Leita í fréttum mbl.is

Ég hlusta ekki á svona væl

Í gær eftir mótmælin í Skuggasundi, heimilisfang sem hæfir vel Birni Bjarnasyni, dómsmálaráðherra, þurftum við að hörmungajafna og við fórum í það.

Eftir að hafa keypt í matinn og svoleiðis fórum við og náðum í Jenný Unu en við höfðum fengið leyfi til að fá hana í gistingu.

Á Njálsborg voru allir krakkarnir úti að leika þegar við komum að ná í hana og eins og venjulega þá fagnaði hún okkur ákaft.

Þetta er amma mín, með áherslu á "mín" sagði hún við krakkana og amman er auðvitað að springa úr monti.

Á leiðinni heim söng Jenný Una fyrir dúkku í aftursætinu.  Hún djassaði "sól, sól skín á mig" og impróviseraði ýmsa skemmtilega söngva.  Við vorum í niðurbældu krúttkasti í framsætinu.

Svo átti hún athyglisvert samtal við dúkkuna.

Dúkka þú færð ekki nammi, það er ekki laufadagur, bara ég fæ smá pínulítið nammi af því að það er ömmudagur hjá mér!

Þú færð bara fisk og brauð (W00t) ég hlusta ekki á þetta VÆL (Sara hvernig talarðu við barnið?).

Og við ömmuna í heimspekilegum viðræðum mikið seinna.

Amma sko björnir frussa aldrei.

Amman: Af hverju gera þeir það ekki?

Jenný Una: Þeir vilja ekki geraða.  Og björnir geta ekki talað.

Amman: Af hverju ekki Jenný mín?

Jenný Una (þreytt á heilatregðu ömmu sinnar): Amma dýr getekki talað.  Engin dýr.  Ekki heldur kisa.

Ókei, ég get lifað með því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Eigðu ljúfan dag

Jónína Dúadóttir, 5.7.2008 kl. 09:52

2 Smámynd: Ingi Geir Hreinsson

Frábært.

Ingi Geir Hreinsson, 5.7.2008 kl. 10:22

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

haha, er Jenný Una á Njálsborg?  Þá hef ég bókað oft séð  hana, ég bý beint þar á móti.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 10:52

4 Smámynd: Bjarndís Helena Mitchell

Krúttkast! Góða helgi

Bjarndís Helena Mitchell, 5.7.2008 kl. 11:37

5 Smámynd: Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir

 dúllurassinn!

Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 5.7.2008 kl. 12:01

6 identicon

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 5.7.2008 kl. 12:15

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt stelpuskott

Sigrún Jónsdóttir, 5.7.2008 kl. 12:34

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hún er yndisleg litla dúllan.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.7.2008 kl. 13:18

9 Smámynd: Berglind Inga

Haha, voðalega ertu fáfróð um dýrin Jenný mín

Berglind Inga, 5.7.2008 kl. 13:28

10 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Var hún ekki að meina Björn í Skuggasundinu?

Er í kasti hérna megin - sérstaklega vegna þess hvað börn eru alin snögglega upp á því að fiskurinn er eitthvað óæðra annari neyslu!

Edda Agnarsdóttir, 5.7.2008 kl. 16:05

11 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Hún er fallegur snillingur þessi litla skjóða þín Jenný mín, og skil ég vel krúttkastið sem þið fenguð yfir henni.
Njótið helgarinnar með henni.
Knús Milla.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 5.7.2008 kl. 16:22

12 Smámynd: Hulla Dan

Hulla Dan, 5.7.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband