Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Mánudagur, 10. nóvember 2008
Hvað gerðist?
Ég er hætt að skilja þetta IMF mál, þ.e. ef ég hef nokkurn tímann botnað í því.
Er íslenska þjóðin ábyrg fyrir þessum Icesave reikningum? Það er það sem er að vefjast fyrir mér.
Það virðist álit manna út í heimi sem vit eiga að hafa á málum.
Það virðist að minnsta kosti vera raunhæfur möguleiki.
En þá þætti mér gott að fá svar við því hvernig í andskotanum stendur á því að hægt að var að skuldbinda almenning í landinu á þennan hátt án þess að nokkur spyrnti við fæti.
Já og ég veit að Landsbankinn var að undirbúa stofnun dótturfélaga en náði ekki að gera það fyrir bankahrun.
En af hverju gátu þeir farið á þennan markað með almenning á Íslandi að veði "in the first place"?
Það er það sem stendur í mér.
Var algjörlega opið upp á gátt fyrir barónana, sóma Íslands, sverð og skyldi?
Ég geri þá ekki endilega ábyrga, amk. ekki fyrst og fremst. Peningamenn reyna að græða og eru ekki endilega vandir að meðulunum. Það er bara þannig.
Ég sé ekki betur en að ábyrgðin hljóti að liggja hjá Fjármálaeftirlitinu, viðskiptaráðuneyti og fjármálaráðuneyti.
Og hvað er með þessa stofnun sem heitir Fjármálaeftirlit? Hvern fjandann hafa þeir verið að sýsla alla þessa mánuði?
Og af hverju situr þetta lið sem fastast þar með talin Seðlabankastjórnin?
Er einhver hissa þó við fáum ekki lán?
ARG
![]() |
Fáum ekki lán nema Icesave deila leysist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Fúleggið og fréttamaðurinn
Ég veit ekki hvað er að verða með fréttastöðvarnar.
Þær skiptast á um að ganga fram af mér þessa dagana.
En núna held ég að þeir séu endanlega að flippa út.
Í fréttunum var rætt við félagsfræðing sem hafði áhyggjur af reiði almennings vegna skorts á svörum. Hann hafði áhyggjur af því hvernig sú reiði gæti gæti endað ef ekkert yrði að gert.
Sem sagt fullkomlega alvarlegt umfjöllunarefni á skelfilegum tímum kreppu.
Gísli brandarakarl og fréttamaður sá ástæðu til að krydda þessa frétt með gamanmálum svona eins og hann hefur sennilega gert á Þorrablótum lífs síns, eða á töðugjöldum og hvað þau nú heita öll þessi fyrirkomulög úti í sveitum þar sem praktíseruð er lókalfyndni sem enginn nema innvígðir fá nokkurn botn í.
Með þessu er ég ekki að ráðast á landsbyggðina.
Öllu heldur er ég að ráðast á sveitamennskuna í fréttamanninum og skort hans á innsæi. Hvenær er tími til að hlæja og hvenær er smekklegt að láta það eiga sig.
Í enda fréttarinnar át hann eggið.
Er einhverjum hlátur í hug?
Ég held að fjölmiðlarnir ættu að senda þá verst höldnu af starfsmönnum sínum í krísuviðtöl hjá sérfræðingunum. Sumum virðist alls ekki sjálfrátt.
Og í lokin Gísli: Þetta með gapastokkinn og lýðinn. Ekki fyndið. Bara alls ekki.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
Sunnudagur, 9. nóvember 2008
Á að fara að þéra?
Fjölmiðlamenn hafa kvartað yfir því að það sé erfitt að ná sambandi við ráðamenn nú á þessum síðustu og verstu.
Alþingismenn kvarta hástöfum yfir skorti á upplýsingum.
Ég þarf varla að fara út í hvernig okkur venjulega fólkinu líður í myrkrinu þar sem afdrif okkar og okkar nánustu er undir og við fáum engin svör.
Svo var ég að lesa Eyjuna að vanda. Í þetta skipti fangaði Hallgrímur Thorst athygli mína,þ.e. gestapenninn á síðunni hans, Kristín Þorsteinsdóttir.. Hún skrifar um keisaraviðtalið við Geir á RÚV í gær.
Ég náði ekki að horfa á allan fréttatímann í gærkvöldi og fór því inn og skoði viðtalið áðan sem var í fréttunum undir "máli dagsins". Ég fíflið sem hélt að "mál dagsins" væri alvöru umfjöllun um atburði.
Á fyrstu árum sjónvarps voru ráðamenn þéraðir og sumir þeirra sendu spurningar til fréttamanna sem þeir vildu fá og ekkert mátti spyrja umfram það. Það var mikið þjónkunartímabil.
Við erum greinilega að fara aftur um nokkra áratugi í fleiri en bara efnahagslegum skilningi.
Strákar hjá RÚV; á að fara að þéra?
Og já ég er sammála Hallgrími að þjónkunin hjá RÚV er þannig að það hríslast um mann vesaldómshrollur.
Mér finnst reyndar að svona viðtöl þar sem einhver kemur og talar að vild um það sem honum þóknast án nokkurrar eða lítillar truflunar frá "spyrlunum" móðgun við áhorfendur.
Spyrlarnir eru ekkert nema propps þarna í sviðsmyndinni.
Hefði mátt notatast við segulbandstæki.
Ég vil fara að sjá almennilega umfjöllun, það getur ekki gengið að halda fólki í fullkominni óvissu um afdrif sín og sinna.
Hversu ljótt er ástandið? Í hversu djúpum skít erum við? Ég vil vita, aðeins þannig get ég tekið á málum.
Við þurftum nefnilega að vakna upp við vondan draum í lok september og nú fjandinn hafi það þýðir ekki lengur að segja ósatt eða steinþegja.
Lítilsvirðing ráðamanna við almenning í þessu landi er algjör og leiðinlegt að ríkisfjölmiðillinn skuli fara niður á þetta plan.
Svo tók fréttamaðurinn fram að viðtalið hafi verið tekið upp á meðan fólk var að mótmæla á Austurvelli.
Hver var tilgangurinn?
Hélt hann að Geir hefði mætt ef hann hefði átt lausa stund?
Við sjáum hvernig safnast á Austurvöll á næsta laugardag, kannski mætir "dúddinn".
Ég er að hugsa um að fara að fylgjast bara með erlendum fréttum. Svei mér þá ef Fox fréttastofann er ekki áltilegur kostur í samanburði.
Ég get þó alltént sagt við sjálfa mig í hálfum hljóðum þegar bunan stendur út úr þeim; meiri fíflin þessir útlendingar. Ekki gagnrýna hugsun að finna hjá Fox.
Friggings keisaraviðtalið er hér.
Og hvað með andskotans IMF?
Hvar er það mál statt eiginlega?
![]() |
Styðja illa Íslendinga hjá IMF |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (46)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Mótmælum rænt um hábjartan
Rosalega er ég orðin illa pirruð yfir þessu hædjakki á laugardagsmótmælunum.
Einhverjir örfáir bjánar með athyglissýki stela mótmælunum og hanga eins og apar uppi á þaki Alþingishússins.
Hvaða illskiljanlegi brandari er þetta með bónusfánann? Var ekki til fáni banaanalýðveldisins Íslands eða hvað?
Í staðinn fyrir almennilega umfjöllun um þann atburð sem nokkur þúsund manns sáu ástæðu til að sækja beina fjölmiðlarnir kastljósinu að þessum eggjakastandi krökkum sem eru að hafa fun, það mótmælir enginn með svona fíflalátum nema sá sem er að flippa sér til skemmtunar.
Kannski var fólkinu alvara, en er ekki hægt að tjá reiði sína með aðeins hreinlegri hætti?
Með þessari frétt eru fjórar myndir af eggja- og jógúrthluta mótmælanna, ekkert frá hinum eiginlega fundi.
Andskotans leiðindi.
Og sjá hann Geir Jón frelsaða, hann lét eins og þessu og engu öðru mætti búast við af mótmælendum.
Hann var hokinn af sorg yfir borgaralegri óhlýðninni.
Jájá, þetta mun vera byrjunin kallinn. Jájá.
ARG
![]() |
Eggjum kastað í Alþingishúsið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (74)
Laugardagur, 8. nóvember 2008
Einhverju við að bæta?
Er einhverju við þessa frétt að bæta?
Já auðvitað.
Eins og t.d. þessu.
Nú eða þessu.
Þessi hérna er svo skyldulesning. Til að halda okkur í raunveruleikanum.
Ég held að ég láti þetta duga í bili.
Farin að sýsla við verkefni.
Súmítúðebón.
Later.
![]() |
Mótmæli á Austurvelli í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Kreppuspjall á kærleiks
Edda Rós Karlsdóttir, sagði á félagsfundi SVÞ í morgun að fyrsta verkefni stjórnvalda til að koma Íslendingum út úr kreppunni væri að koma krónulufsunni í gang.
Það eru allir reiðir þessa dagana og það er ekkert skrítið við það.
En afhverju er verið að beina reiðinni að blásaklausu krónukrúttinu sem hefur ekkert gert af sér nema að vera til? Ekki henni að kenna að hér séu fíbbl að möndla með´ana.
Króna var stór nammipeningur þegar ég var barn, túkallinn var heví djútí fjársjóður.
Skamm. Ekki við krónuna að sakast. En við eigum að nota hana í skartgripi og fara í evru.
En svo að krepputali dagsins hér á kærleiks.
Ég: Kreppan er heldur betur búin að setja strik í reikninginn. Ég sem ætlaði til London að heilsa upp á barnabarnið og kaupa jólagjafir. Fjárinn sjálfur bara.
Húsband ákveðinn: Það er út úr mynd. Ekki séns að við höfum efni á því.
Ég: Ég veit það en ég ætlaði áður en delinkventarnir fokkuðu upp mínum fjárhag og fjárhag íslensku þjóðarinnar. Ég gæti lamið þá. Hreinlega slegið þeim saman.
Húsband: Láttu ekki svona, það þýðir ekkert að ergja sig á þessu, við förum seinna.
Ég: Seinna, seinna, seinna, það er alltaf allt einhverntíma seinna, ég vil fara núna" (búin að tala mér til hita).
Húsband: Dona, dona, ástin mín, við getum skroppið á Þingvöll á sunnudaginn og tekið með okkur nesti. (Hann glotti viðurstyggilega).
Ég: Auli.
Kreppan er að kroppa í mitt dásamlega skapferli
Ég er að verða heiminum hættuleg.
Svo langar mig ekkert til London, nei ég vil ekki sjá það.
Ég vil fara og hitta aðra hryðjuverkamenn í mínu fríi.
Mér líður vel með mínu fólki.
Og hana nú!
![]() |
Koma krónulufsunni" í gang á ný |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Takk Pólland.
Geir vissi ekki um pólska lánið í hádeginu, nú veit hann af því.
Það er út af því að Pólverjar höfðu samband við Svía um málið eða eitthvað svoleiðis ladída.
Fyrirgefið en ef þetta er ekki til þess fallið að maður fái raðtaugaáföll þegar forsætisráðherrann veit ekki það sem flestir aðrir vita þá veit ég ekki hvað.
Og til ykkar allra sem eruð búin að vera að röfla yfir Pólverjunum sem hér hafa unnið skuluð lúta í gras. Skammast ykkar.
Pólska þjóðin er að reynast Íslendingum öllu betur en mörg okkar reyndust henni.
Úff ég gæti talið upp hluti en ég sleppi því.
Man eftir bloggfærslum og athugasemdum sem gerðu mann grænan í framan.
Segi einfaldlega í auðmýkt minni við ykkur sem voruð eins og viti fyrt vegna veru fólksins hér þegar enginn annar fékkst í störfin;
Nananafokkingbúbú!
Já og ég blóta að vild ykkur kemur það ekki afturenda við.
Takk Pólland.
![]() |
Geir staðfestir pólska aðstoð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Burt með spillingarliðið
Félagar úr VR stóðu fyrir utan skrifstofur VR í hádeginu.
Þeir voru að mótmæla siðleysinu í formanni og stjórn félagsins.
Þeir ætla að halda því áfram þangað til að liðið segir af sér.
Mikið rosalega er ég ánægð með þetta fólk. Ég er reyndar ánægð með fullt af fólki þessa dagana, það er nefnilega vöknun í gangi.
Þyrnirósarsvefninn hefur verið rofinn, fólk er að vakna og því líkar ekki það sem blasir við enda ekki ástæða til.
Á morgun verður mótmælt á Austurvelli kl. 15,00. Ég er þess fullviss að fleiri og fleiri munu mæta, þetta er bara byrjunin.
Borgarafundir verður í Iðnó á laugardag kl. 13,00. Það er að mæta þangað fyrst og svo beint á völlinn kl. 15,00.
Svo var tölvuóða tónskáldið með hugmynd, kíkið á hana.
Farin að þvo upp, taka til á lóð og vinna álfur.
Later!
Allir saman nú, burt með spillingarliðið.
![]() |
Klanið burt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 7. nóvember 2008
Ég hníg ekki til jarðar í aðdáunarkrampa en..
Ráðuneytin hafa gripið til sparnaðaraðgerða.
Það hefur meira að segja verið dregið úr utanlandsferðum eins og kostur er.
Og nú eiga allir að henda sér á skeljarnar, horfa til himins og klappa fyrir batteríinu.
Fyrirgefið en ég er ekki að missa mig í hysteríu vegna eðlilegra hluta eins og sparnaði í ráðuneytum, það er svo löngu tímabært.
Þannig að ég sit hér hrifningsvana og hugsa með mér, loksins lyfti einhver rassi í ráðuneyti. Hvað ferðalög varðar finnst mér útstáelsið á "sumum" duga íslensku þjóðinni vel fram á næsta áratug.
Og nei, ég er ekki skilningsvana á þeirri staðreynd að ákveðin ferðalög um heiminn eru nauðsynleg.
Það er einfaldlega þannig að við erum ríkið og við sem fyrirtækiseigendur þurfum að draga saman rétt eins og við herðum sultarólina á heimavelli.
Reyndar hefur bullað í mér heilbrigð reiði vegna einkaþotuleigu og annars hégóma fyrr á árinu.
En kannski var flottræfilshátturinn og neysluhyggjan smitandi, hvað veit ég?
Ég er með allskyns sparnaðaruppástungur fyrir starfsfólk mitt/okkar í ráðuneytunum.
Við erum bláfátæk þjóð af efnahagslegum gæðum og höfum ekki efni á bruðli.
Ódýrari ráðherrabíla og fólk flytur sig sjálft á milli staða.
Bæbæ utanlandsferðir og Björn Bjarnason situr heima það sem eftir lifir árs. Maðurinn er búinn að vera eins og landafjandi út um heim á þessu ári.
Fækka sendiráðum all verulega. Við erum þrjúhundruðþúsund manna þjóð. Get a live and a grip. Þetta sendiráðsbruðl er út úr öllu korti.
Niðurskurður í veislum á vegum hins opinbera og út með áfengið. Kostar peninga. Kaffi dugar fínt, en það má gera á þessu ákveðnar undantekningar.
Aðstoðarmenn út, ég held að þeir hafi allir fimmhundruðþúsundkall á mánuði. Ég efa ekki að það eru full not fyrir þessa starfsmenn en nú er kreppa við höfum ekki efni á svona fíneríi. Umboðsmaður Íslands er orðinn opinber starfsmaður til aðstoðar einhverjum íhaldsþingmanni. Ráðinn í miðri kreppu. Draga til baka takk.
Nú hefur einhver grafið upp laun konunnar í Landsbanka, en hún er með tæpar tvær á mánuði (1.950). Bæði hún og Birna Glitnis eru með afnot af glæsibifreiðum.
Ætla ráðamenn, í þessu tilfelli viðskiptaráðherra, aldrei að læra?
Við höfum ekki efni á þessum flottræfilshætti bankatoppa.
Arg.
![]() |
Dregið úr ferðum ráðuneyta |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Fimmtudagur, 6. nóvember 2008
Lifi ég eða dey?
Geir Haarde virðist hafa tröllatrú á leyndarmálum, feluleikjum, og ósannsögli, því miður.
Nú er IMF búinn að fresta fyrirtöku lánabeiðninnar frá Íslandi.
Geir var að hósta þessum frábæru fréttum út úr sér á Alþingi rétt í þessu.
Ég sit reyndar og hlusta á umræðurnar á þinginu en í hvert skipti sem ráðherrar koma í pontu fæ ég óslökkvandi löngun til að lækka í sjónvarpinu. Svo leið er ég á stöðlum ekkisvörum, undanslætti og réttlætingum. En, ég er sterk kona, ég hlusta.
Ég garga (í hljóði reyndar) í hvert skipti sem þeir tala um bakahrunið í heiminum eins og það sé eina ástæðan fyrir því hvernig komið er fyrir landinu, vegna þess að þó alþjóðlega krísa sé staðreynd þá erum við að upplifa öllu verri hluti til viðbótar við það, við erum að horfast í augu við gjörspillt banka- og stjórnkerfi sem er séríslenskt fyrirbrigði.
Við heyrum að Bretland og jafnvel Holland beiti sér gegn lánveitingu IMF til Íslands.
Má þá ekki segja það beint út?
Má fjandinn hafi það, ekki segja sannleikann? Við erum sjóuð þjóð eftir hamfarirnar undanfarið. Við þolum að heyra hvernig málin standa.
Mér líður reyndar eins og sjúklingi með alvarlegan sjúkdóm sem bíður eftir niðurstöðum.
Lifi ég eða dey?
Úkraínumenn og Ungverjaland sóttu um lán hjá IMF á eftir okkur.
Báðar þjóðirnar hafa fengið lánin.
Illugi skrifar um þetta.
Þessi óvissa er farin að taka örlítið á taugarnar.
![]() |
IMF-beiðni frestað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 1
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 2988608
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr