Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Tónlist

Kjólar syngja ekki

Ég sagðist hafa bloggað mitt síðasta blogg um Evróvisjón á þessu ári, en var auðvitað að ljúga.

Samt lagði ég ekki upp með það, ónei.

Málið er að önnur hvor frétt á miðlunum þessa dagana eru tilvitnanir í hina og þessa út í heimi.

Einum þótti kjóllinn hennar Jóhönnu eins og brúðarmeyjarkjóll frá áttatíuogeitthvað.

Annar hélt að gjaldþrota slæðukaupmenn hefðu komist í saumavélina með lagerinn og látið það eitt vera markmiðið að klára uppsafnaðan slæðuvanda í kjólinn (ókei, ekki alveg en ég túlka þetta svona).

Það nýjasta er að einhverjum Breta sem kommenterar á keppnina fyrir BBC finnst Jóhanna Guðrún svo lík Scarlett Johansson.

Fyrirgefðu Breti en Jóhanna Guðrún er milljón sinnum fallegri en Scarlett (mér er misboðið).

Varðandi kjólinn þá slakið á umheimur.  Hann kom að minnsta kosti ekki í veg fyrir frábæra frammistöðu okkar konu á sviði.

Kjólar syngja ekki og það sem meira er um vert og mætti skila til annarra (sumra) keppenda í þessari uppákomu, að brjóst, læri og kynfæri gera það ekki heldur.

Þú vinnur einfaldlega ekki Evróvisjón með því að láta sjást í klobba.

Hvað er annars að mér?

Er ég að breytast í Evróvisjonfífl?

Mér gæti ekki staðið meira á sama um þessa keppni nema til að láta hana fara í mínar fínustu.

En svo kom Jóhanna Guðrún og sló mig út af laginu.

En í guðanna bænum Moggi og aðrir miðlar, keppnin er búin gætum við fengið frið þar til að ári?

Þá skal ég blogga um þessa keppni eins og enginn sé gærdagurinn.

Að tala um að blóðmjólka og gott betur?

Jabb, það er að minnsta kosti á hreinu.


mbl.is Líkti Jóhönnu við Scarlett Johansson
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er það satt, eretta búið?

Miðað við hvað ég er lítið hrifin af Eurovision þá er það algjör hvalreki fyrir bloggarann í mér.

Ég hef bloggað um þessa "keppni" frá öllum mögulegum vinklum og sjónarhornum.

Stórskemmtilegt alveg.

Þetta er náttúrulega samkoma sem býður upp á ótrúlega fjölbreytt bloggefni.

Ég gladdist líka í forhertu hjarta mínu við að sjá Jóhönnu á Austurvelli og allt fólkið sem tók á móti henni, sólin, veðrið og gleðin var skemmtileg tilbreyting.

En af því ég er að kafna úr jákvæðni þá verður að neikvæðnijafna.

Ég og Sara dóttir mín hugsuðum (og sögðum, ekki mikið fyrir að brenna inni með hugsanir okkar við mæðgur) strax það sama: Vá, þvílíkur fólksfjöldi, hvar var allt þetta fólk í Búsáhaldabyltingunni?

Og ég er enn að velta því fyrir mér.

En...

Eftir að hafa hlustað á "Er það satt, eretta búið?" með Jóhönnu Guðrúnu "okkar" og "Farytale", með  geistlega Alexander "þeirra", svo oft að ég get ekki talið það, ja þá myndi ég ekki gráta það að heyra hvorugt lagið aftur í þessu lífi og jafnvel því næsta.

Ekki miskilja mig, ég er hrifin af laginu hennar Jóhönnu og Norska lagið kom mér í gott skap, en það var fyrir ca. milljón skiptum síðan.

Sko, á milli þess sem er óhóflega mikið annars vegar og  geðveikri ofspilun hins vegar, er hárfín lína (----------) .

Hér og í Noregi hefur verið böðlast yfir þessa línu.

Stopp, anda, stanga úr tönnum og fara að gera eitthvað annað.

Hefur einhver heyrt um meðalhófið?

Og gleymdi ég að segja ykkur að mér er illt í eyrunum?

Já, gleymdi ég því.

Okei, mér er hryllilega illt í eyrunum.

En af því að við nærriþví unnum Eruovision, veðrið er dásamlegt, Jóhanna Guðrún yndisleg og ég hef átt dásamlegan dag algjörlega fyrirhafnarlaust, þá hefur þessi dagur líka haft stóra þýðingu fyrir mig og minn kærleikshelming í jákvæðum skilningi.

(Nei, leyndó, ekki orð).

Ergó: 17. maí mun mér seint úr minni líða.

Og nú verður haldið munni um Eurovision þar til næst.

Og þetta er ekki loforð, þetta er hótun.

Is it true, is it over?

Jabb, algjörlega þangað til næst.


mbl.is Sérstök móttaka fyrir Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Don´t let the sun go down on me"

Ég er búin að sitja í garðinum í nær allan dag.

Úff, rosalega var mig farið að þyrsta eftir sumrinu.

Ég held samt að ég sé að þroskast.

Hvernig fæ ég það út?

Jú, vegna þess að ég hoppa ekki hæð mína í hvert sinn sem humla flýgur inn í götuna eða bara inn í friggings Teigahverfið.

Það þurfti ekki meira til meðan ég var seinþroska og óttaslegin miðaldra kona. (Lesist í fyrrasumar).

Ég er ekki rjómahvít lengur.  Það gera mín frönsku gen.  Sólinni líkar við Frakka.

Búkú. Qua?

Annars var partí í garðinum við hliðina.

Þar voru allir sippandi.  Þó aðallega fullorðna fólkið.

Við Íslendingar erum svo sólarþyrstir eftir veturinn að við flippum út.

Ég til dæmis, batt mig löngum við hinar og þessar svalir í þeim íbúðum sem ég hef komið nálægt og lá þar í roki og ískulda.

Sólin skein, kommon, það voru engir ljósabekkir og engin brúnkukrem

Úff, jú annars, nú man ég eftir brúnkukreminu, því eina sem var til.

Quick Tan.

Halló, það reif í maður minn.  Við urðum svartar vinkonurnar.

Sko svartröndóttar.

Það var ekki séns að ná sentímetersfleti á húðinni jafnlitri.

En þetta var í gamla daga.

Svo man ég eftir mér úti í Nauthólsvík.

Sami kuldinn, sami bömmerinn, en sólin skein.

Ég held að ég myndi binda mig við flugvél ef hún elti sólina.

Don´t let the sun go down on me.

Elton er með þetta.

Hárkollan er alveg að gera sig líka.

Tók út Elton og setti stuðlagið "I won´t let the sun go down on me" fyrir hann Brján.

Þið sem viljið hryggjast með Elton - þið getið bara farið inn á YT og náð í það sjálf.

Sagði ég mjög elskuega.


mbl.is Hitinn nálgast 20 stig
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gerðu gjaldþrota slæðukaupmenn kjólinn?

Við getum heldur betur montað okkur af að hafa orðið fyrst í undanúrslitunum.

Ég veit ekki hvað er með mig, veltandi mér upp úr minni hötuðu Eurovision.

Og ég er hér með hætt.

En í Svíþjóð eru menn ekki glaðir.

Ég veit ekki hvort þeir eru reiðari sjálfum sér eða Evrópu.

Þeir eru komnir með könnun á miðlunum.

Eigum við að hætta í Euro?

Þeir pirra sig líka á kjólnum hennar Jóhönnu.

Eru eitthvað að djóka með að það væru slæðukaupmenn sem væru farnir á hausinn og hefðu búið kjólinn til úr lagernum. 

Að það væri eins gott að Ísland hafi ekki unnið.  Við værum skítblönk.

Það kemst ekki hnífurinn á milli Svía og Íslendinga hvað varðar sært þjóðarstolt.

Bresku þulirnir höfðu móðgað Svíana illilega þegar þeir görguðu úr hlátri yfir aumingja Malenu.

Alveg: HVAÐ er þetta?  Er þetta stökkbreyting á milli manns og konu?

Eða: Það gerir ekkert fyrir andlitið á þessari sænsku að fara upp á háu tónana.

Svíarnir eru eins og ég segi dálítið súrir yfir að lenda í 21. sæti.

Hvað um það.

Ég hata Eurovision.


mbl.is Ísland varð efst í undanúrslitunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við unnum!

 Jan_Teigen

Við unnum!

Eða hefðum gert ef Noregur hefði sent Jan Teigen eða eitthvað annað nörd.

En aðalbaráttan var um annað sætið og við tókum það.

Gott mál, kominn tími á smá smurningu á þjóðarsálina.

Nú var þetta Norðurlandasigur en Danirnir hefðu betur sent Heru.  Ha?

Nanafriggingsbúbú.

Svíþjóð; greyið Malena.

Finnland áttu að fá meira þeir voru skemmtilegir.

"And that includes the votes from the Iceland jury."

Ha?


mbl.is Ísland í 2. sæti í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í villtu klobbaswingi.

dita 

Ég veit að áhugi á Júró er í hámarki og allir að pissa á sig úr spenningi.

Grillin verða tekin fram og fólk brennir dýraleifar eins og enginn sé þriðjudagurinn.

Til hamingju Ísland og ekki drekka ykkur rænulaus og missa af úrslitunum.

En þýska lagið hef ég séð.  Það er swing, nokkuð laglegt bara.

En Þjóðverjar eru auðvitað á því eins og margir (með réttu), að lagið sé ekki aðal issjúið.

Lúkkið, fötin, og dansararnir (aulahrollur) geta haft úrslitaáhrif.

Vitið þið að miðað við vægast sagt martraðakennda tónlistarsmíð í þessari "keppni" þá skil ég vel að sumir skuli grípa til örþrifaráða.

(Já Jóhanna er flottust og Norsarinn líka).

Þýska júrónefndin (eða eitthvað) hefur fengið burlesque drottninguna Ditu von Teese til að sveifla píkunni í takt við lagið.

Það er pottþétt leið til að fá fólk (lesist menn) til að hætta að hlusta og byrja að horfa.

Dita er fræg fyrir að sýna hálfan klobba hér, hluta úr brjósti þar, rasskinn og rasskinn á stangli.

Munið þið eftir laglínunni úr frábæru lagi úr revíunni Búbónis?

"Og næfurþunnum náttkjólum hún klæðist - svo næstum sést þar allt í gegn"?

Þarna settu þeir bræður Jón Múli og Jónas Árnasynir ómeðvitað af stað skemmtilegan kynfærafeluleik.

Það sást næstum því en ekki alveg.  Úje.

Ég legg til að í næsta Júró verði lögin öll á playbacki, söngvararnir líka og svo geta þeir mæmað úti í horni bara og við fáum inn atvinnuklobbadísir og sveina til að kitla atkvæðagreiðslufingurnar.

Þá fyrst stendur Júró undir nafni.

Enda hata ég Júróvisjón og ætla að horfa í kvöld.

Þetta er himnaríki þeirra sem elska að fá þykkan, gerðarlegan og langdreginn aulahroll.

Fullnæging hvað?

Hér er svo þýska lagið sem mér finnst bara ágætt en án Ditu perrarnir ykkar.  Hún á heima í Ameríku og getur ekki verið að dingla sér til Þýskalands í einhverja undankeppni.  Brjálað að gera í nektinni sko.


mbl.is Nektardansmær í Evróvisjón
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Vindvélaheilkennið aftur

Eru vindvélarnar í Júróvisjón að koma sterkar inn í ár?

Mér fannst vel flestir keppendur (ekki okkar samt) standa í ofsaroki á sviðinu núna eins og ég bloggaði um í morgun.

En enginn, ég ítreka enginn, hefur verið meira svag fyrir vindvélum en Svíarnir.

Ég hef ekki tíma til að ná í mörg dæmi, er bissí sko, en skelli hér inn einu.

Samt eru Svíar alls ekki svona Títanik-standa-í-stafni-og-grenja-manneskjur, en það virðist einhver væmni heltaka þessar elskur þegar blásið er til Júróvisjón.

Guð var með hina sænsku Carolu í huga þegar hann hannaði vindvélina en hin trúaða Carola hefur barist öðrum fremur við manngerða veðurguði á Júrósviðum í gegnum tíðina.  Svo rammt hefur kveðið að þessu að hún flutti óð til stormsins árið 1991 sem heitir bókstaflega; "í miðju stormsins" sem er hundleiðinlegt melódía, en þá bar svo við að vindmaskínan var lítið notuð.  Hins vegar fékk klæðaburður Carólu og dansspor marga Júrónöttara til að teygja sig í sjálfsmorðskittið.

Ég þoli ekki leikmunaveðurfar.

Svo ógeðslega væmið og yfirborðskennt.

Hér er Carola í 14 vindstigum og stendur sig eins og hetja.

Það má sjá að konan hefur þokkalega trú á manngerðu roki.

Annars var ég að leita að rokvídeóinu með Eyfa þegar hann barðist hetjulega við að halda hárinu föstu við hið guði gerða statíf sem tókst að einhverju leyti en ekki öllu. (Forkeppnin áttatíuogeitthvað.  Hverjum er ekki sama?)

Því næst þegar ég sá hann (löngu seinna reyndar) var hann orðinn mörgum hárum fátækari.

Vídóið með rokinu fannst því miður ekki.

En hér hins vegar  paródía á Nínu hans Eyfa sem einhverjir Júrónöttarar í Noregi gerðu og er tær snilld.

Úje.

Later.

 


mbl.is Eurovision-keppandi skelkaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég er líka hrædd við Jóhönnu

Ég er líka skíthrædd við Jóhönnu.

Hvaða Jóhönnu?

Frænku mína utanaf landi offkors.

Hún er kolgeggjuð í skapinu.

Rólegir á Jóhanna þetta, Jóhanna hitt, Jóhanna, Jóhanna, Jóhanna.


mbl.is Óttast Jóhönnu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geldingur frá Svíþjóð?

 Ég er líka hommi innan við beinið.

Líka kall á kassa sem predikar á hornum.

Hattarinn í Lísu í Undra og ólesið handrit sem hefur gleymst ofaní skúffu.

Og margt fleira.

En ég var að hlusta á sænska júrólagið, jájá, hata júróvisjón.  Só?  Farið ekki að grenja.  Þið getið farið í mál við mig, ég er svona, eitt í dag og annað á morgun.

En lagið hefur svo furðuleg áhrif á mig.

Þekkt sópransöngkona syngur og það ótrúlega vel.

Röddin minnir mig á geldingarödd, ekki skrýtið.

Og mér líður eins og ég hafi hafnað í sukkpartíi á 18. öld í Frakklandi.

Ótrúlega heillandi fjandi.

Dæmið sjálf.


mbl.is Hommi inn við beinið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afsökunarbeiðni

Ég bið Seth Sharp afsökunar á að hafa haldið því fram að hann væri ekki Íslendingur.

Umboðsmaður hans hafði samband við mig og leiðrétti þennan misskilning snarlega.

Maðurinn hefur búið hér til margra ára og er með íslenskan ríkisborgararétt.

Færslan hafði lítið með manninn sjálfan að gera en auðvitað hefði ég átt að sýna meiri aðgætni.

Mér er því ljúft og skylt að skammast mín fyrir frumhlaupið og fíflaganginn.

Annars var ég að gera grín að þjóðarembingi Íslendinga í færslunni og þeim óvana íslenskra blaðamanna að eigna okkur alla útlendinga sem hér stinga niður fæti til lengri eða skemmri tíma.

Þessu er hér með á framfæri komið.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.12.): 11
  • Sl. sólarhring: 15
  • Sl. viku: 74
  • Frá upphafi: 2987142

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 73
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband