Leita í fréttum mbl.is

Við höfum hvort annað.

Ég hef setið/staðið á nokkuð mörgum baráttufundum í lífinu og vegna hinna ýmsu tilefna en ég hef aldrei nokkurntímann upplifað aðra eins samstöðu og baráttugleði eins og á fundinum í dag og í pottabúggíinu eftir fundinn.

Ég er reyndar með verk í höndunum eftir að hafa trommað úr mér allan mátt en það var vel þess virði.

Fundurinn í dag er sá fjölmennasti sem haldinn hefur verið frá hruninu.

Og auðvitað bað Hörður Torfa forsætisráðherra afsökunar, hann er heil og væn manneskja.

Ræðurnar voru frábærar.  Hildur Helga brilleraði, Jakobína Ingunn líka, blaðamaðurinn sem hélt fyrstu ræðuna var magnaður.

Og nú skortir mig lýsingarorð. 

Ætli ég verði ekki að segja að ég sé ástfangin af Guðmundi Andra.

Róleg, ég er ástfangin af ræðusnilld mannsins, hvernig hann kemur frá sér hugsunum sínum og ég fór nærri því að skæla þegar hann hætti að tala.

Þrátt fyrir að ég væri að drepast úr kulda á hæluðu stígvélunum mínum.

Væri komin með bláar varir og skjálfta í útlimi.

En.. það rjátlaðist af mér þegar við hófum að búggíast.

Það sem ég er að reyna að segja er þetta:

Hafi einhverjir haldið að fólk legði upp laupana af því að það er hálfgildings búið að lofa kosningum þá eru þeir úti að aka gjörsamlega villtir og hraktir.

Hálfkák skilar engu.

Það er einhver neisti í þjóðinni sem ég á erfitt með að skilgreina, fólk ætlar að ná fram breytingum.

Mikið skelfing þykir mér vænt um að hafa staðið með samlöndum mínum á Austurvelli í dag.

Eins og Guðmundur Andri sagði réttilega:

Við höfum hvort annað og það verður ekki frá okkur tekið.

Farin í ýmis heimilisleg fyrirkomulög.

Let´s boogie


mbl.is Baðst afsökunar á ummælum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Kolbrún Garðarsdóttir

Takturinn fyrir, á meðan og eftir fundinn var alveg frábær, hálfnað er verk þá hafið er.  Lifi byltingin.

Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 24.1.2009 kl. 18:26

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ég táraðist undir ræðu Guðmunds Andra

Heiða B. Heiðars, 24.1.2009 kl. 18:30

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Guðmundur Andri kom út á mér gæsahúðinni!

Það var einhver taktur í ræðunni hans sem heillaði!

Hrönn Sigurðardóttir, 24.1.2009 kl. 18:36

4 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Takk fyrir daginn, ég er enn með létt suð í eyrunum. Greinilegt að það verður að fara að bæta eyrnatöppum í óeirðasett undirritaðs...

Haraldur Rafn Ingvason, 24.1.2009 kl. 18:42

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Nú var ég of langt í burtu  til ad upplifa allann tennann tilfinningarskalla

kvedja frá Jyderup.

Gudrún Hauksdótttir, 24.1.2009 kl. 19:53

6 Smámynd: María Guðmundsdóttir

oh hvad ég vildi ég gæti verid tharna! frábær lýsing á fundinum, fékk alveg fidring i magann.

Urgar i manni ad sitja hér langt i burtu og geta ekki gert neitt til ad sýna sína samstødu med THJÓDINNI sem tharna mætir dag eftir dag.

LIFI BYLTINGIN !!!

María Guðmundsdóttir, 24.1.2009 kl. 19:59

7 identicon

hörður baðst afsökunar vegna þess að "stuðningsmenn" hans fordæmdu sóðaskapinn í viðtalinu. Viðbjóð sem var marg endurtekinn í mismunandi útgáfum.

Þessi svokallaða afsökunarbeiðni er fölsk og innantóm eins og hann sjálfur.

Þið sem mættuð á Austurvöll sýnduð með því stuðning ykkar við innræti hans og samþykktuð að setja nöfnin ykkar við sóðaskapinn.

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur I Hrólfsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:16

8 identicon

Appelsínugulan íslenska fána, takk fyrir.  Eftir því er tekið. Eins og nýja íslenska þjóðarstoltinum sem varð LOKSINS að veruleika í dag. Þökk sé þrautseigju fólksins á "götunni".

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 20:22

9 Smámynd: Birgitta Jónsdóttir

Yndislegt að hitta þig loks Jenný - þú ert svo falleg kona:)innra sem ytra...

Ég upplifði þetta nákvæmlega svona... fékk tár í augun, hló, varð reið og fann einhverja ótrúlega fallega samstöðu sem ég hef aldrei áður upplifað, hún var hrjóstrug og viðkvæm í senn eins og náttúran okkar. Ég gat ekki setið á mér og stökk á Guðmund Andra og gaf honum faðmlag eftir ræðuna - vona að ræðan hans birtist einhversstaðar á netinu - ég ætlaði aldrei að getað slitið mig úr trumbuslættinum eins og hjartsláttur þjóðar sem er að losna úr viðjum...

Birgitta Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:05

10 Smámynd: Isis

Ég veit ekki hvernig Hörður Torfason kemur því við að ég mótmæli... Hver og einn mótmælir bara fyrir sig og sína, ekki afþví að Hörður Torfason stendur á bakvið hljóðneman. Ekki það að Hörður Torfa hefur staðið sig eins og hetja að halda utan um þessa austurvallar-fundi, en þetta eru ekkert hans mótmæli. 

Ég tek afsökunarbeiðni hans gilda, en þar fyrir utan skil ég ekki þann úlfalda sem fólk gerði úr þessri flugu sem flaug yfir þessu litla viðtali við hann. Ég hef alveg spurt mig sömu spurningar "hvað er forsætisráðherra að blanda persónulegu lífi sínu saman við pólitík?" ... verð að segja að mér þykir það einkar óeðlilegt. En ég er líka illa innrætt og með kalt hjarta... 

En já... þessi dagur, hann var ótrúlegur. Þessi samstaða fólksins er alveg með ólíkindum og sínir best úr hverju við erum gerð,  mig skortir lýsingarorð einnig. Ég get líka alveg viðurkennt að ég átti hálf erfitt með mig í ræðu Guðmundar Andra og eftir hana envar fljót að hrista það af mér í trommubúggíinu sem hófst á eftir...

Þetta er svo algjörlega frábært... 

Lifi byltingin!

Isis, 24.1.2009 kl. 21:10

11 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff. Er í rusli yfir að missa af þessu. Og þó.. sennilega hefði ég bara grenjað út í eitt. Nóg var fyrir mig að heyra af og lesa um hópinn sem stillti sér upp til varnar lögreglunni. Tár, gæsahúð og allur pakkinn.

Ég er svooo stolt af ykkur sem hafið staðið vaktina á meðan ég hef þurft ofsalega langan tíma til að finna út hvar ég stend.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2009 kl. 21:18

12 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

gleymdi að segja: ég varð þess heiðurs aðnjótandi að eyða tveimur dögum með Guðmundi Andra á Höfn í nokkurs konar upplesturs maraþoni fyrir jól. Ekki annað en hægt að taka sérstaklega eftir rödd, framburði og sterkri nærveru mannsins við upplestur. Ég get því vel ímyndað mér hvað fólk upplifði við ræðuhöld hans.

Jóna Á. Gísladóttir, 24.1.2009 kl. 21:21

13 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Snilldarmótmæli, fullur völlur af fólki, gríðarleg stemning, takk fyrir í dag öll.

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 24.1.2009 kl. 21:34

14 identicon

Og Vignir er DRULLUHOTT

gleymdir því Tremmatrommutruntan yðar!

Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 21:51

15 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Mér finnst að ég eigi að vera á stórhátíðarálagi, þegar ég get ekki mætt á mótmæli vegna vinnu

Frábær samstaða hjá "þjóðinni minni"

Sigrún Jónsdóttir, 24.1.2009 kl. 23:26

16 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk fyrir komment.

Isis: Ég stend þarna fyrir sjálfa mig og HT hefur séð um að skipuleggja og fyrir það er ég þakklát.

Vignir: GMG, varst þú krypplingurinn með horið og bloggflautuna?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 23:36

17 identicon

Saástu kryppuna eða heyrðirðu af henni?

Vignir (IP-tala skráð) 24.1.2009 kl. 23:40

18 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég datt um hana dvergurinn þinn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 23:53

19 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Stórkostlegur fundur, ekkert annað um það að segja, samstaðan er að eflast, ekki minnka, þrátt fyrir kosningadúsuna.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 24.1.2009 kl. 23:57

20 identicon

Magnaður fundur, mögnuð stemning. Sammála þér með Guðmund Andra, eins og ég set nú vara við "sterkum leiðtogum". Í dag lét ég leiðast og togast í taktinn með þjóðinni. Ótrúlega flott. 
Annað sem mér fannst flott. Hef verið að hugsa og tuða um við þá sem nenna að hlusta hvað starfsheitið ráðherra er gildishlaðið og ólýðræðislegt.
Á ensku (minister) er merkingin í raun lítill prestur eða þjónn. Hef verið að hugsa um að stinga upp á þessu á einhverjum góðum vettvangi. Kemur ekki ræðumaður og segir nákvæmlega þetta. Þarna sannast kennig Andra Snæs um hugmyndir sem kvikna víða samtímis af því þær eru tímabærar. Vildi svo miklu heldur hafa fjármálaþjón sem er menntaður á því sviði en fjármálaráðherra sem er dýralæknir.
Ætla að halda áfram að fá hugmyndir... Orange Mix  





Solveig (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jenný Anna Baldursdóttir
Jenný Anna Baldursdóttir

Bara eins og ég kem fyrir af skepnunni.  Er með róttæka vinstri slagsíðu, með fagurgrænu ívafi ásamt femínískum töktum þegar við á.  Ég bít ekki.  Eða bít ég?  Það fer tvennum sögum af því. 

jennfo.baldursdttir@gmail.com

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.4.): 3
  • Sl. sólarhring: 12
  • Sl. viku: 32
  • Frá upphafi: 2985758

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband