Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
Laugardagur, 7. febrúar 2009
Ég spyr
Mér var einu sinni sagt að engin spurning væri heimskuleg.
Einfaldlega vegna þess að ef þú spyrð þá vantar þig upplýsingar.
Klisja? Örugglega en það er alveg glóra í henni samt.
En varðandi spurningar:
T.d. Sturla Böðvarsson, fráfarandi forseti þings og núverandi óbreyttur þingmaður.
Í 12 ár vissi hann allt sem hann þurfti að vita reikna ég með, því hann spurði einskis á Alþingi.
Lagði aldrei fram fyrirspurn í þinginu allan þennan tíma.
Í gær lagði hann fram 2 (tvær) fyrirspurnir.
Hvað gerðist?
Ég vona að fyrrverandi forseti þings og núverandi óbreyttur þingmaður hafi ekki líkamlega vanlíðan af þessari bráðaþörf fyrir vitneskju sem hefur lostið hann algjörlega óforvarandis, að því mér sýnist.
Forsætisráðherrann er síspyrjandi.
Eins og þeir gera sem vilja vita hluti.
Hún spurði Seðlabankastjórana Einbjörn, Tvíbjörn og Þríbjörn hvort þeir vildu ekki segja sig frá vinnunni í Seðlabanka.
Einn hefur svarað játandi, annar neitandi og einn þegir.
Hvað gerum við nú?
Heimskuleg spurning?
Kannski, en ef maður spyr ekki fær maður engin svör.
Hampfrfm..
![]() |
Ingimundur baðst lausnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Slítum stjórnmálasambandi
Enn erum við að bjóða útlendingum upp á skemmtiatriði.
Nú í boði Seðlabankastjóra sem hunsuðu bréf forsætisráðherra þar til í dag að tveir þeirra lufsuðust til að svara.
Eiríkur og Ingimundur sendu forsætisráðherra, yfirmanni sínum bréf í dag.
Heimildir herma að amk. annar bankastjóranna hafi sagt í bréfinu að hann ætlaði sér að mæta á mánudaginn.
Hvað sem óskum forsætisráðherra íslensku þjóðarinnar líður.
Konungurinn á Seðlabankahóli svarar engu, hefur amk. ekki gert enn..
Hans hátign Davíð Oddson mun sennilega hvorki svara né fara.
Það er bara eitt að gera gagnvart þessu ríki á hólnum sem virðist vera til algjörlega á eigin forsendum.
Við slítum stjórnmálasambandi við Seðlabankann.
Einfalt mál.
![]() |
Eiríkur og Ingimundur hafa svarað |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (15)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Óeirðabílar það sem koma skal?
Ég er ekki hissa á að lögreglustjóri hafi ætlað að flytja inn óeirðabíla frá dönsku lögreglunni.
Vanir menn vönduð vinna eða þannig.
Yfirvöld að fyrrverandi dómsmálaráðherra meðtöldum hafa viljað auka vopnabúr lögreglunnar, gasið hefur óspart verið notað, rafbyssur hafa verið í umræðunni og því þá ekki brynvarðir bílar á óþæga mótmælendur?
Þetta væri fyndið ef tilhugsunin væri ekki svona skelfileg.
Að það hafi í alvörunni átt að grípa til aukins ofbeldis gagnvart borgurum í friðsömum mótmælum.
Með friðsömum mótmælum á ég við mótmæli án líkamlegs ofbeldis, sem 99,9% mótmælenda stunduðu, þar á meðal ég sjálf.
Og endilega hættið að rugla saman eignaspjöllum og ofbeldi.
Hávaða og ofbeldi.
Eggjakasti og ofbeldi.
Lámark að hinir gaggandi verjendur lögregluofbeldis geri greinarmun þarna á.
Hvenær koma svo byssurnar í umræðuna?
Hvað segir Björn Bjarnason við þessari "hugmynd" lögreglustjórans?
Nú er fyrirsjáanlegt að mótmæli verði mun algengari en áður var. Fólk mun grípa til aðgerða til að veita stjórnvöldum aðhald ef í harðbakka slær eða þegar einhver sofnar á verðinum.
Verða óeirðabílar notaðir til að brjóta fólkið á bak aftur?
![]() |
Vildi ekki beita meiri hörku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
Föstudagur, 6. febrúar 2009
Valdið í flokknum
Það hefði nú talist fréttaefni hefðu Sjálfstæðismenn EKKI gagnrýnt Seðlabankafrumvarp forsætisráðherra.
Það á að leggja niður stöður þriggja Seðlabankastjóra.
Ergó: Það á að koma Davíð frá völdum.
Kommon, Davíð er hið eiginlega vald í Sjálfstæðisflokknum.
Hann sat af sér ríkisstjórnina - pælið í því.
En eftirtektarverðastur fannst mér Pétur Blöndal.
Hann er nefnilega brímandi brjálaður úr heift.
Án þess að ég fari nánar út í það þá verð ég að segja að skapgerðarbrestir (sem og kostir) ganga greinilega í ættir.
Það er í ósigrinum sem fólks sýnir sitt rétta eðli greinilega.
Nú eða í lönguninni til að halda í valdið.
Það sýnir Sjálfstæðisflokkur svo ekki verður um villst þessa dagana.
![]() |
Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Talandi um banka...
Mér er sama þótt Ásmundur verði bankastjóri í bankanum okkar í Austurstræti.
Svo fremi að hann sé almennilegur maður.
En talandi um banka...
Ég hef heyrt að Seðlabankastjórar hafi ekki enn svarað bréfi Forsætisráðherra.
En skilafrestur var í dag.
Eru þeir saman í valdabandalagi hinna harðsnúnu bankastóra?
Eiga þeir Ísland?
Lúta þeir engum?
Ég legg til að það verði sendur krani á þá og þeir selfluttir heim til sín ef þeir sinna ekki kalli.
Það þarf að ryðja þeim úr vegi eins og hverri annarri umferðarhindrun.
Nú nema að þeir séu búnir að svara, ætli að hætta á morgun og ef svo er þá bið ég þá auðmjúklega afsökunar og ét alla mína trefla.
Og þeir eru margir og þykkir.
Úff.
![]() |
Ásmundur bankastjóri um tíma |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Gamla Ísland lifir góðu lífi hjá Toyota
Gamla Ísland er á fullu blasti hjá Toyota umboðinu.
Þú skalt ekki hugsa, ekki gagnrýna og ekki hafa skoðun.
Þú skalt ekki blogga um hluti sem liggja þér á hjarta ef þeir snerta vinnuna þína.
Toyota umboðið vill hjakka áfram í sama gamla farinu.
Forstjórinn skal hafinn yfir gagnrýni og það sem mest er um vert, hann skal ekki deila kjörum með starfsmönnum sínum.
Iss, ekkert ganga á undan með góðu fordæmi, það er ekki nógu 2007.
Ég legg þessa hegðun í dóm Toyota eiganda.
Eru þeir æstir í að skipta við fyriræki sem sýnir svona kemur fram?
P.s. Reyndar hafði ég ekki tekið eftir þessari bloggfærslu, efast um að ég hefði séð hana, það er bloggað svo mikið.
En með brottrekstri starfsmannsins vöktu Toyotamenn almennilega athygli á þessu ljóta máli og kann ég þeim alveg sérstakar þakkir fyrir.
Halldóri Kristni Björnssyni óska ég velfarnaðar og ég vona af öllu hjarta að hann fái vinnu fljótlega - hjá fyrirtæki sem virðir tjáningarfrelsið.
![]() |
Bloggari rekinn fyrir skrif |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Að taka steininn úr
Samkvæmt þessar skoðanakönnun sem Frjáls Verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is fengu Sjálfstæðismenn mest fylgi.
32%!
Klárinn leitar greinilega þangað sem hann er kvaldastur.
Langar fólk í meiri spillingu?
Vildarvina og flokksráðningu?
Aukna kosningaþátttöku sjúklinga með beinum greiðslum í heilbrigðiskerfinu?
Æi ég nenni ekki að telja upp, fólk er búið að upplifa íhaldið á eigin skinni.
Annars bendi ég þeim sem þegar eru búnir að gleyma síðustu fjórum mánuðum að fara inn á Alþingi og fylgjast með beinni útsendingu frá þingfundi.
Þar eru Sjálfstæðismenn eins og óknyttakrakkar og geta ekki hamið gremju sína og reiði.
Eiginlega má segja að þingið sé tæpast starfshæft, kjánaskapurinn er ótrúlegur.
Stundum á ég ekki orð yfir hegðun íslenskra stjórnmálamenn.
Í þetta skipti hafa Sjálfstæðismenn tekið steininn úr.
Ég hvet þá sem aðstöðu hafa til að fylgjast með þingfundum.
Ég held að það ýti fólki aftur út í raunveruleikann.
Annars má geta þess að Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf reiknað með þrælsótta kjósenda og því miður ekki að tilefnislausu.
![]() |
Bjarni og Þorgerður Katrín oftast nefnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Fimmtudagur, 5. febrúar 2009
Steingrímur hvatvísi
Steingrímur talaði við mann hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í dag.
Himnar opnuðust ekki.
Fjöllin standa enn.
Möndulhalli jarðar er sá hinn sami og fyrir símtal.
Alþjóðagjaldeyrirssjóðurinn mun enn vera að störfum.
Allir þar innan dyra munu vera kúl á því að reikna, nú eða í pásu að kjafta og svona.
Enginn maður liggur slasaður eftir svo vitað sé.
Sjúkkit, þarna hefði getað farið illa.
Steingrímur bara lyftir símanum og hringir í sjóðinn!
Oh, svo hvatvís hann Steingrímur J.
![]() |
Steingrímur ræddi við IMF í dag |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Flott Katrín
Flottasti ráðherrann í ríkisstjórninni er auðvitað ekkert að tvínóna við hlutina.
Flott Katrín, að víkja stjórn L.Í.N.
Svo vænti ég þess að námsmenn erlendis fái úrlausn sinna mála, allir umsækjendur um neyðaraðstoð sem einn.
Annað er okkur til skammar.
Kata - go girl!
![]() |
Vék stjórn LÍN frá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Miðvikudagur, 4. febrúar 2009
Af þjónum fólksins
Ég horfði á útsendinguna frá Alþingi áðan, eins og ég geri oft reyndar, og það jafngilti heilu skemmtiatriði, eða hefði gert væri landið ekki á haus og allt á vonarvöl.
Þvílíkt sjónarspil í boði arfabrjálaðra Sjálfstæðismanna.
Mér finnst dapurlegt ef að Sjálfstæðismenn fullir af heift yfir nýrri stöðu sinni, ætla að láta eins og keipakrakkar sem leikfangið hefur verið rifið af og tefja störf þingsins.
Hver á fætur öðrum komu þeir í pontu og þeir áttu ekki orð yfir ósvífni MINNIHLUTARÍKISSTJÓRNARINNAR (hefði átt að telja hversu oft þeir hnykktu á því) að halda ekki Sturla Böðvarssyni áfram sem forseta þingsins. ÞEIRRA MANNI eins og Arnbjörg Sveinsdóttir réttilega sagði.
Að þingmeirihluti vilji skipta um forseta heitir nú aðför að persónu Sturlu Böðvarssonar.
Sjálfstæðismenn hafa átt þingforsetastólinn í 18 ár samfellt.
En um þá gilda vitanlega aðrar reglur.
Sér einhver þá í anda bjóða minnihluta þingsins upp á forsetaembættið?
Halló.
Ég veit að það er ljótt að láta hlakka í sér yfir "óförum" annarra en mikið skelfing gleður það mig að Sjálfstæðisflokkurinn fái smá æfingu í minnihlutasetu.
Ég ætla að vona að sá skóli vari út næsta kjörtímabil að minnsta kosti.
Að fjórum árum liðnum gæti verið farið að örla á smá auðmýkt sem nauðsynleg er öllu fólki og sérstaklega þjónum fólksins.
Því alþingismenn eru ekkert annað en þjónar fólksins.
Það væri mörgum hollt að muna á milli kosninga.
Ójá.
![]() |
Gagnrýna forsetaskipti |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.9.): 1
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 27
- Frá upphafi: 2988596
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Færsluflokkar
- Bláar eyllýar
- Bloggar
- Bækur
- danskar kjötbollur með sósu
- Dómar
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Femínistablogg
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Halloki
- Hamfarablogg
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Hneyksli
- Íþróttir
- Jólafár
- Kjaramál
- kvikindiskapur og illt umtal
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Lúkas
- lygasögur
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjálfsdýrkun
- Sjónvarp
- Snúra
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Synt til sigurs
- Synt yfir sundið
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Þvagleggur
Eldri færslur
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- September 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Apríl 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
Tenglar
Tónlist
Vinir og fjölskylda
Vinkonur
Ég les alltaf
Netmiðlar
Tónlistarspilari
Bloggvinir
-
draumur
-
jonaa
-
hronnsig
-
larahanna
-
skessa
-
eddaagn
-
amman
-
annabjo
-
annambragadottir
-
annaragna
-
asthildurcesil
-
kolgrima
-
birnan
-
bjarnihardar
-
brjann
-
brylli
-
christinemarie
-
danjensen
-
lillagud
-
disadora
-
einari
-
einarorneinars
-
emm
-
estro
-
evabenz
-
fifudalur
-
garun
-
gelgjan
-
gunnarggg
-
halkatla
-
halo
-
hildurhelgas
-
heidah
-
helgamagg
-
hildigunnurr
-
iaprag
-
hlynurh
-
hugarfluga
-
hugsadu
-
ibbasig
-
katrinsnaeholm
-
ingolfurasgeirjohannesson
-
jogamagg
-
jara
-
jensgud
-
katlaa
-
krummasnill
-
krissa1
-
lehamzdr
-
ktomm
-
laufeywaage
-
lauola
-
lindalinnet
-
madamhex
-
maggij
-
majaogco
-
mariakr
-
markusth
-
meistarinn
-
motta
-
nimbus
-
olinathorv
-
pollyanna
-
ragnarfreyr
-
ragnhildur
-
ringarinn
-
rosa
-
roslin
-
saedis
-
sailor
-
salkaforlag
-
skordalsbrynja
-
skrifa
-
snar
-
soley
-
steingerdur
-
steinnhaf
-
steinunnolina
-
stinajohanns
-
sunnadora
-
svetlana
-
thuridurbjorg
-
tibet
-
tigercopper
-
toshiki
-
unns
-
valgerdurhalldorsdottir
-
wonderwoman
-
vefritid
-
vest1
-
bidda
-
zeriaph
-
killjoker
-
sisvet
-
gudrununa
-
dora61
-
possi
-
gelin
-
silfri
-
jyderupdrottningin
-
gretaulfs
-
sibba
-
baldvinj
-
stjaniloga
-
bokakaffid
-
kreppukallinn
-
jonerr
-
gerdurpalma112
-
adhdblogg
-
astafeb
-
snjolfur
-
haddih
-
brell
-
reisubokkristinar
-
little-miss-silly
-
baldis
-
olofdebont
-
kikka
-
jarnar
-
thorolfursfinnsson
-
birnast
-
vrkristinn
-
leifur
-
astroblog
-
bjarkey
-
manisvans
-
siggisig
-
nordurljos1
-
gunnaraxel
-
ragnar73
-
sij
-
kreppu
-
runirokk
-
gotusmidjan
-
dorje
-
slembra
-
skari60
-
must
-
fhg
-
aevark
-
fridaeyland
-
hedinnb
-
cakedecoideas
-
taraji
-
audurproppe
-
kollakvaran
-
finni
-
arnaringvarsson
-
samstada
-
drum
-
gretarogoskar
-
tbs
-
vistarband
-
valdivest
-
fingurbjorg
-
gustichef
-
skulablogg
-
andreskrist
-
fasteignir
-
rognvaldurthor
-
helgatho
-
gullfoss
-
bailey
-
jennystefania
-
gattin
-
annaandulka
-
ansy
-
gumson
-
berg65
-
bjarnimax
-
brahim
-
elin
-
gudlaugbjork
-
dramb
-
gudrunkatrin
-
hvilberg
-
himmalingur
-
ingaragna
-
naflaskodun
-
kiddirokk
-
sigurborgkrhannesdottir
-
joklamus
-
stjornlagathing
-
saemi7
-
unnurgkr