Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Hvítir hrafnar hvað?
Í hverri viku nánast, stundum oftar, hótar fólk málssókn á báða bóga.
Ef ekki út af þessu, þá út af hinu.
Þetta er að verða vinsælt stjórntæki í kreppunni.
Hvort það virkar veit ég ekki.
En það er spurning hvort almenningur verður ekki að stofna sjóð fyrir þolendur allra særðu egóanna sem verðið er að strjúka rangsælis þessa dagana.
Ég er ekkert endilega að hugsa um DV málið frekar en önnur mál þar sem málsókn er hótað. Sjóðurinn gæti heitið Bjargráðasjóður sannleiksleitandi aðila.
Þá munu þeir sem verða fyrir súi t.d. fjölmiðlar og þannig appíröt fyrir að draga sannleikann fram í dagsljósið, sótt um styrk fyrir málskostnaði í sjóðinn.
Hvað gerum við ekki fyrir sannleikann almenningur í þessu landi?
Það er nefnilega ekki eins og það sé offramboð af heiðarleika og sannleiksást í gangi.
Hvítir hrafnar hvað?
Nefndin.
![]() |
Íhugar málsókn gegn Kastljósi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 15. desember 2008
Svo óendanlega lágkúrulegt..
Það er svo óendalega lágkúrulegt fyrir utan hversu mannfjandsamlegt það er að láta sér detta í hug að fara að taka "fæðisgjald" af inniliggjandi sjúklingum.
Hér hafa ákveðnir menn komið þjóðinni í ótrúlegar skuldir upp á hundruðir milljarða og kutinn fer á loft þar sem síst skyldi.
Það eru auðvitað Sjálfstæðismenn með heilbrigðisráðherrann í fararbroddi sem sjá þetta sem möguleika í stöðunni. Taka gjald af veiku fólki sem liggur veikt inni á spítala.
Vá þvílík redding. Svo stórmannlegt eitthvað.
Ég er ekki hissa, Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið að færa heilbrigðiskerfið að hinu bandaríska. Borga eða deyja ella.
En halló - það mun vera jafnaðarmannaflokkur í ríkisstjórninni.
Ætlar hann að hleypa fæðisgjaldinu á?
Ætlar hann að gefa frjálshyggjuliðinu grænt ljós á það fólk sem liggur inni á sjúkrahúsum?
Ef af verður held ég að sá jafnaðarmannaflokkur verði að skýra sig upp á nýtt.
Ekki að Samfylkingin sé ekki komin æði langt frá hugsjóninni með samstarfinu við íhaldið.
Þeir hafa að minnsta kosti sett niður sína síðustu kartöflu í mínum garði.
Ég legg samt traust mitt á Jóhönnu.
Þetta má ekki gerast og skal ekki gerast.
Almenningur - söfnum okkur saman. Gerum eitthvað róttækt.
Mikið djöfull er þetta siðspillt og ógeðslegt samfélag sem verið er að sníða okkur á hverjum degi.
![]() |
Upptaka fæðisgjalda hugsanleg |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:49 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Sunnudagur, 14. desember 2008
Sjúskuð sætasta stelpan á ballinu
Reiði getur gert mann óbilgjarnan, óréttlátan og það getur verið erfitt að sjá hlutina í skýru ljósi.
Það gæti átt við mig, amk. stundum en ekki núna, best að taka það sérstaklega fram.
Sko, þegar ég heyri um mögulegar útskiptingar í ríkisstjórn þá finnst mér það yfirklór.
Þetta er svona eins og þegar flottasta stelpan á ballinu vaknar út í bæ eftir partí og klastrar yfir augnmálninguna áður en hún fer aftur á djammið.
Niðurstaða: Sæta stelpan er sjúskuð og útlifuð til augnanna og það fær ekkert dulið.
Það er talað um að Þórunni umhverfisráðherra verði skipt út og þá mögulega af því að hún leyfði sér að segja hug sinn um nýjar kosningar.
Halló - Þórunn Sveinbjarnardóttir hefur akkúrat ekkert með bankahrunið að gera. Hún hefur engu klúðrað eftir fallið og ég held að hún ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur sé ein af þeim ráðherrum sem snúa EKKI við í manni maganum þessa dagana.
Á ekki að skipta út bílstjórunum á ráðherrabílunum bara og láta sem það séu öflugar breytingar á ríkisstjórn?
Svo er það íhaldið.
Sama klastrið þar, þó auðvitað sé það fagnaðarefni ef við fáum á sjá á bak Áddna og BB.
Málið er að aðalleikendur bankahrunsins í hugum fólks eru útrásarvíkingar, bankastjórar ríkisbankanna, Davíð Oddsson, nördinn í Fjármálaeftirlitinu, ISG og GHH ásamt auðvitað ráðherra bankamála og fjármála sem samkvæmt þessum orðrómi eru á leiðinni út.
Ég held að almenningur verði ekki ánægður fyrr en hann fær að exa á kjörseðilinn og þá væntanlega við nýtt fólk með nýjar og ferskar hugmyndir um alvöru lýðræði.
Segið svo af ykkur krakkar, þekkið ykkar vitjunartímia. Er ekki orðið nokkuð ljóst að þið eruð öll rúin trausti?
Gef oss friggings jólagjöf.
Þórunn minn afturendi. Þessi úrvalskona. Djísús. (Fyrirgefðu Þráinn).
Falalalalala
![]() |
Uppstokkun fyrir áramót |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Sunnudagur, 14. desember 2008
Spörk í allar áttir
"Menn eru metnir eftir því hvernig þeir bregðast við óheppni, ekki eftir því hvernig menn sóa heppni," segir AA Gill í langri grein sem breska blaðið Sunday Times birtir í dag um ástandið á Íslandi.
Þessi grein er frábær og nokkuð góð smurning á annars sært þjóðarstolt.
"Brown sparkaði í Íslendinga" segir hann einnig og þar er ég hundrað prósent sammála.
En spörk frá vandalausum getur maður þolað. Þau eru eins og hvert annað hundsbit. Maður rís á lappir og sækir sér plástur og bíður eftir að grói um heilt.
Þau eru hins vegar verri spörkin frá þeim sem standa manni nær, nú eða bara helvíti nálægt, eru t.d. samlandar manns.
Það er erfiðara að sætta sig við þær árásir og það er erfiðara að jafna sig á eftir.
Á hverjum sunnudegi undanfarnar vikur kemur fólk í Silfur Egils og segir manni hluti sem eru afskaplega afhjúpandi fyrir það kerfi sem við búum við þar sem klíku- og vinatengsl virðast ná út fyrir gröf og dauða.
Svo var Lúðvík Bergvins á Víkingsbátnum. Nafnið hans Lúðvíks poppar upp í sífellu þessa dagana. "What is?" spyr ég eins og skáldið forðum.
Ég varð bálreið og snortin til skiptis á meðan ég horfði á þáttinn.
Ég var auðvitað snortin yfir þessu góða og klára fólki sem (fyrirgefðu DV - kverúlöntum) sem kemur og leggur vitneskju sína á borðið.
Reið yfir því að spillingunni í stjórnsýslunni, já allsstaðar virðast engin takmörk sett.
Svo er hver kjaftur á því að þessi ríkisstjórn sé glötuð, að undanskildum Illuga Gunnars en hann er einn af þessum fáu sem enn hangir í aðdáendaklúbbnum.
Ég mun svo sannarlega versla við Jón Gerald opni hann lágvöruverslun á Íslandi. Mun ekki standa á mér, því lofa ég. (Svo fremi hann er sé ekki tengdur inn í eitthvað andskotans feðgaveldi).
En varðandi spörk frá þeim sem deila með mér þjóðerni og landi er bara eitt að segja.
Nú eru dagar reikningsskila.
Þetta er orðið helvíti gott.
Silfur dagsins niðurbútað hér hjá Láru Hönnu.
![]() |
Brown sparkaði í Íslendinga |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
Laugardagur, 13. desember 2008
Jeræt - drímon!
Ég er að ég held hætt að trúa á að einhverjar þær breytingar verði gerðar á ríkisstjórninni sem skipta máli.
Þá meina ég að fólk fari að treysta þeim sem sitja í henni.
ISG segir að líklega verði kosið áður en kjörtímabilið er á enda.
Að ríkisstjórnin verði að svara kalli um breytingar.
Mér finnst bara verið að vekja væntingar eins og gert hefur verið reglulega frá því að þjóðarskútan sökk með braki og bramli.
Svo vildi ISG ekki skýra nánar hvaða breytingar hún átti við?
En hvað er að gerast með Björgvin?
Ég meina helvíti hefur kennarinn hans haft það náðugt þegar hann fór yfir prófin hans í denn.
Ég veit ekki, ég veit ekki, ég veit ekki, alla leið bara.
Nú það er best að setja sig í stellingar og bíða fallega eftir að kallinu eftir breytingum verði svarað.
Jeræt Jenný Anna, drímon.
Ég rakst á þetta á bloggvafri, getur þetta mögulega verið rétt?
![]() |
Ríkisstjórnin verður að svara kalli um breytingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Föstudagur, 12. desember 2008
Á kafi með niðurskurðarhnífinn þar sem síst skyldi
Ég vaknaði í morgun með dynjandi höfuðverk og bálill í þokkabót.
Ég fór nefnilega seint að sofa, var að lesa fram á miðja nótt.
Hausverkurinn er horfinn en illskan kraumar ennþá í mér enda ekki nema von.
Þegar maður les svona fréttir eins og þá að fólk eigi ekki fyrir mat og það sé enga hjálp að fá fyrir það fólk sem ekki er innan viðmiðunarreglna félagslega kerfisins er beinlínis óeðlilegt að finna ekki fyrir reiði, þ.e. sé maður ekki fastur í eigin afturenda.
Í fréttinni kemur fram að fólk er hætt að kaupa skólamáltíðir fyrir börnin sín. Kreppan kemur verst við barnafólkið.
Þessi andskotans duglausa ríkisstjórn gæti með einu pennastriki gert skólamáltíðir ókeypis og hluta af þjónustu grunnskólanna.
En auðvitað gerist ekkert slíkt, þeir eru uppteknir og á kafi með helvítis niðurskurðarhnífinn í bótakerfinu og svo er verið að hækka skatta á venjulegt fólk.
Hins vegar er afskaplega flókið að setja hátekjuskatt á þá sem mesta hafa peningana. Yfir því þarf að liggja lengi og vel. "Hvar á að setja mörkin?" spurði Kristján Þór Júlíusson ráðvilltur í andlitinu í Kastljósi í gær.
Það þurfti enga andskotans yfirlegu yfir mörkunum sem sett voru á hinn almenna launamann á lágu laununum og bótaþegana.
Þetta er svo gegnsætt, svo siðlaust allt saman, svo grimmilegt fyrir barnafjölskyldur í þessu landi að það er löngu komið út fyrir allan þjófabálk.
Ég er ekki eina manneskjan sem neitar að sætta sig við að saklaus börn verði þolendur óráðsíunnar og óstjórnarinnar í landinu. Þar setjum við vel flest mörkin og sú staðreynd á eftir að skólfla almenningi út á götuna og í mótmælagírinn.
Þar segjum við stopp og það með öllum ráðum.
Ætlar þetta lið ekki að meðtaka það að það kærir sig nánast ekki kjaftur um að láta það bjarga sér?
Að almenningur liggur á bæn og biður um að einhver bjargi okkur frá handónýtum stjórnvöldum?
ARG
![]() |
Fólk á ekki fyrir mat |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Föstudagur, 12. desember 2008
Vanir menn og vönduð vinna
Fólk hefur missjúkan húmor.
Sumir svo sjúkan að manni nánast blöskrar. (Ég er svo sjúk að ég brosti, ók hló, þetta er svo bilað stönt).
Eða var þetta kannski ekki til gamans gert, var þetta tilraun til fjársvika?
Djöfuls spilling á Hrauninu ef rétt reynist.
Algjörar helvítis glæpajurtir þar innan dyra.
Ég hélt að alvöru glæpamenn væru allir UTAN girðingar!
Þetta verður ekki fyrirgefið.
Fangarnir Knold og Tot eru að gera eitthvað vitlaust.
Snúa sér til eigenda gömlu bankanna drengir.
Þar eru vanir menn og vönduð vinna.
Úje
![]() |
Grín sem gekk of langt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Björgvin; sorrí en ég trúi þér ekki
Jájá Bjöggi minn þú segir það.
Ég trúi samt ekki orði af því sem þú segir.
Það kemur ekki til af góðu.
Og þessi pistill er skyldulesning.
Ég gæti talið upp fleiri.
En ég læt þessar duga.
Mér líður eins og það siti heill þurs á öxlunum á mér.
![]() |
Kaupþing í Lúx ekki selt nema gögnin fáist |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Miðvikudagur, 10. desember 2008
Var túlkurinn á klóinu?
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra vissi ekki að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni.
Fyrirgefið, við reynum aftur.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra vissi að sjálfsögðu um að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni.
Hann segir: Frétt Kastljóss um að ég hafi ekki vitað um þetta var galin.
Hann segir: Ég vissi en ég vissi ekki um hagsmunatengslin.
Við höldum áfram og reynum að skilja þetta aðeins betur.
Lúðvík sagði í gær að Björgvin hafi sagst ekki vita að KPMG hefði með höndum rannsókn á Glitni og að hann tryði honum.
Var Björgvin að segja Lúðvík ósatt?
Var Lúðvík að segja Kastljósi ósatt?
Eða tala þeir saman á sanskrít og var túlkurinn á klóinu?
Æi strákarnir eru svo mikil krútt og einlægir svo eftir er tekið.
![]() |
Björgvin vissi af rannsókn KPMG |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Kjaftstopp!
Björgvin vissi ekki fyrr en í gær að KPMG hefði verið fengið til að sinna verkefnum fyrir skilanefnd gamla Glitnis í kjölfar hrunsins. Tveir mánuðir liðnir og bankamálaráðherrann hamingjusamlega ómeðvitaður um hvað er í gangi á hans vakt.
Stundum verð jafnvel ég kjaftstopp.
Ég hugsa hins vegar alveg heilmikið og það ekki allt fallegt.
Dæmi:
Erum við stödd meðal ídjóta hérna sem valda ekki nokkrum sköpuðum hlut og það í bullandi krísu?
Er þessi ríkisstjórn og algjörlega vanhæf til verka? Þeir virðast ekki hafa yfirsýn né skilning á einu né neinu. Klúður, klúður, klúður.
Svo hugsa ég fleira öllu ljótara en held því fyrir mig.
Björgvin er bankamálaráðherra og hann hitti Davíð ekki í heilt ár.
Björgvin veit ekki hver sinnir endurskoðun á gamla Glitni, þarna eru til staðar bullandi vanhæfi vegna skyldleika og hagsmunatengsla.
Hafi hann vitað það þá er það enn verra.
Hvorki farið né verið hér kæri Björgvin. Þetta er óafsakanlegt á hvorn veginn sem er.
Til að bíta höfuðið af skömminni þá var Lúðvík Bergvinsson fyrir svörum í Kastljósinu og sýndi mér endanlega fram á að þessi ríkisstjórn veit ekkert í sinn fávísa haus.
Ég nærri því grenjaði hástöfum.
Fyrir hönd Lúlla vegna þess að hann var í alvarlegri tilvistarkreppu fyrir hönd flokksins sko.
En ég varð skíthrædd fyrir hönd þjóðarinnar. Hvað er í gangi eiginlega?
Og nú segi ég máttleysislega (og vonleysið í röddinni er algjört):
Krakkar segið af ykkur.
Íslenska þjóðin hefur ekki efni á að horfa á ykkur klúðra meiru.
Það færi betur á því að þetta fólk færi að sperra eyrun.
![]() |
Björgvin vissi ekki um KPMG fyrr en í gær |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.12.2008 kl. 00:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (25)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 5
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 2988604
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 28
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr