Færsluflokkur: Trúmál og siðferði
Mánudagur, 19. janúar 2009
Landráð
Fyrir mér er hugtakið "landráð" skelfilegt. Landráð er svo ljótur verknaður að ég næ varla utan um gjörninginn.
Landráð minnir mig á Vidkun Quistling þann auma norska landráðamann sem seldi þjóð sína nasistum forðum.
Það er ekki hægt að ganga lengra í svikum við heila þjóð en að framselja hana í hendur óvinanna.
Nú eða taka hagsmuni sjálfs síns og fámennra hópa fram yfir þjóðarhag.
Með skelfilegum afleiðingum auðvitað.
Grétar Mar segir ríkisstjórnina seka um landráð. Hér.
Hann segir það ekki ég.
En ég hugsa eitt og annað og það skal viðurkennast að "landráð" kemur æ oftar upp í huga mér þessa dagana.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (20)
Laugardagur, 27. desember 2008
Með mann í hjartanu
Sara yngsta dóttir mín er með fjölskyldunni sinni hjá tengdaforeldrum í Svíþjóð eins og ég hef sagt frá hér á síðunni.
Fyrir jól spurði Jenný Una mömmu sína um Jesú. En dætur mínar hafa lítið verið að troða trúarbrögðum í börnin sín og látið nægja að kenna þeim að vera góðar manneskjur.
Jenný: Mamma hver er Jesús?
Sara: Hann er sonur Guðs og Guð er allt sem er gott í heiminum. Jesú á afmæli á jólunum.
Jenný: Ekki 30. desember eins og ég. Hvar á Jesú heima?
Sara: Jesús er ekki alvöru maður en sumir segja að hann hafi einu sinni verið til og sé núna í hjartanu á fólki. (Sara í töluverðum erfiðleikum með að útskýra goðsögnina fyrir barninu).
Jenný: Ég vil ekkert hafa Jesús inni í hjartanu mínu, það er lítið og hann getur alveg verið heima hjá pabbasín bara.
Sara: (Eyðir hjartaumræðunni); Jesús á afmæli á jólunum og þess vegna fá allir gjafir.
Jenný Una (sáttfús): Jesús má vera í hjartanu mínu á afmælinu sínu en svo á hann að fara heim til sín, pabbi hans getir keypt rúm´handonum.
Guð minn góður, hvernig er hægt að ætlast til þess að börn læri hvað er raunverulegt og hvað ekki?
Hvað er andlegt og hvað er áþreifanlegt?
Í morgun sagði sú sem gerði Jesú brottrækan úr eigin líffæri við mig í símanum að hún "elskar mig och saknar mig jättemycket".
Sko.. when in Rome
Jabb í Sverige bregður maður fyrir sig tungumáli innfæddra, það er ekkert flóknara en það.
Ef börn eru ekki á við heilan Ésús þá er ég illa svikin.
Sjáumst.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 26. desember 2008
Dauðinn á annan í jólum
Hér á kærleiks hafa umræðuefnin aldrei verið eftir bókinni.
Þá á ég við að við ræðum ekki um Jesú á jólunum, Júdas á páskunum og Guð í öllum tilfellum.
Við ræðum allan fjandann á hátíðum jafnt sem rúmhelgum.
Í morgun breyttum við auðvitað ekki út af vananum.
Við sátum við morgunverðarborðið þegar minn heittelskaði spurði varfærnislega en samt með ákveðnum "það er ekki seinna vænna" undirtón, hvort ég væri hrædd við dauðann.
Ég setti mig í stellingar og ætlaði að koma með mitt venjulega búllsjitt um að ég væri ekki hrædd við dauðann og ladídadída af því það er svo þroskað en ákvað að bregða út af vananum í dauðadeildinni og segja satt og rétt frá.
Ég: Já, lafandi hrædd og það er vegna þess að ég veit ekkert hvort ég meiði mig, hvort ég verð skelfingu lostin eða bara kúl á því af því ég sé himnafeðga eða aðrar guðlegar verur við rúmgaflinn.
Hann: Af hverju gefur þú þér að þú deyir í rúminu?
Ég: Af því ég á það skilið að deyja rólega, ég er alveg búin með minn skammt af bömmerum (fórnarlambið) og ég vil fá að deyja máluð um augun með flottar strípur og langar neglur.
Hann: Hvað ætlar þú að láta gera við afganginn? Ég ætla að láta brenna mig, fara beint til Valhallar og hafa fönn með guðunum.
Ég: Ég veit það ekki. Sko ef það er ekkert eftir dauðann þá er mér slétt sama hvort ég verð brennd eða grafin en ef ég veit af mér og verð komin í hvítan kufl með vængi þá vil ég örugglega ekki horfa á sjálfri mér inn í líkbrennsluofninn.
Hann: Af hverju? Ég meina er hvorutveggja ekki gjörsamlega óásættanlegt? Er dauðinn ekki fullkomlega óásættanlegur. Hvern er maður að blekkja? Hver vill deyja? Ha?
Ég: Æi hættu að tala maður. Þú ert í þann mund að eyðileggja fyrir mér daginn.
Spurningamerkið sem ég giftist fór sáttur í vinnuna. Búinn að tala bömmerinn yfir á mig.
Urr á jólunum.
Rosalega er maður hræddur við dauðann.
Ég held að í mínu tilfelli sé það af því ég er kontrólfrík.
Er miðill eða eitthvað á lausu?
Einhver?
Þriðjudagur, 28. október 2008
Sælir eru fokkings fátækir
Prestaframleiðslan er greinilega ekki í samdrætti vegna kreppu.
Hvað er ég að blogga um prestvígslur?
Ég gæti allt eins farið að sökkva mér í rit um heilaskurðlækningar eða hvernig á að leggja ljósleiðara.
Mér gæti sum sé ekki staðið meira á sama.
En ég sá þarna tækifæri til að koma inn á boðskapinn frá biskupi um daginn.
Æi þið vitið þegar hann sagði að við höfum aldrei verið auðugri Íslendingar en einmitt núna.
Tali hver fyrir sig - en hvorki ég né meirihlutinn af þjóðinni hefur verið í verri málum með tilliti til auðlegðar en nú um stundir.
Ég hugsaði alveg: Hm.. aldrei verið auðugri, hverja þekkir maðurinn?
Svo rann upp fyrir mér ljós.
Hann er að tala um auðinn sem mölur og ryð fá ekki grandað.
Auðlegðina frá föðurnum á himnum.
Jájá gott fólk, búið til graut úr þeim heilagleikaköggli fyrir börnin ykkar. Látið það ríkidæmi í nestisbox afkomendanna.
Þetta andlega auðlegðarkjaftæði hefur verið notað af kirkjunnar mönnum frá upphafi vega.
Sælir eru fokkings fátækir.
Mér finnst svona tal vera niðurlægjandi og fullt af hroka og biskup hefði átt að hafa innsæi til að láta þessa auðlegðarræðu eiga sig.
En af því það er stöðugt verið að nota ráðleggingar úr biblíunni til að svæfa múginn þá skil ég alls ekki af hverju öllum boðskapnum er ekki haldið til haga úr ræðupúltum kirkjunnar.
Eins og t.d. að fara og gefa eigur sínar fátækum og dúndra sér í vinnu fyrir hönd föðurins, sonarins og hins heilaga anda.
Nei, þeir minnast ekki á það blessaðir kirkjunnar menn.
Hvað eru prestar og biskupar annars með í laun?
Og eru þeir ekki allir búandi í einhverjum annexum við kirkjurnar?
Spyr sá sem ekki veit.
Já og skinheilagleiki fer ógeðslega í taugarnar á mér.
Ég held að markaðurinn fyrir svona blaður sé alls ekki að ganga í fólk á tíma þar sem blákaldur raunveruleikinn blasir við og fátt virðist til bjargar, amk. ennþá.
Súmí.
Annars er ég bara svona að rífa kjaft um þetta mér til skemmtunar og öðrum til óþurftar, eitthvað verður maður að dunda sér við í veikindunum. Múha.
![]() |
Fjögur taka prestvígslu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (28)
Föstudagur, 3. október 2008
Afturkreistingarnir í Róm
Það er vont að lesa fréttir þessa dagana. Þær koma á færibandi skelfingarfréttirnar og á forsíðunum blaðanna er harmageddonboðskapurinn það sem mætir manni um leið og maður opnar augun.
Ég verð að játa að ég er orðin hálf hrædd.
En sumir hlutir eru alltaf eins. Engar fjármálakreppur breyta t.d. ömurlegri skítaafstöðu katólsku kirkjunnar til margra hluta. Einkum og sér í lagi hangir þetta valdabatterí eins og hundur á roði þegar kemur að réttindamálum kvenna.
Konum skal haldið niðri hvað sem það kostar. Reyndar er mér fyrirmunað að skilja hvernig nokkur getur aðhyllst svona trúarbrögð sem ganga í berhögg við alla skynsemishugsun.
Í viðhengingu hér stendur eftirfarandi:
"Benedikt XVI páfi staðfesti í morgun andstöðu páfagarðs og kaþólsku kirkjunnar gegn getnaðarvörnum en 40 ár eru síðan fyrst var gefin út yfirlýsing frá páfagarði, svo kallað umburðarbréf páfa um þetta umdeilda málefni.
Getnaðarvörn ... þýðir að sneitt er framhjá hinum innilega sannleik ástar í hjúskap sem er tjáning á hinni guðlegu (líf)gjöf," sagði páfi í skilaboðum sem páfagarður birti í morgun."
Það liggur við að ég hafi andað léttar þegar ég las þetta. Ekki vegna þess að mér hugnist heimskan í þessum afturkreistingum í kjólunum í Róm, (svo ég tali nú ekki um hina æpandi rauðu skó páfans sem segja meira en þúsund orð um hégóma hans) heldur vegna þess að ég þurfti svo innilega á því að halda að eitthvað væri eins og það er vant að vera.
Takk fyrir það páfakjáni. Fólk gerir það til að tjá hina guðlegu lífgjöf. Það er greinilegt að þú hefur ekki verið mikið í láréttri stöðu í bedda. Guðleg tjáning er EKKI það sem fólk er mikið að pæla í, eða hvað?
Í dag ætla ég að reyna að róa mig niður. Hanga í jákvæðninni og njóta þess að vera samvistum við þá sem mér þykir vænt um.
Ég ætlaði reyndar að fara að æsa mig upp úr öllu valdi í morgun þegar ég var búin að sprauta insúlíninu í lærið á mér og ég þurfti að troða í mig fæðu alveg pronto.
Ég alveg á innsoginu: Hvar er brauðið?
Minn heittelskaði: Hm.. brauðið, æi ég gaf fuglunum það.
Ókei, ég er komin í samkeppni við þresti. Sætt.
Í kvöld koma Jenný Una og Hrafn Óli í pössun. Mamman og pabbinn ætla að halda upp á afmælin sín.
Oliver elsku Londonbarnabarnið mitt er á landinu og á sunnudaginn verður hann hjá okkur þessi rússla.
Lífð heldur nefnilega áfram hvernig sem efnahagslífið djöflast og hamast.
Ég ætla að hafa það í huga alveg einn dag í einu sko.
Later with love (Er farin að ástunda smá guðlega tjáningu. DJÓK).
![]() |
Fordæming getnaðarvarna staðfest |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (26)
Sunnudagur, 31. ágúst 2008
Það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar
Merkilegt hvað öfgatrúarhópar eru hræddir við kærleika og ást. Eitur í þeirra beinum, svei mér þá.
Ást er svo skelfileg í þeirra augum að hún má bara fara fram fyrir þrílæstum dyrum með slagbrandi og gaddavír fyrir gluggum. Í metafórískri merkingu sko.
Ekkert káf, haldast í hendur eða strjúka kinn á almannafæri. Jesús minn.
Þegar ég og Greta systir rifumst sem mest þegar við vorum 3 og 5 ára, þá klöguðum við sífellt í ömmu sem svaraði okkur alltaf eins; það kemst ekki hnífurinn á milli ukkar. Amma mín kom austan af fjörðum. Hehe.
Þannig er það með kristna og múslima, þessa í öfgakantinum, þeir eru herskáir, þá skortir umburðarlyndi og kynlíf og kærleikur er eitthvað sem verður að fara með eins og mannsmorð.
Þess vegna er ég ekki hissa þó útlenskum konum sem létu vel hvor að annarri í Dubai, hafi verið hent í mánaðarfangelsi.
Alveg í stíl við forstokkaðan huga öfgamannsins og slá á kærleikann hvar sem til hans næst, ég tala nú ekki um ef það eru í þokkabót fólk af sama kyni sem sýna væntumþykju og kyssast í þokkabót. Vó, hættulegt.
Það gæti endað með ósköpum, konur gætu heimtað að fá að keyra bíl ef þessu heldur áfram þarna í Dubai.
En hinir öfgakristnu eru ekki hótinu betri.
Hómófóbían ríður þar húsum sem aldrei fyrr.
Ég hef enga trú á að þetta fólk myndi kannast við guð þó það dytti á heimskan hausinn á sér fyrir framan hann.
En ef guði er þessi forpokun þóknanleg - ók þá ér ég hér með algjörlega trúlaus.
Aular og fíbbl.
![]() |
Ósiðleg framkoma í Dubai |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 23:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Þriðjudagur, 26. ágúst 2008
Það hlaðast upp tilboðin
Ég ætlaði ekki að vera með að þessu sinni.
En..
ég var nýkomin úr stúdíói þar sem þessi hér var tekin.
Snillingurinn Lassi ekki mjög svo leiðinlegi tók myndina og hvatti mig til að vera með.
Ég var að fá meil frá Antonio Rungi og hann tilkynnti mér að ég hafi komist inn.
Ég held að ég vinni, ég er bara svo sérstök.
Ég er farin í neglur.
Guð geymi ykkur og vefji ykkur ljósi grislingarnir ykkar.
Og nei, ég gef ekki eiginhandaráritanir, ekki séns.
Amen
![]() |
Fegurðarsamkeppni nunna skipulögð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 15:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Sunnudagur, 10. ágúst 2008
Athyglissýki eða húmor?
Ég er ekkert sérstaklega upptekin af því hvað verður um eftirstöðvarnar af mér þegar ég er öll.
Ég held að þetta hylki sem við skiljum eftir skipti litlu eða engu máli upp á framhaldið sem ég vona að sé í ljósinu, án þess að ég ætli að fara að missa mig í að segja hvað ég held um þau mál öll.
En lík fólks er kannski fyrst og fremst mikilvægt fyrir þá sem eftir lifa. Fólk leggur mikið á sig við að kveðja ástvini sína með virðingu og viðhöfn.
Þess vegna gapti ég þegar ég sá þessa auglýsingu.
Kanski er þetta húmor "listamannsins" sem hann er að borga fyrir í formi auglýsinga en ég sá viðtal við hann í gær á RÚV og þar var hann allur einn bissniss í framan og sagði að ef hann fengi ekki aðgang að líkum þá myndi hann leita annað. Þá væntanlega út fyrir landsteinana.
Svo hjó ég eftir að hann ætlar að skila líkunum til útfararþjónusti strax eftir notkun í SAMA ástandi.
Halló, ætlar hann að fara að fikta í líkunum, sminka þau, klæða þau í furðuföt?
Það fer um mig hrollur.
Frekar ósmekklegt af manninum þykir mér. Kannski er hann athyglissjúkur. Þetta vekur að minnsta kosti eftirtekt.
Ætlaði hann ekki að bjóða sig fram til forseta þessi fýr?
Úff.
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 10:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 23. júlí 2008
Fjölleikahús Rigor Mortis
Það er bara eitt í þessu lífi sem við getum algjörlega haft á tæru en það er sú staðreynd að við endum öll lífið með sama hætti, við deyjum. Vá hvað mannkynið á margt sameiginlegt!
Ég hef stundum hugsað út í þetta með að deyja og svo iðnaðinn í kringum það.
Við verðum rosalega mikilvæg fyrir nokkur fyrirtæki í líkgreininni þegar við geispum. Sorglegt.
Líkkistusalar eru þeir einu sem fyrirsjáanlega munu ávallt búa við atvinnuöryggi, ekkert í sjónmáli sem bendir á samdrátt í þeirri grein.
Afgangurinn af manni verður mældur, kista valin sem kostar eins og meðal einbýlishús, jafnvel þó þú ætlir að kveikja í henni. Dýr sprek og allt það.
Svo eru það blómin, meiköppið á hylkinu, kistulagning, prestur og skemmtiatriði, húsnæði fyrir erfisdrykkju og allur pakkinn.
Svo er verið að tala um að fermingarveislur kosti peninga. Er erfisdrykkja ekki dálítið síðbúið partí fyrir hönd þess sem dó? Mér finnst gáfulegra að halda veislur meðan maður er enn á meðal oss til að taka þátt í þeim.
Mig langar ekki til að láta eftirlifendur, sem mér er tiltölulega hlýtt til, punga út stórum fjárhæðum til að koma mér í gagnið í fæðupýramídanum.
Ekki vil ég leggja inn á bók fyrir útförinni. Mér finnst það ógeðslega morbid. Peningar eiga að notast til að lifa af ekki til að deyja fyrir.
Ég vil láta taka af mér afganginn, brenna hann í einföldum og endurvinnanlegum umbúðum. Vil ekki að heilum skógarlundi sé fórnað af tilfeninu.
Mér hugnast sú tilhugsun að hverfa í reyk.
Síðan getur fólk haldið áfram að lifa lífinu sem best það getur, án sorgar og eftirsjár en væntanlega með mig sem góða minningu í hjartanu.
En ef væntanleg lík fara að vera með kröfur um að deyja á ódýran og einfaldan hátt, á eftir að hvína í Fjölleikahúsi Rigor Mortis, og ég sé það ekki gerast.
Þannig að ég gefst upp. Bissnessinn verður að lifa.
Þó við gerum það ekki.
Og svo má ekki gleyma minningargreinunum. Þeir sem hafa eitthvað fallegt við mann að segja, ættu að lufsast til að drífa í því á meðan maður heyrir, sér, finnur og gleðst. Annars eru líkurnar á að þú talir fyrir daufum eyrum í Mogganum.
![]() |
Líkhúsdvölin á við nótt á hóteli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 09:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Miðvikudagur, 18. júní 2008
Má ekki brosa? Ha?
Ég hef rosalega gaman af Mike Mayers. Hann er frábær gamanleikari.
Og þá er það frá.
Hindúar í Bandaríkjunum hafa efnt til mótmæla vegna nýjustu myndarinnar hans "Love Guru" sem þeir segja að muni særa trúartilfinningar milljóna hindúa um allan heim.
Ég er eiginlega komin með upp í kok af húmorsleysi trúaðra manna (kvenna).
Kristnir, múslímar, hindúar og allur pakkinn verður að fara að geta hlegið svolítið að sjálfum sér og guði.
Þeir eru allir orðnir eins og hertir handavinnupokar..
Það má ekki æmta né skræmta, grínast eða hlægja nálægt biblíum og bænahúsum heimsins áður en væluskjóðurnar fara á kreik. Ég er særður, ég er reiður, mér er misboðið, ég drep þig, lem þig og dæmi þig til eilífarar helvítisvistar. Kommon.
Ef guð hefur skapað manninn í sinni mynd, þá á það væntanlega líka við um geðslagið í okkur. Allan tilfinningaskalann.
Ég hef ekki nokkra trú á að Gussi sé að fara á límingunum yfir smá fíflagangi.
Ég held að honum finnist það meira að segja hipp og kúl.
Akkúrat núna er ég m.a. að hugsa um ákveðinn Moggabloggara, strangtrúaðan, sem var fastur í óbyggðum þegar guð útdeildi húmornum.
Djöfuls leiðindi.
Farin aftur að lúlla, er með sléttan 38, 780730 í hita.
Úje.
![]() |
Hindúar mótmæla Hollywoodmynd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 16:20 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 15
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr