með Lilleman í sama partíi.
Jenný búin að fá listrænt töts í andlitið og svo er hún hér með Franklín Mána Addnasyni, sem lesendur þessarar síðu eiga að þekkja vel.
Jabb svona lítur sumarið út börnin góð nú um stundir.
Farin að kyrja.
Úje.
Mánudagur, 7. júlí 2008
Raðkrísuástand
Ég bíð og bíð eftir hjónabandskrísu.
Ég hef beðið reglulega s.l. tíu ár og bráðum ellefu. Það hlýtur að fara að bresta á með biggtæm veseni því fram að þessu þá höfum vér turtils unað nokkuð glöð við okkar.
Það átti að koma ein eftir tvö ár. Lýsti með fjarveru og við héngum nánast saman á kjöftunum og ástin bara blómstraaaaaaði.
Önnur var væntanleg eftir fimm eða sjö ár, manða ekki en hún lét ekki sjá sig heldur. En þegar þarna var komið sögu vorum vér samföst á mjöðm við hirðina.
Og svo þessi tíu ára en það fer að sjá fyrir endann á því heilaga ári og ég hélt raunar að ég væri sloppin. svona krísuvæs. Dem, dem, dem, hún á auðvitað eftir að ríða yfir í haust, mitt í fokkings sláturtíðinni. Nema hvað, þegar ég er að 24/7 í vambasaumi, jeræt.
Samkvæmt þessu þá ríða skilnaðarbylgjur yfir á haustin.
Sko ef sálfræðingar eru með það á hreinu að í hjónabandinu skelli reglulega á krísur og engin alvarleg amk. ennþá (þó reyndar hafi það staðið tæpt eitt sumar, mig minnir í júlí á þriðjudegi frá kl. 21,00 - 21,30 og reiknast varla með)þá er ég ansi hrædd um að það eigi eftir að hrikta ærlega í stoðum hjónabandsins fljótlega. Svokallað raðkrísuástand.
Hm...
Ég ætla að hringja í húsband og biðja hann um að koma heim - að rífast.
Við verðum að vera búin að ganga í gegnum þetta fyrir haustið því þá kemur eins og ég var búin að benda ykkur á börnin góð, SKILNAÐARBYLGJAN!
Ég verð fyrir hvern mun að bjarga hjónabandinu. Ég get ekki haldið áfram að gifta mig endalaust.
Súmí.
Skilnaðarbylgja að hausti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 16:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Laugardagur, 5. júlí 2008
Ég hlusta ekki á svona væl
Í gær eftir mótmælin í Skuggasundi, heimilisfang sem hæfir vel Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, þurftum við að hörmungajafna og við fórum í það.
Eftir að hafa keypt í matinn og svoleiðis fórum við og náðum í Jenný Unu en við höfðum fengið leyfi til að fá hana í gistingu.
Á Njálsborg voru allir krakkarnir úti að leika þegar við komum að ná í hana og eins og venjulega þá fagnaði hún okkur ákaft.
Þetta er amma mín, með áherslu á "mín" sagði hún við krakkana og amman er auðvitað að springa úr monti.
Á leiðinni heim söng Jenný Una fyrir dúkku í aftursætinu. Hún djassaði "sól, sól skín á mig" og impróviseraði ýmsa skemmtilega söngva. Við vorum í niðurbældu krúttkasti í framsætinu.
Svo átti hún athyglisvert samtal við dúkkuna.
Dúkka þú færð ekki nammi, það er ekki laufadagur, bara ég fæ smá pínulítið nammi af því að það er ömmudagur hjá mér!
Þú færð bara fisk og brauð () ég hlusta ekki á þetta VÆL (Sara hvernig talarðu við barnið?).
Og við ömmuna í heimspekilegum viðræðum mikið seinna.
Amma sko björnir frussa aldrei.
Amman: Af hverju gera þeir það ekki?
Jenný Una: Þeir vilja ekki geraða. Og björnir geta ekki talað.
Amman: Af hverju ekki Jenný mín?
Jenný Una (þreytt á heilatregðu ömmu sinnar): Amma dýr getekki talað. Engin dýr. Ekki heldur kisa.
Ókei, ég get lifað með því.
Laugardagur, 5. júlí 2008
"Face up to wake up"
Vöggudauði er óútskýrt fyrirbrigði.
Dóttir mín missti dreng sem sofnaði og vaknaði ekki aftur þegnr hann var rétt þriggja mánaða gamall.
Þannig að mér er málið skylt og auðvitað þráir maður að vísindin komist að því hvað í ósköpunum veldur því að fullkomlega heilbrigð börn deyja og það er enga skýringu að finna.
Á þeim tíu árum sem liðin eru síðan Aron Örn dó hef ég lesið hverja fréttina á fætur annarri um mögulegar skýringar á vöggudauða.
Móðir reykir á meðgöngu.
Móðir drekkur á meðgöngu.
Barn sefur á maganum.
Börn "gleyma" að anda.
Þegar mamma Arons fór til Bretlands í vinnuferð ári eftir þennan hörmulega missi var herferð í gangi gegn vöggudauða þar með slagorðinu "Face up to wake up". Þá var gengið út frá því sem stóra sannleika að vöggudauði ætti sér stað af því að börn svæfu á maganum. Dóttur minni leið hörmulega. Hennar barn svaf stundum á maganum.
Og nú kemur ný rannsókn, ný sönnunargögn sem sögð er styðja þá kenningu að efnaójafnvægi í heila sé meginorsök vöggudauða. Að það sé of lítið af serótóníni sem orsaki vöggudauða.
Gott og vel, kannski er það hin rétta skýring. En á meðan verið að þreifa sig áfram með orsakir væri sniðugt að slá þeim ekki fram nánast eins og um staðreyndir sé að ræða.
Það er nógu slæmt að missa barnið sitt og hafa ekki skýringu á því heldur þurfa að geta sér til hvað mögulega hafi valdið eða hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það.
ARG
Of lítið af serótóníni orsök vöggudauða? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 2. júlí 2008
Ég elska þér
Þegar Beverly Hills 90210 var sýnt hérna á árunum horfðu allar stelpurnar mínar á þættina.
Það var allt lagt undir, ekki mátti missa af einum einasta eina og svo var tekið back up af þeim líka.
Þá var ekki mikið um endursýningar.
Og tvær þeirra hafa viðurkennt án þess að skammast sín að þær horfi á þættina enn í dag. Aftur og aftur sko.
Og nú stendur til að gera framhald. Með Brendu og hinum stelpunum.
Mér finnst það svona álíka vel til fundið og að horfa á Shirley Temple með sömu slöngulokkana en á sjötugsaldri eða þættina um Friends (sem dætur mínar elska líka) í sömu aðstæðum en miðaldra Algjört törnoff.
En þær munu gleðjast stelpurnar mínar (held ég) ef þetta gengur eftir.
En nú erum við hjónakornin að fara á sumarhátíð á leikskólanum hennar Jennýjar Unu.
Þar verður músík (pabbi hennar Jenný og fleiri góðir tónlistarmenn), hoppukastali, grillaðar pylsur og fullt af öðrum skemmtilegum uppákomum.
Og í gær sagði Jenný Una að við mættum alveg koma og leika okkur líka.
Hún sagði líka; Amma ég elska þér.
Amman kurlaðist í krúttkast og sagðist líka elska skottuna sína mest og best.
Sú stutta: En amma þú átt líka að elska Lilleman.
Segið svo að Jennslubarnið hugsi ekki um litla bróður.
Farin á leikskóladjamm.
Doherty jafnvel til í tuskið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Mánudagur, 30. júní 2008
Svefnsiðir
Nei, nei, nei, perrarnir ykkar, ekki svefnherbergissiðir, svefnsiðir! Leikfimisæfingar í hjónaherberginu koma síðar. Þarf að tala betur við spólgr... vinkonu mína um þau mál (þú veist hver þú ert skömmin þín).
En aftur í alvöruna.
Það virðast flestir vera með rosaleg ritúöl í sambandi við svefn. Fyrir nú utan hversu margir tala sífellt um svefn og svefnleysi. Ég ætla ekki að fara út í draumana sem fólk er að neyða upp á mann, ég urlast upp. Æi þið vitið ég var á Manhattan en samt á Laugavegi og ég var með manninum mínum sem var samt ekki maðurinn minn heldur Obama í draumnum. Þið kannist við hryllinginn.
Ég t.d. verð að hafa opna glugga og skrúfað fyrir ofninn. Annars get ég ekki sofið. Líka í mestu vetrarhörkunum vil ég hafa þetta svona, það er svo notalegt að bora sér undir sængina. Hvað með það að maður verði smá rauður á nefinu, hefur fólk aldrei heyrt talað um nefhlífar? En auðvitað vill minn heittelskaði hafa pínulitla súrefnisrifu á glugga og ofna í botni, nema rétt yfir hásumarið. Eini óheiðarleikinn í mínu hjónabandi eru lygarnar og hysknin sem ég beit þessa elsku og hann mig, þegar við skrúfum fyrir og frá, opnum og lokum út í eitt.
Ég átti gamla frænku sem er dáin. Merkilegt nokk þá dó hún úr svefnleysi en hún svaf alltaf með nátthúfu og trefil. Blessuð sé minning hennar.
Þulan sem við húsband förum með yfir hvort öðru fyrir svefn er afskaplega þráhyggjukennd en ég ætla ekki að fara með hana fyrir ykkur. Þið mynduð halda að ég væri geggjaðri en ég í rauninni er.
En Jóna systir mín á krúttlegasta ritúalið sem ég hef heyrt um (held þó að hún sé búin að droppa því núna). Þegar hún var bara ponsa þá urðu síðustu orð dagsins að vera "góða nótt mamma". Þetta fékk á sig skemmtilegar myndir.
Jóna: Góða nótt mamma.
Mamma: Góða nótt og ertu búin að fara með bænirnar?
Jóna: Já, góða nótt mamma. En heyrðu villtu vekja mig kl. 07? Góða nótt mamma.
Mamma: Já elskan.
Jóna: Ekki gleyma. Góða nótt mamma.
Greta: Hættu þessu.
Jóna: Þegiðu. Góða nótt mamma.
Og svona gekk þetta þangað til móðirin á heimilinu var komin í keng.
Æi annars þekki ég svo mikið af sérvitringum með undarlegar svefnvenjur að þegar ég byrjaði að skrifa bloggfærsluna virkaði það töff hugmynd að skrá það hér svo aðrir gætu notið þess með mér, en af því að mér þykir vænt um fólkið mitt þá fer ég ekkert út í þá sálma. I could tell you stories.
En hvað er maður án fjölskyldu og vina?
Farin að skrúfa fyrir ofninn.
Það er púki í mér í dag.
Lílíló.
Vinir og fjölskylda | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 16
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
- draumur
- jonaa
- hronnsig
- larahanna
- skessa
- eddaagn
- amman
- annabjo
- annambragadottir
- annaragna
- asthildurcesil
- kolgrima
- birnan
- bjarnihardar
- brjann
- brylli
- christinemarie
- danjensen
- lillagud
- disadora
- einari
- einarorneinars
- emm
- estro
- evabenz
- fifudalur
- garun
- gelgjan
- gunnarggg
- halkatla
- halo
- hildurhelgas
- heidah
- helgamagg
- hildigunnurr
- iaprag
- hlynurh
- hugarfluga
- hugsadu
- ibbasig
- katrinsnaeholm
- ingolfurasgeirjohannesson
- jogamagg
- jara
- jensgud
- katlaa
- krummasnill
- krissa1
- lehamzdr
- ktomm
- laufeywaage
- lauola
- lindalinnet
- madamhex
- maggij
- majaogco
- mariakr
- markusth
- meistarinn
- motta
- nimbus
- olinathorv
- pollyanna
- ragnarfreyr
- ragnhildur
- ringarinn
- rosa
- roslin
- saedis
- sailor
- salkaforlag
- skordalsbrynja
- skrifa
- snar
- soley
- steingerdur
- steinnhaf
- steinunnolina
- stinajohanns
- sunnadora
- svetlana
- thuridurbjorg
- tibet
- tigercopper
- toshiki
- unns
- valgerdurhalldorsdottir
- wonderwoman
- vefritid
- vest1
- bidda
- zeriaph
- killjoker
- sisvet
- gudrununa
- dora61
- possi
- gelin
- silfri
- jyderupdrottningin
- gretaulfs
- sibba
- baldvinj
- stjaniloga
- bokakaffid
- kreppukallinn
- jonerr
- gerdurpalma112
- adhdblogg
- astafeb
- snjolfur
- haddih
- brell
- reisubokkristinar
- little-miss-silly
- baldis
- olofdebont
- kikka
- jarnar
- thorolfursfinnsson
- birnast
- vrkristinn
- leifur
- astroblog
- bjarkey
- manisvans
- siggisig
- nordurljos1
- gunnaraxel
- ragnar73
- sij
- kreppu
- runirokk
- gotusmidjan
- dorje
- slembra
- skari60
- must
- fhg
- aevark
- fridaeyland
- hedinnb
- cakedecoideas
- taraji
- audurproppe
- kollakvaran
- finni
- arnaringvarsson
- samstada
- drum
- gretarogoskar
- tbs
- vistarband
- valdivest
- fingurbjorg
- gustichef
- skulablogg
- andreskrist
- fasteignir
- rognvaldurthor
- helgatho
- gullfoss
- bailey
- jennystefania
- gattin
- annaandulka
- ansy
- gumson
- berg65
- bjarnimax
- brahim
- elin
- gudlaugbjork
- dramb
- gudrunkatrin
- hvilberg
- himmalingur
- ingaragna
- naflaskodun
- kiddirokk
- sigurborgkrhannesdottir
- joklamus
- stjornlagathing
- saemi7
- unnurgkr