Leita í fréttum mbl.is

Færsluflokkur: Trúmál og siðferði

Gamla Ísland lifir góðu lífi hjá Toyota

Gamla Ísland er á fullu blasti hjá Toyota umboðinu.

Þú skalt ekki hugsa, ekki gagnrýna og ekki hafa skoðun.

Þú skalt ekki blogga um hluti sem liggja þér á hjarta ef þeir snerta vinnuna þína.

Toyota umboðið vill hjakka áfram í sama gamla farinu.

Forstjórinn skal hafinn yfir gagnrýni og það sem mest er um vert, hann skal ekki deila kjörum með starfsmönnum sínum.

Iss, ekkert ganga á undan með góðu fordæmi, það er ekki nógu 2007.

Ég legg þessa hegðun í dóm Toyota eiganda.

Eru þeir æstir í að skipta við fyriræki sem sýnir svona kemur fram?

P.s. Reyndar hafði ég ekki tekið eftir þessari bloggfærslu, efast um að ég hefði séð hana, það er bloggað svo mikið.

En með brottrekstri starfsmannsins vöktu Toyotamenn almennilega athygli á þessu ljóta máli og kann ég þeim alveg sérstakar þakkir fyrir.

Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar og ég vona af öllu hjarta að hann fái vinnu fljótlega - hjá fyrirtæki sem virðir tjáningarfrelsið.


mbl.is Bloggari rekinn fyrir skrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekki íslenskur

Obama er greinilega ekki af íslenskum ættum.

Nehei, ekki séns.


mbl.is Obama: Ég klúðraði þessu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bláskjár fer - Rauðka kemur inn

Í dag mun að líkindum stjórnin hennar Jóhönnu verða til.

Hér eftir kölluð Rauðka á þessari síðu til aðgreiningar frá Bláskjá sem er farinn í naflaskoðun.  Megi hann leita vel og lengi og ekkert finna fyrr en í haust.

Sko, stjórnir eiga það til að mæta á flotta staði til að skrifa undir stjórnarsáttmála, til að geta orðið sér út um hátimbruð nöfn sem verða skráð í sögubækur framtíðarinnar.

Þingvallastjórnin s.k. liggur nú í valnum með CV upp á dauða og djöful.

Ekki allt þeim að kenna, en andskoti margt samt.

Að minnsta kosti ætti hún að heita eitthvað annað þegar maður lítur til baka á merkin og verkin.

Hvað verk?  Ók,ók,ók, þeir gerðu milljón hluti að eigin sögn, en unnu samkvæmt lögmálinu;

Það sem fólk veit ekki - meiðir það ekki.

Viðreisnarstjórnin var að mörgum álitin algjör bjargvættur.

Ég minnist hennar sem stjórnar þar sem atvinnuleysið var skelfilegt.

En án gamans, þá hefur ný stjórn 83 daga til að gera eitthvað.

Hún er ekki öfundsverð.

En það erum við almenningur ekki heldur.

Og þó, við erum vöknuð og verðum á vaktinni.

Búsáhaldabyltingin er "work in progress" og rétt byrjað.

Í morgun ákvað ég að láta prenta á skilti til að stinga niður á Seðlabankalóðinni öðrum til varnaðar,

"Varúð - glæpur í framkvæmd - út af lóðinni".

En ég hætti við það af því mér var of kalt.

Sé til á morgun.  Farin að hvíla mig.

Jabb, það ætla ég að gera.


mbl.is Ingibjörg á Bessastaði í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Við höfum hvort annað.

Ég hef setið/staðið á nokkuð mörgum baráttufundum í lífinu og vegna hinna ýmsu tilefna en ég hef aldrei nokkurntímann upplifað aðra eins samstöðu og baráttugleði eins og á fundinum í dag og í pottabúggíinu eftir fundinn.

Ég er reyndar með verk í höndunum eftir að hafa trommað úr mér allan mátt en það var vel þess virði.

Fundurinn í dag er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið frá hruninu.

Og auðvitað bað Hörður Torfa forsætisráðherra afsökunar, hann er heil og væn manneskja.

Ræðurnar voru frábærar.  Hildur Helga brilleraði, Jakobína Ingunn líka, blaðamaðurinn sem hélt fyrstu ræðuna var magnaður.

Og nú skortir mig lýsingarorð. 

Ætli ég verði ekki að segja að ég sé ástfangin af Guðmundi Andra.

Róleg, ég er ástfangin af ræðusnilld mannsins, hvernig hann kemur frá sér hugsunum sínum og ég fór nærri því að skæla þegar hann hætti að tala.

Þrátt fyrir að ég væri að drepast úr kulda á hæluðu stígvélunum mínum.

Væri komin með bláar varir og skjálfta í útlimi.

En.. það rjátlaðist af mér þegar við hófum að búggíast.

Það sem ég er að reyna að segja er þetta:

Hafi einhverjir haldið að fólk legði upp laupana af því að það er hálfgildings búið að lofa kosningum þá eru þeir úti að aka gjörsamlega villtir og hraktir.

Hálfkák skilar engu.

Það er einhver neisti í þjóðinni sem ég á erfitt með að skilgreina, fólk ætlar að ná fram breytingum.

Mikið skelfing þykir mér vænt um að hafa staðið með samlöndum mínum á Austurvelli í dag.

Eins og Guðmundur Andri sagði réttilega:

Við höfum hvort annað og það verður ekki frá okkur tekið.

Farin í ýmis heimilisleg fyrirkomulög.

Let´s boogie


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skemmdarverk!

 Þetta barst mér í tölvupósti fyrir stundu.

"Skemmdarverk hefur verið unnið á nýstofnaðri síðu Nýs lýðveldis, www.nyttlydveldi.is þar sem skorað er á forseta og Alþingi að hlutast til um myndun utanþingsstjórnar og boðun stjórnlagaþings.

Í morgun höfðu þrjú þúsund undirskriftir borist á síðuna en hún hafði þá verið opin í rúman sólarhring. Um svipað leyti urðu aðstandendur síðunnar varir við að eitthvað undarlegt var á seyði, því birtum undirskriftum fór fækkandi. Nú sýnir talingin 0.

Það er sorglegt að svona skuli komið fyrir umræðu og tjáningarfrelsi í landinu á þessum erfiðu tímum; að einhver skuli leggja á sig að eyðileggja frjálsan, opinn, umræðuvettvang til þess að þagga niður þessa eðlilegu kröfu. Það mun ekki takast.

Aðstandendur síðunnar hugleiða nú stöðuna og munu snúa sér með málið til lögreglu
."

Ef einhverjum hefur dottið í hug að það sé ekki blákaldur vilji ákveðinna afla að ekki verði hróflað við ríkjandi valdi og því fyrirkomulagi sem almenningur nú mótmælir víða um land, við hvert tækifæri, þá má sá hinn sami fara og pússa gleraugun.

Svona er komið fyrir gamla Íslandi.

Skömm að þessu.


mbl.is Hvítborðar boða Nýtt lýðveldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað gerist nú?

Það er skelfilega sorglegt að Geir Haarde skuli vera svona veikur.

Auðvitað sendir maður honum óskir um góðan bata ásamt hlýjum kveðjum.

En Geir og ISG ætla að láta kjósa 9. maí en halda stjórnarsamstarfinu áfram.

Fyrirgefið, en það getum við ekki sætt okkur við.

Ríkisstjórnin er jafn vanhæf og hún hefur verið allan tíma frá hruni, ekkert hefur breyst þar.

Reyndar eru báðir forystumenn ríkisstjórnarinnar að kljást við veikindi og ganga því haltir til leiks.

Nú reynir á stjórnarliða og almenna flokksmenn í Samfylkingunni.

Láta þeir þetta yfir sig ganga?

Við verðum að mótmæla sem aldrei fyrr.

Búsáhaldabyltingin lifi!


mbl.is Geir: Kosið í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Góður hárdagur og sannfæring fyrir róða?

So far so good gæti ég sagt vegna þessara orða ISG.

Hún vill kosningar í vor og allt kemur til greina.

En það er eitt (af mörgu reyndar) sem er að bögglast fyrir brjóstinu á mér.

Ég sá t.d. Steinunni Valdísi í Kastljósinu í gær þar sem hún talar um að það verði að kjósa, verði að hlusta á fólk en svo endar hún mál sitt á því að hún muni samt hlýða forystu Samfylkingarinnar í þessu máli.

Ergo: Steinunn vill kosningar og telur stjórnina ekki á vetur setjandi EN hún ætlar að fara að vilja flokksforustunnar sem þýðir þá væntanlega að hún lætur sig hafa það verði niðurstaða hennar önnur en endregin afstaða Reykjavíkurfélags Samfylkingarinnar um hið gagnstæða.

Það er talað um það á tyllidögum að þingmenn eigi fyrst og fremst að fara eftir sannfæringu sinni.

Aldrei hefur verið ljósara en núna að það er vilji formanns og forystu sem ræður, sannfæringin er hliðarbúgrein.

Mér sýnist sem Geir og ISG hangi á samstarfinu og muni reyna að gera það fram að kosningum í vor.

Hvað með vilja þjóðarinnar ISG?

Hvað með vilja þingmanna flokksins?

Í nýrri skoðanakönnun kemur fram að stór hluti þjóðarinnar treystir ekki stjórninni.

Það þurfti svo sem ekki skoðanakönnun til.

Á að halda áfram að líta fram hjá vilja fólksins og horfast í augu við getuleysi núverandi stjórnar til að taka á vandanum?

Ég auglýsi hér með eftir stjórnarþingmönnum sem eru til í að setja sannfæringu sína í fyrsta sæti en láta flokksforustuna á hliðarlínuna, þar sem hún á heima.

Annars er ég góð sko.

Vaknaði upp í morgun og sá að enn einn góður hárdagur var runninn upp.

Jess.

Viðtalið við þingmenn í Kastljósi


mbl.is „Allt kemur til greina"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nú loga eldar

Ofsalega fannst mér vont að horfa og hlusta á Geir Haarde í Kastljósinu áðan.

Hálf sjokkerandi að horfa upp á manninn í þessari bullandi afneitun á ástandinu.

Enn meira sjokkerandi er að átta sig á því að hann virðist trúa því að engum nema Sjálfstæðisflokknum sé treystandi til að leiða okkur út úr ógöngunum.

Svei mér ég vissi ekki hvort ég ætti að gráta hástöfum eða hlæja móðursýkislega.

Ég sá hann líka hjá Sindra í Íslandi í dag.  Sama afneitun í gangi þar, sömu svörin, sömu klisjurnar.

En sko Sindra hann stóð sig með prýði.

Hlýtur að hafa verið tilbreyting fyrir strákinn að fá að takast á við alvöru verkefni.

Sindri - ekki segja mér að það sé ný glansmynd á ferðinni.

Þá hendi ég afruglaranum í vegginn. 

Ég slít vinskap við alla vini mína í Hlíðarhverfinu og tölustafurinn tveir verður afmáður úr heimilisbókhaldinu.

Kapíss?

En að alvörunni aftur.

Tilhugsunin um afneitun forsætisráðherrans er ógnvekjandi.

Allt að því martraðarkennd.

Því á meðan hann þrjóskast við sökkvum við dýpra og dýpra í kreppufenið.

Annars finn ég á mér að þetta er að verða búið.

Jafnvel strax í fyrramálið.

Vonandi kemur áttunin hjá manninum áður en það sýður endanlega uppúr meðal almennings og slys verða á fólki.

Ég ætla rétt að vona það.

Það loga núna eldar við Þjóðleikhúsið og fánar hafa verið dregnir að húni.
Hvað sem það nú þýðir.


mbl.is Ekkert mælir gegn því að kjósa næsta vetur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrir mína hönd minn afturendi

talk-to-the-hand 

Mótmælendur eru farnir að Alþingishúsinu frá Stjórnarráðinu.  Engin uppgjöf í gangi.

Ég horfði á Lúðvík Bergvins áðan í fréttunum og hann virtist alveg í rusli karlinn.  Fúlskeggjaður, en kannski er hann að safna, hvað veit ég.

Og að ykkur sem eruð súpandi hveljur yfir jólatrénu sem kveikt var í í gær.

Hvað er að?

Var grenið ekki á leiðinni á bálið hvort sem var?

Viljið þið breytingar?  Ef svo er þá koma þær ekki á silfurfati heim í stofu til ykkar þar sem þið sitjið háheilög við flatskjáinn.  Látið ykkur ekki dreyma um það.

Þið sem sífellt lýsið því yfir að mótmælin séu ekki í ykkar þágu, getum við fengið eitt á hreint hérna?

Hefur einhver mótmælenda lýst því yfir að hann sé að mótmæla fyrir ykkur sem bloggið reglulega um að það sé ekki verið að mótmæla fyrir ykkur?

Rosaleg paranoja er þetta, ég held að öllum sé slétt sama um hvað þið bedrífið.

Ég hef ekki heyrt nokkurn mann lýsa því yfir að hann sé að mótmæla fyrir aðra en sjálfan sig og sitt fólk.

Ég mótmæli fyrir mig og afkomendur mína. 

Mér dettur ekki í hug að ég standa upp á endann, nú eða sitja ef því er að skipta, fyrir fólk úti í bæ sem er í afneitun á skelfilegt ástandið sem bíður okkar og er reyndar þegar farið að verða grafalvarlegt. 

Ég minni á þá rúmlega 12.000 sem eru atvinnulausir nú þegar.

Fyrir mína hönd hvað?

Alveg er ég viss um að fólki finnst þetta ógeðslega gáfulegur frasi.

Ég lofa ykkur því hér og nú að enginn er að mótmæla fyrir ykkur þvert á óskir ykkar.

Er hægt að vera sjálfuppteknari?

Talk to the hand segi ég og meina það, eða enn betra sendu handarfjandanum ímeil.


mbl.is Eggjum kastað og málningu slett á stjórnarráðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ertu ekki á því Sigurður?

Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani segir Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnaformaður Kaupþings.

Ertu að meina þetta Sigurður?

Bankahrunið varð vegna fjármálakreppunnar í heiminum, en alls ekki vegna græðgisvæðingu banka og fjármálamógúla ásamt handónýtum eftirlitsstofnunum.

Er það ekki satt Sigurður?

Það er alveg örugglega rétt að millifærslunnar úr Kaupþingi síðustu vikurnar fyrir hrun hafi verið fullkomlega eðlilegar líka.  Bara buissness as usual.

Var það ekki svoleiðis Sigurður?

Og í dag mun hópur skærblárra geimvera með augu í höndunum og sogskálar á fótunum lenda á Reykjavíkurflugvelli.

Ertu ekki á því Sigurður?


mbl.is Ekkert óeðlilegt við viðskiptin við Al-Thani
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2985887

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband