Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: lygasögur

NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI!

Ég hef verið beðin um að birta eftirfarandi auglýsingu:

NÁMSKEIÐ Í AFVÖTNUN Á BLOGGMEÐVIRKNI

Verður haldið dagana 1 - 4. ágúst, n.k.  í gamla Morgunblaðshúsinu við Aðalstræti (hin fagra bygging við enda Austurstrætis).

Námskeiðsgjald: kr. 15.000

Fyrirlesarar: Ýmsir eðalbloggarar landsins.

Dagur 1

Ástæða blogg- meðvirkni.  Hvernig sjúkdómurinn þróast, ættgengi hans og félagsleg hegðun honum tengd.  Ert þú veikur af bloggmeðvirkni?  Sjúkdómsgreining, meðferðarúrræði, vinnuhópar, umræður, föndur og engladans.

Dagur 2

Hvernig komast má hjá því að vera sammála í kommentakerfum bloggheima. Við lærum að reisa ágreining við alla mögulega hluti.  Allt frá því að gefa dauðan og djöfulinn í saklaus fjölskyldublogg, að stóru málunum.  Hvernig við getum verið á móti, femínisma, kommúnisma, friðarmálum og öllu hinu líka.  Æfingar í alvöru kommentakerfum þar sem allar færslur eru dissaðar með vel völdum orðum.

Dagur 3

Hvernig styðjum við hvort annað í bataferlinu? Við höfum alltaf orð á því ef einhverju okkar verður á að vera sammála einhverjum.  Það er bannað og stórhættulegt okkur sem erum að rísa upp úr þessum erfiða sjúkdómi.  Umræður, vinnuhópar, listmeðferð, orðabóka- og hugtakaæfingar.  Slagsmál.

Skráning á námskeiðið fer fram í  kommentakerfum þeirra sem þegar eru á batavegi.

God grant me serenety.. and all that shit (glatað að fara með svona æðruleysisbæn, svo væmið ekkað).

Úje


BEIT HANN Í PÍKUNA Á ÞÉR? SAGÐI ÉG SKELFINGU LOSTIN VIÐ KYNÓÐA VINKONU MÍNA, VITANDI AÐ HÚN ELSKAR AÐ LÁTA NARTA Í SIG, ÞEGAR HÚN FER Í APÓTEK Á STÓR-HAFNARFJARÐARSVÆÐINU!

1

Já svaraði hún og ég fylltist svo mikilli sælu, gagnvart þessum frakka, rauðhærða apótekara, að ég gleymdi hvað ég ætlaði að kaupa.

Ég, vitandi að hún er með klamydíu á fjórða stigi og flatlús þar að auki, minnti hana á að hún hafi ætlað að leysa út lyfin fyrir báðum þessum óværum.  Hún varð smá flóttaleg til augnanna en svo yfirtók sælusvipurinn aftur íðilfagurt andlitið.

Skrifað með bundið fyrir augun, í þeirri von að mamma og pabbi séu ekki að lesa og ég lofa að gera þetta aldrei aftur.

Þetta var gert fyrir eina bloggvinkonu mína, sem hefur soldið gaman af klobbabloggum.  Henni finnst þau of fá.  Ég er ekki sammála henni enda á ég svo ruddalegar vinkonur að það er ekki hægt að hafa reynslu þeirra á kynlífssviðinu eftir.

Súmíbítmíandþrómítúðevúlfs!

Úje, úje!!


HEIMILDARMAÐUR RÁÐINN AÐ ÞESSUM FJÖLMIÐLI

1

Heimildarmaður úr hringiðunni hefur verið ráðinn að þessum fjölmiðli.  Á ritstjórnarfundi í morgun, þar sem sátu, ég, ég, ég og köttur nágrannans, var samþykkt einróma að ráða hringiðumanninn í hlutastarf.  Hér er mynd af kauða.

Hann mun færa okkur fréttir úr hringiðunni, aðallega héðan úr Borg Óttans, en vegna vinnu sinnar í næturlífinu hefur hann á takteininum innherjaupplýsingar fyrir okkur hin.  Ég mun hinsvegar sem ritstjóri, áskilja mér rétt til að breyta, bæta, falsa og staðfæra á minn opna, frjálsa og utanáliggjandi hátt.

Litla Frjálsa, éttu úr þér hjartað (sjáið, það eru íslenskudagar á þessum fjölmiðli).

Ójá!


EKKI Á TOPP 20

 

Enn einu sinni hef ég orðið fyrir sárum vonbrigðum.  Hef unnið að því öllum árum undanfarin ár að komast á lista yfir gjaldhæstu einstaklingana í Reykjavík.  Ég hef:

Fengið mér bauk hjá öllum bönkunum og lagt jafnt í þá alla.

Selt flöskur.

Selt merki.

Sparað eins og nirfill til að geta lagt inn á bækurnar mínar.

Ég er ekki í námunda við topp 20. 

Arg.  hvernig fer þetta lið að þessu?

Bítsmí!


mbl.is Hreiðar Már Sigurðsson gjaldahæstur í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKULDADAGAR

Það verður forvitnilegt að fylgjast með því, hvað kemur út úr meiðyrðamáli, piltsins sem fyrir ofsóknunum á netinu, vegna brottlaups Lúkasar frá Akureyri.  Um er að ræða 70 netverja sem voru með aðdróttanir um að strákurinn hefði tekið hundinn af lífi, særðu æru hans og hótuðu honum.

Ég skil vel að Helgi Rafn leiti réttar síns í málinu.  Spurningin er hver niðurstaðan verður.  Þá á eftir að koma í ljós hvort fólk geti farið fram með þessum hætti á netinu án þess að hægt sé að kalla það til ábyrgðar.

 


mbl.is Hyggst fara alla leið með Lúkasarmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

SKERÍ - SKERÍ

1

Það eru litlir menn, grænir á lit samt kínverskir, í sænskum þjóðbúningum út um allt í kringum mig.  Þeir fylgja mér hvert fótspor, halda að ég sjái þá ekki og þeir njósna stöðugt um mig.  Þeir taka upp símtölin mín, eru með kamerur hér í öllum hornum og það eru míkrafónar í gólfinu.  Þeir ætla að ná mér og færa mig til dómara.  Ég veit ekki alveg fyrir hvað en ég er viss um að ég verð dæmd fyrir landráð eða eitthvað.  Þeir eru inni í tölvunni, þeir fokka upp blogginu mínu og þeir setja inn athugasemdir í mínu nafni.  Ég er algjörlega ófær um að stoppa þessa menn.

Þegar ég sef þá hvísla þeir að mér allskonar ófögnuði til að gera mig hrædda þannig að ég hlýði þeim á endanum.

Þeir eru farnir að skrifa stjörnuspá Steingeitarinnar á Mogganum til að ná enn betur til mín.

Í dag segja þeir (uss ekki tala hátt, microphones you know):

"Steingeit: Þeir munu reyna að segja þér að þú hafir bara eitt tækifæri, en þau eru endalaus. Reyndu þitt besta, og lærðu af því fyrir næsta skipti."

Ég er svvvvvooooooooo hrædd.

Emægonnadæ?


HÉLT AÐ ÞAÐ HEFÐI KOMIST UPP UM MIG..

 

.. þegar ég sá þessa frétt.  Var með áhyggjur af því að mín síðustu fyllerí hefðu komist í blöðin.  Hefði verið hallærislegt að fá bakreikning í fjölmiðlum, þegar maður er edrú og í góðum málum í bráðum ár.

Fattaði strax og ég sá kókflöskureikninginn að þetta gat ekki hafa verið ég.

Sjúkkitt.

Sóklínandsóber!


mbl.is Keypti drykki á barnum fyrir 13 milljónir kr.
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NÚ VÆRI MÉR SKEMMT..

p

..ef það væri sannleikskorn í bölvaðri stjörnuspánni minni (Steinunn Ólína, ekki orðW00t).

"Steingeit:Ef þú myndir aðeins lækka í sjálfum þér, geturðu betur skilið það sem gerist í kringum þig. Og líka að einhver er alltaf að hugsa um þig."

Ég hef varla sagt orð, upphátt í allan dag.  Ég hef reyndar sagt heilmikið á blogginu í dag en það er fremur lágvært mal sem engan getur stuðað.  Ég þarf að reyna að skilja betur umhverfi mitt segir Sumarliði, ég myndi nú ekki vera að segja öðrum hvað þeir eiga að gera ef ég væri hann því eins og allir vita fær hann ekki endurráðningu næsta sumar hjá Mogganum.

Sumarliði er defenately fullur!

Hver getur verið að hugsa um mig ALLTAF?

Ég get ekki ímyndað mér það.

ÆGIFÖPP


HÚN FRÆNKA MÍN....

..utan að landi, auðvitað, stendur fyrir stóru búi og er með milljón hesta og eitthvað af meme.  Hún á engan mann og á ekki heimangengt frá búskapnum til að krækja sér í einn.  Hún frétti af einkamálum.is og þar væru margir mætir menn á sveimi og vel brúklegir til undaneldis.  Hún setti in auglýsingu þar sem hún tíundaði kosti sína, eignir og útlit.  Það gekk ekki nógu vel, allir voru giftir, nýlega fráskildir eða öðruvísi uppteknir.  Frænkan úr sveitinni gafst ekki upp, hún fattaði að í einkamálum gildir öfugmæla aðferðin.  Eftirfarandi auglýsing var sett inn og nú fær hún ekki frið fyrir eðlilegum mönnum.

Kyn: Kvenkyns
Aldur: 39 ára
Landshluti: Landið og miðin
Kynhneigð: Gagnkynhneigð(ur)
Flokkur: Vinátta / Spjall
 
Hæð: 171 cm.
Þyngd: 65-70 kg.
Augnlitur: Óuppgefið
Hárlitur: Óuppgefið
 
Auglýsing skoðuð: 1534 sinnum
 
Síðast tengd: 22. júlí 2007
Klukkan: 14:47
 
 Óska eftir að kynnast ófríðum, subbulegum, giftum mönnum í verulegri yfirþyngd sem standa í forræðisdeilum (við konu nr. 2 en eru núna með konu nr. 4)) og eru óheiðarlegir, heimskir, gjaldþrota og með fullt af beinagrindum inni í skáp. Best væri svo ef þú ert líka á vondum stað í lífinu.



Til að senda þessum notanda skilaboð þarftu að skrá þig inn hér til hliðar eða nýskrá þig.

 

Þessu vildi ég deila með ykkur elskurnar mínar.

Æmsósjokkd.


SPEGILL.. FRAMHALD

1

Nú, nú, eftir ævintýri morgunsins með speglinum, var ég að vonum ansi þreytt og fór og lagði mig.  Ég sofnaði þungum svefni.

Mig dreymdi risastór skæri í kanínubúning og bleikum converse-skóm sem hlógu geðveikislega og eltu mig um allt.

Nema hvað?


Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.