Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Bak við byrgða glugga
Miðað við hversu heimilisofbeldi er útbreitt vandamál og þá er ég að meina í hinum vestræna heimi, þá rata ekki margar sögur um það á bók.
Kannski vegna þess að umfangið er stórt og úrræðin fá, fólk vill ekki setja sig of mikið inn í þessi skelfilegu mál þar sem lífi kvenna og barna er ógnað.
Stundum les maður þó um þessi ofbeldismál sem framin eru í skjóli friðhelgi heimilanna en því miður allt of oft að þolandanum gengnum.
Sri Rahmawati fluttist til Íslands frá Indonesíu í leit að betra lífi.
Hún var vinnusöm, dugleg og henni gekk vel að aðlagast og hún hafði fengið börnin sín tvö til landsins.
Sri lifði í heljargreipum ofbeldismanns, barnsföður síns og þeim harmleik lauk með því að hann myrti hana og dysjaði líkið á ruslahaug ekki langt frá Álverinu í Straumsvík.
Það er skelfilegt að lesa lýsingu lögreglunnar á þessum manni sem svipti Sri lífinu og gerði börnin hennar móðurlaus.
Honum virtist standa á sama, hann sýndi enga iðrun.
Þessi bók er ekki par hugguleg lesning en hún opnar augu manns fyrir þeim skelfilega raunveruleika sem felst í heimilisofbeldi þar sem fáar leiðir virðast færar fyrir þolandann og í þessu tilfelli endar málið á versta veg.
Með morði.
Ragnhildur Sverrisdóttir skrifar bókina "Velkomin til Íslands" og hafi hún þakkir fyrir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Þriðjudagur, 9. desember 2008
Vitleysingar hvað?
Um leið og unga fólkið efndi til mótmæla í gær inni í Alþingishúsinu geystust hneykslaðir bloggarar fram á ritvöllinn. Hyski, ræflar, aumingjar sem eyðileggja fyrir friðsömum mótmælendum, skrifuðu þeir og voru nánast lamaðir af lyklaborðsæsingi.
Ég er þessu ekki sammála. Bara alls ekki.
Ég sé ekkert að því að fólk láti heyra í sér og hækki röddina ofurlítið. Hrópi "drullið ykkur út" þó það sé ekki mjög kurteislega orðuð beiðni af palli þinghússins. Það eru óvenjulegir tímar og það kallar á óvenjulegar aðgerðir.
Staksteinar kallar fólkið vitleysinga.
Nú í morgun mætti sama fólk fyrir utan Ráðherrabústaðinn.
Fyrir mér eru þetta eðlileg viðbrögð við óeðlilegu ástandi.
Mér skilst að þessi hópur mótmælenda séu að stórum hluta til ungar manneskjur.
Hefur hvarflað að einhverjum að velta fyrir sér þeirri framtíð sem blasir við ungu fólki á Íslandi í dag?
Er einhver hissa þó kveikjuþráðurinn sé farinn að styttast þegar hver vikan líður án þess að nokkuð áþreifanlegt sé að gerast í málum almennings.
Stjórnvöld virðast ekki vera að gera neitt nema halda í horfinu, lafa á valdataumunum og á meðan bíður þjóðin óróleg yfir örlögum sínum.
Ef einhverjir vitleysingar eru í þessari jöfnu þá eru það þeir sem komu okkur hingað.
Þeir sem sváfu á verðinum og hanga nú eins og hundur á roði á valdapóstunum þrátt fyrir að vera rúnir trausti.
Skammist í þeim.
Ekki í fólki sem lætur heyra í sér.
Á meðan aðeins er verið að skerpa á hlustum hinna eðlu alþingismanna þá getur það tæpast kallast ofbeldi.
Þeir eru varla svona andskoti viðkvæmir í hlustunum nema ef vera skyldi að langvinn dvölin í vatteruðum og hljóðeinagrandi fílabeinsturninum hafi gert þeim erfitt um vik að beita viðkomandi skynfærum fyrir sig.
![]() |
Átök við Ráðherrabústaðinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (35)
Mánudagur, 8. desember 2008
Heima að baka vandræði?
Mér fannst fundurinn í kvöld hörkufínn.
Sko, vegna fundargesta og frummælendanna mínus verkalýðskall sem bara talar og talar og segir ekki neitt. Eitt stykki kerfiskall framleiddur í fjölda eintaka. Nauðsynlegur í hverja nefnd.
Annars var þarna margt ágætis fólk í panel.
Nema auðvitað kerfiskallinn og svo VR-mógúllinn sem er ekki par hrifinn af því að fá spurningar um launamálin sín. Hans fokkings einkamál bara.
En ég get sagt ykkur eitt, það er ekkert vonleysi í mér þó illa gangi að keyra ábyrgðarhugtakinu inn í höfuðið á ríkisstjórninni.
Það kemur.
Málið er að þetta frábæra fólk sem ég sé á Borgarafundunum fær mig til að trúa því að við almenningur getum flutt fjöll (og fólk úr stólum og út á gangstétt ef svo ber undir) ef við sameinumst um það.
Nú langar fólki að koma sér upp smá jólaskapi og ég skil það vel.
Haustið hefur verið hörmulegt við þurfum smá yl í sálina.
Svo kemur janúar og febrúar og þá verðum við komin með stóra breiðfylkingu úr grasrótinni.
Mark my words.
Og hún Ásta Rut sem talaði í kvöld var ótrúlega mögnuð í sinni ræðu.
Ég fékk gæsahúð.
Eftirfarandi alþingismenn mættu:
Álfheiður Ingadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Steingrímur J. Sigfússon, Þorleifur (man ekki hvers son) mættu frá VG ásamt Ögmundi sem var í panel.
Helgi Hjörvar frá Samfylkingu (ásamt viðskiptaráðherra í panel).
Formaður FF hann Guðjón Arnar mætti líka.
Sá engan frá Framsókn.
VG tóku mætinguna með vinstri.
Ha? Engin Sjálfstæðismaður spyrð þú?
Nei, mér þykir það leiðinlegt en þeir voru örugglega heima að baka vandræði.
Og mikið helvíti er ég reið yfir því að sjónvarp allra landsmanna getur ekki séð sóma sinn í að senda út fundinn fyrir fólk sem á ekki heimangengt.
Það er ekki eins og það sé daglegt brauð þetta ófremdarástand í þjóðfélaginu.
Þöggun?
God natt.
![]() |
Hiti í fólki í Háskólabíói |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
Mánudagur, 8. desember 2008
Úldið Ísland?
Þegar trukkabílstjórarnir mótmæltu í vor fannst mér það flott hjá þeim.
Ekki að því að hjartað í mér slægi neitt sérstaklega með málstaðnum, er enginn bensíngleypir sjálf, en ég fann til samkenndar með þeim og mér fannst svo dásamleg tilbreyting að sjá fólk rísa upp á afturlappirnar og gera eitthvað í stað þess að tuða yfir kaffibollanum nú eða bjórnum, sama hvort.
Nú mótmæla þeir aftur strákarnir og mér sýnist full ástæða til þess.
En hvað um það, ég ætla að vona að héðan í frá þá standi fólk í lappirnar og hafi hátt þegar á því er brotið.
Nóg eru tækifærin á þessari eyju sem er svona í þann mund að gera Sikiley að lufsulegri fjölskylduparadís þar sem ekkert misjafn fer fram svona miðað við Ísland eftir bankahrun.
Ég ætla á Borgarafundinn í kvöld og þann næsta og þann næsta.
Við getum verið í jólaskapi, bakað og skreytt OG gefið okkur tíma til að skreppa út í Háskólabíó og taka þátt í að sýna að okkur sé nóg boðið. Að við séum ekki búin að gefast upp.
Ekki sofna í miðri byltingu krakkar, ekki láta haarderinguna virka á úthaldið.
Við erum rétt að byrja.
Enn er ekkert fararsnið á stjórnvöldum, þau hafa reyrt stjórntaumana utan um sig, bundið á þá rembihnúta og ætla ekki að sleppa.
(Stórhættulegt að vefja sig í stjórnartauma - gæti haft slys í för með sér).
Spurningin er, hver hefur meiri langlundargeð og þrjósku til að bera, við eða ríkisstjórnin?
Ég veðja á okkur.
Ef við stöndum ekki upp fyrir sjálfum okkur þá gerir það ekki nokkur annar.
Hið gamla Ísland er úldið og það á hvergi heima nema í tunnunni.
Eða hvað?
![]() |
Mótmæla innheimtuaðferðum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Sunnudagur, 7. desember 2008
Ég er ekki hér, ég er ekki hér.
Ég er alveg rosalega þakklát fyrir að hafa verið með gesti og því misst af Össuri í Mannamáli því vísast hefði ég horft ef ekkert annað betra hefði verið í boði.
Ég er komin með svo rosalegt antípat á þessum illa séðu ráðherrum sem neyða návist sinni upp á okkur í gegnum sjónvarp og hafa ekkert að segja nema sama gamla sönginn: "Vér erum að bjarga ykkur gott fólk og svo ætlum við að byggja ykkur upp."
Við ykkur segi ég einn ganginn enn: Ekki bjarga mér og ekki byggja mig upp. Plís, byggið ykkur sumarbústað eða eitthvað.
Ég get ekki hlustað á fleiri viðtöl við ráðherra þessarar ríkisstjórnar þar sem þeir slá sig til riddara fyrir ekki neitt í þessum hildarleik sem skekur þjóðfélagið.
Só Össur þó þú hafir látið bóka að Davíð sé ekki á ábyrgð Samfylkingarinnar?
Davíð er á ábyrgð ríkisstjórnarinnar hvort sem þér líkar það betur eða verr og það er ekkert sem þú getur gert kallinn til að firra þig þeirri ábyrgð nema að slíta þessu samstarfi, nú eða horfa á eftir Seðlabankastjóra út um útidyr bankans í síðasta sinn.
Þetta er eins og að standa fyrir framan einhvern og síendurtaka: "ég er ekki hér, ég er ekki hér". Það er hægt að segja svoleiðis þangað til maður er kominn með tungubólgu en ekkert breytir þeirri staðreynd að maður stendur þar sem maður stendur og hvergi andskotans annars staðar.
Össur er svona grínari. Ég sá það á Borgarafundinum hvernig hann sló öllu upp í létt sniðugheit í stað þess að sýna fólki að hann áttaði sig á alvöru málsins.
Hann reyndi að gera sig að krúttvöndli, tókst það kannski en mér var ekki skemmt.
Og munið þið manninn á fundinum sem hann ætlaði að steðja með upp í Seðló til að láta Davíð segja af sér? Enn eitt kjaftæðið raupið og fyrirhornreddingingar af því hann var kjaftstopp á fundinum.
Ég er svo þreytt á þessu liði sem heldur áfram að birtast manni bissí í vinnunni þrátt fyrir að það sé varla kjaftur á landinu sem vill hafa það við störf.
Stundum verð ég skelfingu lostin og það þyrmir yfir mig.
Hvað ef öll fyrirhöfn almennings við að segja skoðun sína eftir bankahrunið, mótmælafundir, borgarafundir, bloggskrif og allt hvað það heitir, skilar engu. NADA?
Að almenningur lognist út af örþreyttur og laskaður eftir skelfinguna sem hefur lostið okkur í hausinn og gefst upp á að mótmæla, andæfa, segja skoðun sína, vera vakandi?
Þá verður þetta málamyndalýðræði við líði áfram, flokkarnir halda áfram að skipa vina sína hér og svo þar og svo allsstaðar og allir eru of þreyttir til að veita viðnám.
En svo hressist ég öll við aftur því ég hef orðið vitni að vakningu meðal fólks, allskonar fólks.
Einhversstaðr fengum við nóg og það sem meira er við sjáum þetta kjánalega leikrit sem verið er að leika fyrir okkur á hverjum degi.
Ég að minnsta kosti sé í gegnum það og ef það væri ekki að gera barnabörnin mín skuldug upp á haus áratugi fram í tímann - ja þá myndi ég brosa illkvittnislega út í annað.
En það geri ég ekki.
Því mér er allt annað en hlátur í hug.
Burt með allan ballettinn.
Komasho.
Allir á Borgarafundinn í Háskólabíói annað kvöld.
Við erum rétt að byrja.
Nema hvað?
Og Össur karlinn er í besta falli jólasveinn - meðal jólasveina.
![]() |
Bókunin frá Össuri komin |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Sunnudagur, 7. desember 2008
Kosningar á næsta ári ofkors
Rétt hjá VG auðvitað á að kjósa. Ég vil kosningar á næsta ári eins og flest hugsandi fólk.
Það eru bara nokkrar eftirlegukindur í áhangendaklúbb jakkafatanna í Seðló og Sjálfstæðis sem auðvitað hræðast kosningar eins og pestina enda ekki skrýtið allt þetta lið er trausti rúið.
Auðvitað hangir íhaldið í þeirri veiku von að minni kjósenda sé eins og gullfiskanna og það fenni yfir sporin þeirra í bankahruninu með vorinu.
Allt gleymt og allir glaðir með Sjálfstæðis.
En þannig er það ekki í þetta skipti.
Skellurinn er of stór, mistökin of mörg og leynimakkið of augljóst, spillingin hreinlega gargar á mann með nýjum dæmum dag hvern.
Samfylkingin á eftir að hljóta sömu örlög og félagar þeirra láti þeir ekki kjósa í vor.
Það er auðvitað undir þeim komið.
Annars var það gott innlegg hjá stjórnmálafræðingnum í Silfri Egils í dag sem gerði að umtalsefni að íslenskir stjórnmálamenn skildu ekki hugtakið pólitísk ábyrgð.
Sjaldan hafa sannari orð verið töluð.
En við almenningur erum ábyrg og munum taka ríkisstjórnina og aðra hennar pótintáta í verklega kennslu um hvað svona ábyrgð felur í sér, eða réttara sagt hvað það kostar að axla hana ekki.
Við munum gera það með atkvæðinu okkar óseiseijá.
Allir á Borgarafundinn á morgun í Háskólabíó auðvitað.
Þar verður verkalýðsforystan - ef forystu skyldi kalla.
Allir af stað.
Úje í baráttunni.
![]() |
Vilja þak á verðtryggð lán og frystingu uppboða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 5. desember 2008
Helvítis fjölmiðlamennirnir
Össur segir að það sé eitthvað rotið í Seðlabankanum.
Ég segi; Velkominn til raunheima Össur minn, en það þurfti engan stjarneðlisfræðing til að reikna þetta út, staðreyndin hangir svo gott sem á nefinu á þér.
Guðlaugur heilbrigðis kemur síðan og súmmerar upp kreppuna og hefur ekki fyrir að svara spurningum fjölmiðlamanna um nýjustu skandaliseringu Davíðs.
Hafið þið tekið eftir að þegar íhaldið er spurt hvað það ætlar að gera við risavaxna dekurdýrið í Seðló þá fara þeir alltaf að tala um eitthvað sem aðrir eru að gera sem má betur fara?
Hann segir einfaldlega að fjölmiðlamenn stjórni umræðunni og fókusinn sé kannski ekki réttur, nær væri fyrir þá að beina sjónum sínum að því sem máli skiptir, hvað sem það nú er..
Úff.. helvítis fjölmiðlamennirnir búnir að kollkeyra þessa vesalings þjóð.
Hugsa sér og allan tímann hélt ég að það væri við banka, embættismenn og stjórnvöld að sakast.
Sillí mí.
Ég lofa að passa mig í framtíðinni.
Fjölmiðlamenn skammist ykkar og takið pokann ykkar!
Djöfuls rugl, hvað dettur þeim í hug næst íhaldsráðherrunum til að réttlæta foringjann á Svörtu?
![]() |
Eitthvað rotið í Seðlabankanum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 5. desember 2008
Í langvarandi friggings blakkáti
Þegar ég var í rauðvíninu og svefnpillunum (ásamt róandi ofkors) var ég í langvarandi stöðugu blakkáti.
Þetta tók á sig öflugar birtingarmyndir.
Þegar af mér rann hafði fólk skilið, fyrirtæki farið á hausinn, loftslag jarðar tekið verulegum breytingum og alls kyns hlutir gerst í pólitík sem eiga eftir að verða skráðir á spjöld sögunnar.
Ég alveg: Vááá, er hægt að borga með svona plastmiða í búðum? Æi þið vitið hvað ég meina, tilfinningin var alveg þannig sko. Þyrnirósa vöknuð í áfalli yfir breyttum tímum.
Allt var nýtt fyrir mér sem hafði verið meira og minna vímuð í þetta 2-3 ár með einhverjum hvíldum og við þessu gengst ég fúslega, enda með minnisbetra fólki í dag og bláedrú á eigin safa.
En ráðamenn muna ekkert. Þeir eru í stöðugu óminni og mér finnst ég alveg vera að kallast á við alkann í mér þegar ég les fréttir þessa dagana.
Ég man ekki eftir þessu símtali, segir Geir.
Ég man ekki eftir neinum fundi á þessum tíma, segir ISG.
Hinir alveg: Ha, sagði hann það? Hvenær?
Allir alveg komandi af fjöllum eins og jólasveinar.
Sko, ég var í óminni af kemískum ástæðum. Heilinn á mér var í stöðugri maríneringu og eftirtektin og minnið voru eftir því.
Nú veit ég að ráðamenn eru bláedrú og ekki að nota lyf í óhófi enda ekki reikandi um með vímusvip sem þekkist í fleiri kílómetra fjarlægð.
Trúið mér, vanir menn vönduð vinna hérna. Er sérfræðingur í greininni.
Hvaða andskotans afsökun hefur þetta fólk fyrir sínu stöðuga blakkáti?
Mér er bara fjandans spurn.
Hikk.
P.s. Tók þessa mynd af einhverjum bloggvini. Vona að mér verði fyrirgefið en þarna hefur einhver hitt naglan gjörsamlega á höfuðið.
![]() |
Man ekki eftir símtali við Davíð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
Föstudagur, 5. desember 2008
DG og Ingibjörg
Ég er deddsjúr á því að ég get þakkað mínum sæla fyrir að hafa verið svo upptekin í að halda matarboð fyrir stelpurnar mínar og barnabörn að ég hafði ekki tíma til að brjálast endanlega vegna nýjasta útspils gleðitríósins DG og Ingibjörg.
Ég meina dagurinn í dag getur gert hvern friðarsinna að klikkuðum og stjórnlausum ofbeldismanni.
Hann (D) segist hafa varað Sollu og Geira við og bankarnir myndu ekki meika það, nánar tiltekið í júní s.l.
Solla segist ekki hafa hitt Davíð allan júnímánuð.
Geir segir eitthvað alt annað.
Dásamlegt.
En ég var sem sagt í að elda hakkabuff með lauk og spæleggjum handa minni elskulegu fjölskyldu.
Í fyrsta skipti á þessu ári voru allar dætur mínar hjá mér í einu.
Öll barnabörnin mínus það elsta sem komst ekki vegna anna.
Þetta var ljúf stund.
Ef ég gæti eldað mig út úr raunveruleikanum þá væri ég til í það.
Ég myndi taka upp kartöflur 24/7 í brjáluðu roki og blómkál líka, ef það gæti fengið þetta lið sem er að vaða yfir okkur á skítugum bomsunum til að taka pokann sinn.
Ég myndi ganga svo langt að hætta að reykja á spottinu ef þeir létu sér segjast.
Jájá, drímonmæman. Mun ekki gerast.
Sjáumst tvíefld á morgun þar sem við höldum áfram að moka út úr stjórnarfjósinu.
Úje.
Fimmtudagur, 4. desember 2008
Ribbaldalandið Ísland
Hvers lags ribbaldaþjóðfélag er þetta sem við búum í?
Lög frumskógarins í gildi?
"Each to his own" bara.
Þrátt fyrir að vera fyrir löngu komin með upp í kok af fyrirkomulaginu í íslenskum stjórnmálum, spillingunni, kunningjareddingunum, leyndarmálunum, svikunum, gerræðinu og ég nenni ekki meiri upptalningu, þið notið eftir þörfum, er enn haldið áfram að ganga fram af almenningi.
Davíð lætur taka við sig viðtal í útlöndum. Hann vandar ekki meðulin frekar en fyrri daginn.
Hann hótar okkur í gegnum einhvern snepil í Danmörku.
Hreyfið við mér og ég fer í pólitíkina aftur!
Það skuggalega við þetta er að það er ekki hægt að tala um óðs manns æði, þetta er raunveruleikinn og hann er með Geir í vasanum.
Fyrir Geir er þetta martröð líkast. Hann gæti dottið úr formanninum.
Það er ekki hægt að hunsa Davíð Oddsson með því að blaka röflinu í honum burt eins og kuski af hvítflibba.
Sjálfstæðisflokkurinn er skelfingu lostinn, enda Davíð aldrei sleppt stjórnartaumunum. Hann þóttist bara gera það.
Og til að gera þetta súrrealíska rugl enn geðveikara þá mætir karl fyrir viðskiptanefnd Alþingis og ber fyrir sig bankaleynd....
...sem hann N.B. gagnrýndi harðlega í reiðiræðunni um daginn.
Er ég biluð?
Nei, en ég bý í klikkuðu þjóðfélagi þar sem engar venjulegar reglur gilda og það er aldrei gengið svo langt að nóg sé komið.
Maður ætti kannski að fara fá sér lífverði.
Hm....
![]() |
Davíð: Þá mun ég snúa aftur" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.10.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr