Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Föstudagur, 19. desember 2008
Blekking undirritaðrar
Alveg frá því Bónus opnaði hef ég verið höll undir þá feðga Jón Ásgeir og Jóhannes.
Ég stóð með þeim í Baugsmálinu þrátt fyrir að skilja hvorki haus né sporð á því máli en það má virða mér það til vorkunnar að skilningsleysið var víðtækt bæði um landið og miðin.
Enn kveinka ég mér við að setja Jón Ásgeir í óvinahópinn, ég held að það sé vegna þess að það er erfitt að viðurkenna stundum að maður hafi haft alfarið á röngu að standa.
Nú eða vegna þess að draumurinn um heilsársjólasveina sem bera hagsmuni litla mannsins fyrir brjósti sé svona helvíti sterk.
En hvað um það ég er að vitkast enda löngu kominn tími til.
Samt vont að þurfa að horfast í augu við að nánast allt sem manni hefur fundist um margt í kringum sig sé á uppspuna og blekkingum byggt.
Verst er það varðandi stjórnvöld, ekki að ég hafi nokkurn tímann verið með glýju í augum varðandi stjórnmálamenn, vald og útdeilingu þess.
En ég hélt samt að við Íslendingar værum nokkuð framarlega í lýðræðislegum þankagangi og framkvæmd.
Silly fucking me.
Og svo var Elín í Landsbankanum að útdeila þremur milljónum af fé almennings, að vísu til góðs málefnis til tilbreytingar.
Hjálparstofnun kirkjunnar er góðra gjalda verð, það er bara ekki málið.
Veit konan ekki að Landsbankinn er búinn að skuldsetja okkur Íslendinga um aldur og eilífð?
Að Landsbankinn á ekkert með að gefa það fé sem við eigum, eða það litla sem eftir er að því.
Og af hverju í andskotanum er hún bankastjóri?
Hún tilheyrir gamla valdabatteríinu.
Hélt hún að maður félli í stafi?
![]() |
Jón Ásgeir: Ekki sama hver á í hlut |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (36)
Föstudagur, 19. desember 2008
Og hana nú
Það er sorglegt að þjóðfélagið skuli vera þannig að fólk skuli þurfa að sækja sér lífsnauðsynjar með því að standa í röð hjá góðgerðarstofnunum.
Enn sorglegra er hversu hratt þeim fjölgar sem þurfa á þessari aðstoð að halda.
Það hljóta að vera þung spor fyrir þá sem það þurfa að gera en flestir Íslendingar byggja sjálfsmynd sína á vinnunni enda vinnusöm þjóð.
Að standa svo frammi fyrir því að þurfa að biðja um ölmusu hlýtur að taka mikið á fólk.
Þessari auknu þörf fyrir aðstoð eru gerð góð skil í blöðunum og það er fínt mál, allir þurfa að vera meðvitaðir um hvernig kreppan er að hafa áhrif inn á heimilin í landinu.
En er það ekki einhver undarlegur skortur á innsæi og samkennd að taka myndir og birta af þeim sem eru að leita hjálparinnar?
Hvers lags sauðsháttur er það að smella myndum af fólki í þessari aðstöðu og klína í blöðin þar sem alþjóð getur rýnt í andlitin?
Skerpið ykkur Moggamenn. Það er nauðsynlegt að frétta af þessum hlutum en algjör óþarfi að bæta við vanlíðanina með þessum hætti.
Ekki misskilja mig, það er engin skömm fólgin í því að leita sér aðstoðar en fólk fer ekki og þiggur úthlutanir á mat eins og ekkert sé. Ég held að það taki verulega á að gera það.
Myndirnar sem teknar eru aftan á fólk eru líka hvimleiðar en skömminni skárri auðvitað.
Ég held ég verði hreinlega að segja við ljósmyndara blaðanna að nú megi þeir skammast sín og í leiðinni hvetja þá til að sýna aðgát í nærverunni.
Og hana nú.
![]() |
Sífellt fleiri leita aðstoðar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
Fimmtudagur, 18. desember 2008
"One down - many more to go"
Stundum finnst mér (þori varla að segja það) að á Íslandi ríki meiri lýðræðisást í orði en á borði.
Að minnsta kosti hjá þeim sem hafa keðjað sig og vinina við kjötkatlana.
Eftir að almenningur hóf að mótmæla og það ekki degi of seint, öllum þeim hörmungum sem yfir okkur dynja þá höfum við verið kölluð ýmsum nöfnum af þeim sem mótmælin beinast gegn og svo auðvitað frá undirlægjunum sem ekki þora að koma undan pilsfaldi valdsins.
Skríll, lýður, aumingjar, lúserar, ungmenni (skammaryrði hjá sumum), auðnuleysingjar og fífl.
Svo vorum við tekin á einu bretti þessi sem fylltum Háskólabíó út út dyrum á dögunum og okkur tilkennt af utanríkisráðherra að við værum ekki þjóðin.
Ég alveg: Vó hverjum tilheyri ég? Tilvistarkreppa sko, biggtæm.
Nú er verið að mótmæla fyrir utan þá aumu stofnun Fjármálaeftirlitið sem gjörsamlega hefur brugðist hlutverki sínu.
Fólk var í Glitni sem á að heita Íslandsbanki og þar var þeim boðið upp á kaffi.
Enda við öll gott fólk á sama hripleka prammanum.
Og mikið rosalega er ljúft að mótmælin skuli vera farin að skila sér.
Tryggvi er hættur en það alvarlega er að skilanefndum og öllum ábyrgum aðilum hafi fundist það í lagi að ráða hann svona yfirleitt.
"One down- many more to go."
Nu går jag og handlar julkappar!
Jajamen.
![]() |
Mótmælt utan við Fjármálaeftirlitið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Áskorun
Hér er áskorun til forseta Íslands um að samþykkja ekki fjárlagafrumvarp ríkisstjórnainnar. Ef þú ert sammála þá vinsamlegst klipptu afrit af áskoruninni og límdu í tölvupóst til
forseti@forseti.is og
oth@forseti.is
Vinsamlega senda "Cc" á netfangið askorun@this.is - svo við getum fengið einhverja hugmynd um hversu margir taka þátt.
ÁSKORUN TIL FORSETA ÍSLANDS
Við landsmenn förum þess einarðlega á leit við yður, hæstvirtan forseta Íslands Ólaf Ragnar Grímsson, að þér í krafti embættisins hafnið samþykki á fjárlögum þeim sem núverandi ríkisstjórn hefur lagt fram.
Fjárlagafrumvarpið mun velta gríðarlegum skuldaklafa yfir á almenning í landinu til margra ára, skuldum sem til var stofnað af óheilindum af hálfu athafnamanna sem störfuðu í skjóli stjórnmálaflokka, stjórnsýslu og stofnanaumhverfis sem hafa algerlega brugðist hlutverki sínu.Frumvarpið er mesta aðför sem nokkru sinni hefur verið gerð að sjúkrahúsum, heilbrigðisstofnunum, öldrunarheimilum, framhaldsskólum, háskólum og flestum öðrum þeim stofnunum sem almennt gera Ísland að vestrænni menningarþjóð. Það eykur misskiptingu í samfélaginu, leggur auknar álögur á þá sem minnst mega sín og neyðir fleiri en ella til að draga fram lífið á bótum sem ekki duga til framfærslu.
Frumvarpið festir í sessi þá ætlun ríkisstjórnarinnar að láta almenning í landinu borga brúsann fyrir fjármálaóreiðu, ábyrgðarleysi og óheilindi fjárglæframanna og vina þeirra í núverandi og fyrrverandi ríkisstjórn í stað þess að sækja þá til saka sem raunverulega ábyrgð bera.
Frumvarpið mun einnig staðfesta hagstjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins yfir Íslandi næstu árin og binda börn okkar og jafnvel barnabörn á skuldaklafa um langt árabil.Frumvarpið er samið að tilmælum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og undir þrýstingi og jafnvel kúgun frá ESB og er því aðför að fullveldi Íslands.Núverandi ríkisstjórn ber að stórum hluta ábyrgð á hvernig komið er og er rúin trausti. Þar sem hún var kjörin við allt aðrar aðstæður og til allt annarra verka er hún í sjálfu sér umboðslaus til að takast á við verkefnið. Þar sem núverandi Alþingi hefur að því er virðist nánast lagt sjálft sig niður, þá er það óskoruð krafa okkar að þér synjið frumvarpinu samþykkis og að það muni í framhaldinu finna viðeigandi sess á öskuhaug sögunnar.
Ef einhvern tíma í sögu lýðveldisins hefur tilefni verið til slíkrar aðgerðar er það nú. Við landsmenn eigum skýlausan lýðræðislegan og siðferðislegan rétt til þess að fá að segja hug okkar um þetta frumvarp og þar með framtíð þjóðarinnar, í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Landsmenn gegn ríkisstjórninni
![]() |
Formaðurinn með stálhnefann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (16)
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Allt fyrir almenning
Blaðamennirnir á DV ætla ekki að segja upp vegna klúðurs Reynis Traustasonar.Mér kemur það svo sem ekkert á óvart og alfarið þeirra að ákveða það.
En ég hló samt smá þegar ég las eftirfarandi:
Við tókum þá ákvörðun að sinna okkar skyldum við lesendur og áskrifendur að gefa út blað,og halda því áfram, sagði Kolbeinn Þorsteinsson, trúnaðarmaður blaðamanna á DV að loknum starfsmannafundi í dag.
Miðað við stöðu almennings á Íslandi, hversu illa hefur verið farið með hann eftir bankahrun, ekki á hann hlustað, hann ekki virtur viðlits, talað niður til hans og ákvarðanir teknar þvert á vilja hans þá er merkilegt hvað sá sami almenningur er öllum kær við vissar aðstæður.
Blaðamenn á DV ætla að "þrauka" til að geta gefið almenningi upplýsingar (vonandi óritskoðaðar).
Og það sem öllu alvarlegra er, er að ríkisstjórnin er búin að bíta það í sig að sitja og stjórna þessum saman almenningi með heill hans í huga og viðkvæðið er að það væri ábyrgðarleysi að hlaupa af vettvangi í miðjum björgunaraðgerðum.
Þá skiptir engu hvað andskotans almenningi finnst um það.
Það skiptir ekki einu sinni máli þó það hafi komið margsinnis fram að ríkisstjórnin nýtur ekki trausts meðal títttnefnds almennings sem mun þegar upp er staðið borga brúsann.
Sjitt.
Almenningurinn.
![]() |
Sinnum okkar skyldum við lesendur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Í fangelsi
Þrettán Íslendingar dveljast nú í fangelsum í útlöndum.
Afgangurinn hírist í skuldafangelsi í föðurlandinu.
Og?
![]() |
Þrettán Íslendingar í fangelsi erlendis |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Hvað segja kollegarnir?
Fólk skiptist í fylkingar varðandi þá ákvörðun Reynis Traustasonar að halda áfram að ritstýra DV.
Sjálfri veit ég eiginlega ekki hvað mér finnst, mér finnst aðallega vanta afsökunarbeiðni Reynis til blaðamannsins.
En auðvitað treysti ég DV síður eftir þetta.
En mér finnst skipta miklu máli hvað fagmönnunum finnst, þ.e. kollegum Reynis.
Jónasi finnist að Reynir eigi að láta nægja afsökunarbeiðni og henda þessu svo bak við sig.
Eiríkur segir að allir gerir mistök, líka fjölmiðlar.
Illugi Jökuls bloggar á DV og er einn af mínum uppáhalds er sjálfum sér trúr að vanda.
Sigmundur Ernir sem reyndar er fyrrverandi DV-ritstjóri skefur ekki utan að því og segir það til háðungar fyrir stéttina að Reynir vermi ritstjórastólinn áfram.
Sem almennum lesenda finnst mér alltaf kvarnast úr hóp þeirra blaðamanna sem maður getur treyst.
Það fer að verða fátt um fína drætti.
Ekki bætir það ástandið að tortryggnin ríkir bókstaflega út í allar stofnanir og batterí samfélagsins og nánast ekkert stendur eftir ef undan eru skildir örfáir þingmenn í stjórnarandstöðu.
Ég veit ekki með ykkur en ég er svolítið höll undir Illuga og Sigmund Erni sem ásamt Agli Helga virðast segja hvað þeim finnst og ekki vera veðsettir upp að eyrum í hagsmunabandalagi.
Ef þetta ástand er ekki gróðrarstía fyrir öfluga paranoju þá veit ég ekki hvað.
Meira ruglið.
Miðvikudagur, 17. desember 2008
Tvennt lýsir með fjarveru
Gott og vel, Reynir biður lesendur og blaðamenn afsökunar og lofar að aldrei aftur muni óttinn stýra fréttaflutningi DV.
En það vantar tvennt í þessa yfirlýsingu.
Fyrst Reynir er kominn úr óttaskápnum þá verður hann að segja við hvern hann var hræddur. Fara alla leið.
Hver á hagsmuna að gæta varðandi fréttina af Sigurjóni og það í þeim mæli að ekki megi birta hana?
Svo vantar tilfinnanlega að Reynir biðji blaðamanninn afsökunar því hann fór sérdeilis illa að ráði sínu gagnvart honum.
Það er virðingarvert þegar fólk sér að sér.
En það þarf að gera það alla leið.
![]() |
Aldrei aftur mun óttinn stýra fréttaflutningi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása
Tryggvi Jónsson kemur ekki nálægt Baugi í dag, að eigin sögn.
Ég trúi honum eins og nýju neti, jeræt.
Maðurinn er reyndar opinber starfsmaður. Var fastráðinn til Landsbankann um sama leyti og fjöldi starfsmanna bankans fengu reisupassann.
Maðurinn er dæmdur fjársvikamaður.
Fyrirgefið á meðan ég garga mig hása.
![]() |
Tryggvi: Kem ekki nálægt Baugi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Þriðjudagur, 16. desember 2008
Dagsskipun til ríkisstjórnarinnar fyrir hönd okkar almennings
Ég hata það að sjá hinar hefðbundnu myndir á þessum árstíma af bakinu á þeim sem þurfa að leita sér ölmusu hjá hinum íslensku súpueldhúsum. Þ.e. hjá Mæðrastyrksnefnd, Fjölskylduhjálp og kirkjunni.
Ekki misskilja mig, það er eins gott að þessar stofnanir eru starfræktar, þetta þjóðfélag er ekki mjög manneskjulega þenkjandi þeas. stjórnvöld.
Nú eru að koma jól, það er kreppa og í þessari frétt gengur að lesa um fólk sem grætur niðri í Fjölskylduhjálp Íslands.
Ríkisstjórn Íslands. Það er alltaf verið að tala um að vernda þá sem verst standa.
Nú er tækifærið að sýna viljann í verki.
Þið getið kallað það sérstækar aðgerðir vegna ástandsins, mér er andskotans sama.
En þetta eigið þið að gera í mínu nafni og flestra Íslendinga.
Kaupið inn almennilegan mat fyrir ALLA sem leita á náðir Mæðrastyrksnefndar og FÍ (og hvar sem er annars staðar) þannig að ALLIR fái mat og nauðsynjar fyrir jólin.
Þið skuluð ekki skera innkaupin við nögl.
Við almenningur borgum með glöðu geði, ég þori að lofa því.
Þar sem við erum með nógu breitt bak til að pikka upp reikninginn eftir útrásarvíkingana þá munar okkur ekki um að rétta hvort öðru hjálparhönd nú þegar hátíð ljóssins og barnanna er að ganga í garð.
Þetta vil ég að þið gerið strax. Tíminn er naumur.
Á meðan þið "veltið við hverjum steini, skoðið allt og dragið allt upp á yfirborðið" sem virðist vera töluvert tímafrekt getið þið dundað við að gera eitthvað af viti á meðan sem skilar sér í áþreifanlegri björgun til heimila í þessu landi svona til tilbreytingar.
Fólk hefur fengið nóg.
Svo er það önnur saga sem verður sögð síðar að það er til háborinnar skammar að í þessu landi með svo litla þjóð skuli það vera inni í myndinni að fólk þurfi að sækja sér ölmusu til að eiga fyrir brýnustu nauðsynjum og geta gefið börnunum sínum að borða.
En því breytum við þegar hið nýja Ísland er orðið að raunveruleika.
En þangað til - standið í lappirnar gagnvart fjölskyldunum í þessu landi sem eiga ekki til hnífs og skeiðar.
![]() |
Fólk grætur fyrir framan okkur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (17)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 3
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 29
- Frá upphafi: 2988602
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr